Morgunblaðið - 30.07.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.07.1955, Blaðsíða 16
Veðurtiflii í dag: SV fealdi Skúru. 170. tbl. — Laugardagur 30. júlí 1955 Skopleikararnir frægu „Litli og Stóri“. Sjá grein á blaðsíðu 9. fiskifrœðingur segir: I Enn er ekki verulegt síldnr- mngn ú miðnm Norðnnlnnds En ef sílflin útifyrir kæmi inn í átukeiti í Þistilfirði, mætti vænta meiri síldveiði RANNSÓKNIR virðast enn ekki benda til þess, að veru- legt síldarmagn hafi komið á norðanmiðin. Þó eru síld- artorfurnar, sem veiðzt hafa undan Sléttugrunni stærri en fundizt hafa fyrr á þessu sumri og í þeim meira af ungri síld. Átuskilyrði í Þistilfjarðardjúpi hafa verið og eru mjög góð og ef sú von rætist, að torfur þessar leggi leið sína nær landi og inn í þetta átubelti, getur e. t. v. verið um aukna veiðimöguleika að ræða. Þannig mælti Hermann Einars- eon fiskifræðingur, er fréttarit- ari Mbl. átti samtal við hann. Hafði rannsóknarskipið Ægir stutta viðdvöl á Siglufirði í gær. EN ÓVÍST HVORT SÍLDIN KEMUR ÍVÐ LANDI En fiskifræðingurinn bætti við, eftir að hann hafði gert þannig grein fyrir vonarsíld þeirri er enn bíður í torfum út af Norð-austurlandi: — En því miður höfum við orðið þess varir þráfaldlega, að mikil áta getur verið nærri landi, án þess, að nokkur síld leggi þangað leið sína. RANNSÓKNIR ÆGIS Ægir hefur að þessu sinni at- hugað bæði Vestursvæðið, Skaga íjörð, Húnaflóa og Stranda- grunn og einnig Austursvæðið, norður og sustur af Langanesi, án þess að finna nokkursstaðar verulegt síldarmagn. Hinsvegar hafa þeir orðið varir við tölu- vert síldarmagn langt norður og austur í hafi, en þær torfur voru mjög litlar. Mögulegt er að þessar smá- torfur safnist í stærri, þegar nær dregur lar.di og átan þéttist í flekki, en það er ekki sannað mál. Þar sem aðalveiðin var að- faranótt fimmtudagsins, hafði Ægir íundið talsverða síld þann 20. júlí og tilkynnt flot- anum það. Sjálfir veiddu þeir á Ægi þar um 900 tunnur síld- ar á eittu kvöldi, eða á milli þessa svæðis og Kolbeins- eyjar, en þar tilkynntu þeir líka allmikið sildarmagn. SÍLDARLEIT OG AÐRAR RANNSÓKNIR Dr. Hermann Einarsson rakti það nokkuð fyrir fréttaritara Morgunblaðsins að undanfarnar vikur hefði Ægir unnið að tví- þættri rannsóknarstarfsemi. Fyrst var gerð ýtarleg rannsókn á hita og átuskilyrðum, svo og útbreiðslu síldar undan Norður- landi. Var síldveiðiskipum til- kynnt jafnóðum um árangur rannsóknanna. Þessari yfirlitsrannsókn lauk fyrir um það bil viku og hófst þá annar þáttur rannsóknanna, en hann er einkum fólginn í síld- arleit á svæðum, sem síldveiði- skipin hafa ekki tækifæri til að skoða. VEIÐITILRAUNIR EF FÆRI GEFST Jafnframt þessu var haft í huga að gera veiðitilraunir með hjálp leitartækja. en bæði annir vegna síldarleitar og slæm veðurskil- yrði hafa hamlað mjög athöfn- um á þessu sviði. Einnig hafa verið gerðar rann- sóknir á öllum breytingum á átuskilyrðum. Þessi starfsatriði verða eigi aðskilin, sagði dr. Hermann Einarsson og því er rannsókn Ægis fjarri því lokið. Hinsvegar munum við strax og færi gefst gera meira af veiði- tilraunum, eins og fiskimála- stjórnin hefur ætlazt til. Ægir lagði aftur úr höfn á Siglufirði eftir skamtna viðdvöl til áframhaldandi rannsókna á hafinu fyrir Norðurlandi. —Guðjón. TÓKÍÓ — Peking-útvarpið birti nýlega frétt þess efnis, að Rauða Kína vildi, að tekin yrðu til um- ræðu á sendiherrafundinum í Genf málefni Formósu og Indó- Kína, og aðild Rauða Kína að S. Þ. Fundurinn á að hefjast n. k. mánudag. Aðalblað kín- verska kommúnistaflokksins tók í sama streng. Ný frímerki Þannig líta hin nýju förgu íþrótta merki út, sem verða tekin til almennrar notkunar hér á landi á næstunni. „Hvef" efnlr fil skemmtiferðar ★ NÆSTKOMANDI iimmtu- dag, 4. ágúst, efnir Sjálf- stæðiskvennafélagið Hvöt til sinnar venjulegu sumar- skemmtifarar. Farið verður um Hvalfjörð með viðkomu að Ferstiklu, síðan vestur á Mýrar. Á heimleiðinni verður drukkið kaffi í hinu nýja og glæsilega hóteli í Borgarnesi, og síðan farið um Bláskóga- heiði til Þingvalla, Er félags- konum heimilt að taka með sér gesti í þessa för. Fjöldi kvenna hefir jafnan tekið þátt í þessum ferðum Hvatar, sem alltaf hafa verið vel skipu- lagðar og þátttakendum til mestu skemmtunar Er þetta í fyrsta skipti, sem félagið efn- ir til sumarferðar vestur á Mýrar, og má því búast við því, að félagskonur fjölmcnni í þessa för. Byggingarnefnd Kópavogs úthlutar lóðum sem hafði verið úthlutað Fæst skipin náðu að kasta nema einu sinni Þjí skall á vesían hvassvðiri Frá Raufarhöfn og viðar 29. júll, SVO virtist í fyrrinótt, sem allgóð veiði yrði þá. Var talsverð síld uppi. En þá hvessti sayndilega að vestan, og náðu fæst skipin að kasta nema einu sinni. Á leíð til lands fengu skinin slæml veður og hjá sumum skemmd* ist hún af veltingnum svo að þurfti að setja hana í bræðslu. Síld sem var í lest var óskemmd, en hin sem var á þilfari vildi slást í. SKIPIN LEITA TIL IIAFNA | Mikill fjöldi skipa leitaði hafn-' ar á Raufarhöfn. Nokkur ætluðu j að fara til Húsavíkur, en sneru : við til Raufarhafnar vegna mót- j vinds. Skipin nota nú tímann til að taka olíu og vistir. Þau skip sem voru við Kolbeins- ey munu hinsvegar hafa farið til Siglufjarðar og Eyjafjaiðar. KÁRI SÖLMUNDARSON FÉKK MEST Eftirtalin skip fengu veiði í fyrrinótt: Þorbjörn 400 Reykja- röst 70, Kári Sölmundarson 600, Hagbarður 250, Von II 300, Val- þór 300, Bjargþór 300, Hólmaborg 300, Flosi 200, Sigurður 250, Ingvar 150, Björg frá Eskifirði 100, Sæhrímnir 60, Hafrenningur 300, Víðir frá Eskifirði 70, Sjöfn 40, Erlingur III 450, Hrafn Svein bjarnarson 100, Sigurfari 130, Guðfinnur 60, Svanur 70, Von frá Grenivík 250, Þórunn 150, Sjö stjarnan 130, Hafdís 70, Hannea Hafstein 200, Pétur Jónsson 200. Var saltað á öllum söltunarstöðv- um á Raufarhöfn í dag. ! LÍTIÐ TIL ANNARRA STAÐA Frá Þórshöfn er símað að eitt: skip, Ásgeir frá Reykjavík, hafi landað þar 122 tunnum síldar. Annað ekki. Fréttaritarinn skýrði frá því, að á Þórshöfn væri glamp andi sólskin, hiti yfir 20 stig. Hvassara myndi vera á miðunum. Á Húsavík var engin söltun í gær. Byrjað á lagningu há- spennulínu til Súðavikur ísfirð’mgar kaupa nýja dieselvél til raforkuframleiðslu EINS OG áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, verður 1 sumar unnið að undirbúningi raforkuframkvæmda á Vest- fjörðum, bæði við Mjólkurár í Arnarfirði og Fossá í Bolungarvík, Einn þátturinn í þessum framkvæmdum er lagning háspennulínu frá Vatnsaflsvirkjun ísafjarðarkaupstaðar í Engidal til Súðavíkur- kauptúns. Er nú byrjað á því verki og verður línan lögð yfir fjallið yfir í Sauradal til Súðavíkur. Mun það vera um 11 km löng leið og er gert ráð fyrir að verkið taki um tveggja mánaða tíma. FÁ RAFORKU í IIAUST Súðvíkingar hafa undanfarið búið við gersamlega ófullnægj- andi aðstöðu í rafmagnsmálum. Hafa þeir haft litla dieselstöð, sem framleitt hefur rafmagn til ljósa og allra nauðsynlegustu heimilisþarfa. Er gert ráð fyrir, að þeir hafi fengið rafmagn frá vatnsaflsstöðinni í Engidal á komandi hausti. VIRKJANIRNAR TENGDAR SAMAN Þá hefur og verið samþykkt, að ísafjarðarkaupstaður kaupi á þessu ári nær 1000 hestafla diesel vél til raforkuframleiðslu fyrir kaupstaðinn. Raforkuver ísa- fjarðarkaupstaðar mun eins og áður hefur verið skýrt frá verða tengt hinum nýju vatnsaflsvirkj- unum í Arnarfirði og Bolungar- vík þegar þeim hefur verið lokið. SíldarfRnna nr. 10.000 hjó Haisilfnr RAUFARHÖFN, 29. júlí — f dag fór fyrsta söltunarstöðin upp fyrir 10 þúsund tunnur. Var það söltunarstöð Hafsilf- urs h.f. 10.000 tunnuna saltaði María Þorsteinsdóttir úr Reykjavík og fékk hún 500 króna verð- laun. Næstu tunnu á undan saltaði Svala Auðbjörnsdótt- ir frá Eskifirði, en næstu tunnu á eftir Sigurveig Jó- hannesdóttir á Raufarhöfn og hlutu þær báðar aukaverð- laun. — Einar. , r Arekslrar og öngþveiii sfafar af því HEITA MÁ að öngþveiti ríki nú í byggingarmálum Kópavogs- hrepps. Er svo illa komið nú, að sumir lóðareigendur hafa orðið að grípa til þess ráðs, að ráða á eigin ábyrgð verkfræðinga til þess að mæla út fyrir húsum sínum og lóðum. Þetta stafar af því m. a. að byggingaryfirvöld Kópavogshrepps hafa neitað allri eamvinnu við lóðanefnd ríkisins. Þetta og önnur óreiða í stjórn hreppsins hefur leitt til þess vandræðaástands, sem nú ríkir þar. 141 EÓÐ ÉTHLUTAÐ Lóðanefnd ríkisins í Kópavogi liefur upplýst, að á þessu ári út- Idutaði hún samtals 141 lóð, en mnsækjendur voru hátt á fjórða hundrað. Miklum hluta lóðanna var úthlutað til Kópavogsbúa, en cinnig til annarra, sem hug höfðu á því að setjast að í Kópavogi. BYGGINGARNEFND MÆTIR EKKI Á FUNDUM Lóðanefndin gerði ítrekaðar til- raunir til að ná samvinnu við bygg ingayfirvöld Kópavogs um lóðaút- hlutunina og boðaði til tveggja funda um þessi mál með bygg- ingayfirvöldum hreppsins. En byggingayfirvöld hreppsins neit- uðu öllu samstarfi með því að mæta ekki á fundunum, sem til var boðað og svara ekki bréfum varðandi þetta mál. Þar að auki hefur stjórn Kópavogshrepps nú úthlutað ólöglegum byggingarleyf um til manna, sem höfðu ekki einu sinni sótt um byggingarlóðir. Er þar um að ræða lóðir sem þeg- ar hefur verið úthlutað öðrum. ALVARLEGIR ÁREKSTAR Vekur þessi framkoma bygg- ingaryfirvalda Kópavogs nokkra furSu og víst er aS þaS hlýtur aS leiSa til hinna alvar- lcgustu árekstra, milli einstakl- j inganna. Er því engin furSa ; þótt mörgum þyki byggingar- ) málin komin í öngþvciti í í hreppnum. Fótgongondi yfir Kjöl í GÆR lögðu tveir svissneskir blaðamenn af stað fótgangandi frá Gullfossi norður yfir öræfin. Þeir báru bakpoka sína og tjöld. Ætluðu þeir að fara yfir Kjöl um Hveravelli og síðan niður í Skagafjarðardali áleið’s til Akur- eyrar. Ekki var laust við að íslend- ' ingar er sáu þá leggja af stað ’ þætti ferð þeirra óvarleg, þar j sem telja má víst að vatnavextir séu í öllum ám vegna hinna stöðugu rigninga. -----------3 BETiJAVlK 1 Í53&SFQ1 1 STOIIHóLMUB ] 31. leikur Stokkhólms: a5—a6. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.