Morgunblaðið - 03.08.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.08.1955, Blaðsíða 1
tntMðM 16 síður '13. árgangux 172. tbl. — Miðvikudagur 3. ágúst 1955 Prentsmigja Morgunblaðsina í fótsp'oar Bléríols FERÐALOC MANNA JARÐSTJARNA MILLI MOGULEIKAR RANNSAKAÐIR ** Jean Salis og sonur hans fara með flugvélina á flugbrautina. London: MAÐUR að nafni Jean Salis hefir flogið yfir Ermarsund frá Calais til Dover í flugvél, sem gerð er nákvæmlega eftir flug- vélinni, sem Frakkinn Bleriot, ootaði, er hann flaug fyrstur manna yfir sundið fyrir 46 árum. Á sínum tíma var Ermarsunds- flugið eins frægt eins og fyrstu Atlantshafsflugin urðu síðar. Salis er fimmtíu og níu ára gamall og hann var ekki fyrr lentur heilu og höldnu í Englandi en hann hélt til kampavínsveizlu, sem beið hans, til þess að fagna unnu afreki. . Salis flaug vegalengdina á 56 mínútum. Bleriot fór sömu leið á 37 mínútum á sínum tíma. En flugvél af Bleriot gerðinni er mjög háð veðri og vindum og Salis átti við mótvind að stríða. Er hann var kominn hálfa leið yfir sundið tók smurningsolía frá vélinni að sleííast í gieraugu hans og blinda hann. Hann varð að taka af sér gleraugun og eftir það gekk allt að óskum. „En ég neita því ekki að ég varð feginn er ég* sá brezku ströndina náigast", sagði kappinn, er hann var lent- ur. 100 METRA FLUGTAK Þegar Bleriot lenti flugvél sinni fyrir 46 árum lét hann svo um mælt, „að Bretland væri nú ekki lengur eyland". Salis flaug í 1000 feta hæð. Nokkur hundruð manns voru á f lugvellinum í Calais, er Salis hóf sig til flugs í flugunni, sem kölluð hefir verið „fljúgandi fuglabúr- ið". Salis þurfti 100 metra til flugtaks. Flugvélin smaug yfir trjátoppana og stefndi á haf út. í fylgd með henni voru fimm aðr- ar flugvélar. Til lendingar þurfti 100 metra, en flugvélin rann áfram og sner- ist í hálfhring á leiðarenda. Svo virtist sem hemlað hefði verið um of. • Tveir menn aðrir hafa gert eftirlíkingu að flugvél Bleriots og bíða byrs í Calais. Engin valdbeitini o í Austur-Asni GENF, 2. ágúst: — Stjórnmála- j menn hér telja sig hafa góðar heimildir fyrir því að fulltrúi Kínverja á senáiherraráðstefnu Bandaríkjanna og Kína komm- únista hér muni á næsta fundi sendiherranna á fimmtudaginn, leggja fram tillögu um það að bæði ríkin, Bandaríkjamenn og Kína kommúnistar lýsi yfir því, að þau muni ekki beita valdi til þess að fá framgengt hagsmuna- kröfum sinum. • Einnig er bess vænst að Wang skýri frá því að hann hafi umboð m þess að lýsa yfir því, að Kina kommúnistar muni ekki beita valdi til þess að „frelsa" For- mósu. • Loks er búist við því, að Wang muni stinga upp á því að Chou En Lai, hinn kínverski og Dulles, utanríkisráðherra Bandaríkjanna komi saman á fund á næstunni. ÓeirSir á Kyprus NICOSIA, Kyprus, 2. ágúst: — Lögreglan varð að beita táragasi er ofstækismenn af grísku þjóð- erni ætluðu að ráðast á brezku ræðismannsskrifstofuna hér í dag og kveikja í henni. Verkalýðsfé- lög griskumælandi manna, bæði haegri manna og vinstri manna, gerðu sólarhringsverkfall, sem lauk i kvöld. Verkfallið var gert til þess að undristrika kröfuna um sameiningu Kyprus og Grikk lands undir elna stjórn. Dulles og Chou semja úr f jarlægð Washington, 2. ágúst. KEGAR áður en samningar milli sendiherra Banda- ríkjanna, Alexis Johnson, og sendiherra Kínakomm- únista, Wang-, hófust í Genf í gær, stigu Kínakommún- istar fyrsta sporið til þess að draga úr viðsjám í Aust- ur-Asíu. — Þeir létu lausa amerísku flugmennina, 11 að tölu, sem mest hefir ver- ið rætt um á undanförnum mánuðum. Hammarskjöld,.sem fór í vetur til Peking til þess að semja við Kínakommúnista um málefni þessara 11 flug- manna, sagði í dag, að Pek- ingstjórnin hefði stigið drjúgt spor í áttina til bættr ar sambúðar við aðrar þjóð- ir með því að láta fangana lausa. A meðan sendiherrarnir semja í Genf um einstök mál, hafa utan- ríkisráðherrar begg-ja þjóða, Dull- es í Washington og Chou En Lai, reynt að skapa sér vígstöðu til samninga á „æðra sviði" — þ. e. milli utanríkieráðheranna sjálfra — með opinberum yfirlýsingum. Dulles sagði í ræðu í dag, að hann vænti þess að Kínakommún- istar gæfu út yfirlýsingu um að þeir myndu ekki beita valdi til þess að fá framgengt hagsmuna- kröfum sínum. — Slík yfirlýsing myndi hafa í för með sér mjög bætta sambúð Kínakommúnista við aðrar þjóðir og opna mögu- leika til samninga m- a. við Banda- ríkin. Beiti Kínakommúnistar á hinn Frb, á bls. 12. RliSSAR SEGJAST EIGA GEIMFARASKIP Kaupmannahöfn, 2. ágúst: ÞÝZK-AMERÍSKUR eldflauga- sérfræðingur Krafft-Fricke að nafni — starfsmaður í hinni frægu Preenemiinde tilraunastöð í Þýzkalandi á striðsárunum — skýrði í samtali við danska blað- ið „Information" í dag frá nýrri gerð af gerfihnöttum, hinum svo- kölluðu „satelloidum". Sérfræðingurinn sagði að gerfi hnetti þessa væri hægt að senda alla leið að yfirborði annara pláneta. „Satelloidarnir" aðgrein- ast frá „satellitunum" sem fram til þessa hafa verið kunnir, að því leyti að „satelloidarnir" eru knúnir eigin orku. Þessa nýju gerð sé í fyrsta áfanga hægt að senda upp í 120—150 km. hæð, en einnig alla leið til annara jarð- stjarna, eins og t. d. til Venusar. Þessi nýja gerð geri loks kleift að hef ja undirbúningsrannsóknir að ferðalögum manna á milli jarðstjarna. Krafft-Fricke er nú starfsmað- ur hjá flugvélaverksmiðju í Bandaríkjunum. Hann segir að gerfihnettirnir, sem kallaðir hafa verið „satellitar" hafi verið mönn um vel kunnir frá því á árinu 1953. Satelloidarnir séu yngri, en sér sé þó ekki kunnugt um hvort farið sé að smíða þá. „En ég held að flugvélaverksmiðja mín getí smíðað þá", bæt'ti hann við. Ráðstefna í Kaupmitnnahöfn Kaupmannahöfn 2. ágúst. A' HEYRNARFULLTRÚI sovét- ríkjanna á ráðstefnu vísinda- manna er fjalla um geimfarir, Sedow að nafni, kom á óvart í dag með því að lýsa yfir því, að sovétríkin hefðu tök á því að senda gerfihnött út íhimingeim- inn innan tveggja ára. Hann gaf í skyn að sovétríkin myndu geta framleitt geimknöttinn á undan Bandarikj unum. Knöttur sovétríkjanna myndi sennilega verða stærri heldur en fótknattarstærðin sem frá hefir verið sagt í Bandaríkjunum. Sedow skýrði frá því að til- raunir hefðu nú þegar verið gerðar með geimfaraskip í sovét ríkjunum og að skip þessi hefðu haft lifandi dýr innanborðs. (Svipaðar tilraunir er vitað að gerðar hafa verið vestanhafs). • • * . Ráðstefna vísindamanna er fjalla um geimfarir hefst í Kaup- mannahöfn á morgun, miðviku- dag. Hefjast brátt beinar flug ferðir til Fœreyja? Skymastervélar geta setzt á Vogey YFIRMAÐUR Loftferðaeftirlits ríkisins, Sigurður Jónsson, er nýkominn heim úr vikudvöl i Færeyjum. Fór hann þangað tit þess að rannsaka hvort íslenzkar millilandaflugvélar gætu ekki notað flugvöllinn í Færeyjum til nauðlendinga í ferðum sínum yfir hafið, ef með þyrfti. Skýrði Sigurður blaðinu svo frá, að þaS væri unnt, þar sem völlurinn væri allgott mannvirki og nógu langur fyrir Skymastervélar. 3 Á DAG Nú'fljúga að jafnaði þrjár ís- lenzkar millilandaflugvélar aust- ur yfir Atlantshafið á hverjum degi og er því mikið öryggi í því fólgið, ef unnt er að hafa viðstöðu á Færeyjum, ef eitthvað kemur fyrir flugvélarnar. ENGIN ÞJÓNUSTA Völlurinn á Færeyjum var byggður á stríðsárunum af brezka setuliðinu, sem þar var og er á Vogey. Er hann 1140 m. að lengd, en aðeins ein flugbraut. Flugvallarþjónusta er þar þó engin, hvorki radióstöð, ratsjá eða veðurþjónusta, enda er völl- urinn ekkert notaður eins og sak- ir standa. Eftir styrjöldina flugu vélar Scottish Airways þangað um skeið frá Prestvík. Á flugvell inum er allgott flugskýli á stærð við skýlin á Reykjavíkurvelli. MÁLIÐ í ATHUGUN Blaðið átti einnig tal við Örn Johnson, forstjóra Flugfélags ís- lands og innti hann eftir því, hvort Flugfélagið hetöi nokkur áform á prjónunum um að hefja flugferðir til Færeyja, þar sem þar væri um nógu stóran völl fyrir millilandaflugvélar að ræða. Sagði Örn, að til tals hefði komið að hefja þangað flugferðir, og væri það mál nú í athugun. Varla mundi þó neinn skriður komast á málið, þó af yrði, fyrr en á næsta ári. MIKIL SAMGÖNGUBÓT Flugfélagi íslands mu'nu öðru hvoru berast fyrirspurnir um far til Færeyja, og er ekki að efa að margir yrðu til þess að fagna því, ef unnt yrði að komast til þess- arar nálægustu frændþjóðar vorr ar á f áeinum klukkutímum í f ram tíðinni. Varla mundu þó skymastervél- ar notaðar í Færeyjarferðir, held- ur smærri vélar, sem ekki flygju lengra en til Færeyja og heim aftur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.