Morgunblaðið - 03.08.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.08.1955, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 3. ágúst 1955 MORGVNBLAÐIÐ f « 61HÍÍ jéOTerfa Próf. Seizner fieldur fyrirlesfur í Háskófaaum í kvofd HÉK Á LANÐI er staddur um þessar mundir prófessor Felix Genzmer, sem er frægasti Edduþýðari Þjóðverja. Hann er 78 ára að aldri, en ber háan ald- ur sinn mjög vei, — Iék á als oddi, þegíir fréttamaður Mbl. átti stutt viðtal við hann í gær. <$> Próf. Genzmer var prófessor í lögum við Túbingenháskóla, en fékk snemma áhuga á germönsk- um og norrænum fræðum, eins og landi hans, Ronrad Maurer, sem einnig var lögfræðingur að mennt. — Auk Eddukvæðanna hefir próf óprwinor bvt.t 'slenzk mm. Próf. Gensmer. dróttkvæði og þjóðvísur, og höf- uðkvæði forn-germanskra bók- mennta, Bjólfskviðu úr engil- saxnesku, Helíand úr fornsax- nesku og Niflungaljóð úr miðhá- þýzku. í þessum þýðingum sínum heldur hann fornri stuðla- setningu og setur það sérstakan og skemmtilegan blæ á kvæðin. SKRIFAÐ MARGT UM NORRÆN FRÆÐI Þá hefir próf. Genzmer einnig skrifað greinar um germönsk og norræn fræði, auk ritgerða sinna um lögfræðileg efni. M. a. hefir hann skrifað ritgerð um stíl dróttkvæðanna, sem birt- ist í Deutsche Island Fors- chung, sem Þjóðverjar sendu okkur á Alþingishátíðinni 1930. Þetta er tveggja binda rit og var mikill fengur að því, enda skrifa margir helztu vísindamenn Þjóð- verja í það. — Fjallar annað bindið um náttúrufræðileg efni, en hitt um bókmenntir. ❖ Þetta er í fyrsta sinn, sem próf. Genzmer kemur til íslands. Háskóli íslands bauð honum hingað í viðurkenningarskyni fyrir störf hans í þágu íslenzkra fræða og í kvöld flytur hann fyrirlestur um upphaf ger- mansks skáldskapar. — Verður fyrirlesturinn fluttur í Háskólan- um. E’G FÉKK áhuga á íslenzkum i forn-skáldskap, þegar ég var í efsta bekk latínuskólans, sagði próf. Ger.zmer, þegar fréttamað- ur Mbl. hitti hann að máli sem snöggvast í gærdag. — Þar lásum við þýðingu Simroks á Helíand, en mér þótti hún ekki nógu góð, svo að ég hófst handa um að þýða kvæðið sjálfur. Dundaði ég við að þýða 600 línur af kvæð- inu, en hætti því um skeið. Ég tók svo aftur til við þýðinguna fyrir rúmum 10 árum og gat notað um helminginn af gömlu þýðingumii. 10 ÞÚS. EINTÖK Þýðing mín á Bjólfskviðu kom út 1943, en Niflungaljóð fyrir 2—3 mánuðum. Það kom út í alþýðuútgáfu, — var gefið út í 10 þús. éíntökum. HET.IUKVÆÐIN I ALÞÝÐUÚTGÁFU Af íslenzkum kvæðum hef ég þýtt Sæmundar-Eddu alla, og kom hún út í Thule-útgáfunni svo nefndu á árunum um og eft- ir fyrri heimstyrjöld. — Hetju- kvæðin hafa svo verið gefin út aftur fyrir skömmu í alþýðuút- gáíu, enda njóta þau mjög mik- illa vinsælda. — Dæmi um Ekldu- þýðingar mínar er þessi upphaís- vísa Völuspár: Urzeit war es, als Ymir hauste, nicht war Sand, noch See, noeh Salzwogen. Nicht Erdc war noch Obhimmel; Gáhnung war grundlos, doch Gras nirgends. &ÝDDI EGIL Þá hefi ég einnig þýtt fjöl- nargar dróttkvæðar vísur, t. d. pessa, sem er eftir Egil; hann /rkir hana eftir 'dauða Arin- bjarnar: Der reichen Ringbrecher 'teihen werden nun kleiner, lie oft háuften auf Habichts Hugel Schnee des Tiegels, Vuf Erdbandes andern Eiland-Nagelrande gönnt so gern kein Freund uns Glanz des Möwenlandes. Hjá Agli er vísan svohljóð- andi, ef menn vilja bera hana saman við þýðinguna: Þverra nú, þeirs þverrðu, þingbirtingar-Ingva, hvar skalk manna mildra, mjaðveitar dag, leita, þeira’s hauks fyrir handan háfjöli digulsnjávi jarðar gjörð við orðum eyneglda mér hegldu. Nú, lokg má svo geta þess, að ég þýddi Sonatorrek og Arin- bjarnarkviðu og voru bæði kvæð- in prentuð í Der Kunstwart 1930. ♦ Við þökkum svo þessum ágaeta Islandsvini samtalið og vonumí að hann hafi góða reisu í landi Eddukvæðanna. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við þenna ágæta þýðara íslenzkra fom- kvæða; fáir hafa kynnt íslenzk- ar fornbókmenntir með jafn- miklum snilldarbrag og próf. Genzmer. Þess vegna er gaman að hafa hann hérna hjá okkur um skeið. Hann sé velkominn. a leistna meS 3: Aðalheiður Guðmundsdóttir skorar siðara mark Reykjavíkurliðsins. (Ljósm. Bj. Bjarnleifsson). í uxsaassa MmkuÆé 3:2 læsfi leiyr á IsrnmfuáagínR ao Hébgafandi ÞESSA dagana gista ísland norskar handknattleiksstúikur, sem ^ eru félagar í Grefsens Idrættslag í Osló. Léku þær á sunnu- daginn við úrval Reykjavíkurfélaganna og á þriðjudagskvöld áttu þær að leika annan leik sinn hér. í hópnum eru 11 keppendur og 2 fararstjórar en þetta er í fyrsta sinn, sem erlendar stúlkur keppa hér. — FÝRSTU TVÖ MÖRKIN Leikurinn á sunnudaginn fór svo, að norsku stúlkurnar sigr- uðu með 3 mörkum gegn 2. Reykjavíkurstúlkurnar byrjuðu vel og skoruðu fyrstu 2 mörkin í leiknum og í hálfleik var stað- an 2:1 fyrir Reykjavík. í síðari i hálfleik settu norsku stúlkurnar 2 mörk, en þá tókst Reykjavik- urstúlkunum ekki að skora. JAFN LEIKUR OG SKEMMTILEGUR Leikurinn í heiid var mjög jafn og skemmtilegur og það eina, sem þær norsku höfðu sýniiega ■®s VerðþetHKla r I KAUPMANNAHÖFN, ?. ágúst — Kaupvísitalan í Danmörku hækk aði á tímabilinu apríl—júlí um 4 stig — sem hefir í för með sér aukaar launagreiðsiur er nema um 250 milljónum danskra króna til milJjón launþega. Tvö stig vísitöluhækkunarir.nar stafa af óeðlielga háu verði á jarð- eplum (Danir tala um „Kartoffel Miserinen“) fyrstu dagana í júií. Hækkuð laun munu hafa í för með sér aukna vörueftirspum sem að sínu leyti mun bafa slæm áhif á gjaldeyrisjöfnuð Dana, en hann hefir þegar um nokkurt skeið "aldið dönskuni stjómvöld um noK.kium áhyggjum. Franskir ráðherrar PARÍS 2. ágúst: — Edgar Faure og Antoine Pinay, hafa þáð boð sovétstjórnarinnar um að koma i opinbera heimsókn til sovétríkj anna. AD ALFARARSTJÖRl norska handknattleiksliðsins sem hér er í heimsókn er Laila Schau Niel- sen. Átti hún hugmvndina að því að flokkurinn kom hingað og sá að mestu um allan undir- i búning íslandsfararinnar. | En Laila Schau Nilsen á að baki einstæðan íþróttaferil. Náði hún afrekum á heimsmælikvarða í þremur greinum íþrótta — skíðaíþróttinni, skautaíþróttinni, og tennisíþróttinni. 9 ára gömul vann hún sinn fyrsta sigur og var það í skíðastökki og 2 árum síðar stökk hún 28 metra. Norsk- ur meistari í iuaðhlaupi á skaut- um var hún árið 1935. ’37„ ’39 og 1940 og heimsmeistari í hrað- hlaupi var hún árið 1937 og 1938. Á ferli sínum setti hún 5 heims- met í hraðhlaupi. Olympíumeistari í bruni varð hún árið 1936 og hlaut brons- verðlaun í tvíkeppni í bruni og svigi. Árið 1936 var hún sæmd Egebergsverðlaununum, sem eru æðstu afreksverðlaun, sem Norð- menn veita íþróttamönnum sínum. Hingað til lands kemur Laila Schau Nielsen beint frá norrænu meistarakeppninni í tennis. Var hún væntanleg í gærkvöldi flug- leiðis, en vegna áðuinefndrar tenniskeppni gat hún ekki verið flokki sinum samferða hingað til lands. I framyfir var leikni í að dreifa leiknum vel um völiinn. Leik- hraði þeirra var og nokkru meiri, en aftur á móti var skotharka Reykjavíkurliðsins meiri og þær áttu fleiri skot á markið, þó ekki bæri árangur. En skemmíilegt er að ísL stúlkurnar geta veitt hinum norsku iróða keppni. Þetta norska lið er eitt þriggja beztu liða í Noregi og hafa 3 af síúlk unum er það skipa ieikið marg oft í norska kvennalandslið- inu. Næsti leikur er á fimmtu- daginn og fer fram að Háloga- landi gegn úrvalsliði úr öit- um féiögum öðrum en. KR. FHÁ vettvangi íþróttanna var ciugurinn í gaer, dagur KR. Á tvennum ^..víg^töðvuni** vanm KR ágæta stgra. Kvemnaflokk- \»r félagsins í handknattleik. ísiííraSi nornka íiðið, «em hér cfyelgt með 3 mörkum gcgn 2. Með gömii markatöht — 3;2» — sigraði mdstaraflokknr fé- lagsins í knattapymu sœnska líi5i?I Híicken uSh i ^autahorg. Það ríkti siííHrgleíSi mikil ít félagfilu'imiH KR við Kapla- fikjófeveg í gærlc vöMi — og bef ur Ktundum veríS hítldiði upp a miruia cn siika wgra > fír tveim ertemtuni Hðum. 50,06 í kringhskasti Á INNANFÉLAGSMÓTI sem íþróttaféSögin í Reykjavík héldu á laugardaginn náðist prýðisgóður árangur S kringiukasti. Lengst kastaði Hallgrímur Jónsson, Á, 50,06 m og er hann. þriðji íslending- urinn s«n kastar vfir 50 m. Metið á Þorsteinn Löve 50,22 m og Uuseby átti fyrra metið 50,13. Aiuiar i keppnsniiii á laug- axdaginn var Löve með 48,55 m og þriffji Þorsteiim Alfreffs- son meff 47,59. Þessi árangur Hallgríms er bezta afrek sem unniff hefur veriff á Norffnrlöndum í ár ogr 12. bezta afrek í Evrópu. Lítur ná út fyrir aff 2 íslend ingar komist í liff Norffurlanda gegn Balkanlöndum í haust — Hailgrímur og Vihjálmur Einarsson i þrístökki. IGÆR fór meistaraflokkur KR ílugleiðis til Gautaborg- ar í keppnisför á vegum sænska félagsins Hácken, sem hér lék fyrir 2 vikum. Verða leiknir 3 leikir í Svíþjóð, gegn Hácken í Gautaborg, gegn Trollháttan. IF, og Oddevoll í Uddevalia. Eru 2 þau síðust nefndu meðal sterk- ari liðanna í 3. deildinni sænsku, og með Oddevoll leika margir gamlir landsiiðsmenn Svía, en það félag hefur stórútgerðarmað- ur nokkur byggt upp. M. a. leik- manna sem hann hefur fengið til félagsins eru Sanny Jakobsson og Reino Börjeson, sem léku hér 1951 með sænska landsJiðinu. Frá Gautaborg verður farið þann 8. ágúst til Kaupmannahafn ar og leiltið í Hróarskeldu gegn Roskilde BK, en hingað heim verður komið þann 12. ágúst Þetta er 3. flokkurinn, sem KR sendir út á þessu ári, en á síðustu 12 mánuðum hafa 4 flokkar þá farið utan írá félaginu til kapp- leikja á Norðurlöndum, um miðj- an ágúst s.L ár fór 3. flokkur tii Danmerkur, og var afbiu'ða sigur sæll, og í júni fóru 2. og 4. flokk- ur einnig til Danmerkur, og vann 2. flokkur alla sína leiki, eiits og í SvíþjóBaríör kunnugt er. Það er heldur ekki eíamál, að mikið og stórt átak þarf til þess að koma slíkum hóp ferðum í kring, enda stendur knattspyrnuiþróttin nú með mikl um blóma í félaginu, það hefur til þessa í ár borið sigur úr býtum í öllum knattspyrnumótum, sem lokið er keppni í. Þétttakendur i för meistara- flokks eru: Gísli Halldórsson, far arstjóri, frú Margrét Halldórsson, Haraldur Guðmundsson, form. knattspyrnudeildar, Haraldur Gísiason, Sveinn Björnsson, Óli B. Jónsson, þjálfari, Ólafur Ei- ríksson markvörður Víkings, Hreiðar Ársælsson, Guðbjörn Jónsson, Helgi Helgason, Sverrir Kjæmested, Hörður Óskarsson, Hörðúr Felixson, Ólafur Hannes- son, Gunnar Guðmannsson, Þor- björn Friðriksson, Sigurður Bergsson, Atli Helgason, Reynir Þórðarson, Sigurgeir Guðmanns- son, Grétar Jónsson, Jón Álfsson. Því miður gat aðalmarkvörður félagsins, Guðmundur Georgsson, ekki komið því við, að fara utan vegna anna, og var markvörður Vikings, Ólafur Eiríkssin, feng- inn rð láriti ifararinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.