Morgunblaðið - 03.08.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.08.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 3. ágúst 1955 P$>££PWl>lM>ÍÍ> Útf.: HJ. Arvakur, Reykjavlk. Framkv.stj.: Sigíúa Jónsson. Ritstjórt: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá VitfMo Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arnl Garðar Kristinaaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðala: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innaitlanda. í lauaasölu 1 krónu eintakið. Úr daglega lífinu „Allt «iálfvirht“ Störvítaverð misbeiting valds FYRIR liggur nú vitneskja um það, að einn aT ráðherrum Framsóknarflokksins hefur mis- notað vald sitt sem ráðherra til þess að taka dýrasta og óhentug- asta tilboðinu í virkjun Grímsár á Austurlandi. Þrjú tilboð munu hafa borizt í framkvæmdirnar. Eitt frá nýstofnuðu austfirsku fyrirtæki, annað frá Almenna byggingarfélaginu hér í Reykja- vík og hið þriðja frá Verklegum framkvæmdum, sem er nýstofnað fyrirtæki hér í Reykjavík. Tilboð austfirska fyrirtækisins sem heitir Snæfell mun hafa ver- ið lægst. Þá kom tilboð Almenna byggingarfélagsins, sem var nokkru hærra og loks tilboð Verklegra framkvæmda, sem var lang hæst. Raforkumálastjórnin lagði til við raforkumálaráðherra, að til- boði Almenna byggingarfélagsins yrði tekið. Mun hafa verið talið að hið nýstofnaða austfirska fyr- irtæki, sem lægsta tilboðið gerði hefði ekki öðlast nægilega reynslu til þess að taka að sér slíka stórframkvæmd. En raforkumálaráðherrann hafði önnur sjónarmið í þessu máli en að fylgja tillögum raforkumálastjórnarinnar. Að Verklegum framkvæmdum, sem er kornungt fyrirtæki, standa nokkrir Framsóknar- menn og venzlamenn forystu- manna flokksins. Þeir gerðu langhæsta tilboðið í Grímsár- virkjunina. Engu að síður ákvað Framsóknarráðherrann að því skyldi tekið. Sérhagsmunaklíka 1 Allur almenningur fordæmir þessa framkomu harðlega. Því fólki, sem á að njóta þeirra fram kvæmda, er um ræðir, er heldur enginn greiði gerður með henni. Við vatnsaflsvirkjanirnar eru miklar vonir tengdar meðal þess fólks, sem bíður eftir raforkunni út um byggðir landsins. Það er þessvegna illt verk og ósæmilegt að gera þessi mannvirki að póli- I tískum beinum, sem kastað er í hirðgæðinga og venslamenn Framsóknarforkólfanna. Almenningur í landinu verð ur að rísa upp gegn slíkum vinnubrögðum. Engum ráð- herra á að líðast slíkt atferli. Framsóknarmenn verða að vita, að þeir tímar eru liðnir, að þeir geti beitt hverskonar hlutdrægni og yfirgangi átölu laust. Það kemur vissulega úr hörðustu átt, þegar Timamenn reyna að telja þjóðinni trú um, að Framsóknarflokkurinn standi trúan vörð um hvers- konar velsæmi í opinberum málum. Allur almenningur sér allt aðra mynd af honum. Hann sér sérhagsmunaklíku, sem aldrei svifist þess að beita hlutdrægni og bolabrögðum, hvenær sem tækifæri gefst til þess. NÝLEGA er komið inn í engil- saxneskt mál órðið AUTO- MATION. Ekki verður hér gerð tilraun til þess að þýða þetta orð á íslenzku, merking þess er eitt- hvað í líkingu við „allt sjálf- virkt“, en orðið felur í raun og veru í sér heila byltingu. Hér skal sýnt með nokkrum dæmum hvað orðið raunverulega merk- ir. é* • í Bandaríkjunum er vél, sem reiknar út laun, skatta og eftirlaun 200 þús. bæjarstarfs- manna í New York. Áður höfðu fimmtíu skrifstofumenn atvinnu við að leysa þessa reiknings- þraut. • Fordverksmiðjan í Cleve- land, Ohio, hefir eignazt raf- eindaheila og sjálfvirkar vélar, sem gætt er af 250 mönnum og sem vinna verk, sem áður var unnið af 2500 mönnum. • Vélar reiknuðu út á þessu ári tekjuskattsstiga í Bretlandi, og voru það samtals yfir 750 þús. reikningsdæmi. Vélarnar gerðu þetta á tíu klukkustund- um, en áður voru lærðir reikn- ingsmenn margar vikur að ljúka þessu verki. • Fjórtán vélar framleiða 90 hundraðshluta af rafmagnsper- um í Bandaríkjunum — með af- Malsolm Mc- Corquodale, verður sennilega formaður brezka íhalds flokksins, tekur við af Woolton lávarði. Corquodale hefir verið fluttur í lávarðadeildina eftir 21 árs setu í neðri málstofunni. köstum allt af 1800 perum á mínútu. • Cylindrar í Fordbíla eru framleiddir, án þess að manns-1 hönd komi þar nálægt. Nokkriri 'Ueli/ahandi áhrijar: Alvarleg misbeiting valds Hér er um svo alvarlega mis- beitingu valds að ræða, að ekki verður hjá því komist að gagn- rýna þessa ráðstöfun harðlega. ' Til hvers er yfirleitt verið að leita tilboða í verklegar fram- kvæmdir? j Að sjálfsögðu til þess að gefa hinum ýmsu aðiljum tækifæri til að bjóða í þær og komast að sem hagkvæmustum skilmálum fyrir þá, sem í þær ráðast. Það liggur í augum uppi, hvaða áhrif það muni hafa, þegar hið opinbera tekur að sniðganga lægstu tilboðin í framkvæmdir sínar og fela þeim þær, sem hæst tilboðin gera. Auðvitað leið- ir slík ráðabreytni til þess, að menn hætta að gera tilboð, sam- keppnin um framkvæmdirnar, hverfa úr sögunni. j En það verður ekki hinu opinbera til hagsbóta og held- ur ekki almenningi í landinu. Brask, hlutdrægni og hrossa- kaup kemur í staðinn fyrir heilbrigða samkeppni. Stjórn- arvöld geta þá í rólegheitum úthlutað opinberum fram- kvæmdum til gæðinga sinna fyrir þá þóknun, sem þeim býður við að horfa. ( Það er að þessu, sem Fram- sóknarmenn stefna. Spilling, hlutdræani og brask, það er! fenið, sem út í er stýrt með j þeírri ráðcföfun raforkumála- j rá<yher„„ „sv taka hæsta til- j boð’”" ; r:*-ímsárvirkjunina. ■ Verkin sýna merkin SVO ruglaður er Tíminn nú orð- inn í ríminu s.l. sunnudag, að hann heldur því fram, að ef ný- sköpunarstjórnin hefði ekki sóað öllum gjaldeyrisinnstæðum ís- lendinga eftir síðustu styrjöld til einskis þá hefðum við alls ekki þurft að taka þátt í efnahagssam- vinnu hinna vestrænu þjóða. Ekki er þetta mjög skynsam- leg niðurstaða, enda forsenda hennar smáskrítin. f fyrsta lagi var gjaldeyrissjóðunum, sem til voru í stríðslokin ekki sóað til einskis heldur var íslenzkt at- vinnulíf byggt upp fyrir þá, bæði til sjávar og sveita. Eysteinn Jóns son hélt því að vísu einu sinni fram, að nýsköpunartogararnir væru „gums“, gersamlega einskis nýtt. En hann er nú kominn á aðra skoðun. Nú lætur hann Tím- ann halda því fram að atvinnu- þörf kaupstaða og sjávarþorpa verði ekki fullnægt nema að þau fái togara. Hversvegna hefur ráðherrum Framsóknar snúist hugur í þess- um efnum? Ástæða þess er ein- faldlega sú, að hver einasti mað- ur á öllu íslandi veit, að nýsköp unartogararnir hafa bjargað at- vinnu og afkomu almennings við í heilum landshlutum. Eysteinn Jónsson er þessvegna hættur að kalla þessi skip „gums“ og Skúli Guðmundsson, afturhaldssamasti þingmaður landsins er líka hætt- ur að skopast að þeim og tala um „spítur í kross“. Verkin sýna merkin. ís- lenzkt atvinnulíf mun um mörg ókomin ár bera merki framsýni Sjálfstæðismanna, sem forystuna höfðu um upp- byggingu þess. Rættist úr veðrinu. ÞAÐ rættist furðanlega úr veðrinu yfir verzlunarmanna helgina. Helzt virðist, sem Reykja vík og Faxaflóinn hafi verið eina svæðið á öllu landinu, þar sem ekki sá til sólar. Fólk, sem lagði leið sína út úr bænum — austur á Þórsmörk eða upp í Borgar- fjörð kom himinlifandi, sólbrennt og hraustlegt til baka, ánægt og endurnært eftir útiveruna — sól og hita. — Fyrirbæri, sem Reyk- víkingar og Sunnlendingar yfir- leitt, hafa heldur lítið haft af að segja á þessu sólarlausa sumri. í bezta trausti. UM bílaumferðina og útvarpið yfir helgina skrifar Tófi mér á þessa leið: „Velvakandi góður! Þessi verzlunarmannahelgi var öðrum fyrri lík hvað snerti ferða- lög úr bænum og umferð á þjóð- vegunum. Fólk, sem yfirleitt held ur sig rólegt heima við tekur sig upp og heldur af stað eitt eða ann að út í buskann til að nota sér sem bezt hið óvenjulega langa frí! — Og jafnvel þótt ekki liti sérlega vel út með veðrið í ár, dreif það sig samt í bezta trausti til skaparans, að hann hastaði nú ofurlítið á rigninguna, þótt ekki væri nema rétt yfir helgina — og reyndar hélt hún sér bærilega í skefjum. Gekk út í öfgar. OG umferðin á vegunum var mikil eins og jafnan yfir þessa daga og ástæðan því meiri fyrir bifreiðastjóra að gæta var- færni og lipurðar í akstrinum. Það var því ekki nema góðra gjalda vert — og sjálfsagt að Slysavarnafélagið og útvarpið skyldu brýna fyrir ökumönnum á vegum úti að fara varlega í hví- vetna, en samt mun flestum hafa þótt þar of langt gengið. Orðsend ingar þær og brýningar, sem rigndi án afláts yfir útvarpshlust endur — öskumenn og aðra urðu að leiðinda stagli og má raunar kalla slíkt athæfi af viðkomandi aðilum fullkomna smekkleysu og dónaskap gagnvart hlustendum, enda sennilegast að aðvaranir þessar geti beinlínis hafa haft gagnstæðar verkanir við hinn góða tilgang, jafn stöðugt og, vægðarlaust sem þær voru upp tuggðar. Óþarflega naumt. UTVARPIÐ hefði átt að setja dálítinn hemil á þessa óhæfi- legu runu. Við það hefði einskis verið misst. — Eins fannst mér það óþarflega naumt á léttu tón- listina seinni hluta mánudagsins og á mánudagskvöldið. — Það er ekki svo oft, sem hlustendum er gerður dagamunur að Útvarpið hefði ekki vel getað staðizt við að sýna af sér dálitla rausn í þessa tvo — þrjá daga. — Tófi.“ „Iðnó“ fær nýjan búning. ÆRI Velvakandi! Margir hafa veitt því eftir- tekt, hve mörg hús hér í bænum, gömul og ný hafa tekið skemmti- iegum stakkaskiptum upp á síð- K; ] kastið, er þau hafa verið máluð í skærum og hressilegum litum. — Og nú er byrjað á gamla Iðnó. Það á að fá nýjan og fallegan grænan búning í stað móskulitar- ins, sem það bar áður. Og ég sé ekki betur en að eitthvað sé ver- ið að hafast að þar innan húss einnig. Það er vel. Okkur þykir öllum vænt um þetta gamla hús og viljum að því sé verðugur sómi sýndur. — Reykvíkingur“. » S'O Merkið, sem klæðir landið. milljónaborgina menn stjórna vélum, sem annast framleiðsluna að öðru leyti. í Rússlandi er starfrækt sjálfvirk verksmiðja, þar sem níu menn annast framleiðslu á stimpilhaus- um fyrir allan léttivagna iðnað sovétríkjanna. • í Pittsburg í Bandaríkjunum er í smíðum orkuver, sem gætt verður af sex mönnum, en raf- magn frá þessu orkuveri fær borg, sem er tólffalt stærri en Reykjavík. ■ Bell talsímafélagið í Banda- ríkjunum starfrækir vél, sem kölluð er hr. Nákvæmni og fram- leiðir fíngerða rafmagnshluti svo að ekki skeikar 20 þúsundusta úr þumlungi. • í Vauxhall vélaverksmiðj- unni í Luton, Englandi, starfar einn maður að því að stinga ó- unnum málmstykkjum inn í vél. Út úr vélinni koma gírkassar, fullunnir. Sextán verk eru unn- in í vélinni, án þess að manns- höndin komi þarna nokkurstað- ar nálægt. • í Tryggingaráðuneytinu í Newcastle on Tyne, Englandi, starfa 2.400 manns. Til er vél- ræn bókfærsluvél, sem komið gæti í staðinn fyrir allt þetta fóik, að undanskildum 70 mönn- um. • J. Lyons & Co., Englandi hafa rafeindaskrifstofu, sem köll uð er Leo. Þar eru reiknuð út vikulaun 7000 starfsmanna á 40 mínútum. Áður tók það heilan starfsmannahóp 225 klukkustund ir að vinna sama verk. Hér eru aðeins nokkur dæmi nefnd af því, sem Bretar og Bandaríkjamenn kalla Automa- tion — „allt sjálfvirkt*. Dæmin eru tekin jafnt frá Bretlandi sem Bandaríkjunum, þótt fram- farir í þessa átt séu stórstígari vestan hafs heldur en í Bret- landi. BREZKUR flugstjóri varð ný- iega að biðja íbúana í Lund- únum — hinar mörgu milljónir — afsökunar. Flugstjórinn var árla morguns í þrýstiloftsflugvél sinni yfir heimsborginni og þurfti eitthvað að lagfæra flugbúning sinn. En þessa stuttu stund, á meðan hann greip til hálsmáls- ins, gætti hann ekki hraðans og flugvélin fór í gegnum hljóðmúr- inn. Niðri í milljónaborginni varð uppi fótur og fit. Hundruðir manna hlupu út á náttfötum. — Hvað hafði skeð? Hafði fallið loftsteinn á borgina? Hafði orð- ið sprenging í gasstöð? Linnu- lausar hringingar á lögreglu- stöðvar og til blaða og útvarps — og enginn gat gefið skýringu á hinum mikla hvelli, sem heyrzt hafði í borginni. Enskt stórblað birti þversíðufyrirsögn daginn eftir: Engin skýring á hinum mikla hvelli- Raunar grunaði suma að flugvél gæti átt hér hlut að máli. ♦ Á þriðja degi birti „Daily Mirror“ stóra forsíðumynd af flugstjóranum með áðurnefndri skýringu og afsökunarbeiðni. Hvellirnir, sem heyrast á jörðu niðri og í sumum tilfellum hafa valdið stórtjóni með því að rúð- ur hafa brotnað í húsum og einkum gróðurhúsum og sem stafa frá flugvélum, sem fara gegnum hljóðmúrinn, hafa nú haft í för með sér að flugmönn- um hefir verið bannað að fara í gegnum „múrinn“ yfir landi. Spurningin er þá þessi, er betra að rúður brotni í skipum á hafi úti? ★ ★ ★ Stórt verzlunarfyrirtæki í New York, sem hefir barnaföt og barnaglingur að sérgrein, efndi nýlega til stórkeppni meðal pela- barnanna. Keppt var um það hvert barnanna væri fyrst að skríða eftir 15 m°tra langri keppnisbraut.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.