Morgunblaðið - 04.08.1955, Síða 1

Morgunblaðið - 04.08.1955, Síða 1
16 síður Gervihnetfirnir Þetta eru myndir af gervihnöttunum, sem Bandaríkjamenn eru að framleiða og munu svífa um- hverfis jörðina innan langs tíma. — Geimfræðingurinn S. F. Singer, prófessor við Maryland- háskóla gerði þessar teikningar af gervihnöttunum, sem eru 60 sentímetrar í þvermál og vega um 50 kíió að þyngd. — 1. gagnsæ linsa. 2. Mælir fyrir gammageisla. 3. Mælir fyrir últra-fjólubláa geisla. 4. loftnet. 5. Elektrónuteljari. 6. Mælir fyrir röntgengeisla. 7. Segulmælir. 8. Rafhlöður. 9. Senditæki. 10. Vél. 11. og 12. eru radar- og stuttbylgjutæki. Hækkar kaffi upp úr öllu valdi? Miklar froslhörkur í Brasilíu. RÍÓ DE JANERO — Ein versta kuldabylgja, sem geng- ið hefar yfir Suður Ameríku, drap nýlega fjórar manneskj- ur í suðurhluta Brasilíu. — Þá hefir kuldinn einnig valdið geysitjóni á kaffiekrunum í Brasilíu. VERRA ÁSTAND EN 1953 Formælandi eins stærsta kaffi útflutningsfyrirtækis í Brasil- íu sagði nýlega, að frosthörk- urnar í Londrínahéraði í Par- ani hafi eyðilagt stóran hluta af kaffiekrunum þar. Er nú svo komið, að ástandið er orð- ið verra en 1953, en þá varð gífurlegt tjón á kaffiekrum landsins. HELMINGINN KÓL Helmingur kaffitrjánna í Lond rína hefir nú eyðilagzt af frostum, að því er fregnir herma. — Þá hefir fallið mik- ill snjór víða annars staðar í landinu og valdið miklu tjóni. MIKLIR KULDAR í ARGENTÍNU í Argentínu eru einnig miklir kuldar. Muna menn ekki eftir jafnmiklum frosthörkum þar í landi. • HÆKKAR KAFFI’ Þess má að lokum geta, að geysileg verðhækkun varð, eins og menn muna, á kaffi, eftir frosthörkurnar > Brasilíu 1953 Er nú hætta á, að sama sagan endurtaki sig í ár. Mislingar hafa leikið Grænlendinga grátt Hætta á, að nýr faraldur brjótist út „Geislar“ himinhvolfsins verða geimförum hættulegastir Hvernig á að gera þá skaðlausa! * TÉR í BORG er nú haldin ráðstefna stjarnfræðinga og sitja hana margir heimsfrægir vísindamenn. í viðtali við danska blaðið Dagens Nyheder sagði svissneski vísindamaðurinn, dr. Stemmer, að geimgeislarnir stæðu geim- * förum helzt fyrir þrifum, enda eru þeir mönnum mjög hættu- legir. — Verður því að finna leið til þess að gera þá skaðlausa, áður en við höldum upp í háloftin, sagði doktorinn enn fremur. Að þessu vinnum við nú í Sviss og sendum lifandi vefi mörg hundruð kílómetra upp í himinhvolfið til þess að sjá, hver áhrif geislarnir hafa á þá. Vefina græðum við svo í dýr og athugum áhrifin. LAMAST OG VERÐA BLINDIR Varla er „geislar“ þó réttnefni, því að hér er um að ræða efni, sem hægt væri að þreifa á, ef það væri stækkað mjög. — Ef þetta efni lendir í auga manns, verður hann blindur, ef það kemur við Stóð éjg úti í tunglsljósi LUNDÚNUM og WASHING- TON, 3. ágúst — Bæði Banda- ríkjamenn og Bretar hyggjast reyna að framleiða gervi- tunglsljós í næsta mánuði. — Þeir ætla að setja nokkur kíló af natríum í eldflaug, sem skotið vei-ður upp í háloftin, og á að lýsa af eldflauginni, eins og tunglsljós sé. — Eld- flaugar þessar eiga að komast í 190 kílómetra hæð. taugakerfið, lamazt hann o. sv. frv. Það verður því að sjá svo um, að geimför framtíðarinnar standist þessa hættulegu „geisla“ himinhvolfsins. TIL TUNGLSINS Þýzki vísindamaðurinn Kraft Enricke sagði á ráð- stefnunni í dag, að þess verði skammt að bíða, að menn geta smíðað geimför, sem komast upp í 150 kílómetra hæð, og fara með eigin vélarafli á 2 klst. umhverfis jörðina. — Þá var sú skoðun og látin í ljós á ráðstefnunni, að menn geti á næstu 30 árum smíðað geim- för, sem komast til tunglsins og e. t. v. einnig til Marz. Fara til Moskvu PARÍS, 3. ágúst — Ákveðið hefir verið, að Faure forsætisráðherra Frakka og Piney utanríkisráð- herra fari í opinbera heimsókn til Moskvu í október n.k. Verkamannaflokk- urinn lapaöi þingsætum TEL AVIV, 3. ágúst — Lokaúr- slitin í þingkosningunum í Israel eru þau, að verkamannaflokkur- inn fékk 40 þingsæti af 120. Hann tapaði 5 þingsætum. Næst stærsti flokkur þingsins er hægri flokkurinn, sem hlaut 15 þingsæti. GODTHAAB, 3. ágúst. — Þegar uppgötvað var nýlega, að græn- lenzk börn hefðu verið send heim frá berklahæli á Jótlandi með mislinga, óttuðust menn, að nýr mislingafaraldur mundi brjótast út i Grænlandi innan skamms. VORU SMITUÐ SkÖmmu eftir að börnin voru farin heim til Grænlands komu mislingar upp á berklahælinu og þótti þá sýnt, að grænlenzku börnin hafi verið búin að smit- Jvar" - og „verndar- ■ ....... ■ ’ ''SV-* - 4 • ' I ast af veikinni, úr höfn. þegar þau létU arnir ni í GÆR fékk Þjóðviljinn skeyti frá Varsjárförunum. — Aldrei þessu vant. — Þar segir m. a. á þessa leið: A „Við Iandarnir höfum að- T setur í miðborginni, í skóla fyrir daufdumb börn . . . .“ „f gærkvöldi sáum við öll pólska sirkussýningu . .“ ,.í morgun heimsóttu okkur sérstakir gestgjaf- ar og verndarar okkar * * ívar. Við skulum vona, að „ívör- unum“ líki vel skólavistin — og „verndaramir" tali ekki af sér! Nýtt heimsmet í 800 m hloupi 20 þús. stríðsfangar SEOUL, 3. ágúst — Stjórn Suð- ur-Kóreu krafðist þess í dag, að kommúnistar í norðurhluta lands- ins skili um 20 þús. stríðsföngum, sem þeir tóku fangna í Kóreu- styrjöldinni. LUNDÚNUM, 3. ág. — Belgiski hlauparinn, R. Moones, setti í dag nýtt heimsmet í 800 metra hlaupi. Hljóp hann vegalengd- ina á 1.45,7 mín., sem er 9/10 úr sekúndu hetri timi en heims- met þýzka hlauparans Rudolfs Harbigs. Harbig setti heimsmet sitt á Olympíuleikunum í Berlín 1936 og þótti það mjög gott af- rek, enda hefir það staðið öll þessi ár. Belgíski hlauparinn setti heims met sitt á íþróttamóti í Ósló dag. Annar i hlaupinu var Norð- maðurinn Boysen. Hann hljóp vegalengdina á 7/10 úr sek betri tíma en Harbig. LÖGÐUST Á LEIÐINNI Sú var og raunin. Börnin lögð- ust í mislinga á leiðinni heim og voru sett í sóttkví, þegar heim kom, því að mislingar eru venju- lega háskaleg farsótt í Grænlandi. T. d. lögðu mislingai mr marga Grænlendinga að velli þegar þeis herjuðu þar í landi í fyrra. VONANDI BRÝ2T NÝR FARALDUR EKKI ÚT Nú bíða menn þess með eftir- væntingu, hvort mislingafar- aldur brýzt út, — en vonandi er, að svo verði ekki. Ráðstefna um kjarnorkumál LUNDÚNUM, 3. ágúst — 1 dag hófst hér í borg ráðstefna vís- indamanna um kjarnorkuna og notkun hennar í stríði og friði. Brezki heimspekingurinn Bert- rand Russel, sem er aðalhvata- maður þess, að boðað var til ráð- stefnunnar, hélt í dag ræðu og lagði fram tillögu þess efnis, að vísindamenn kynni mönnum liælt- una af kjarnorkuvopnum og svni fram á eyðingarmótt þeirra. -— Ef kjarnorkustyrjöld skellur á, sagði* heimspekingurinn, verður allur heimurinn rjúkandi rúst. —■ Þetta verða menn að vita — og skilja. — Reuter. 160 þús. japanskir hermenn TÓKÍÓ, 3. ágúst — Japanir hyggjast stækka her sinn. — Er gert ráð fyrir, að 160 þús. her- menn verði í honum innan skamms.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.