Morgunblaðið - 04.08.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.08.1955, Blaðsíða 8
8 MORGIJJSBLAÐIÐ Fimmtudagur 4. ágúst 1955 Ú4*,: H.f. Arvakur, Reykjavflc Framkv.stj.r Sigfús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarm.) Stjómmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vl*Vo Lesbók: Arni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinxaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlamfa. í lsuaasölu 1 krónu eintakið. * Ur daglega lífinu ® Feglar leita oppl. í himinJivoIfinu Finnland eg Elorðurlandaráðið IÞANN mund, er forsetar Norð- urlandaráðs halda fund hér á landi er tímabært að minnast á afstöðu Finnlands til þessarar stofnunar. Eins og kunnugt er töldu Finnar sig ekki geta tekið þátt í þessum samtökum nor- rænna þjóða, er ákveðið var að setja þau á laggirnar haustið 1952. En þeir tóku þátt í undir- búningsstarfinu að myndun þeirra og lýstu því þá yfir, að þeir teldu mikils um vert, að Norðurlandaráðið yrði stofnað. Hinsvegar væri aðstaða þeirra sú, að þeir ættu í bili erfitt með að vera þar með. Engum blandaðist hugur um að það var tillitið til Rússa, sem réði þessari afstöðu Finn- anna. Það kom líka á daginn, að Rússar litu Norðurlanda- ráðið óhýru auga, sögðu að það væri ein grein Atlantshafs- bandalagsins, sem hefði það hlutverk að tæla Svía og Finna inn í það. Að því hafa margsinnis verið leidd rök, að þessi staðhæfing Rússa er gersamlega út í bláinn. Norðurlandaráðið hefur aldrei fjallað um landvarnarmál Norð- urlanda. Hlutverk þess er allt annað, nefnilega að auka efna- hagslega og menningarlega sam- vinnu hinna norrænu þjóða, víkka svið norrænnar samvinnu og gera hana sem raunhæfasta og jákvæðasta. En kommúnistar hafa engu að síður hamrað á því, að Norðurlandaráðið væri angi af Atlantshafsbandalaginu. Pravda hefur haldið áfram að skamma það á þessum grund- velli. Nú hefur þátttaka Finnlands í Norðurlandaráði blandast inn í finnsku forsetakosningarnar. Blöðin hafa rætt málið af kappi og fyrirspurn hefur verið beint til allra frambjóðendanna um af- stöðu þeirra til málsins. Hafa þeir allir nema tveir lýst því yfir, að þeir væru fylgjandi þátttöku Finna í ráðinu. Frambjóðandi kommúnista, Eino Kilpi, hefur hinsvegar lýst sig mótfallinn henni og Kekkonen forsætisráð- herra, frambjóðandi Bænda- flokksins hefur ekki svarað fyr- irspurninni. Er talið að hann vilji bera kápurta á báðum öxlum gagnvart málinu. Um afstöðu hinna Norður- landanna til þátttöku Finna í Norðurlandaráði leikur eng- inn vafi. Það hefur komið fram á fundum ráðsins bæði af hálfu íslendinga, Svía, Norð manna og Dana, að þeir óska þess eindregið að Finnar gangi í þessi víðtækustu samtök, sem mynduð hafa verið tii efl- ingar norrænni samvinnu. Síð ast nú fyrir fáum vikum lét Haraldur Guðmundsson, for- maður Alþýðuflokksins þá ósk í ljós á fundi Norræna þing- j mannasambandsins, sem hald- inn var í Kaupmannahöfn, að Finnland mætti sem fyrst ganga í Norðurlandaráðið. Sannleikurinn er líka sá, að Finnar hafa þegar tekið þátt í ýmsum ráðstöfunum, sem gerðar hafa verið að undirlagi ráðsins til aukins samstarfs Norðurlanda þjóðanna á ýmsum sviðum. Má segja að sæti þeirra hafi beðið autt eftir þeim, hvenær sem þeir teldu hyggilegt að hefja formlega þátttöku í samtökunum. Það var frá uppháfi ætlunin að I að Norðurlandaráðið yrði samtök jallra hinna norrænu þjóða. Sér- staða Finna gagnvart Rússum, varúð þeirra gagnvart hinum austræna risa, varð þess valdandi, að þeir töldu sér ekki mögulegt að vera með frá byrjun. Má og segja að dimmra hafi verið í lofti haustið 1952 í alþjóða málum en nú er. Nokkuð hefur nú rofað til og vilja Rússar a.m.k. láta líta svo út sem þeir vilji nú umfram allt afmá öll spor „kalda stríðsins". Vel má því vera að Finnar telji viðhorfin svo breytt nú, að þeir I geti hafið þátttöku í Norðurlanda ráðinu. En möguleika sína til þess verða þeir auðvitað að meta sjálf ir. Svör forsetaefnanna í finnsku forsetakosningunum benda til þess, að þeir telji aðstöðu sína til þess betri nú en fyrir þremur ár- j um, þegar ráðið var sett á lagg- irnar. íslendingar mundu fagna því, ef Finnar teldu sér fært að taka þátt í sem víðtækustu norrænu samstarfi. Það myndu Danir, Norðmenn og Svíar áreiðanlega gera einnig. Finnar eru útvörður Norður- landa í austri á sama hátt og ísland er það í vestri. Og tak- mark Norðurlandaráðsins er það eitt, að stuðla að bættri að stöðu hinna norrænu þjóða, út á við og inn á við, í friðsam- legu starfi og uppbyggingu landa sinna og þjóðfélaga. Það er því gersamlega ástæðulaust að gera því skóna, að það hyggi á nokkurskonar hernað- arlegar aðgerðir gagnvart ein- um eða neinum. # þágu friðar UM þessar mundir eru haldnar tvær merkar ráðstefnur vísinda- manna, önnur í Kaupmannahöfn, en hin í Lundúnum. Fjallar ráð- stefnan í Kaupmannahöfn um há- loftarannsóknir og möguleikana á því, að mennirnir geti haldið út í órafjarlægðir háloftanna, en Lundúnaráðstefnan fjallar um kjarnorkuna í stríði og friði. Segja má með nokkrum sanni, að vísindunum miði nú lengra áleiðis á einum degi en mörgum öldum áður fyrr, og er nú raunar svo að sjá, að það sé orðið fátt eitt, sem vísindamennirnir ráða ekki við. — Kjarnorkan hefir verið beizluð, svo að nú er hægt að eyða stórborgum og jafnvel heilum landsvæðum á einni nóttu. Vísindamennimir á Lund- únaráðstefnunni vilja því leitast við að gera öllum heiminum heyr- in kunnugt, hvílík gjöreyðing er fyrir dyrum, ef kjarnorkustyrj- öld skylli á. Þeir vilja benda mönnum á, að eftir slíka styrjöld verði jörðin ein rjúkandi rúst, lífvana og gróðurlaus, eins og Bertrand Russel komst að orði í ræðu sinni á ráðstefnunni í dag. Vísindamennirnir á báðum ráð stefnunum vilja, að hæfileiki mannsins og vísindaafrek verði notuð til góðs, svo að nýir tímar friðar og velmegunar megi ríkja á þessari jarðkúlu okkar, sem nú virðist allt í einu orðin svo ofboð lítil miðað við það, sem áður var. Allur heimurinn væntir þess, að kjarnorkan verði einungis beizluð til friðsamlegra starfa og háloftarannsóknimar geri mann- inum kleift að víkka út þekkingu sína — leita hýrrá æfintýra án ótta við styrjaldir og gfitnmdar- æði. I FERÐIN til tunglsins er á dag- skrá. Vér lifum á tímum atom og geimvísinda. Forstjóri stjörnu turnsins í París, André Danjon, i hefir látið svo um mælt: Sú ákvörðun Bandaríkjanna að senda gervihnött út í himingeim- inn boðar í raun og veru ekkert nýtt, stefnt hefir verið að þessu marki frá því að fyrstu eldflaug- arnar voru gerðar í síðasta stríði. Bandaríkjamenn hafa eins og kunnugt er nú þegar sent, eld- flaug upp í næstum 400 km. hæð. Með þeirri vitneskju, sem vís- indamenn búa nú yfir, væri hægt að gera hina furðulegustu hluti, hélt Danjon áfram. Til þessara hluta vantar aðeins peninga. Ég lít svo á að hægt myndi vera með skömmum fyrirvara að undirbúa J geimferð til tunglsins, ef einhver ein eða fleiri þjóðir vildu leggja fram milljónirnar, sem til þarf. Augljóst er að ferðin til tungls- ins — hvenær svo sem hún verð- ur farin — verður dýr. Gervi- hnötturinn, á stærð við fótknött, sem Bandaríkin ætla að senda út í himinhvolfið árið 1958 á að kosta um 160 milljónir króna, ef áætlanir standast. En flestum ber saman um að áætlanirnar séu of lágar, sumir segja allt of lágar, nefnd hefir verið himinhá upp- hæð í þessu sambandi, eða milljónir dollara. VeLk andi áhri^ar: „Regla íslenzka víkingsins“ FYRIR nokkru fékk ég bréf frá „Víkingi", sem hljóðar á þessa leið: I „Ég held, að það hafi verið í fyrra, sem ég hitti útlendinginn, sem flogið hafði í íslenzkri flug- vél norður fyrir heimskautsbaug í miðnætursól júní-mánaðar. — Hann hafði meðferðis skjal þessu til staðfestingar, nokkurs konar heiðursskjal, gefið út af Flugfé- t lagi íslands, þar sem staðfest var, svart á hvítu, að hann væri þar | með réttu einn af „reglu íslenzka I víkingsins" — The Order of the | Icelandic Viking — eins og það ' stóð á skjalhausnum. — Útlend- j ingurinn Ijómaði eins og Sól í 1 framan af ánægju og hreykni — og einlægri hrifningu yfir þessari ógleymanlegu og einstæðu reynslu sinni og hann fór heldur ekkert í felur með staðfestingar plaggið, heldur sýndi það hverj- um og hvar sem færi gafst, með Íflóði af áhrifamiklum lýsingar- orðum um þennan merkilega at- burð í lífi hans. —- Þetta var, vel að merkja, Englendingur. M Sjálfur einn af reglunni ÉR þótti útlendingurinn, í gleði sinni og hrifningu ó- ' neitanlega dálítið barnalegur, en 1 samt hafði ég gaman af þessu og — viti menn! Nú er ég sjálfur orðinn meðlimur þessarar merki- legu reglu íslenzka víkings og ég fékk heiðurs-skjalið, svo sem vera bar, sams konar og það, sem ég hafði séð Englendinginn veifa, sem hróðugastan fyrir ári síðan. 1 Ég brá mér sem sé á síðustu Jóns messu norður til Grímseyjar og norður fyrir heimskautsbauginn ! og naut þar fegurðar miðnætur- sólarinnar í eins ríkum mæli og hugsast gat. Skemmtileg hugmynd ÞAÐ er áreiðanlegt, að enginn, sem tekst á hendur slíkt ferða lag — og er heppinn með veður iðrast þess eftir á og mér finnst líka skemmtileg þessi hugmynd um stofnun sérstakrar reglu — hins íslenzka víkings, þeirra, sem gerzt hafa svo frægir að horfa á miðnætursólina norðan heimskautsbaugs. — Auðvitað er það allt í gamni gert og skjalið sjálft í þeim anda. Það er í senn smekklega og skringilega úr garði gert og skemmtilegur minjagripur fyrir útlenda gesti, sem heimsækja landið, enda mun það gefið út fyrst og fremst sem slíkt. Hálf lúrt EN það er nú sama. Það eru ekki einungis útlendingar, sem nota sér þessar skemmtiferð ir norður í heimskauts-sólina, heldur fjöldamargir íslendingar líka og þeim finnst hálf !úrt að vera dubbaðir til riddara víkings reglunnar íslenzku —- á ensku! Því leikur mér forvitni á að vita, hvort háttvirt Flugfélag ísJands sæi sér ekki fært að láta prenta regluskjalið á móðurmálinu einn- ig. Þannig væri það okkur íslend ingum mun skemmtilegri eig'n til minningar um „heimskauts“-för- ina. — Með virðulegri reglu-bróð urkveðju. Víkingur". Gagnleg viðvörun RAUNSÆISMAÐUR hefir orð- ið.--------- „Kæri Velvakandi! Mér þykir kvikmyndin „Mor- fin“, sem Bæjarbíó í Hafnarfirði sýnir um þessar mundir, ein hin athyglisverðasta, sem völ hefir verið á hér í kvikmyndahúsunum um langt skeið. Það er ekki ein- ungis, að hún sé afbragðs vel leik in, heldur er hún gerð af óvenju- lega miklu og tilgerðarlausu raun sæi. — Miskunnarlausu raunsæi, kann. ýmsum að finnast, með endalok myndarinnar sérstaklega í huga, en einmitt þess vegna — hvernig hún endar, verður mynd- in í heild gagnleg viðvörun, öll- um þeim, sem á hana horfa, ekki aðeins gegn hinni háskalegu mor- fin-nautn, heldur og gegn hætt- unni af hvers kohar nautna-sýki, sem hið breyska mannsins eðli er undirorpið. Það er enginn re;.’f ara-blær yfir þessari mynd, né heldur neinn glansmyndar-stíll! — og gildir það einu, við fáum nóg af slíku samt. Raunsæismaður". Merkið, sem klæðir landið. EN hvað um það þótt Hafliði sé dýr. Nicolet prófessor, fram- kvæmdastjóri alþjóðanefndar jarðeðlisvísinda hefir bent á, að með gerfihnöttunum sé á tveimur klukkustundum hægt að afla meiri upplýsinga heldur en með tíu til tuttugu ára lýjandi starfi í öllum rannsóknarstofum í heim- inum. Þess er vænzt að gerfihnettirn- ir sendi látlaust frá sér radio- skeyti til jarðarinnar með upplýs ingum sem teknar eru upp á tæki sem komið er fyrir inni í hnött- unum. Vísindamenn um allan heim munu fylgjast með hnött- unum, þeim verður skýrt frá brautinni, sem þeir fara eftir um- hverfis jörðina — yfir norður- og suðurheimsskautið — og frá tíðni útvarpssendinganna. Þannig fá vísindamennirnir ómetanlegar upplýsingar um geimgeisla, út- varpsöldur, um norðurljós og önn ur náttúrufyrirbæri. ★ Raunar er gervihnötturinn að- eins til á pappírnum eins og er — þann dag í dag er hann saman- settur aðeins úr stærðfræðifor- múlum, uppdráttum og uppskrift um um rejmslu, sem dregin hefir verið saman á undanförnum tíu árum í landvarnaráðuneytinu í Bandaríkjunum. Tveir sérfræð- ingar, þýzkir, og einkum þó ann- ar þeirra, dr. Werner von Braun, — hinn heitir dr. Hermann Oberth — hafa stjórnað eldflauga tilraununum vestan hafs. Þessir menn áttu frumkvæði að þýzku eldflaugunum, V—1 og V—2. ★ ★ ★ Gerfihnettirnir hafa verið kall- aðir „fuglarnir“. „Fuglarnir verða sendir í loft upp svo að þeir geti skýrt okkur frá því, hvernig umhorfs er þarna uppi í himinhvoifinu", sagði dr. Water- mann, annar vísindamannanna, sem viðstaddur var í Washington þegar fyrsta tilkynningin um gerfihnettina var birt. „Gufuhvolf jarðar verkar eins og geysistór skjöldur, sem ver jarðarbúa fyrir ýmiskonar geisla verkunum eins og útfjólubláum geislum og geimgeislum og fyrir öðrum hlutum, eins og loftstein- um, frá hinu ytra hvolfi. En um leið hylur gufuhvolfið mönnum sýn ýmissa þeirra hluta, sem auk- ið gætu þekkingu þeirra á alheim inum“. Þessvegna er mikilsvert að koma tækjum, sem geta sent frá sér upplýsingar til jarðar, út fyrir gufuhvolfið. ★ ★ ★ EN gerfihnettirnir — „fuglarn- ir“ — eru aðeins fyrsti áfang- inn. Næsti áfanginn er að komið Erh. a bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.