Morgunblaðið - 04.08.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.08.1955, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. ágúst 1955 MORGVNBLAÐID II 1 Helgn Arngrímsdóttir Minningoiorð HELGA ARNGRÍMSDÓTTIR var fædd 29. ágúst 1872 á Klaufa- brekknakoti í Svarfaðardal og andaðist í Reykjavík 24. júlí s.l. tæpra 83 ára að aldri. tryggð og vináttu um leið og ég votta ástvinum hennar sem eiga nú um sárt að binda samúð mína og hluttekningu. — Blessuð sé minning Heigu Arngrímsdóttur. Jóhann Bernhard. Minning Foreldrar hennar voru Arn grímur Jónsson sjómaður, ættað- ur úr Svarfaðardal og kona hans Helga María f. 3. febr. 1847, elzta dóttir Jóns bónda í Klaufa brekknakoti og fyrri konu hans Þórdísar Bjarnadóttur, Sigmunds sonar frá Káranesi í Kjós. Jón var atgerfismaður, greindur og vel að sér, stundaði talsvert lækningar og þótti takast vel. •— Fúðir Jóns var Halldór b. á Bakka Jónssonar b. Jónssonar á Sökku og Þórunnar Þorvaldsdótt- ur (Krossaætt). Móðir Jóns var Helga Pjörnsdóttir Þorlákssonar próf. Þórarinssonar, en móðir Björns var Karítas dóttir Sigurð- ar „fslandströlls“, skólameistara. Eru þetta kunnar ættir og kvísl- ar þeirra margar og margmenn- ar. T. d átti Jón Halldórsson 12 börn, þeirra á meðal Guðrúnu, móður Eyfirðinganna og þeirra systkina og af seinna hjónabandi Gunnlaug Jónsson á Dalvík, sem enn er á lífi. Helga missti föður sinn er hún var á bernskuskeiði, og giftist móðir hennar þá öðru sinni, Jóni Hallssyni b. á Þverá í Skíðidal. Voru systkini Helgu 8 talsins og lifir nú aðeins eitt þeirra, Har- aldur trésm. í Rvík. 25 ára gömul giftist Helga Sæ- mundi Jónssyni frá Hrúthúsum, duglegum aflamanni og sjósókn- ara, sem nú er látinn. Bjuggu þau lengst af á Siglufirði og eign- uðust 3 dætur, er komust til full- orðinsára: Dagbjörgu, gifta Jó Kanni Einarssyni á Siglufirði; eiga 6 börn, Önnu, sem var gift Kristjáni Jónssyni kaupm. Reykjavík en andaðist í síð- ustu viku frá einum syni og loks Petru, sem var gift Harry Christiansen og átti með honum eina dóttur. Bjó Helga heitin hjá þeim mæðgum síðustu árin við mikið ástríki.. Helga heitin vandist snemma allri vinnu og þótti rösk og mynd arleg til allra verka. Einkum er þó viðbrugðið hannyrðum hennar og handavinnu allri, sem bar vott um listrænt handbragð og fá dæma starfsorku og eljusemi. Helga var kona mjög fríð sýn um og fyrirmannleg í yfirbragði og framkomu. Tókst ellinni aldrei að beygja hennar teinrétta bak þótt margt yrði hún að reyna á langri og oft stormasamri ævi. Hún var stór í lund, en hjartahlý og mikil í raun. Þótt skelin gæti Btundum verið nokkuð hörð, þá var kjarninn góður og það er fyrir mestu Við andlát Helgu Arngríms- dóttur munu margir minnast hennar með hlýjum hug, ást- vinir, ættingjar, vinir og öll börn- in, sem nú eru fullvaxin, er nutu um fjölda ára hennar umönnunar á barnaleikvellinum við Grett- isgötu. Sem einn úr þeirra hópi 6endi ég henni mína hinztu kveðju og þakklæti fyrir órofa ÞANN 29. þ.m. lést að heimili sínu í Reykjavík, frú Anna Sæ- mundsdóttir. Anna var fædd á Siglufirði 23. júlí 1908. Foreldrar hennar voru, Helga Arngríms- dóttir, er lést 24. f.m., og verða þær mægður jarðsettar saman í dag. Faðir Önnu var Sæmundur Jónsson, formaður, er látinn er fyrir nokkrum árum. Anna var uppalin á Siglufiroi, 16 ára gömul fór hún til Noregs og dvaldi þar með frændfólki sínu um eins árs skeið, hvarf síð- an heim og var heima í 2 ár eða þangað til hún fór til Skotlands og hugðist nema hjúkrun þar, en varð að hverfa frá því nami sök- um vanheilsu. Skodanakönnun meðal knattspyrnuunnenda: Hverjir eiga að vera i landsliði? • Eflir 20 daga leikur ísland við Bandaríkin 1 H'vernig á að skipa ísi. landsliðið í þeim leik FÁ málefni hafa orðið mönn- um eins endingargott umræðu- efni og landsleikur íslands og Danmerkur — og þá aðallega íslenzka landsliðið, skipan þess og fleira. Kennir margra grasa í þeim umræðum og eins og alltaf er það svo, að mest ber á öfgamönnunum. Þeir láta skoðanir sínar óspart í ljós, en hinir sem ræða mál- in af sanngirni og skoða málin frá fleiri en einni hlið, láta lítið á sér bera — en þó hefur málflutningur sem einkennist af slíku, sézt á prenti og heyrzt. Anna giftist eftirlifandi manni sínum Kristjáni Jónssyni kaup- manni, árið 1932, og eiga þau einn son Friðbjörn, sem nú er 15 ára gamall, og dvelur með föður sinum. Anna hafði margt til síns ágæt- is, hún var greind vel og fríð sýnum, og á sínum yngri árum svo af bar, minnist ég þess hve hún hafði fagurt hár, glóbjart er nóði henni í hnésbætur. Hún var mjög fíngerð kona og elskaði fegurðina, enda allt fágað um- hverfis hana. Hún var hrein í lund og sagði það sem henni bjó í brjósti, en fals og fláræði var henni síður en svo að skapi. Anna átti við vanheilsu að stríða mörg undanfarin ár og dvaldi langdvölum á sjúkrahús- um. Hún elskaði drenginn sinn framar öllu, og mun hún hafa fundið sárt til vanheilsu sinnar hans vegna, sem hún dáði og vildi öllu fórna. Ennfremur átti Anna einn stjúpson sem hún lét sér mjög annt um. Anna var trygg- lynd og góður vinur vina sinna, og sýndi hún það bezt, er mest á reyndi. Kæra æskuvinkonan mín, þeg- ar ég hugsa um það í dag, að þú sért horfin, finnst mér ég vart geta trúað því, það er svo margs að minnast er litið er yfir liðnar stundir, en síðast þegar fundum okkar bar saman, fyrir nokkrum vikum, sagðir þú mér draum, sem þér fannst benda til þess að þú ættir skammt ólifað og hefir það komið á daginn. Eiginmanni þínum og syni sendi ég hugheila samúðarkveðju og bið guð að varðveita þá og i leiða drenginn þinn gegnum freistingar og baráttu lífsins. Þér og móður þinni óska ég góðrar ! heimfarar. Hittumst heilar hinummegin. Unnur Ólafs. En hvernlg sem deilt er, þá er deiluefnið það sama. Fngin landsliðsnefnd getur valið það lið sem allir eru ánægðir með. Og leikir sem einstök félög og úr- valslið hafa í sumar leikið við er- lend lið hér hafa sýnt að allt get- ur gerst í knattspyrnu. Og ein- mitt úrslit slíkra leikja gera það að verkum, að kannski er erfið- ara nú en nokkru sinni áður, að velja í landsiið. En þó það sé erfitt verður það að gerast. 23. ágúst n.k. eða eftir tæpar þrjár vikur, er ákveðinn í landsleikur milli íslands og Bandarikjanna í knattspyrnu. Hvernig á að velja landsliðið svo að vel fari. Íþróttasíða Mbl. vill nú efna til skoðanakönnunar um það, hvernig almenningur vill hafa landsliðið skipað. 16.35 í þríslökki VARSJÁ, 3. ágúst — Ilússinn I.eonid Sjerbakov bætti heims- metið í þrístökki á frjáls- íþróttamóti hér í dag. Stökk iiann 16.35 m. — Fyrra metið, sem liann átti sjálfur, var 16.23. — Brasilíumaðurinn Da Silva stökk í marz s.I. 16.56 m, en hefir ekki enn fengið það við- urkennt sem heimsmet. — Reuter Atkvæðaseðillinn v. útherji 11. miðframh. 9. h. útherji 7. v. innherji 10. h. innherji 8. v. framv. 6. miðframv. 5. h. framv. 4. v. bakvörður 3. h. bakvörður 2. markvörður 1. Nafn: Heimilisfang: Atkvæðaseðilinn skal senda til Morgunblaðsins, merkt: íþrótta- síða. Allir seðlar sem taka á gilda verða að hafa borizt fyrir föstu- dagskvöld 12. ágúst. Skrifið greinilega og sendið seðlana sem fyrst. ★ Á myndinni sést íslandsmeistar- 1 inn í golfi, Hermann Ingimarsson. Nú skulu menn setja sig í spor þeirra lítt öfundsverðu manna er landsliðsnefnd skipa, velja lið eins og menn vilja hafa landslið. Það verður fróðlegt að sjá hvaða knattspyrnumenn fá flest atkv. þeirra þúsunda karla og kvenna, sem vikulega sækja íþróttavöll- inn, þegar knattspyrna fer þar fram. Sumum kann að finnast að velja eigi eitt lið og styrkja það kannski með nokkrum leikmönn- um annars staðar frá. En þeir sem á þessari „línu“ eru deila svo aftur um það, hvaða lið eigi að vera uppistaðan. Aðrir vilja velja „stjörnur“ úr öllum félögunum, og þegar lið er þannig valið, er vandinn enn meiri, en slíkur háttur hefur þó verið á hafður hér til þessa við val landsliðsins. En það er óþarfi að fjölyrða um þetta, því svo vel þekkir almenn- ingur hér knattspyrnuíþróttina að menn gera sér fulla grein fyrir því að samleikurinn er vænlegri til árangurs en góður einstaklings leikur, að samæfðir menn, þó engar stjörnur séu, ná betri ár angri en hinir sem eru „sóló“- leikmenn. Einmitt í því liggur lykill góðrar knattspyrnu. Nauðsynlegt er ýmissa orsaka vegna, að menn riti nöfn sín og heimilisfang við atkvæðaseð- ilinn, því til eru þeir menn sem myndu vilja leggja mikið á sig við að safna saman atkvæðaseðl- um einungis til þess að geta „bo!að“ annarlegri skoðun sinni á framfæri. En knattspyrna er orðin svo vinsæl meðal almenn- ings, að áreiðanlega hafa margir gaman af því að láta skoðun sína Ium landslið á framfæri og eigi síður af hinu, að sjá hver er skoðun annara. Til þess að kanna það er þessari skoðanakönnuu hleypt af stokkunum. Og nú skul- um við sjá hvernig hún tekst. Lanifslíðsnefndin seyir: Þoð er hreinn nppspuni! LANDSLIÐSNEFND hefur ósk- að eftir því, að stjórn knatt- spyrnusambands íslands fari þes» á leit við dagblöðin, að þau birti leiðréttingu vegna greinar t Mánudagsblaðinu 25. júlí s. k, en þar segir svo: „Hver átti að vera fyrirliði ís- lenzka liðsins og hafa úrslitavald með val í það? Albert Guð- mundsson, enda var hann valinn af knattspyrnuráði Reykjavíktu‘ þrátt fyrir alla íþróttapólitík, sem þar hefir mestu ráðið frá öndverðu, en hvað skeður? Það eru hinir stoltu Akurnesingar sem neita algjörlega, það eru þeir sem neita að vera með nema þeir fái minnst 5 menn í lands- liðið og að Ríkharður Jónsson verði fyrirliði liðsins á leik- velli“. Vegna þessara alveg einstæðu skrifa vill landsliðsnefndin taka það skýrt fram, að engar slíkar kröfur hafa nokkru sinni verið bornar upp við riefndina og cr því fullyrðing sú, sem fram kem- ur í ofannefndri grein, algjör- lega úr lausu lofti gripin. Virðingarfyllst, Stjórn Knattspyrnusamb. Ííd.. Akranes — Valur 5:2 í GÆRKVÖLDI léku Valur og Akranes í íslandsmótinu. Fóru leikar svo að Akranes sigraði með 5 gegn 2 eftir að hafa unnið fyrri hálfleik með 2:0.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.