Morgunblaðið - 04.08.1955, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.08.1955, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIB Fimmtudágur 4. ágúst 1955 12 w Kruía Svía um flugfargjöld Framh. af bls. 7 vélum á að skipa og SAS er kraf- an um sömu fargjöld óréttlát, og myndi leiða til þess að Loftleiðir gætu ekki keppt á frjálsum mark aði. Hvað myndu eigendur „Britannie“ segja ef þeir væru neyddir til að bjóða farþegum sínum sömu gjöld og þau, sem þeim er gert að greiða, er ferð- ast með „Queen Mary“? — Af- leiðingar þess að ganga inn á sænsku kröfurnar um fargjalda- hækkun myndu vitanlega verða þær að Loftleiðir fengu enga far- þega í Svíþjóð vestur um haf en það er að sjálfsögðu markmiðið, sem SAS virðist keppa að. Enda þótt flugfarþegar, sem ætla sér frá Svíþjóð til Bandaríkj anna geti fengið keyptan farmiða vegna flugleiðarinnar ísland- Bandaríkin, er í rauninni um tvær ferðir að ræða, hina fyrri, sem byrjar í Gautaborg og endar í Reykjavík, og þá síðari, sem byrjar í Reykjavík og endar í New York. Svíum hefir ekki, svo vitað sé, komið til hugar að kúga aðrar þjóðir en íslendinga til ákvörðunar um að breyta flug- töxtum sínum í samræmi við ímyndaða eða raunverulega hags muni SAS. Fargjald SAS á flug- leiðinni Stokkhólmur—Nairobi er t.d. 406 Bandaríkjadalir, en með því að fljúga frá Stokkhólmi til London með SAS og taka þaðan flugvél frá brezka flugfélaginu Airwork cil Nairobi er hægt að komast alla leiðina fyrir 350,70 dal. Vélar Airwork eru ekki jafn hraðfleygar flugvélum SAS, og er það skýringin á mismuninum. Trúlegt er að Bretum myndi koma það kúnstuglega fyrir sjón ir ef sendimenn sænsku stjóm- arinnar kæmu einn góðan veður- dag til Lundúna þeirra erinda að fá brezk stjórnarvöld til að fyrir- pkipa Airwork að hækka fargjöld t?ín til sar.iræmis töxtum SAS. FRELSI Lf)A FORRÉTTINDI Á LOFTI EIÐUM Á undanfömum ámm hefir ver ið háð hörð barátta milli þeirra, sem vilja gefa öllum sams konar tækifæri til frjálsra loftsiglinga og þau, sem bíða beirra, er sigla viya um aöfin og hinna, er vilja beita drottinvaldi fjármagns til þess að verða einráðir á vissum flugleiðum. Svíar hafa j,afnan Btaðið frenstir í flokki þeirra, er krafizt hafa frjálsra siglinga, enda heí;r þeim nú tekizt að fá ■ótakmörkuð réttindi til farþega- flutninga fyrir flugvélar sínar víða um heim. Sennilegt er að þeim muni þyngjast róðurinn til nýrra markaða, ef það kæmi í Ijós, að þeir hefðu beitt aðstöðu sinni til þess að bola fslending- um burt úr Svíþjóð, og myndi þeim sjálfum því koma il!a í koll ef nú tekst að fá sænsku ‘jórnina til að gera alvöru úr því að loka flugleiðunum milli landanna. NORRÆN SAMGONGU- OG SAMVINNUMÁL fslendingar vilja fyrir sitt leyti leggja sinn skerf til þess að „efla og viðhalda samúð og samvinnu meðal allra norrænna þjóða, inn á við og út á við“, eins og segir í lögum Norrænu félaganna um tilgang þeirra. Fjarlægð íslands frá hinum Norðurlöndunum veld ur því að þátttaka okkar í slíkri samvinnu er bundin því skilyrði að góðum samgöngum sé haldið uppi. Á fundi þriðja þings Norð- urlandaráðsins, sem haldinn var í Stokkhólmi 2. febrúar s.l. var samþykkt eftirgreind tillaga: „Norðurlandaráðið leggur til að ríkisstjórnir Norðurlandanna beiti sér fyrir því að samgöngur verði bættar milli íslands og hinna Norðurlandanna, og hafi þær samvinnu um þetta. í þessu skyni verði aukin fræðslustarf- semi og bætt hin efnahagslegu skilyrði samgangnanna, í því skyni að auðvelda ferðalög og auka kynni. Sérstök milliþinga- nefnd verði skipuð til að ná þessu marki." Hve snar þáttur flugið er í þessu sambandi er augljósast af því að frá síðustu stríðslokum ( hafa fslendingar ekki byggt nema I eitt farþegaskip, en hafa nú í för- um fimm millilandaflugvélar. I Lokun flugleiða milli fslands og hinna Norðurlandanna myndi valda því að erfiðara yrði fyrir fslendinga að taka þátt í samtök- I um til eflingar „samúð og sam- vinnu meðal allra norrænna þjóða“. M atseðill kvöldsins It lóm ká I ssúpu. Soðin fiskflök. WienarschnitBíd. Ali-grísakótelettnr mcð rauðkáli. Triffle. Kaffi. ★ Lanfremur nýr lax. VIÐSKIPTAMÁL SVÍA OG ÍSLENDINGA Eftir heimsstyrjöldina síðari keyptum við á skömmum tíma báta o. fl. af Svíum fyrir um 50 milljónir sænskra króna, sem greiddar voru með Bandaríkja- dölum, og höfum jafnan síðan keypt af þeim margvíslegan varn ing, sem vitanlega var einnig hægt að fá annars staðar. Hins vegar hefir gengið treglega að fá þá til að kaupa íslenzkar vörur fyrir jafnvirði, og má geta þess að á s.l. ári, 1954, keyptum við af Svíum fyrir 58.193 millj. ísl. kr. en þeir ekki af okkur nema fyrir 17.653 millj. króna. Af þessum sökum ætti Svíum ekki að þurfa að vaxa það mjög í augum þótt nokkrar sænskar krónur væru árlega goldnar í Svíþjóð íslenzku fyrirtæki vegna þjónustu þess. e* FERÐAMANNASKIPTI SVÍA OG ÍSLENDINGA Svíar eru, svo sem alkunna er, ein ríkasta þjóð Evrópu, og hafa því góð fjárráð til ferðalaga. Þeir eru tæplega 50 sinnum fjölmenn- ari en við, og því mætti ætla að fleiri Svíar myndu árlega gista ísland en íslendingar Svíþjóð. Svo er þó ekki. Árið 1954 komu 470 sænskir ferðamenn til íslands en það ár voru íslenzkir ferða- langar í Svíþjóð 2.936. Af Svíun- um, sem sóttu ísland heim, komu 194 flugleiðis, og trúlega flestir með Loftleiðum. Enda þótt sænsk um stjórnarvöldum vaxi það e. t. v. í augum ættu þau þó ekki að gleyma því, að góðar samgöng- ur eru frumskilyrði þess að þau geti haldið áfram hinum hag- stæðu ferðamannaskiptum sínum við íslendinga. UM HVAÐ ER DEILT? Það, sem óhaggað stendur, eft- ir að búið er að greina kjama frá hismi er þetta: Skar.dinaviska samsteypan SAS, en þar ráða Svíar mestu, vill ekki samkeppni Loftleiða í Svíþjóð, henni hefir tekizt að fá sænsk stjórnarvöld til þess að segja upp loftferðasamn- ingnum. Vegna þessa ef rétt að gera sér grein fyrir því hver sú burst er, sem SAS telur hafa verið dregna úr nefi sér. Á tímabilinu frá 27. maí 1954 til 1. júlí 1955 fluttu Loftleiðir 624 farþega frá Gautaborg og 540 farþega þangað. Gera má ráð fyr- ir að verulegur hluti þess far- þegafjölda, sem ferðaðist til Svi- þjóðar á vegum Loftleiða hafi einungis komið flugleiðis vegna hinna lágu fargjalda félagsins, og e. t. v. til Svíþjóðar vegna þess að Loftleiðir héldu uppi flugi þangað. Ef við reiknum með því að SAS hefði flutt alla þá far- þega, sem frá Gautaborg hafa farið með Loftleiðum, sem vitan- lega er rangt, m. a. vegna þess að SAS heldur ekki uppi áætlun- arferðum til íslands, þá verður mismunurinn á þeim, sem komið hafa með Loftleiðum og farið hefðu með SAS 84. Gerum enn- fremur ráð fyrir því að allir þess- ir farþegar hafi farið alla leið til Ameríku, sem vitanlega getur þó ekki staðist i reyndinni, og að þeir hefðu. allir greitt full gjöld, myndi mismunurinn, ef skráður væri íslendingum til tekna í reiknin'gsfærslu síðasta árs, nema því að hlutur okkar hækkaði úr 17.6 milljónum upp í 18 á móti þeim 58, sem við greiddum Sví- um, og ber þess að minnast að mismunurinn, 40 milljónir ís- lenzkra króna, var allur goldinn í Bandaríkjadölum. - Norðurlandaráð Framh. al Dis. 9 inum í Kaupmannahöfn í vetur. Sérstaklega höfum við Norð- menn áhuga á að upp takizt skipa samgöngur beinar milli Noregs | og íslands í framtíðinni. Okkar kynni hafa ávallt verið mikil á menningarlega sviðinu, en það er kominn tími til, að þau verði meiri á hinu efnahagslega. En til i þess að slíkar skipaferðir og frek- ari samgöngur geti átt sér stað þurfum við að auka verzlun okk- ar í milli. Annars hefir Norðurlandaráðið komið mörgu góðu til leiðar, þau ár sem það hefir starfað og á von- andi eftir að gera einnig svo á ' ókomnum árum. Sérstaklega hef- ir það látið til sín taka á fram- færslu og tryggingarsviðinu, sam ræmt löggjöf Norðurlandanna um þau mál, stuðlað að bættum samgöngum, vegabréfslausum, innan Norðurlanda og unnið að mörgum öðrum málum, sem of langt yrði upp að telja. Þó get ég nefnt, að þessa dggana hefir ver- ið gengið frá sáttmála um her- þjónustu milli Norðurlanda ann- ' arra en íslands. Þarf nú enginn ' piltur að gegna herþjónustu í fleiri en einu landi, en áður gat það brugðið við. Annars ræðir Norðurlandaráðið aldrei tvo málaflokka, varnarmál og utanríkismál. Á þessum fundi hér í Reykja- vík ætlum við að samræma skoð- anir okkar og leggja drög að þinghaldinu í Kaupmannahöfn í vetur. Ei- gott til þess að vita, að við gátum haldið fundínn hér á íslandi, þótt fjarlægðirnar hingað squ nokkuð langar. Síðan spjallar Hönsvald aftur um dálæti á íslenzkri menningu og fornum memiingararfi í Nor- egi. Gamlir norskir bændur áttu venjulega tvær bækur, segir hann, og kannske ekki fleiri. Þær voru biblían og Heimskringla Snorra. Og það hugarfar, sem að baki þessari bókaeign lá er enn óbreytt í Noregi, þótt bókunum hafi nú eitthvað fjölgað. Flugmennirnir' 11 HONG KONG, 3. ágúst — Banda- ríkjamenn hafa mikinn viðbúnað hér á morgun, er flugmennirnir 11, sem Kínverjar hafa leyst úr haldi, koma hingað úr ánauðinni. UpprieypuB húsa lefsf hér í bæmtm NÝ vandræði hafa undanfarið steðjað að byggingaiðnaðinum og þeim, sem í byggingum standa hér í baenum. Efni í steypu í hús- in — annað en sement — hefir skort — malarefni í gryfjum í ná- grenni bæjarins hefir gengið il þurrðar. Vegna þessa hafa afköst þeirra, sem sjá byggingaiðnaðin- um fyrir steypu, minnkað til rauua. Þannig er talið að afköst Steypustöðvarinnar h.f. hafi minnkað um 25—30%. Við þetta hcfir uppsteypun margra húsa tafizt. Malarefni er nú r.ótt í tvær gryf j ur á Kjalamesi, í Álftanesi og að Esjubergi. Er um langan veg að fara — og lengri en áður hefir þekkzt — með malarefni í hós- byggingar hér í bænum. Reykjavíkurbær er um þessar mundir að taka í notkun tæki, sem þvær malarefnið. Mun nol;k- uð úr rætast., þegar nýting þess- ara tækja hefst. Úr daqlega lífinu Framh af bls. 8 verði upp fastri dvalarstöð rhanna í sérstaklega gerðum „hnöttum" 2000 km. úti í geimn- um. Þessi dvalarstöð myndi snú- ast í kringum jörðina einu sinni á hverjum tveim klukkustundum og sjá allt sem gerðist á jörðu niðri í dagsbirtu á einum sólár- hring. (Ágæt eftirlitsstöð með stríðsundirbúningi). Þriðji áfanginn, ennþá lengra úti í geimnum — og því miður, ennþá lengra fram í tímann — er geimstöð, 35 þús. km. úti í hvolf- inu, þar sem menn hittast eins og á flugstöð og velja sér geimfar til hinna ýmsu pláneta, eftir því hvort menn vilja fara til tungls- ins, Mars, Venusar eða annað. Brezkt flugfélag hefir fallist á að vátryggja konu nokkra í Bandaríkjunum, sem bíður eftir fari til Mars. Sérstakur fyrirvari er í vátryggingarskírteininu: „Komi viðkomandi ekki aftur er það engin sönnun fyrir dauða hans.“ onwni ■I Ipii í kvöld og næstu kvöld ■cr■■■■sa MEl FOXUMUM á isJéPHáTlBiwn M/VRKtíS Eftír Ed Dodd AnD AS HE FUE3 NEAREQ HE SEES GREY COLLAR SLINRiNS HUNGRILY TOWARD MARK'S LEAN-TO In searcx of humans who WILL GIVE HIM A FR.EE MEAL, TIDSIT COMES UPON MARKS BARREN U7TLE CAMP 1) Trítili flýgur um skóginn ílur að mönnum og vill fá matinn Markúsar og hann sér úlfinn j Markús sefur og rumskar ekki leit að mat. Hann er orðinn hænd * hjá þeim með lítilli fyrirhöfn. nálgast hinn sofandi mann. j við þótt úlfurinn sé kominn alveg 2) Og þarna sér fuglinn hreysi 3) Nú er stundin komin. að honum. ij

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.