Morgunblaðið - 10.08.1955, Side 1

Morgunblaðið - 10.08.1955, Side 1
16 síður U, árgangar 178. tbl. — Miðvikudagur 10. ágúst 1955 Fi-entsmíSj* Morgunblaðsinj Andi elskh.u.gans sveif yfir vötn- unum, Mikojan dansaði jb/óð- dans - og Krusjeff söng hástöfum M O S K V U ASUNNUDAGINN var efndi Bulganin, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, til veizlu mikillar að sveita- setri sínu og var vestrænum sendiherrum, stjórnarerind- rekum og fréttamönnum boð- ið með konur sínar og börn. Þar voru einnig flestir helztu leiðtogar Sovétríkjanna, og Iéku þeir á als oddi, eins og þeim hefði nýlega verið sleppt úr járnbúri. Bulganin var samt hrókur alls fagnaðar og lýsti því m. a. yfir, að hann vonaðist til að heimsækja Bandaríkin, áður en langt um líður. Hefir for- sætisráöherrann aldrei lýst þessari von sinni fyrr — og höfðu menn gaman af útþrá og ævintýralöngun leiðtog- ans. — Sveitasetur Bulganins er ekki ýkjalangt frá Moskvu. Það er i mjög fögru umhverfi og dvaldist Stalín þar oft, á meðan hann var við völd. Það var fyrrum í eigu Orlovs greifa, elskhuga Katrínar annarrar. — Boð Bulganins hefir vakið mikla athygli, enda er það einsdæmi, að rússneskur leiðtogi bjóði erlendum mönnum að sækja sig heim á sveitasetur sitt. En eftirvæntingin var bara þeim mun meiri fyrir bragðið. anna, að veizlan eigi sér ekki sinn lika. En mér finnst ekkert undarlegt þótt við komum hér saman í dag, — því að seinustu vikurnar eru einstæðar í verald- arsögunni. Sú vinátta, sem ríkti í Genf, hefir eflzt og ég vona, að við getum oft hittst í framtíðinni. Við hittumst hér sem vinir. Skál fyrir vináttu okkar, hún eflist dag frá degi. LÁTA EKKI AÐ SER HÆÐA! Þess má svo loks geta, að Pravda, málgagn rússneska kommúnistaflokksins, helgaði veizlunni hálfa forsíðuna I gær og sagði, að menn hafi skemmt Áhrif geislanna GENF, 9. ágúst — Banda rískir vísindamenn létu einkum mikið til sín taka á kjarnorkuráðstefnunni hér í dag. — Formaður bandarísku sendinefndarinnar, Strauss, lagði fram gögn um áhrif kjarnageisla á mannslíkam- ann, vernd gegn slíkum geisl- um o. s. frv_Reuter. sér þar hið bezta. Andrúmsloft- ið hafi verið þrungið vináttu og skilningi. — Rússar láta ekki að sér hæða, þegar veizluhöld eru annars vegar! Áhugasamir kjósendur 4 WASHINGTON, 9. ágúst. — Sextíu manns fóru í dag flug- leiðis frá Bandaríkjunum til Italíu. Er ferðin gerð í því skyni að hnekkja meirihluta kommún- ista í smáríkinu San Marínó í Ítalíu. — Vegalengdin, sem þess- ir áhugasömu andkommúnistar þurfa að fara, er um 5000 kíló- metrar. ♦ Ferðalangarnir 60 eru allir frá San Marínó, en búa í Banda- ríkjunum, þótt þeir hafi ekki hlotið ríkisborgararéttindi þar. Mönnum finnst e. t. v. und- arlegt, að fólk þetta fer svo langa ferð í því skyni einu að hnekkja valdi kommún- ista. Hvað munar eiginlega um 60 atkvæði í kosningun- um í San Marinó? — Þess ber að gæta, að kommúnistar unnu síðustu kosningar (1951) með 120 atkvæða meiri hluta. — Haustið knýr á dyr Boðsgestirnir voru á einu máli um, ao útlendingum hefði aldrei verið haldið jafn skemmtilegt boð austur í Rússlandi þau 37 ár, sem kommúnisíasíjórnin hefir set- ið þar að völdum. SUNGU HÁSTÖFUM Molotov utanríkisráðherra Sovétríkjanna fór út á bát með séndiherrum Argentínu og Indó- nesíu og gat ekki á sér setið að rúgga bátnum, svo að þeir félag- ar urðu hundblautir. Mikojan verzlunarráðherra fór á bát með bandarísku sendiherra- frúnni og háði síðan róðra- keppni við mann hennar, Bohl- en sendiherra — og tapaði! Krusjeff aðalritari kommún- istaflokksins, Sjúkoff landvarna- ráðherra og Konjeff marskálkur sýndu erlendu frúnum, hvar bezt væri að tína jarðaber og hindber. Voru þeir kótir mjög — og gönt- uðust dálítið við frúrnar. 3:0! í miðri veizlunni dró Miko- jan að sér athygli gestanna með því að dansa armneskan þjóðdans. Menn þyrptust utan um ráðherrann og sungu með. Þótti það hin bezta skemmtan. Einkum þóttu þeir syngja há- stöfum Molotov, Krusjeff og Kaganovits! Á meðan knattspyrnukeppn- inni miili Spartak og brezku „ínfanna“ var sjónvarpað, lagði Bulganin höndina á öxl brezka sendiherrans og samhryggðist honum innilega, þegar keppn- inni var lokið. Rússarnir unnu nefnilega með 3 : 0! ® ® ® FIR BORÐUM hélt Bulganin ræðu. Hann sagði m. a.: — Blöðin hafa skrifað mikið um þessa veizlu í dag. Við Krusjeff, vinur minn, höfum athugað þessi skrif vandlega. Einkum rákum við augun 'í þá fullyrðingu blað- Snjór féll víða Einkaskeyti til Mbl. PARÍS, 9. ágúst — Fólk á megin- landi Evrópu varð í dag vart við nálægð haustsins. í Hollandi, Belgíu, Austurríki, Þýzkalandi og Júgóslavíu féll nokkur snjór — og vissu menn varla, hvaðan á sig stóð veðrið! f Skandinavíu var aftur á móti ágætt veður í dag. í Evrópu í gær í París var þykkt loft og kald- ur næðingur, sem var síður en svo velkominn; einkum litu er- lendu ferðamennirnir, sem nú eru staddir í París, franska haust- veðrið óhýru auga. Sömu sögu er að segja frá Þýzkalandi, Hollandi og Belgíu, þar var kuldi í dag með nokkurri snjókomu, eins og fyrr segir. "NJóIkuSu" fiupr hamf eins cp þeir væru spensr gCvaEirnar voru ólýsanlegar T Ó K f Ó BANDARÍSKU flugmennirnir ellefu, sem kínverskir kommún- istar létu lausa á dögunum, hafa rætt við fréttamenn um dvöl sína í kínverskum fangabúðum. — John Knox Arnold, yfir- foringi, hafði orð fyrir þeim félögum. — Hann sagði, að hinn siðmenntaði heimur mundi aldrei trúa því, hvernig kínverskir kommúnistar fara með stríðsfanga, svo hryllileg er meðferðin, miskunnarleysið — og grimmdin. Arnold sagði, að Kínverjar hafi notað hin ótrúlegustu fruntabrögð til að láta hann játa, að flugvél hans hafi verið skotin niður yf-ir kínversku landsvæði. Kapteinn Llewllyn lýsti því yfir, að flugvélin liafi verið 65 kílónietra fyrir sunnan Jalú- fljótið, þegar hún var skotin niður, og hrapaði liún til jarð- ar í Norður-Kóreu. Allir flugmennirnir nema einn skrifuðu undir yfirlýsingu þess efnis, að vélin hafi verið yfir kín- versku landsvæði. Kváðust þeir sjá eftir því, — en freistingin var mikil, þegar pyntingartækin voru annars vegar. Arnold yfirforingi sagði, að einu sinni hefðu Kínverjar t.d. bundið hendur hans fyrir aft- an bak, svo að alveg tók fyrir blóðrásina. Síðan ,.mjólkaði“ kínverskur hermaður fingur hans, eins og þeir væru spenar ó júgri, og var sórsaukinn ólýs- anlegur. Þetta endurtóku komm únistarnir svo í 4 sólarhringa. Þeir félagar kváðust fagna frelsinu — og hver láir þeim það? Loftmynd af upptökum Hólmsár. — Skýringar við mynd þessa eru í fréttinni. Hólmsá í Hornafirði hefur breytt um farveg og ógnar Mýrabændum Áin flæðir nú yfir engjar 9 bænda og gefur orðiS erfiður farartálmi SIGURÐUR JÓHANNSSON verkfræðingur hjá Vegamálastjórn- inni er nýkominn austan frá Hornafirði, þar sem hann hefur verið að rannsaka möguleikana á því að veita Hólmsá á Mýrum í sinn fyrri farveg. Áin hefur valdið bændum á Mýrum miklu tjóni með því að falla austur Mýrarnar og yfir engjar 9 bænda þar. Morgunblaðið innti Sigurð í gær fregna af rannsóknum hans við Hólmsá. Kvað hann vel vera gerlegt að veita ánni aftur vestur á, en sennilega yrði það ákaf- lega kostnaðarsamt. I FYRIRHLEÐSLA ÁRIÐ 1937 Hólmsá er gamall belvaldur í Hornafirði og hefur sífellt verið að skipta um farveg og þá runnið annað hvort austur eða vestur Mýrar. Árið 1937 er þess að minnast að hún féll til austurs í Djúpá. framan við ölduna, sem á myndinni hér að ofan er merkt með rómversku tölunni I, en þá náði Fláajökull þangað fram. Var þá hlaðið fyrir ána, þar sem örin vísar til svo hún Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.