Morgunblaðið - 12.08.1955, Side 1

Morgunblaðið - 12.08.1955, Side 1
16 síður □- LUNDÚNUM, 11. ágúst. [Z Utanríkisráðherrar stór- veldanna fjögurra munu koma saman 27. okt. n. k. í Genf. Þar munu þeir ræða um ýmis þau mál, er hreyft var á ráð- stefnu hinna „fjögurra stóru“, en voru þá ekki rædd til hlítar. gj Tilkynning um þetta var gefin út samtímis í höfuð- borgum fjórveldanna og segir ennfremur í henni að Dulles, MacMillan, Molotov og Pinay muni að einhverju leyti ræðast við á lokuðum fundum. Rússar hafa nokkuð látið uppi um það hvað þeir telja að eigi að ræða á ráðstefn- unni. En það er fyrst og fremst: Sameining Þýzkalands og örygg- iskerfi í Evrópu. □- -□ Uppóstunga — fordæming LUNDÚNUM, 11. ágúst. KÍNVERSKA kommúnistastjórn in lagði í dag til að Kóreu-mál- in yrðu nú leyst á ráðstefnu þar sem sætu fulltrúar þeirra ríkja er hagsmuna ættu að gæta í sam- bandi við málið. Segir í uppástungu stjórnar- innar, að Kínverjar séu reiðu- búnir til að flytja herlið sitt (sem allt eru sjálfboðaliðar að sögn þeirra) frá Norður-Kóreu, strax og samkomulag hefur náðst um brottflutning alira erlendra herja frá Kóreu. í tilkynningunni eru fordæmd- ar ásakanir Suður-Kóreu stjórn- ar á hendur hinni „hlutlausu vopnahlésnefnd“ og sagt að Bandaríkjamenn beri ábyrgð á því að nefndin geti unnið störf sín í friði. — Reuter-NTB Máttur atomsins Meiri matur — nýjar plöntur Kvíabryggja á Snæfellsnesi. — Kirkjufell í baksýn. (Ljósm. Guðm. Ágústsson). KvíabryggjufiæLið tekur til starfa 3 millj. barnsmeðlaga lapast á áti. FYRSTU vistmennirnir á vinnuhæli Reykjavíkurbæjar, Kvía- bryggju á Snæfellsnesi, eru nýkomnir þangað vestur. Áttu þeir að fara héðan úr bænum í fyrradag. Þeir eru bara tveir í þetta sinn, en 30 úrskurðarbeiðnir um hælisdvöl liggja hjá saka- aómaraembættinu til afgreiðslu frá bænum. Hælið mun því lík- lega fullskipað á næstu vikum en það rúmar 16 menn. ALMENNUM umræðum á atomráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf lauk í dag. 1260 vísindamenn frá 72 þjóðlöndum halda nú heim frá umræðunum og hefjast handa um lausn þeirra mörgu og margvíslegu vandamála, sem blasa nú við, er mannkynið stendur á þröskuldi atomaldarinnar. Á ráðstefnunni hefur ríkt vinátta meðal vísindamahnanna — þeir hafa verið opinskáir og hreinskilnir. Blaðamenn og fundarmenn segja, að samkomulagið milli austurs og vest- urs á þessari ráðstefnu hafi verið betra en dæmi eru til frá stríðslokum. Einn af vesturlandafulltrúumun sagði eftir einn fuhdinn þar sem rædd voru opinskátt mikil Ieyndar- mál atomorkunnar, að „járntjaldinu hefði verið rúllað upp“. 3 MILLJ. KR. TAP Eins og áður hefir verið get- ið um í blöðum, er það tilgangur Kvíabryggjuhælisins að taka við þeim óráðsíumönnum, sem þrjóskast við að greiða barns- meðlög sín í bæjarsjóðinn í Rvík. Þeir skipta tugum á hverju ári og eins og sakir standa mun bæjarsjóður eiga 10—12 millj. króna í útistandandi skuldum hjá óskilvísum feðrum. Á fjár- hagsáætlun Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1955 er gert ráð fyrir að bærinn tapi tæpum 3 millj. króna í ár á meðlagsgreiðslunum. Kvíabryggjuhælinu er ætlað Hömingar og raunir Eitt hörmulegasta flugslys sögunnar STUTTGART, 11. ágúst. Frá Reuter-NTB. HÖRMIILEGT flugslys varð i dag í Þýzkalandi. 66 bandarísk- ir hermcnn létu lífið er tva-r flutningaflugvélar sleyptust til jarðar við srriábæ einn skamint frá Stuttgart. Enginn þeirra, sem í flugvélunum voru, kom- nst lífs af. Vélarnar tvær höfðu nýlega hafið sig til flugs ásamt 7 öðrum flugvélum og voru allar vélarnar setnar af hermönnum úr 7. banda- riska hernum. önnur vélin sem fórst varð fyrir hreyfilsbilun er hún hafði náð 1200 metra hæð. Hún „missti hæð“ en flugmanninum tókst að hefja hana upp aítur strax og þá rétt fram fyrir aðra flutningavél i flugsveitinni. Árekstur varð með fyrgeindum afleiðingum. In ann- arri vélinni voru 19 menn — í hinni 47. Þúsundir manna í lífshœttu GÍFURLEGT fárviðri geysaði á strönd Suður-Kaliforníu- fylkis í dag. Sjóir riðu yfir strandlengjuna, þrumur og eldingar eyðilögðu símalínur o. fl. og vindhraðinn var á annað hundrað km á klukku- stund. Stormur þessi er aðeins undan- fari geysimikils hvirfilbyls sem nálgast ströndina með 11 km hraða. En þessi „forleikur" hvorf ilbylsins kom þó öllu á annan end an í hinum fólksmörgu bæjum á ströndinni. Þúsundir heima- manna þar og aðkomnir bað- strandagestir urðu hið skjótasta að leita vars fyrir steinregni sem stormurinn þyrlaði upp. í fyrra um sama leyti gerði þarna hvirfilbyl og olli hann flóðbylgju sem varð 177 manns að bana. Nú er hætta á enn meira flóði, og er óttast að illa kunni að fara. að setja undir þennan stórfellda leka og láta barnsfeðurna vinna af sér skuldir sínar þar. Fyrstu tveir vistmennirnir munu vera úrskurðaðir til 12—14 mánaða vist þar vestra. Vinna þeir skuld- irnar af sér á Dagsbrúnarkaupi, og er vinnan ýmist landbúnaðar- störf, sjósókn og fleira. Eins og að líkum lætur geta sumir þurft að dveljast á Kvíabryggju all- lengi, því margir þeirra eru með 30—40 þús. kr. skuldabagga á bakinu. ÁTTA BÖRN Sumir hinna væntanlegu vist- manna eru jafnvel svo illa á vegi staddir að þeir sjá ekki út úr skuldunum. Einn maðurinn á t. d. 8 börn með sex konum, og hefir bærinn þurft að borga með sjö börnum hans. Hann fer vest- ur. MARGIR SLEPPA Blaðið hefir fengið þær upp- lýsingar hjá Reykjavíkurbæ að mjög gangi illa að innheimta barnsmeðlögin hjá ýmsum starfs- hópum manna, einkum þeim, sem vinna hjá sjálfum sér og ekki er hægt að ná meðlögunum af laun- unum. Bílstjórar margir og veit- ingaþjónar sleppa t. d. mjög auðveldlega undan innheimtu- mönnum bæjarins, af þessum sökum og þeir, sem eiga óvíst heimilisfang. GÓÐ ÁHRIF Ráðamenn bæjarins telja hinsvegar, að þótt hælið sé ekki enn að fullu tekið til starfa hafi það haft mjög góð áhrif í þá átt að menn hafi gert skil, af 17 mönnum, sem skulduðu stórar upphæðir, greiddu t. d. allir nema einn skutdir sínar. Verður svo væntanlega í fram- tíðinni að tilvist Kvíabryggju- hælisins verður svipa á óskila- Framh. á bls. 2 Bretor bjóða heím GENF, 11. ágúst: — 1 dag er atomráðstefnu S.Þ. lauk buðu Bretar öllum atomvísindamönn um Austur-Evrópulandanna þeim er voru á ráðstefnunni, heim til Englands. Hljóðar heimboðið upp á það, að heim- sækja, skoða og kynnast starf- semi atomvísindastofnunarinn- ar í Harwell. Um 100 atomvísindamenn frá Rússlandi, Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Póllandi o. fl. lönd- um liafa svarað játandi og þakkað boðið. Heimsóknin stendur yfir í einn dag og verða gestirnir fluttir flugleiðis fram og til baka. — NTB-Reuter. 10 norskar konur fórust MOSKVU, 8. ágúst — í gær fórst rússnesk farþegaflugvél og með henni allir sem í henni voru. Þeirra á meðal voru 10 norskar konur, sem voru á leið til Moskvu í boði rússnesku stjórnarinnar. Skömmu áður en flugvélin hrapaði til jarðar tilkynnti flugmaðurinn, að kviknað hefði í öðrum hreyflinum. — Honum var þá sagt að nauð- lenda, — en það skipti engum togum, flugvélin hrapaði til jarðar, án þess að hægt væri að afstýra slysinu. Moskvustjórnin hefir lýst hryggð sinni vegna þessa at- burðar. — NTB. Einkum hefur dæmalaus vin- átta verið milli Bandaríkjamanna og Rússa á ráðstefnunni. Stjórn- málaskoðanir áttu þar engan hljómgrunn, en leitað var sam- eiginlega að hinum réttustu vís- indalegu niðurstöðu. Og leyndardómar atomork- unnar eru margvíslegir og víst er að þessi ráðstefna Sam. þjóðanna hefur skýrt margt er að því lýtur. Ekki hefur t. d. vakið minnsta athygli erindi sænsks prófessors um atomtilraunir, sem leitt hafa í ljós að með einni tegund atomgeisla má auka fjöl- breyttni plantna og hefur náðst sá árangur í þessum til- raunum að fengizt hafa plönt- ur sem áður voru með öllu óþekktar í náttúrunni. Ekki vakti skýrsla frá FAO, landbúnaðarstofnun S. Þ., minni athygli, en hún var les- in upp á fundinum í dag. —> Skýrslan fól í sér yfirlit yfir hina margvislegu möguleika matvælarfamleiðslunnar i heiminum, er opnuðUst við notkun isotopa og annara geislavirkra efna í því skyni að auka matvælaframieiðsl- una. Valbjörn stökk.4,10 m 1 GÆRKVÖLDI fór fram gtangar- stökkgkeppni Meistaramóts íslands en þeirri grein varð að fresta á sunnudaginn, er mótið fór fram, vegna veðurs. íslandsmeistari varð Valbjörn Þorláksson KR og stökk hann 4,10 m. Annar varð Heiðar Gvorgsson ÍR 3,70 m og 3. Bjarni Linnet ÍR 3,50 m. Valbjörn stökk í landskeppn- inni við Hollendinga fyrsta sinn 4 metra, og var annar íslendingur- inn sem það afrek vann. Enn sýn- ir Valbjörn geysilegar framfarir og siglir hann nú hraðbyri í flokk beztu stangarstökkvara Norð urlanda og Evrópu. , Hvergi er eins ódýrt að fljúga og í Finnlandi Einokun 5AS í Svíþjóð mjög óhagstœð IENGU LANDI eru fargjöld með innanlandsflugvélum eins lág og í Finnlandi, segir sænska blaðið Expressen nýlega. Þar fljúga líka hlutfallslega fleiri en í nokkru öðru landi. SAS tapar stórfé á innanlands- fluginu í Svíþjóð, þrátt fyrir hina opinberu styrki verða Sví- ar að greiða mun hærra verð en Finnar fyrir jafnlangar flugferð- ir. T. d. kostar 55 sænskar krón- ur að fljúga með SAS-vélum frá Lulea til Kiruna (330 km.), en með finnsku vélunum kostar 31 krónu að fljúga samsvarandi vegalengd (frá Rovaniemi til Ivalo).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.