Morgunblaðið - 12.08.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.08.1955, Blaðsíða 9
Föstudagur 12. ágúst 1955 LISTA MORGVNBLAÐIÐ 9 í VÍNARBORG OPERUR OG BALLETTAR HÉR stendur fyrir dyrum snemma næsta vetur stórfelld óperuhátíð í sambandi við opn- un hinnar endurbyggðu Ríkis- óperu. Ekki var það þó látið Btanda í vegi fyrir því að á þess- ari hátíð væri tjaldað því sem til var, því að hér gaíst kostur á að ejá og heyra á rúmum þrem vik- Uin 33 — þrjátíu og þrjár — óperur og óperettur á rúmlega 40 sýningum, auk 14 ballettsýninga, þar sem m. a. komu fram þrír er- lendir dansflokkar. Allt þetta fór jCram á vegum Ríkisóperunnar, en aSrir aðilar héldu auk þess uppi óperettusýningum á sama tíma. Óperan hefir frá styrjaldarlok- nm verið tii húsa á tveim stöðum, í Theater an der Wien og í Volks- Oper, og fóru þessar sýningar að- allega fram í þessum húsum. Að- eins tvær af óperettunum voru endurteknar, önnur þrisvar hin sjö sinnum; allt hitt var sýnt að- eins einu sinni á tímabilinu: 26 óperur og 5 óperettur. Má af þessu marka, hvilíkt risafyrir- tæki Ríkisóperan í Vín er. Viðfangsefnin voru flest gam- alkunn: eftir Mozart („Konurán- ið", „Cosi fan tutte", „Töfraflaut- an" og „Brúðkaup Fígarós"), Verdi („Don Carlos", „Othello"), Puccini („Boheme" og „Tosca"), Wagner („Hollendingurinn fljúg- andi", „Triston" og „Lohengrin"), Richard Strauss („Elektra", „Intermezzo" og „Arabella"), auk þess m. a. þrjár rúsneskar óper- ur: „Boris Godunow" (Mussorg- sky), „Igor furti" (Borodin) og „Eugen Onegin" (Tschaikowsky), ennfremur „Æfintýri Hoffmans" (Offenbach), „Martha" (Flotow), „Don Pasquale" (Danizetti) og nokkrar nýlegar eða sjaldan flutt ar óperur, og loks óperetturnar „Fuglasalinn" (Zeller), „Helene fagra" (Offenbach), „Káta ekkj- an" (Lehár) og fjórar óperettur eftir Johan Strauss („Þúsund og ein nótt", „Vínarblóð", „Sigauna- baróninn" og „Leðurblakan"). Ekki get ég sagt, að þær af þessum sýningum, sem ég sá, haf i tekið verulega fram þeim óperu- sýningum, sem ég hefi séð hér fyrr í vetur, enda er þess að vænta, þar sem um svo rnikið og fjölbreytt verkefnaval er að ræða, að sýningar geti orðið nokk uð misjafnlega heppnaðar. „FUGLASALINN" í SKRAUTSÝNTNGU Mestur viðhafnarbragur vár á sýningunum á óperettunni „Fugla salinn" („Der Vogelhandler") eftir Zeller, einn meðal hinna mörgu vinsælu austurrísku óper- ettuhöfunda. Sýningarnar fóru fram undir beru lofti, fyrir fram- an höllina Schönbrunn, og mun ekki önnur óperetta hafa verið sýnd við veglegri „leiktjöld" Hin fögru steinþrep upp að aðalinn- gangi hallarinnar, stór pallur þar fyrir framan og meira að segja skrautsalirnir þar innar af, a±lt varð þetta eitt samfellt leiksvið, baðað í marglitu Ijósahafi, en umgerðin hin stílhrema op, glæsi- lega framhlið hallariunar og hin- ir fögru garðar í kring. Hverju skiptir það þá, þótt áhorfendur þyrftu að sitja á heldur éþægi- legum trébekkjum, kannske í rigningarsudda? Hin reglulega hljómsveit sat til hliðar við leik- sviðspallinn, en lúðurþeytarar og leiksviðsmúsíkantar þöndu hljóð- f æri sín hátt uppi á hallarsvölum. Leikendur skipu hundruðum, hefðarmenn komu akandi inn á sviðið í „alvöru" hestvögnum, meira að segja lifandi asni var meðal þátttakenda í sýningunni og hrein ákaf lega, eins og til mun hafa verið ætlazt af honum. Ég verð að játa það, að þegar öllu var lokið, vissi ég líklega ekki öllu meira en síðastnefndi „leikandinn" um innihald leiks- ins — efnið virtist mér afarlítið og furðu ruglingslegt — og músíkin va-r °m<: np óperettu- eltir Jén Þórarinsson lónskáld „Fuglasalinn" — Fred Liewehr og Hilde Zadek í aðalhlutverkum. músík getur orðið léttvægust. Allt um það var „Fuglasalinn" skemmtilegur og verður minnis- stæður. Slíka skrautsýningu sjá fæstir nema sjaldan á ævinni. MOZART ÁN LEIKTJALDA Mozart-óperurnar fjórar voru sýndar í svonefndum Redouten- sal, gömlum viðhafnarsal í Hof- burg. Upphækkaður pallur er ¦— og mun hafa verið frá fornu fari —¦ í öðrum enda salsins, þar fyrir framan hefir verið hengt upp for tjald með fremur lauslegum um- búnaði, en aftast á sviðinu eru bogamyndaðar svalir, ekki háar, og hggja stigar þangað upp frá báðum hliðum og mætast fyrir miðjum gafli. Má fá um þetta all- glögga hugmynd af meðfylgjandi leiksviðsmynd úr „Brúðkaupi Fígarós". Þessi umbúnaður er með smávægilegum viðaukum látinn duga fyrir flestar eða allar óperur Mozarts — og dugar raun- ar ágætlega, enda er ætlunin að halda áfram sýningum á Mozart- óperum í þessum sal, jafnvel eft- ir að nýja óperan verður tekin í notkun. Sýning á óperunni „Konu ránið" („Die Entfiihrung aus dem Serail") í þessum sal í fyrstu há- tíðavikunni var ein ánægjuleg- asta óperusýning, sem ég hef séð í Vín, og meðal skemmtilegustu viðburða hátíðarinnar. Mátti hér sjá enn eina sönnun þess, hve langt má komast með litlum leik- sviðsútbúnaði, ef lifandi hugar- flug er með í verki og listrænum tökum beitt. GAMALT OG NÝTT Vínaróperan stendur á gömlum merg. Og ef til vill er ekki laust við að á henni kenni í svip nokk- urra ellimarka, þótt vonir standi til að henni takist að hrista þau af sér um leið og hún tekur sér bólfestu í hinum uýju og glæsi- legu húsakynnum, sem senn eru nú fullbúin og verða tekin í notk- un seint í haust. Ég á hér m. a. við furðuiítinn áhuga hennar fyr- ir nýjum viðfangsefnum, miðað ® G^J"L-«^a ® G^^J"^—ð ® III. grein ® 6^>—?c_^3 ® G^_?<^^ö ® við þann mikla fjölda verkefna, sem flutt eru á ári hverju. Verk- efnaskrá næsta vetrar virðist boða nokkra breytingu á þessu, þótt margar hinar „nýju" óperur hafi að vísu hlotið sína eldskírn áður og annarsstaðar. Þá er það mjög'áberandi, hve hin veigamestu hlutverk hvíla oft á hinum eldri söngvurum. Tveir aðal tenorsöngvarar óper- unnar, hvor á sínu sviði, eru t. d. Max Lorenz og Helge Rosvaenge, sem báðir hafa áður tvímælalaust verið í fremstu röð, en eru nú orðnir mjög við aldur og röddin stórlega farin að láta á sjá. Frá- bær leiksviðskunnátta getur ekki bætt úr þessu til fulls. Að vísu hefir óperan mörgum ágætum ungum söngvurum á að skipa, en einhverra hluta vegna virðast þeir tiltölulega sjaldan fá að reyna sig í veigamiklum hlut- verkum. Það er erfitt að gera sér grein fyrir, hvað er orsök og hvaö afleiðing í þessu sambandi, en staðreynd er, að margir þeir beztu og efnilegustu af ungu söngvurunum ráða sig ekki við Vínaróperuna nema hluta af vetr inum, en starfa þess á milli ann- fljúgandi" en heldur daufleg á „Mörthu" (með Rosvaenge í aðal tenorhlutverkinu). „Tristan" (með Max Lorenz) bar á sér nokk ur ellimörk, einkum framan af, en færðist í aukana eftir því sem Lorenz „söng sig upp". Sama sagan gerðist í ,,Tannhauser" nokkrum dögum áður en hátíðin hófst. Sérstök ástæða er til að nefna sýningu á „Salome" (Rich. Strauss), sem að vísu stóð ekki á efnisskrá hátíðarinnar en fór þó fram mjög um sama leyti. Ung söngkona, Christl Goltz, gerði hinu fágætlega erfiða aðalhlut- verki slík skil í söng og Jeik, að varla mun gleymast. B ALLETT- SÝNING AR Mjög var vandað til ballett- sýninga á hátíðinni, og matti sjá þar marga nýstárlega hluti. Ballett Ríkisóperunnar sýndi m.a. nýlegan austurrískan ballett, „Dansinn um gullkálfinn" við músík eftir Gottfried von Einem, og „Abraxas" við rhúsík eftir Werner Egk. Annars hvíldi þessi þáttur hátíðarinnar aðallega á þrem. erlendum dansflokkum. Gojo-ballettinn japanski sýndi' gamla og „nýja" japanska dansa með undirleik á japönsk hlióð- færi, ballett júgóslafnesku Ríkis- óperunnar í Belgrad sýndi aðal- lega júgóslafneska danslist og ballett Berlínaróperunnar sýndi ýms nýleg verk, þar á meðal „Hamlet" við músík eftir Boris Blacher. Hver þessara aðkomu- flokka hafði 3—4 sýningar, og hefðu þær vegna aðsóknar vafa- laust mátt vera miklu fleiri. Hin forna dans- og tónlist Japananna hlýtur að hafa óvenjuleg áhrif á Evrópumenn; vesturlandamaður- inn saknar í byrjun þeirra opin- skáu geðhrifa, andstæðna og átaka, sem auðkenna nútímalist vesturlanda, — hér þekkist ekk- ert hljómsveitar-,tutti", engin hópatriði á leiksviðinu. Allt er hér eins og í „miniatur", en hversu fíngerð og fáguð er ekki þessi framarlega list, þegar hún er séð með hinum réttu „gleraug- um". Almennari og fortakslausari hrifningu vakti þó ballettinn frá Berlín, enda mun óhætt að segja að fáir dansflokkar í Evrópu séu honum fremri. Þungamiðjan í öll- um sýningum hans var ballettinn „Hamlet", sem áður var nefndur. Fylgir hann að efni til mjög ná- kvæmlega leikriti Shakespeares og má furðulegt heita, hve skýrar verða linur þessa margslungna drama í dansi og látbragðsleik ballettsins. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að „þýða" Sakes- peare á mál annarra listgreina, vinna upp úr leikritum hans óper ur, balletta o.s.frv. Þessar tilraun- ir hafa flestar mistekizt, svo sem vænta mátti, og um réttmæti þeirra yfirleitt mætti lengi deila. En hvað sem um bað má segja, þá reyndist hér vera um að ræða listaverk, sem talaði skýru máli milliliðalaust til áhorfenda og hafði djúp áhrif. I LEIKHÚSIN Flest leikhúsin í Vín, en þau munu vera um 15 talsins að með- töldum hinum svonefndu „kjall- araleikhúsum", sem sum rúma aðeins 50—100 manns í sæti, reyndu að gera sitt til að hátíða- vikurnar mættu verða svo hátíð- legar sem kostur var. Theater in der Josefstadt, áður leikhús Max Reinhardts og eitt af elztu leik- húsum borgarinnar. sýndi þrjú leikrit á tímabilinu, og vakti þeirra mesta athygli „Svanurinn" eftir Franz Molnar. Volkstheater sýndi „Fædd í gær" og „Ulla Wimblad"; hið síðarnefnda fjall- ar um ævi C. M. Ballmans og eru felldir inn í það söngvar eftir hann. Raimundtheater sýndi „Der Bauer als Millionár" — Kristie og Herm Thimig í aðal- hluverkunum. arsstaðar, og er því söngvara- hópurinn stundum heldur þunn- skipaður, þótt alls séu á vegum óperunnar um 60 einsöngvarar. Ekki er ósennilegt að hér sé að einhverju leyti um fjárhagsatriði að ræða, en mikil nauðsyn er að ráða bót á því, ef flutningur hinn- ar miklu verkefnaskrár, sem ráð- gerð er fyrir næsta starfsár (alls um 45 óperur), á að samsvara að glæsileik hinu nýja heimkynni óperunnar. „DIE BERNAUERIN" Eitt hinna nýstárlegustu verka sem flutt voru á listahátíðinni að þessu sinni, var „Die Bernauerin" eftir Carl Orff. Enda þótt verkið væri flutt á vegum óperunnar, verður naumast sagt að hér sé um óperu að ræða; ekki heldur leik- rit, enda þótt meginhluti textans sé talaður; ballett getur það held- ur ekki talizt, þótt háttbundnar (rytmískar) hreyfingar leikend- anna valdi mjög miklu um heild- aráhrifin; sambland af öllu þessu er að finna í verkinu, en þó fer hér eins og um flest — kannske öll — listaverk, að heildarútkom- an er annað og meira en summa hinna einstöku liða dæmisins. Músíkin í „Bernauerin" er mjög á þá leið sem tónlist Orffs hefir verið lýst áður í þessum pistlum, ótrúlega einföld að öllu leyti nema að hljómsveitarbúningi og hljóðfalli; stundum hverfur lag- lína og hljómsetning með öllu og eftir verður hljóðfallið eitt. Dramatískum hápunkti nær verk ið í rytmískum „talkór", þar sem raddirnar stíga og hníga eftir ákveðnum reglum, án þess þó að um sé að ræða raunverulega lag- línu. „Die Bernauerin" mundi ekki vera girnilegt útvarpsefni og ekki heldur sigurstranglegt leiksviðs- verk án tónlistarinnar, textinn (eftir tónskáldið) er sennilega ekki háfleygar bókmenntir. En á leiksviðinu er verkið ótrúlega áhrifaríkt og stórbrotið í einfald- leik sínum, líkt og mynd með fá- um sterkum línum, kannske helzt mjög stílfærð höggmynd. Flutningurinn var með þeim ágæt um sem framast varð á kosið, og sviðsetningin (eftir dr. Adolf Rott, núverandi leikhússtjóra í Burgtheater) átti ekki lítinn þátt í heildaráhrifum sýningarinnar. AÐRAR ÓPERUR Um aðrar óperusýningar sem ég var viðstaddur hátíðavikurnar er ekki ástæða til að f jölyrða,' óperettuna „Die Geisha" eftir þótt að sjálfsögðu mætti margt' Sidney Jones með japanskri söng um þær segja. Þar á meðal var konu í aðalhlutverkinu. Svona ágæt sýning á „Hollendingnum Framh. á bls. 1?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.