Morgunblaðið - 12.08.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.08.1955, Blaðsíða 14
MORGVNBLAÐ19 Föstudagur 12. ágúst 1955 ] r 14 LEIÐTOGI FÓLKSINS EFTIR JOHN STEINBECK Nýkomið slétt járn galvaniserað. Framhaldssagan 5 slóð, óttalausir menn, sem gædd- ir voru þreki og þrótti, sem þekkt ist ekki lengur. Jody hugsaði um hinar víðáttu miklu sléttur og steppur og vagn ana, sem þokuðust yfir þær eins og þúsundfætlur. Hann hugsaði um afa, ríðandi á hvítum gæðing, í broddi fylkingar, á ferð sinni yfir þessar ómælanlegu auðnir. í>essar sýnir birtust í huga hans, liðu framhjá og hurfu. Hann var kominn á fætur, hálfri klukkustund áður en bjall an kallaði til morgunverðar. Móðir hans stóð við eldstæðið og blés í glæðurnar, þegar Jody kom fram í eldhúsið. „Þú ert snemma á fótum“, sagði hún. „Ætlarðu að fara eitthvað sérstakt í dag?“ „Ég ætla að fara út og leita mér að hentugri spítu. — Við ætlum að veiða mýs í dag“. ,,Þú og hver annar?“ „Nú, auðvitað afi og ég“. „Jæja, svo þú ert búinn að fá hann í félag við þig Þú vilt allt- af hafa einhvern með þér, þeg- ar þú ætlar að gera eitthvert skammarstrikið". „Ég kem strax aftur", sagði Jody. „Ég vil bara hafa þægilegt prik við hendina strax eftir morg unmatinn". Hann lokaði hurðinni á eftir sér og gekk út í svalt kul hins heiðríka morguns. Fuglarnir voru háværir í dög- ununni og heimakettirnir komu niður hlíðina eins og bláir snák- ar. Þeir höfðu verið að veiða fugla í myrkrinu og þó að kett- irnir fjórir væru nú pakksaddir af fuglakjöti, þá settust þeir nú í hóp, úti fyrir bakdyrum húss- ins, og mjálmuðu eymdarlega, til þess að fá mjólkina sína. Doubletree, Mutt og Smasher hlupu snuðrandi meðfram runn- unum, en þegar Jody blístraði á þá, litu þeir upp og dingluðu skottunum, hlupu síðan til hans og nudduðu sér vinalega upp við hann. Jody klappaði þeim um stund, en gekk svo að hinu gamla og veðurbarna pílviðartré. Hann valdi sér gamalt sópskaft og stutta, þumlungsbreiða spýtu, tók skóreim upp úr vasa sínum og batt endana fasta saman, til þess að útbúa sér eins konar þreski- kúst. Hann sveiflaði þessu nýja vopni í kringum sig og lamdi því nið- ur í jörðina, í tilraunaskyni, en hundarnir skutust til hliðar, ýlfr- andi af hræðslu. Jody gekk nú niður með hús- inu og yfir að gamla heystæðinu, til þess að líta yfir hinn væntan- lega orrustuvöll og undirbúa á- hlaupið, en Billy Buck, sem sat hinn rólegasti á bakdyratröppun- um, kallaði þá til hans: „Þér er vissara að koma strax heim, karl minn. Það eru hvort sem er ekki nema örfáar mínútur til morgunverðarins“. Jody breytti um stefnu og gekk heim að húsinu. Hann reisti "vopn ið upp við tröppurnar: ,,Þetta ætla ég að nota. til þess að hrekja mýsnar út“, sagði hann. „Ég er alveg viss um, að þær vita ekki hvað það er, sem þær eiga í vænd um. Þær eru sjálfsagt alveg spik- feitar“. „Enginn veit, hvað í vændum er“, svaraði Billy Buck heim- spekingslega. „Ekki ég, ekki þú og ekki neinn veit það“. Jody varð hikandi við þessa hijgsun. Hann vissi að þetta var réjtt hjá Billy, og hugur hans hýarflaði frá múSaveiðunum. Én nú kom móðir hans út á klaðið og kallaði í morgunmatinn, svo að allar aðrar hugsanir þutu út í veður og vind. Afi hafði enn ekki látið sjá sig þegar sezt var að borðum. Billy kinkaði kolli í áttina til stólsins hans: „Það er allt í lagi með hann. Það gengur ekkert að honum. „Hann er alltaf lengi að klæða sig“, sagði frú Tiflin. „Hann greið ir vangaskeggið, burstar skóna sína og strýkur fötin sin“. I Carl stráði sykri út á mais- grautinn: „Maður, sem hefur stjórnað vagnalest yfir slétturnar, verður að vanda mjög allan klæðnað sinn“. i Frú Tiflin sneri sér að honum: „Vertu nú ekki að þessu, góði minn. Gerðu það fyrir mig að láta ekki svona“. ! f rödd hennar bar meira á hót- ‘ un en beiðni og það var þessi hót- un, sem gerði Carl gramt í geði. | „Hversu oft hefi ég ekki orðið að hlusta á söguna um járnplöt- : urnar og hina þrjátíu og fimm hesta? Hvers vegna getur hann aldrei gleymt þeim, úr því að þessi tími er nú löngu liðinn?“ i Hann varð reiðari eftir því sem hann talaði lengur og hann brýndi raustina: „Hvers vegna þarf hann að vera að segja þær aftur og aftur? Hann ferðaðist yf- ir slétturnar. Jæja, gott og vel með það. En nú er sá tími löngu liðinn og engan langar til að hlusta á sögurnar hans upp aft- ur og aftur“. | Skyndilega marraði lágt í eld- húshurðinni. Fólkið umhverfis borðið sat eins og dauðadæmt og mælti ekki orð. Carl lagði skeið- ina frá sér, á borðið og studdi hönd undir kinn. Afi gekk inn í eldhúsið. Um varir hans lék dauft bros og hann gaut augunum til fólksins við borðið: i „Góðan daginn“, sagði hann um leið og hann tók sér sæti og horfði á grautardiskinn sinn. Carl gat nú ekki orða bundist lengur: „Heyrðir — heyrðir þú, hvað ég var að segja áðan?“ Afi kinkaði kolli lítillega. „Eg veit eiginlega ekki, hvað kom mér til að láta svona. Eg meinti ekkert af því, sem ég sagði ég var bara að spauga“. Jody horfði skömmustulegur til móður sinnar og hann sá að hún leit á mann sinn, án þess að draga andann. Þetta var alveg hræðilegt, sem faðir hans var nú að gera. Hann var að fótum troða sjálfan sig með þessari hegð un sinni. Það var óskaplega au- virðilegt að taka aftur orð sín. Afi gaut til hans augunum: „Eg er að reyna að átta mig svo lítið á hlutunum", sagði hann of- ur rólega. „Mér stendur hjartan- lega á sama um það, sem þú sagð- ir, en hins vegar kynni það að vera satt og það þætti mér öllu lakara“. „Já, en það er ekki satt“, sagði Carl. „Eg er ekki alveg heilbrigð ur í dag og ég sé mikið eftir því að hafa sagt þetta“. „Vertu ekki að fást um það. Gamlir menn sjá ekki alltaf hlut- ina í réttu ljósi. Kannske hefur þú rétt fyrir þér. Ferðin yfir slétt una er löngu liðinn atburður og ætti e. t. v. líka að vera gleymd- ur nú, þegar svo langt er um liðið“. Carl reis á fætur: „Eg er búinn að borða nóg og nú ætla ég út til vinnu minnar. Þér liggur ekkert á, Billy“. Hann gekk hröðum skrefum út úr herberginu. Billy flýtti sér að ljúka við matinn og fór svo út á eftir honum, en Jody gat ómögu- lega farið strax frá afa sínum: „Ætlarðu þá aldrei að segja sögur framar?“ spurði hann. „Jú, drengur minn, það máttu reiða þig á að ég geri, en aðeins þegar ég er viss um að fólk langi til að hlusta á þær“. | „Mig langar til að hlusta á þær“. „Auðvitað langar þig til þess, en þú ert lítill drengur. Þetta var starf fyrir fullorðna menn, en að- eins litlir drengir, eins og þú, hafa gaman af að heyra sagt frá því“. H. BEINEDIIÍTSSON & CO. H.F. HAFNARHVOLL — SIMI 1228. NÝTT Undirföt Sloppar Dagkjólar Skólakjólar Tækifæriskjólar Kvöldkjólar Verzl. Ingibjargar Þorsteinsd. Skólavörðustíg 22 A. Forstöðukona og fóstra Barnaverndarfélag Akureyrar vantar sérmenntaða for- | stöðukonu og fóstru fyrir væntanlegan leikskola næst- komandi vetur. Umsóknir sendist til Eiríks Sigurðssonar, j Hrafnagilsstræti 12, Akureyri fyrir 1. sept. næstkomandi. [ Stjórnin. SVERTIMGJADREIMGURIMIM 6. Mbyame verður hræddur. Þegar hann gáir betur að, sér hann, að Abyagha er mjög svangur og illa haldinn. Nú ótt- ast Mbyame ekki lengur. Hann hugsar — og framkvæmir. j í skyndi lætur hann 4 eða 5 banana á disk, tekur vænt stykki af fiski og fer með það út fyrir eldhúsvegginn. Abyagha sér hann og nemur staðar hálfhræddur. Það liggur við, að Mbyame skjálfi á beinunum. Hann fer þó til Abyagha og segir: „Zak“ sem þýðir ét þú, um leið og hann réttir Abyagha diskinn. J Fólkið er farið að streyma út úr húsinu. Abyagha felur ■ sig varlega á bak við runnann. ! Elsku mamma mín, segir Mbyame, ég er ekkert svangur í kvöld, ég ætla ekki að borða. Mamma horfir á drenginn sinn, en segir ekkert, en í leyni aðgætir hún hann Mbyame tekur líka vel eftir öllu. ! Eftir nokkra stund fer hann út um bakdyrnar og sækir diskinn út við runnann. Síðan sætir hann lagi, þegar mamma hans er úti, fer inn með diskinn og setur hann á sinn stað, . eftir að hafa þvegið hann vadlega. | En mamma hans, sem sér allt, sá þegar hann . Og mamma hans, sem veit allt, og vissi hvað hann gerði, situr nú hjá litla drengnum sínum. Það er komið kvöld. Næsta morgun kom Abyagha til kristniboðsskólans og var í honum upp frá því. S Ö G U L O K - Bext að auglýsa r Morgunblaðinu — Snyrtimenni vilja helst BRYLCREEM Hvlllkur munur ð hárl sem er llflegt, me8 Callegum gljáa, og þvi hárl, sem er klesst niður með mikilli feitl eða oliu. Gætið þess að hár yðar sé snyrtilegt og vel greitt með Brylcreem hinu fullkomna hárkremi. Með Brylcreem greiðist hárið vel, án of miklilar feiti, vegna þess að i Brylcreem er fltu-efnið i uppleystu ástandi. Með Brylcreem fer hár- Ið vel og gijáir daglangt. Nuddið Brylcreem vel inn i hársvörðinn, það styrkir hann, minnkar flösu og gerir þurt hár Uflegt og mjiikt. Notið ávallt Brylcreem og hir yðar verður gljáandi. mjúkt og faUegt. Hiö íullkomna harkrem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.