Morgunblaðið - 14.08.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.1955, Blaðsíða 1
12 síður eg Lesbók wlrfoM U. irgampK 182. tbl. — Sunnudagur 14. ágúst 1955. Prentsmlfja M«rgunbla3simi Eins og áður hefir verið skýrt frá voru haldnar sýningar í sambandi við alþjóða ráðstefnu þá, er nú stendur yfir í Genf um friðsamlega hagnýtingu kjarnorkunnar. — Voru þar sýnd ýmis tæki, er kjarneðlisfræðingarnir nota við rannsóknir sinar. Á myndinni sést fjoldi manna virða fyrir sér eitt þessara tækja. Blóðhelnd volir yíir sikileyslram íþróllaf römuði ítalska stjórnin fjallar um, hvað gera skuli til að draga úr spillingu innan ítölsku íþróttafélaganna. CATANIA, Sikiley. OÍÐUSTU dagana hafa margir hinna blóðheitu Sikileyja-búa *U svarið þess dýran eið að hefna sín á Giulio Sterlini — og tnenn óttast að koma muni í ljós, að dagar blóðhefndarinnar eru tenn ekki liðnir á Sikiley. Sterlini var ritari iþróttaklúbbsins í Catania, og gaf hann ítalska íþróttabandalaginu nýlega upplýs- íngar um, að hann hafi tvisvar gert sig sekan um að múta dómurum I knattspyrnuleikjum til að dæma knattspyrnuliðinu í vil. Varð þetta til þess, að knatt- j um, hvað gera skuli, og hafa spyrnulið klúbbsins telst ekki m. a. s. komið fram tillögur þess lengur fyrsta flokks, og eru bæj-'efnis að láta slík afbrot innan arbúar mjög reiðir „svikaranum" íþróttahreyfingarinnar varða við 'fyrir að hafa komið upp um, lög. Inúturnar. í veitingahúsunum við aðalgötu bæjarins leggja menn á Marokkó heitið heimasfjórn PARÍS, 13. ágúst: — Franska stjórnin hefir komið sér saman um, hvað gera skuli í málefnum Marokkó. Hafði stjórnskipuð nefnd unnið að úrlausn málanna og lagði í gærkvöld greinargerð sína fyrir stjórnina. Landstjóri Frakka í Marokkó hefir þegar lagt blessun sína yfir þessa grein argerð. Faure forsætisráðherra mun í dag ganga á fund Coty for- seta og flytja síðan opinbera greinargerð um málið. Fréttaritarar segja, að stjórnin hafi að lokum sætzt á málamiðl- unartillögu. Stjórnin vildi ekki verða við þeim tilmælum, að hinn útlægi soldán Ben Youssef fengi að snúa aftur heim, en hét því hinsvegar, að Marokkó skyldi fá heimastjórn a. m. k. að nokkru leyti. ráðin um, hvernig þeir eigi að M sér niður á Sterlini. ® ® O Hann langar ef til vill í volgt bað í Etnu? varð bakaranum, Carlo Festucci að orði, en aðrir höfðu í hótunum og kváðu það jnyndi vera Sterlini fyrir beztu að sýna sig ekki í Catania á næst- unni. Lögreglan heldur nú vörð um bústað Sterlinis í Milano. Sterlini ber því við sér til afsökunar, að hann hafi þagað lengi yfir mút- unum, en að síðustu verið neydd- ur til að segja frá því, hvernig m^lunum væri hagað. ® ® ® En þetta hefir sízt róað æsta hugi Sikileybúa, sem halda því * f/am, að hægt hefði verið að út- Kljá málin án þess að auðmýkja Sikiley frammi fyrir öllum heim- inum. ítölsk blöð flytja langar fregn- ir um, að í þessu máli hafi litlu þjófunum verið refsað en þeir stærri hafi sloppið. Ýmiss konar spilling hefir gert mjög vart við sig innan íþróttafélaganna í ítalíu. ítalska stjórnin ræðir nú Lomunarveikisfaraldur hreiðisf úf í norð-austur fylkjum Bandaríkjanna INORÐ-AUSTUR hluta Bandaríkjanna hefir nú brotizt út löm- unarveikisfaraldur. í Massachusetts-fylki hafa stjórnaryfir- völdin hvatt allar konur, sem lært hafa hjúkrun, til að gefa sig fram til vinnu á sjúkrahúsum, meðan faraldurinn gengur yfir. Á einum degi hafa 68 sjúk- dómstilfelli bætzt við í þessu fylki. Alls munu sjúkdómstil- fellin vera um 1106, en á sama tíma í fyrra voru þau 108. — Þrjátíu og fjórir hafa þegar dáið af völdum sjúkdómsins. Meðal þeirra, er smitazt hafa eru 31 barn, sem bólusett hafa verið með Salk-bóluefni. Faraldurinn hefir vakið mik- inn óhug meðal fólks, og margir foreldrar þora ekki að láta bólu- setja börn sín. Heilbrigðisyfir- völdin höfðu gert ráð fyrir að láta bólusetja um 172 þús. börn í norð-austur fylkjunum í s. 1. viku, aðeins rúmlega 2 þús. börn hafa verið bólusett. Undanfarna viku hafa fjölmörg ný lömunarveikistilfelli komið fram víða um Bandaríkin — hin- um nýju tilfellum hefir fjölgað Ástæða er til þess að geta þess, að svo lítill hluti af börnum og fullorðnum hefir verið bólusettur í Bandaríkj- unum enn sem komið er, að þess er ekki að vænta, að bólusetningin geti nokkuð að ráði stemmt stigu fyrir út- breiðslu faraldursins. Riíssar hygnjast minnka herafla sinn um 640 þús. manns — en líkiegt þykir oð her Ráð- stjórnarrikjanna verði eftir sem áður sá stærsti i heiminum MOSKVU, 13. ágúst. ÞAÐ VAR tilkynnt í Moskvu í dag, að Rússar hyggist minnka herafla sinn um 640 þús. manns til að draga úr viðsjám „kalda stríðsins." í tilkynningu þessari í Moskva-útvarpinu sagði, að tek- izt hefði undanfarið að draga nokkuð úr þeirri spennu, er ríktf þjóða í milli — og einkum hefði ráðstefna æðstu manna í Gení borið góðan árangur í þessum efnum. Geislavirk áhrif kjarnorkunnar rædd í Genf * GENF, 13. ágúst: — A kjarnorkumálaráðstefnunni í Genf voru í dag rædd geislavirk áliril' kjarnorkunnar frá líffræði- legu og læknisfræðilegu sjónar- inioi og hvernig verjast megi skað- legum geislavirkum áhrifum. — Lögðu nokkrir vísindamenn fram skýrslur um, hver áhrif geislavirk efni kunna að hafa á getnaðarlög- málið. Dag Hammarskjöld — ómetaraíeg- ar upplýsingar og framúrskarandi samstarf. — ¦jfcr Síðar í dag munu indverskir belgiskir og franskir vísindamenn flytja greinargerðir um, hvernig verjast megi geislavirkum áhrifui og hvað gera skuli, er menn hafa orðið fyrir þeim. -jr Dag Hammerskjöld fór í gær heimleiðis til Ncw York frá Genf. Lét hann svo um mælt, að allar þær upplýsingar, er komið hefðu fram á Genfarráðstefnunni, væru til ó- metanlegs gagns, enda hefði öll samvinna vísindamannanna verið með ágæium. * Segir í tilkynningunni, að Ráð- stjórnin vilji gera sitt til þess að auka gagnkvæmt traust þjóða í milli og ætli því að skerða heraf la sinn um rúmlega hálfa milljón manna fyrir 15. sept n.k. • • * Fréttaritari brezka útvarps- ins segir, að erfitt sé að gera sér fulla grein fyrir mikilvægi þessarar tilkynningar. Ráð- stjórnin hefir aldrei gefið út neinar nákvæmar opinberar skýrslur um herafla sinn eins og vestrænar þjóðir hafa gert. Á s.l. ári skýrði brezki aðstoð- arutanríkisráðherrann Nutting svo frá, að álitið væri, að Rússar hefðu hátt í 5 milljónir manna undir vopnum. En aldrei hefir verið hægt að ganga úr skugga um þetta með vissu, og er því ekki Ijóst, hversu mikið herafli Rússa minnkar við ofangreinda ákvörðun Ráðstjórnarinnar. —• En líklegt þykir, að þrátt fyrir þessa minnkun heraflans, verði her Ráffstjórnarinnar eftir sem áður mannflesti her i heiminum. „Atómklnkka" LONDON, 13. ágúst: — Brezk- ur vísindamaður hefir smíðað „atómklukku", sem er ná- kvæmari en nokkur annar tímamælir, er til hefir veriS fram til þessa. Tímamæling klukkunnar er byggð á hrær- ingum atónisins í málmi nokkr um. Hingað til höfum við mælt timann þannig, að hann er háður snúningi jarðarinnar, sem er talsvert breytilegur frá degi til dags, en með „atóm- klukkunni" verður tíminn ó- háður snúningi jarðarinnar. BELGRAD, 13. ágúst: — Stjórn Tékkóslóvakíu hefir farið þess á leit við vestur-þýzku stjórnina, að þær hæfu samninga um að koma á með sér stjórnmálasam- bandi. Tékkóslóvakía er fyrsta ríkið á áhrifasvæði Rússa, sem st.ígur þetta skref. Hafa Tékkar jafnvel tjáð sig fúsa til að hefja verzlunarviðskipti við Vestur- Þjóðverja. Eins og áður hefir ver- ið skýrt frá, hefir Ráðstjórnin lagt til, að ræddir yrðu möguleik- ar á að koma á stjórnmálasam- bandi milli Ráðstjórnarinnar og Vestur-Þýzkalands. AustuFríkismenn fá aílur umráð yfir eignum sínum VÍNARBORG, 13. ágúst: — Mik- ill fögnuður ríkti í dag í Austur- ríki, er Rússar skiluðu aftur jarð eignum, verksmiðjum, olíulind- um og skipum, er verið höfðu áð- ur í eign Þjóðverja. Rússar verða einnig að skila austurríska ríkinu endurgjaldslaust járnbrautum, er þeir tóku herfangi ístyrjaldarlok. Samkvæmt friðarsamningum við Austurríki, er undirritaðir voru fyrir skömmu, verða Austurríkis- menn að greiða Þjóðverjum nokkrar bætur, verða þær greidd ar í vörum m. a. olíu. Austurríkis menn verða einnig að bæta er- lendum olíufélögum þær upp- hæðir, er þau höfðu greitt fyrir réttindi til olíuvinnslu í landinu. -J_

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.