Morgunblaðið - 14.08.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.08.1955, Blaðsíða 7
Sunnudagur 14. ágúst 1955 MORGVNBLAÐIB 7 ! Ljósmyndari Mbl., Ól. K. M., tók þessa mynd af Dettifossi er hann var á ferð fyrir skömmu þar fyrir norðan. l»essi jötunn meðal íslenzkra fossa er þar óvanalega mildur og ljúfur á svipinn. Um hann kvað Kristján Jónsson m. a. á þessa leið: „Þar sem aldrei á grjóti gráu / gullin mót sólu hlæja blóm / og ginnhvítar öldur gljúfr- tn háu / grimmefldum nísta heljarklóm, / kveður þú, foss, minn forni vinur, / með fimbulrómi sí og æ. / Un dir þér bergið sterka stynur / sem strá í nætur kuldablæ." Reykjavíkurbréf: Laugardagur 13. ágúst IMorðurlandssíldin að fijara út — Heyskapurinn — Enn er kosið í Kópavogi — Stjórn- málaviðhorf að áliðnu sumri — Sjálfstæðismenn í sókn í tæpu kjördæmunum — Visistri vilSan og sveitirnar — Uggvænlegar hlikur á lofti í efnahagsniáium Norðurlandssíldveiðin að fjara út SÍLDVEIÐIN fyrir Norðurlandi virðist vera að fjara út. Skipin eru að snúa heim. Ennnþá einu sinni hefur vertíðin orðið rír. Má raunar segja að hún hafi brugðist að verulegu leyti. Eng- in síld hefur aflazt í bræðslu en söltunin hefur orðið í skárra lagi miðað við 10 undapfarin aflaleysissumur. Alls hafði, verið saitað í um 162 þús. tunnur s. 1. fimmtu- dagskvöld. Útflutningsverðmæti þeirra munu nema um 55 millj. króna. Mikill hluta síldveiði- flotans hefur ekki aflað fyrir kauptryggingu sjómanna sinna. Afkoma útgerðarinnar er því hin bágbomasta nú eins og undan- farin ár áð lokinni Norðurlands- vertíð. Hinsvegar hefur síldar- BÖltunin skapað mikla atvinnu í verstöðvunum fyrir norðan og þá ein’kanlega á Raufarhöfn, Siglufirði, Húsavík og Ðalvík. Sæmilega lítur út með rek- netjaveíði hér við Faxaflóa. Vestur í ísafjarðardjúpi hefur síldar eínnig orðið töluvert vart í reknet. Ríkisstjórrtin hefur nú ákveðið að greiða nokkrar út- flutningsuppbætur á reknetja- BÍldina með svipuðum hætti og Btundum hefur verið gert áður. Er það gert samkvæmt óskum útgerðarinnar, sem ekki hefur talið sér fært að hefja reknetja- veiðar nema með slíkum stuðn- ingi ríkisvaldsins. Ef reknetjaveiðin verður sæmileg ætti að mega. treysta því, að útflutningsverðmæti síldarafurða verði á þessu ári töluvert meira en á s. I, ári. Heyskapurinn verður léleg'ur á Suðurlandi AUÐSÝNT verður nú að telja, að heyskapurinn verði lélegur hér á Suður- og Suðvesturlandi.. verða ennþá óvissari en áður. Nokkuð hefur að vísu ræst úr Skal því ekkert um þau fullyrt undanfarið. En í flestum sveitum að sinni. Við síðustu kosningar þessa landshluta hafa hey stór-' skiptust atkvæði þannig, að A- skemmst. Mikið er ennþá úti. —1 listi, Alþýðuflokkurinn, hlaut Getur mikið af því heyi aldrei orðið gott fóður. 132 atkvæði og engan mann kjör- inn í hreppsnefnd, B-listi, Fram- Sumarið verður meginhluta sóknarflokkur, hlaut 196 atkv. og bænda í þessum landshluta því I 1 fulltrúa kjörinn, C-listi, komm- mjög óhagstætt. Þeir verða að (únistar, 454 atkvæði og 3 full- kaupa mikinn fóðurbæti til upp- j trúa kjörna og D-listi, Sjálfstæð- bótar á hinn lélega heyfeng i isflokkur, 234 atkv. og 1 full- smn. Á Vestfjörðum hefur miklu betur rætzt úr en á horfðist með trúa kjörinn. Sjö fulltrúar verða nú kjörnir í hina nýju bæjarstjórn. Einn heyþurrkinn. Hafa bændur þar j listi hefur þegar verið birtur við vfirleitt fengið töðu sína sæmi-, þessar kosningar. Er það listi lega verkaða. A vestanverðu Framsóknar. Hefur hún jafn- Norðurlandi gegnir svipuðu máli framt nælt sér j fáeina ;;VÍnstri enda þótt hey hafi víða hrakist krata“, öðru nafni „Hannibala“ þar nokkuð. á lista sinn. Þykir það ekki sér- Á Norð-Austurlandi og Aust-. staklega sigurstranglegt. Finnst fjörðum hefur sumarið hinsveg- Alþýðuflokksmönnum það held- ar leikið við bændur. Þar eru ur óartarlegt af Framsókn að mikil og góð hey komin í hús. byrja „vinstri samvinnuna“ á því að kljúfa pínulitla flokkinn, sem fæstir telja nú orðið til skipt- anna. Það er athyglisvert, að Framsóknarmenn hafa gert sameiningu Kópavogs við Reykjavík að stefnuskrárat- riði hjá sér. Stingur það nokk uð í stúf við lýsingar Tímans á hinni hroðalegu meðferð Reykjavíkur-„íhaldsins“ á út- hverfum bæjarins. Nú lofar Framsókn því sjálf að hjálpa hinum unga Kópa vogskaupstað til þess að verða úthverfi í Reykjavíkurborg. Munu allir flokkar hafa uppi ráðagerðir um svipað kosn- ingaloforð. Eftir allt saman virðist það þá almenn skoðun í Kópavogi, einn- ig meðal andstæðirtga Sjálfstæð- ismanna, að hagsmunum Kópa- vogsbúa muni bezt borgið inn- an vébanda Reykjavíkur. Sann- ast það hér enn sem fyrr að Reykjavík er vel stjórnað. Bæjarstjórnarkosn- ingar í Kópavogs- kanpstað BÆJARSTJÓRNARKOSNING- AR í hinum nýja Kópavogskaup- stað hafa nú verið boðaðar 2. okt. í haust. Verður nú kosið þar eftir nýrri kjörskrá og þyk- ir Finnboga Rúti og kommúnist- um það mjög leitt og ranglátt. Vilja þeir endilega svipta nokk- ur hundruð íbúa kaupstaðarins kosningarétti með því að láta kjósa eftir eldgamalli kjörskrá. Svona er ástin á lýðræðinu heit hjá þeim blessuðum! Á kjörskrá við þessar kosn- ingar verða nú um 1560 manns. Þegar hreppsnefndar- kosningar fóru fram í Kópa- vogi árið 1954 voru 1144 þar á kjörskrá. Kjósendum hefur því fjölgað um rúmlega 400 manns á einu og hálfu ári. Af þessari kjósendafjölgun leiðir það, að úrslit kosninganna Stjórnniálaviðhorfið að áliðnu sumri EF DRAGA ætti upp í örfáum orðum mynd af athöfnum flokk- anna og ástandinu í landinu um þessar mundir mætti gera það á þessa leið: Sjálfstæðisflokkurinn hefur einbeitt kröftum sínum að fram- kvæmd áhugamála sinna í stjórn- arsamningnum, rafvæðingu landsins, umbótum í húsnæðis- málum og eflingu atvinnulífsins. Framsókn hefur drattast með en lagt höfuðáherzlu á nauðsyn þess að brjóta niður hálfbyggt hús Morgunblaðsins og telja þjóðinni trú um að Sjálfstæðis- flokkurinn sé bófaflokkur eins og tíðkast í Suður-Ameríku!! Alþýðuflokkurinn hefur hug- að að klofningi sínum og komm- únistar vaka yfir að hremma leyfar hans. Þjóðvarnarmenn hyggja flokk sinn í vexti en vita sáralítið um, hvernig fylgi hans stendur. Yfirleitt má segja að kyrrt sé um þessar mundir í ís- lenzkum stjórnmálum. Stóru flokkarnir, Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkur- inn, halda héraðsmót sín og sumarhátíðir. Munu þessi mót yfirleitt hafa verið vel sótt. Er Mbl. sérstaklega kunnugt um að héraðsmót Sjálfstæðis- manna hafa sjaldan eða aldrei verið fjölsóttari en í sumar. Er það einkar athyglisvert, að í þeim kjördæmum, sem flokk urinn var mjög nærri því að vinna við síðustu kosningar, hefur komið fram stóraukinn áhugi fyrir starfsemi hans og stefnu. Má þar til nefna Vest- ur-ísafjarðarsýslu, Dalasýslu og Vestur-Húnavatnssýslu. í öllum þessum sýslum voru héraðsmót Sjálfstæðismanna geysifjölmenn. Héraðsmótið á Austurlandi var nú einnig fjölmennara en nokkru sínnl fyrr. Vinstri villan og sveitirnar í SVEITUM landsins hefur vinstri villu formanns Framsókn- arflokksins borið allmikið á góma í sumar. Munu bændur al- mennt líta svo á, að samvinna við hina sósíalísku flokka af hálfu stóru flokkanna komi nú ekki til greina. Verkföllin í vet- ur og viðleitni kommúnista og Alþýðuflokksins til þess að koma framleiðslunni á vonarvöl hafi gert þessa flokka ósam- starfshæfa. Gildi þetta jafnt um Alþýðuflokkinn sem kommún- ista. Meðal sveitafólks verður mjög vart uggs og kvíða vegna þeirr- ar þróunar í efnahagsmálum, sera verkföllin hafa haft í för með sér. Dylzt þar varla nokkrum manni, að kommúnistar og krat- ar bera fyrst og fremst ábyrgð- ina á því, að nýtt kapphlaup er nú hafið milli kaupgjalds og verðlags. Margir gera sér einnig Ijóst, að bænakvak formanns Fram- sóknarflokksins um vinstíi samstarf á ríkan þátt í upp- hlaupi kommúnista og banda- manna þeirra á s. I. vetri. Það ýtti greinilega undir þá að hefjast handa um sköpun nýrr ar dýrtíðaröldu og frum- kvæði „vitlausa mannsins i skutnum" um myndun vinstrl stjórnar. Ber formaður Frara- sóknarflokksins því ríka á- byrgð á því losi, sem nú cr að komast á efnahagsmálin. Uggvænlegar blikur á lofti ENGINN hugsandi maður neitar því, að uggvænlegar blikur eru Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.