Morgunblaðið - 17.08.1955, Page 1

Morgunblaðið - 17.08.1955, Page 1
16 sáður 13. árrancu 184. tbl. — Miðvikudagur 17. ágúst 1955. FrentsjmSÍJa H*rgunblaðsiiif „Miss Universe" Menn ræða nú vart annað meira hér heima en fegurðarsam- keppnina, er fór fram í Tívolí s. 1. sunnudag, og þá möguleika, er fegurðardrottning Islands hafi á heimsmælikvarða. — Það er því ekki úr vegi að athuga útlit sænsku stúlkunnar, er hlaut titilinn „Miss Universe“ í ár. Síðan hún hlaut viðurkenningu sem feg- ursta kona heimsins, hefir Hillev Rombin dvalið í Bandaríkjunum og hefir verío ráöin til kvikmyndafélags nokkurs í Hollywood. Myndin er tekin af henni í Kaupmannahöfn, er hún var á leið heim til Svíþjóðar til að heimsækja unnusta sinn í Uppsölum. Ulbrichl flutfur fár- veikur lil Hoskvu Vk" BERLÍN, 16. ágúst: — Aðal- riluri austur-þýzka kommúnista- flokksins, Walter Ulbricht, er mjög veikur og hefir verið fluttur til Moskva, til iið hiegt sé að leila ráða rússneskra lækna. Var þetta opinberlega tilkynnt í Auslur- Berlín i <lug. Segir i tilkynning- unni, að Ulbricht hafi verið sár- þjíiður um nokkurt skeið, en hon- tmi liafi versnað að mun í júlímán uði. Hann mun því ekki geta gegnt Störfum sínum sem aðalritari um langt skeið. Ulbricht kom síðast Opinberlega fram í byrjun júní- mánaðar s.l., er honn flutti ræðu ( miðstjórn flokksins. Vél til tungumálanáms. Seattle. — Framleidd hefur verið í Bandaríkjunum vél, sem kem- Ur að góðu gagni við að þýða bækur af erlendum tungumálum. Er vél þessi heiiavél, knuin elek- trónum. Man hún það, sem henni er sagt. Frakkar í Marokkó biíast við öllu illu 22. ágúst Casablanca, 16. ágúst. Einkaskeyti frá Reuter. FRANSKI herinn í Marokkó hef- ir nú þegar hafið mikinn við- búnað, og var talsverðtir liðs- auki sendur þangað í dag. Vilja þeir vera við öllu búnir þann 22. ágúst n.k., en þá eru tvö ár liðin síðan Ben Yousseff, fyrrverandi soldán, var gerður útlægur og sendur til Madagascar. Grandval fór í dag á fund nú- verandi soldáns, Ben Arafa, í annað sinn, síðan hann kom frá París. Munu þeir hafa rætt þá áætlun, er franska stjórnin vill, að fylgt sé til að koma kyrrð á í landinu. Grandval á að fara aftur til Parísar, ef soldáninn fellst á áform stjórnarinnar, sem mun vera fólgið í því að koma á fót ríkisstjórnarráði í Marokkó. „Ikliður með harðstjár- ann“ — hrópuðu stúdentarmr BUENOS AIRES, 16. ágúst. Einkaskeyti frá Reuter. ♦ f DÖGUN í morgun var argentínski aðmírállinn, Samuel Toranza Calderon, sviptur tign sinni í hernum, en eins og menn minnast var hann forsprakki byltingarinnar, er gerð var gegn Perón í júní s. 1. Að viðstöddum öllum helztu mönnum úr argen- tínska sjóhernum voru axlaskúf- arnir og hnapparnir rifnir af einkennisbúningi hans. Calderon hefur þegar verið dæmdur af herrétti til lífstiðar fangelsis- vistar. ♦ Enn kom til óeirða í Buenos Aires í dag, er lögreglan hafði handtekið 55 menn, er grunaðir voru um hlutdeild að samsæri því, er argentínska stjórnin ljóst- aði upp um í gær. — Fregnir frá Argentínu eru mjög óljósar, og gruna menn Peron jafnvel um þá græsku að hafa búið til samsærið sjálfur til að geta komizt fyrir rætur júní-samsærisins. + í dag fór stór hópur stúdenta kröfugöngu um götur borgarinn- ar, Eva Peron. Hrópuðu þeir: „Burt með harðstjórann." Lög- reglan dreifði mannfjöldanum með táragasi og 41 maður var handtekinn. I'iy í licimsókil WASHINGTON — Dean Acheson fyrrv. utanríkisráðherra Banda- ríkjanna fer í heimsókn til Evrópu innan skamms. Blóðugar óeirðir á götum Bombay og Kalkútta Nehru kvebur Indverja standa fast v/ð kröfu sina um sameiningu Goa - v/ð Indland Nýju Delhi, Bombay og Kalkútta, 16. ágúst. — Reuter-NTB MIKLAR óeirðir urðu í dag í Bombay og Kalkútta í sambandi við átök þau, er áttu sér stáð í portúgölsku nýlendunni Goa í gær. Mikill fjöldi manna fór kröfugöngu eftir götum Nýju Delhi. Alls munu rúmlega 80 manns hafa verið handteknir og álíka margir særðust, er lögreglan reyndi að hafa hemil á múgn- um. — 17 lögreglumenn særðust. illir undir aðra kjarn- GENF, 16. ágúst — Eisenhower forseti hefur látið í ljós þá von, að ekki líði mjög langur tími, þar til stofnað verði aftur til ráðstefnu um friðsamlega hag- nýtingu kjarnorkunnav. Lewis Strauss, formaður bandarísku k j arnorkumálanef ndarinnar, skýrði frá þessu í dag í Genf. Sagði hann, að Eisenhower þætti mikill árangur hafa náðst á Genf arráðstefnunni, og hefði hann lýst yfir þeirri von sinni, að al- þjóðasamstarf á þessu sviði héldi áfram. DuIIes tagnar ákvörðun Rússa um minnkun heraílans WASHINGTON, 16. ágúst. — Einkaskeyti frá Reuter. ABLAÐAMANNAFUNDI sínum í dag kvaðst bandaríski utan- ríkisráðherrann, Dulles, fagna ákvörðun Ráðstjórnarinnar um að minnka herafla sinn. Kvað hann þessa ákvörðun bera vott um, að Ráðstjórnin treysti í raun og veru á friðarvilja Bandaríkjanna og annarra vestrænna þjóða. Manngrúi mikill safnaðist sam- an fyrir framan stjórnarskrifstof urnar í Bombay og krafðizt þess, að indverski fáninn yr'ði dreginn í hálfa stöng í virðingarskyni við þá Indverja, er drepnir voru í Goa í gær. Um tvö þusund Ind- verjar fóru í kröfugöngu inn fyr- ir landamærin. í óeirðunum í Bombay í dag, biðu þrír menn bana, er lögreglan skaut á mannfjöldann, er svaraði með grjótkasti — 11 lögreglu- menn særðust. Áður hafði lög- reglan beitt táragasi og kylfum til að reyna að dreifa múgnum. □- -□ Síðusfu fréftir Þrjátíu Indverjar, er krefjast þess, að nýlendur Portúgala við strendur Indlands, verði innlim- aðar í indverska ríkið, héldu í dag inn í portúgölsku eynýlend- una Diu, er liggur úti fyrir strönd Saurashtra-skagans. — Voru þeir handteknir, en búist er við, að þeim verði skilað aftur á morgun. Kröfugöngurnar inn fyrir landamæri Goa héldu á- fram í dag — og fór hópur 30 Indverja inn í nýlenduna. -□ Eins og áður hefir verið skýrt' frá tilkynnti Ráðstjórnin s.l. laugardag, að herafli Rússa yrði minnkaður um 640 þús. manna á næstu fjórum mánuðum. „Komist þessi ákvörðun í fram- kvæmd, er hún mjög í anda Genfarráðstefnunnar", sagði Dul- les. Og Rússar hafa auðsjáanlega tekið mark á þeim orðum Eisen- howers forseta á Genfarráðstefn- unni, að Bandaríkin myndu aldrei gerast árásaraðili. Dulles benti á, að þetta væri í fyrsta skipti á síðast- liðnum átta árum, sem Rúss- ar drægju úr herafla sínum — eftir því sem menn bezt vissu. Kvað hann mjög erfitt að gera sér grein fyrir tnikil- vægi þessara ákvörðunar Ráð- stjórnarinnar, þar sem engar nákvæmar skýrslur hefðu ver- ið gefnar út um stærð Rauða hersins — „og þrátt fyrir þetta verður Rauði herinn eftir sem áður miklu stærri! en her Bandaríkjanna“. Gat1 hann þess einnig, að Rússar hefðu til umráða mikið vara- lið, er hægt væri að kalla til vopna með mjög skömmum fyrirvara. ★ ★ ★ Lýsti Dulles yfir þeirri von sinni, að umræður þær, er hefj- ast um afvopnunarmálin í New York 29. ágúst n.k. beri þann ár- angur, að hægt verði að koma á fót öruggu eftirlitskerfi. Þýfi írska þjóðernis- hersins fundið LONDON, 16. ágúst. — Reuter NTB '— Brezka lögreglan hefur nú fundið mestan hluta þeirra vopna og skotfæra, sem fylgis- menn írska þjóðeraishersins stálu í einni af æfingastöðvum brezka hersins í Wales s.l. laug- aardag. Fannst þýfið í kjallara húss nokkurs í norður iiluta Lund úna. Hafði ekki verið búið í hús- inu all langa hríð. Er lögreglu- mennirnir komu að, var ein vél- byssan hlaðin, o gaugljóst, að írarnir höfðu ekki ætlað sér að láta herfangið af hendi viðstöðu- laust — en enginn var í húsinu. í dag gerðu fylgismenn írska þjóðernissinnahersins aftur til- raun til að stela vopnum, en sú tilraun mistókst. írski þjóðernis- herinn berst fyrir því, að Norður- írland verði innlimað í írska lýðveldið, Eire. □- Öllum verksmiðjum og fjölda annarra fyrirtækja í Bombay héfur verið lokað. Bæjarstjórnin hefur bannað hvers konar fjölda- samkomur og kröfugöngur. * í Kalkútta réðist hópur manna inn í indverska sendiráðið, tók niður portúgalska fánann, en dró þrílita indverska fánann að hún. Réðust þeir síðan inn í sendi- herrabústaðinn, mölvuðu hús- gögn, rannsökuðu skjöl og kveiktu að lokum í gluggatjöld- unum. Um 25 þúsund stúdentar fóru í kröfugöngu eftir götunum og heimtuðu, að indverska stjórnin léti meir til sín taka í ctökunum í Goa. * í Nýju Delhi var bönkum, verzlunum og kvikmyndahúsum lokað í samúðarskyni við þá Ind- verja, er fallið höfðu i Goa. — Indverska þingið hætti fundum í hálfa klukkustund í virðingar- skyni við hina iátnu. Fðrsætisráðherrann Nehru lét svo ummælt, að framkoma Portú- gala við kröfugöngumennina í i Goa væri „ruddaleg og ósæm- andi siðuðum mönnum". Hann kvað stjórnina myndu reyna aS fjalla friðsamlega um deilumál- J in í lengstu lög, en grípa ekki til vopnavalds. 1 Frh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.