Morgunblaðið - 17.08.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.1955, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ MicSvíkudagur 17. ágúst 1955' wpntMðMfr Úlf.i H.Í. Arvakur, Rcykjavlk. Fraunkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðaraa.) Stjómmálaritatjóri: Sigurður Bjarnason frá VigSKr, Leabók: Árni Óla, tími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristin*wm, Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðala: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áakriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlawda. X lauaasölu 1 krtai •intakið. Ráðherrann og Grímsárhneykslið ___3C ÚR DAGLEGA ALÞJÓÐ er nú orðið fullkunn- ugt það mál, sem gengur undir nafninu Grímsárhneykslið. Það er einsdæmi með þjóð vorri. Ráðherra, sem á langan starfsferil að baki sér að trún- aðarmálum almennings misbeitir skyndilega valdi sínu svo herfi- lega, að ekkert fordæmi finnst fyrir því í íslenzkum annálum. Um tugmilljón krónu fram- kvæmd er að ræða, sem á eftir að leiða framfarir og velsæld yf- ir heilan landsfjórðung. En upp- hæð og stærð framkvæmdanna skiptir hér ekki máli. Það, sem þjóðina varðar er J)að, að ráð- herra ívilnar vinum sínum og frændum á freklegan hátt, og færir þeim drjúgan gróða í skaut með ólöglegum aðferðum. Hann hugsar ekki um það, sem jafnan hefir verið gert áður í sömu kringumstæðum, né fylgir hann viðurkenndum reglum um útboð af hálfu rík- isins og eftirfarandi meðferð á þeim. ★ ★ Sonur formanns Framsóknar- flokksins býður óhagstæðasta til- boðið. Því er sjálfsagt að leyfa honum einum að lækka boð sitt, falla frá mörgum skilyrðum og veita honum hnossið að því búnu. Það er leitt þegar góðir og gegnir menn telja sig nauð- beygða að gleyma því þannig, þegar þeir sitja á ráðherrastól og skipa eina æðstu trúnaðarstöð- una með þjóðinni, að þeir eru eftir sem áður íslendingar en ekki bara framsóknarmenn. En málið skýrist mjög, þegar þess er gætt, að Framsóknarmað- ur fremur þessa dáð og Fram- sóknarmenn telja hana vítalausa með öllu og reyndar sjálfsagða. Ef pólitísk vinátta eða hagsmun- ir krefjast skal hið mesta mis- ferli og herfilegasta valdníðsla eðlileg og réttlætanleg. En unnið verk verður ekki aft- ur tekið. Úr misferli Framsóknar- manna í Grímsármálunum verð- ur ekki bætt úr þessu. Hinsvegar lifa þau sem Ijóst víti í vitund þjóðarinn- ar um það hvernig ráðherra ber aldrei að breyta, og vænt- anlega mun enginn, sem þeirri stöðu gegnir nokkru sinni framar feta fótspor Framsókn armannsins. ★ ★ Það er Tímanum líkt að hafa varið ráðabreytnina í Grímsár- málinu undanfarna daga af oddi og egg. Finnur blaðið ekkert at- hugavert við það, að óhagstæð- asta tilboðinu í virkjunina skyldi tekið, og V°rklegum fram- kvæmdum levft að breyta sínu tilboði eftir lok frestsins. Hér skulu taldar stuttlega helztu röksemdir blaðsins og litið til þess hve haldgóðar þær reyn- ast. Tíminn ver ráðabreytni ráð- herrans á þessa lund. 1) Að hann hafi haft fullt leyfi til þess að leyfa Verklegum fram- kvæmdum að breyta tilboði sínu eftir lok útboðsfrestsins, þar sem verið væri með því að koma í veg fyrir, að einokunaraðstaða skapaðist í byggingu virkjana, Almenna byggingarfélaginu til handa. Er þetta veigamesta vörn blaðsins. Þ“S";u er því til að svara í fyrsía iagi. að það er ekki í verkahring né embættisskylda ráðherra að gæta þess, hvort eitt félag fær flestar fram- kvæmdir í hendur, eða hvort fleiri eru um hituna. Hann á aðeins að gæta hagsmuna rík- isins, þannig að hagstæðasta, lægsta og bezta tilboðinu sé tekið. Hér við bætist svo, að „einok- unarröksemd" Tímans heldur ekki vatni, þar sem aldrei hefir verið um einokun Almenna bygg ingarfélagsins að ræða. Það félag hefir nú starfað í heilan áratug, en aðeins byggt tvær virkjanir á starfsferli sínum. Er því gjörsamlega úr lausu lofti gripið, að koma hafi þurft í veg fyrir, að það yrði alrátt á útboðsmarkaðnum, með því að taka óhagstæðasta tilboðinu! Ef Tíminn heldur, að það sé takmark og tilgangur frjálsrar samkeppni að taka jafnan ó- hagstæðustu tilboðunum og beita við það sérréttindum og pólitískum ívilnunum, ætti ritstjóri hans sannarlega að setjast í annað sinn á skóla- bekkinn. ★ ★ 2) Tíminn segir á sunnudag- inn að tilboðin hafi verið jöfn. Þetta eru helber ósannindi. í skýrslum rafmagnsveitustjórnar- innar er skýra útreikninga að finna, sem herma, að á tilboðun- um hafi’verið nær 10.000 króna munur. Sá munur er nægur til þess, að hver samvizkusamur ráð herra hefði talið sér skylt að taka lægra tilboðinu og spara ríkinu með því útgjöld. Að vísu er mun- urinn ekki mikill, en það er ekki krónuupphæðin, sem máli skiptir heldur sú sjálfsagða regla að taka jafnan því boði, sem lægra er. Þá reglu braut framsóknarráð- herrann eftirminnilega. 3) Um þriðja atriði málsins, og það stærsta þegir Tíminn vand- lega. Það er hið dæmalausa fram- ferði Framsóknarmanna að leyfa Verklegum framkvæmdum að lækka tilboð sitt og falla frá skil- yrðunum, en gefa hvorugum hinna félaganna kost á hinu sama. Fyrir þetta atferli, sem er einsdæmi á íslandi, munu Framsóknarmenn hljóta þyngsta áfellisdóminn. Undan því munu þeir aldrei komast. Þessvegna þegir Tíminn. En af Grímsármálinu getur þrátt fyrir allt ýmislegt gott leitt. Mönnum er nú orðið ljósari ’ en áður hver er starfsháttur Framsóknarmanna, er þeir vínna \ að opinberum málum. Hann er sá, eins og Grímsármálið sýnir, j að hugsa jafnframt fyrst um eig- in vasa, frændur, vini og flokks- hagsmuni. j Ríkissjóður er blygðunarlaust notaður til að hygla þessum hags- munum ef færi gefst, — og það jafnvel í alþjóðarásýnd. ★ ★ Slíkum mönnum er þjóðinni vart að treysta, því víða leynast tengdasynirnir. En eitt getur þjóðin gert: Veitt Framsóknarþíngmönnum í náð leyfi frá störfum að mál- um þjóðarinnar svo þeir kom- izt aldrei í þá óþægilegu að- stöðu að þurfa að velja milli sín og hennar. Réynslan hefir sýnt að þeir velja jafnan fyrri kostinn. airvsexvií ÞAÐ hefir sýnt sig undanfarið, að fjölkvæni getur orðið stjórnmálamönnum Austurlanda fjötur um fót. Það hefir veikt | mjög aðstöðu Soekarnos, forseta j Indónesíu, í valdabaráttunni. að [ hann tók sér aðra konu gegn vilja þjóðarinnar, og stjórnarbreyting- ar þær, sem nýlega urðu í Pak- istan, eiga ekki sízt rætur sínar að rekja til þess, að fyrrverandi forsætisráðherra, Mohammed Ali, tók sér aðra konu í apríl s.l. ★ ★ ★ Mohammed Ali hefir verið stjórnarforseti undanfarna tíu mánuði. Hann er glæsilegur mað- ur, dáir Englendinga og leikur cricket að staðaldri Raunveru- lega stóð hann mjög höllum fæti í stjórnmálabaráttunni þegar á s.l. hausti. Þá var hann á ferð um Bandaríkin, en varð að fara í skyndi heim til Karachi. Land- stjórinn Ghulam Mohammed tjáði honum, að þing hefði verið rofið, og hann ætti um tvennt að velja: Beygja sig fyrir stað- reyndunum eða sjá alla fylgis- menn sína handtekna. Hann tók fyrri kostinn og hélt embætti forsætisráðherra, en keppinautar hans í stjórnmálum Fjölkvæni — liætkiept stjórnmálamönnum og persónulegir óvinir komust í stjórn, og það var í raun og veru aðeins tímaspursmál, hvenær Mohammed Ali — /jölkvœmið varS honum aS falli ULt andl áhripar: A' HUGAMAÐUR um knatt- spyrnu skrifar mér á þessa leið: Kæri Velvakandi! Innan skamms er ætlunin að íslendingar leiki landsleik í knattspyrnu við U. S. A. Eg hefi heyrt það sagt að stjórn K. S. I. hugsi sér að bjóða upp á íslenzk- an dómara í leik þessum. — Ef þetta er rétt, þá vil ég, í nafni þeirra, er völlinn sækja, mót- mæla að notaður sé íslenzkur dómari þegar um landskeppni er að ræða í knattspyrnuleik Það er ávallt notaður hlutlaus dóm- ( /*'SV y ari í slíkum leikjum og cf stjórn Knattspyrnusambandsins ætlar sér af sparnaðarráðstöfunum að 1 nota íslenzkan dómara, þá hefur ! K. S. í. heldur ekki efni á að j vera að hugsa um að stofna til \ landsleikja. j Eg bið þig hér með, Velvak- i andi góður, að vekja þá góðu S menn, er þessum málum ráða, j áður en það verður um seinan, til umhugsunar um þetta atriði, svo að við verðum okkur ekki til skammar, að stilla niður 12 ís- I lendingum gegn 11 Ameríkönum. I Og við, sem völlinn sækjum, við erum orðin leið á „landsleikjum" sem slíkt er viðhaft í. , ÍÁhugasamur um knattspyrnu. Því er við þetta bréf að bæta, að Rnattspyrnusambandið mun hafa fengið sérstakt samþykki Bandaríkjamanna fyrir því að eini knattspyrnudómari okkar með alþjóðaréttindum, Guðjón Einarsson, dæmdi þennan leik. Við þekkjum öll þennan nestor íslenzkra knattspyrnudómara. — Hann á alþjóðarvinsældir. — En það er nokkuð til í því sem „á- hugamaður“ segir, að varhuga- vert getur verið að íslendingur dæmi slíkan landsleik. Það er einkum, ef svo skyldi fara, að við ynnum landsleikinn. Þá er sama, hversu vel dómarinn vinnur sitt starf, — að ætíð situr þá cftir einhver broddur grunsemda og tortryggni hjá hinu erlenda liði, sem verður að þola ósigur. Slíkt ættum við að forðast í sönnum iþróttaanda. „Bár“ minnist á umferðarvandamál Kæri Velvakandi: MÁ ég vekja athygli þína á því að umferðarljósin í Banka- strætinu og við enda Skólavörðu stígs eru mjög óheppilega stillt. Þegar bílar koma niður Skóla- vörðustíg og grænt ljós hleypir þeim niður á efsta hluta Banka- j strætis, mætir þeim jafnan og þeg ar í stað rautt ljós við Ingólfs- stræti. Hafi verið löng biðröð bíla á Skólavörðustígnum, kom- ast aðeins þrír þeirra niður á Bankastrætið. Jæja, þá opnast loks fyrir bíla röð þessari við Ingólfsstræti og skyldi maður þá ætla að Ijósin væru þannig stillt að eins mikið af umferðinni og hægt er af Skóla vörðustígnum fengi að komast niður. En, ónei, jafn skjótt og opnast við Ingólfsstræti, lokast fyrir umferðina niður Skóla- vörðustíginn með því að umferð in niður Laugaveginn fær grænt ljós. Þarna nýtist tíminn greini- lega illa og mætti lagfæra þetta með svolitlu misvíxli á Ijósunum við Ingólfsstræti og Skólavörðu- stíg. Þetta myndu lögreglumenn fljótlega sjá, þegar þeim væri bent á þetta, en þarf e. t. v. ör- lítið að stugga við þeim. Bár“ Þetta getur vel verið rétt hjá þér, Bár minn. Lýsingin hjá þér er aðeins svo tæknileg og flókin, að ég botna lítið í henni. Hins vegar birti’ ég þetta, af því að ég vona, að réttir aðiljar geti skilið kvabb þitt, ef þeir skoða það með nokkrum góðvilja. Merkið, sem klæðir 'andlð. hann væri búinn að vera sem forsætisráðherra. Og nú er hann búinn að vera. Samsteypustjórn hefir verið komið á laggirnar undir forsæti Hussein Suhra- wady. ★ ★ ★ Og það voru ekki sízt einka- mál Mohammeds Ali, sem ollu ósigri hans. Þegar Mohammed Ali, sem er 46 ára að aldri, tók- sér sem hjákonu hina þrítugu Aliyah, sem er mjög fögur og einkaritari hans, brugðust Mú- hameðstrúarmenn í Pakistan hin- ir verstu við. Og ekki aðeins heima fyrir heldur einnig í fjöl- mörgum Öðrum löndum létu kyenréttindakonurnár til sín heyra, og heimtuðu, að hann sýndi fyrstu; konu sinni, Hamida, sem er fertug, fullan sóma. Konur í Pakistan eyðilögðu þær framtíðarfyrirætlanir, sem Mohammed Ali og nýja konan hans höfðu gert. Að síðustu varð hann að tilkynna opinberlega, að hann myndi gera báðum konum sínum jafn hátt undir höfði — Fyrri kona hans, hvatti kvenrétt- indafélögin til að hætta herferð- inni gegn manninum. Og lýsti jafnframt yfir því, að hún ætlaði sér að setjast að í London. j ★ ★ ★ En konurnar héldu upptekn- I um hætti, og nú á Mohammed Ali tvær konur, en er embættis- | laus. Gera má ráð fyrir, að hon- , nm verði boðin sendiherrastaða einhvers staðar. En af þessu og þeim erfiðleikum, er Soekarno glímir nú við, má sjá, að stjórn- málamenn ■— jafnvel í löndum Múhameðstrúarmanna — þar sem fjölkvæni er lagalega heimilað, verða að velja milli embættisins og ástarinnar. Kýir dæprlaga- ; iíl sín hsyra j NÆSTKOMANDI föstudagskv. 1 far fram hljómleikar í Austur- bæjarbíói, þar sem kynntir verða ellefu dægurlagasöngvarar. Það er Ráðningarskrifstofa skemmti- krafta, sem gengst fyrir hljóm- leikum þessum. Var fyrir nokkru Hafdís Jóelsdóttir a la Rosemary Clooney? auglýst eftir söngvaraefnum og gáfu rúmlega þrjátíu sig fram, hins vegar verður ekki hægt að kynna á hljómleikunum fleiri en eiiefu, þar sem mikill undirbún- ingur liggur í að æfa söngvarana, því hér er um nýliða að ræða. Nöfn þeirra er koma fram eru: Helga Ólafsdóttir, Klemenz Erlingsson, Magnús Magnússon, Þorbergur Jósefsson, Birna Ól- afsdóttir, Ragnar Lárusson, Haf- dís Jóelsdóttir, Gunnar Snorra- son, Valgerður Bára, Anna ívars- dóttir og Sigrún Bjarnadóttir. — Tvær pær sð-^sttöldu syngja i .................. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.