Morgunblaðið - 17.08.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.08.1955, Blaðsíða 16
Veðurúflií í dag: Hægviðri, skýjað og skúrir síðdegis. 184. tbl. — Miðvikudagur 17. ágúst 1955. Minkurinn Sjá blaðsíðu 9. Um 10 þús. tunnur síldar veiddar v/ð Austfirði Friðrik og Guðfón M. gerðu jafntefli FURÐU mikil síld óð fyrir Austurlandi í fyrrinótt og gærmorg- un. Hefur slík síldarganga ekki sézt fyrir Austurlandi í ára- tugi. Var saltað í gær bæði á Seyðisfirði og Norðfirði, og að lík- indum einnig á Djúpavogi. Þegar meira en nóg síld hafði verið tilkynnt til austfirzku hafnanna urðu skipin að leita til Raufar- liafnar og Þórshafnar. <» - ---------------------------- NOKKUÐ NÝTT — SÍLD VIÐ AUSTFIRÐI Ægir sendi síldveiðiflotanum fikeyti um svartan sjó af síld fyrir Austurlandi. Munu yfir 30 skip Ihafa verið komin þangað i morg- •un og vitað var til að minnsta fcosti 20 skip hefðu fengið dágóð- ■an afla. Veður var gott á miðunum og voru menn í bátum fram til klukk an þrjú síðdegis þegar nokkuð hvessti. En aftur lyngdi undir ■kvöldið og ætluðu sum skipin þá aftur að kasta. MÖRG SKIP MF.Ð UM 500 TN. Mbl. fregnaði í gær að eftirtalin *kip hefðu aflað gem hér segir: Þetta voru þó ekki endanlegar iölur og má búast við að sum hafi •baitt við sig. Vonin TH 500 t, Akraborg 600, Helga 500, Ægir 400, Hólmaborg 400, Sævaldur 250, Sigurður 200, Haukur I 300, Pétur Jónsson 300, Björg 200, Valþór 400, Hannes Hafstein 600, Fróði 600, Víðir SU 500, Snæfell 600, Sigurður Péturs 700, Hvanney 300, Bjarmi frá Dalvík með fullfermi eða 800 t. Baldur EA 700, Esnar Þveræingur 300, Súlan 300, Kristján 200, •Sleipnir 150 og Snæfell 600. Þá var vitað að Garðar og Vörður hefðu fengið nokkurn afla. Ef viS leggjum þessar lölur saman, þá fáum við út saman- lagðan afla þessa einu nótt sem er rúmlega 10 þúsund tunniir. En sennilega hefur hann verið nokkru meiri, þar sem flest skipin munu hafa bætt nokkru viS sig. SKORTUR A VUVNUAFLI Nokkuð var saltað á Raufar- höfn, en mikil fólksfæð er þar, j vegna þess að fjöldi aðkomufólks var farinn, þar sem menn reikn- vðu ekki með meiri síld. Þá hefur verið saltað á öllum söltunarstöðv um fyrir austan Raufarhöfn, en hvarvetna hefur borið á skorti á j vinnuafli. Hafnarfjarðarbétar með góðan afla HAFNARFIRÐI — Síðustu daga hafa reknetjabátarnir fengið um og yfir 100 tunnur í lögn og ein- staka tæpar 200 tunnur, sem er ágæt veiði. I síðustu viku urðu bátarnir fyrir töluverðu veiðar- færatjóni af völdum háhyrnings, en um og eftir helgina voru bát- arnir grynnra og sluppu við há- hyrninginn. — Allir bátamir sem voru fyrir norðan, eru nú komnir hingað, að Guðbjörgu undanskil- inni, og munu þeir hefja reknetja- veiðar næstu daga. — G. E. ÓSLÓ, 16. ágúst — Friðrik Ól- afsson gerði jafntefli við Guðjón IM. Sigurðsson í lantisiiðsflokki, en Ingi R. Jóhannsson á biðskák við Svíann Hildebrand, sennilega unna. Daninn Bent Uarsen vann Svíann Sterner. í meistaraflokka mtnn þeir Jón Pálsson og Lárus Jbhnsen sinar skákir og Ingvar Asmundsson vann Arinbjörn Goðmimdsson. — G. A. Nýr radióviti á Hornafirði VITAMÁLASKRIFSTOFAN hef- ir gefið út tilkynningu varðandi vita á Suð-Austuriandi. Radio- vitinn á Vestra Horni hætti störfum 24. júlí sJ. og kom í hans stað nýr viti á Homafirði. Starfar hann allan sólarhring- inn og gefur frá sér tónmerki stöðugt í 10 sekúndur. Síldarsöitun að heij- ast sunnaniands Háhymingar gera æ meiri usla SÍLDARSÖLTUN hér sunnanlands er nú að hefjast. Eru margir bátar farnir að stunda reknetaveiðar hér í flóanum og á mið- unum fyrir vestan og má ætla, að þeir verði á annað hundrað alls, þegar allir eru komnir til veiða. í haust verður saltað í 55.000 tunnur síldar sunnanlands, og 20.000 tunnur hraðfrystar til útflutnings til Póllands. AÐ BYRJA Fáar síldarsöltunarstöðvar munu þó enn vera að fullu tekn- ar til starfa. Heimaskagi á Akra- nesi mun þó byrjaður, dálítið í Stykkishólmi, Reykjavík og ein stöð í Sandgerði'. Stöðvarnar munu þó byrja nú alveg næstu daga, enda hefir síldaraflinn verið góður það sem af er og bátunum gengið fremur vel. 200.000 TUNNUR Auk þess síldarmagns, sem Kemur til vinnustöðvunar á Keflavíkurvelli? Samúðarverkfall boðað innan viku HORFUR eru á, að til vinnustöðvunar muni koma á Keflavíkur- flugvelli og í verstöðvunum á -Suðurnesjum, ef samningar um kaup og kjör verkakvenna í Kcflavík nást ekki brátt. Verka- kvennafélagið í Keflavík lýsir yfir vinnustöðvun, sem koma á til íramkvæmda á miðnætti í nótt. Heirnta konurnar 40 aurum hærra grunnkaup en verkakonur fá í Reykjavík og þar sem kaup er hæst annars staðar á landinu. | salta má á þessu hausti og hrað- frysta er ætlunin að frysta 80.000 ' tunnur af beitusíld fyrir vetrar- ! vertiðina. Samtals munu þá verða að veiðast um 200.000 tunnur af reknetasíldinni á þessu hausti, ef áætlað magn á að nást. í fyrra voru saltaðar um 74.000 tunnur af reknetasíld hér sunn- anlands á rúmum mánuði, svo ekki tekur langan tíma að salta 55.000 tunnur ef vel veiðist. HÁHYRNINGAHÆTTAN Það veldur útgerðarmönnum miklum áhyggjum varðandi síld- veiðarnar, hvern usla háhyrn- ingarnir hafa gert á miðunum. Hafa þeir skemmt net fyrir fjölda báta fyrir háar upphæðir. Virðist illhveli þetta færa sig æ meir upp á skaftið, og gera æ meira tjón á hverju sumri. — Standa menn varnarlausir gegn því. Þó hefir ekki borið á há- hyrningunum í netunum síð- ustu 2—3 dagana, en ef mikil brögð reynast að þeim getur svo farið að útgerðarmenn hér á Suðurnesjum gefizt upp við síldveiðarnar. Á VEIÐAR SAMÚÐARVERKFALL Á fundi sínum 13. þ. m. ákvað trúnaðarmannaráð Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur að lýsa yfir samúðarvinnustþfjlv^in með verkakonunum, frá 21. þ.m. á miðnætti. Fellur þá öll vinna íélagsbundinna manna niður, m. a. á flugvellinum. Hinsvegar mun fjöldi manna vinna á Keflavíkur- fiugvelli, sem ekki er félagsbund- inn í þessum samtökum. RJÓÐA SAMA Vinnuveitendur hafa boðið að greiða konunum 7.70 á tímann, eem er sama kaup og greitt er í Reykjavík, Hafnarfirði, Vest-. mannaeyjum, Akureyri og víðar, | cn konurnar neita og heimta 5.10 á tímann. | í gærdag kl. 5 var boðaður sáttafundur með aðilum. Sátta- semjari var í forföllum Torfa Hjartarsonar, Valdimar Stefáns- son sakadómari. Fór fundurinn fram í Alþingishúsinu. Engar fregnir bárust um að saman hefði gengið. Á AKRANESI Verkakonur á Akranesi hafa líka ákveðið að gera verkfall 22. þ. m., ef þær fá ekki sömu kjör og verkakonur í Keflavík krefjast. Fara samningar um kröfur þeirra sameiginlega fram með keflvísku konunum. t Ekki hefir Verklýðsfélag Akra- ness lýst yfir samúðarvinnustöðv un, svo sem í Keflavík. Rætt er nú um það að gera allan flotann út á háhyrnings- veiðar einn og einn dag í einu, vopnaðann góðum byssum. Einn- ig hefir komið fram tillaga um að skjóta þá úr þyrilvængju. — Engar gagngerðar ráðstafanir hafa þó enn verið gerðar til þess að stugga honum af miðunum. IR happdrsHið - nr. 2408 14. Þ.M. var dregið í happdrætti ÍR og kom upp númerið 2408, sem er Opel station Caravan 1955. Eigandi vinningsmiðans er vinsamlega beðinn að láta vita í síma 4387 hið allra fyrsta. Þessi mynd er tekin við Leirvogsárbrú. Það var hrein guðsmildi að stórslys varð ekki. Greinilega sést hvernig litli Fiat-bíllinn hangir á gljúfurbrúninni. (Ljósm. Ásgeir Long). Hangið í lífsháska á 1 bfáþræði og aðrar fregnir af sföðugum áreksfrum í NÚ ER svo komið, að blöð og útvarp flytja á hverjum degi fregn- ir af stöðugum bifreiðaárekstrum og slysum. Enn verðum við víst að halda áfram þessum frásögnum, því að alltaf halda þessi atvik áfram og er helzt fréttnæmt við það, að mannslífum var hlíft á fremstu nöf, eða að stórmiklu tjóni var valdið, orsakir eru bilanir á öryggistækjum bifreiðar, gáleysi eða sá vítaverðasti glæpur, sem hugsazt getur við stýrishjól bifreiðar — ölvun. Á HENGIFLUGI VIÐ LEIRVOGSÁ Á mánudaginn munaði minnstu að litli Fiat-bíllinn G-547 hrap- aði með hjónum og tveimur börn um þeirra niður hengiflug rétt við brúna á Leirvogsá í Mosfells- sveit. Þau voru á norðurleið, en rétt er þau ætluðu að aka inn á brú þessa, sáu þau annan bíl koma norðanmegin inná hana, svo að þau námu snöggt staðar. En fyrir aftan þau var bifreiðin GW-12304, sem varnarliðsmað- ur ók. Gætti hann þess ekki að nema einnig staðar, heldur ók aftan á litla Fiat-bílinn með slík- um krafti, að hánn sveiflaðist út af veginum og rann fram á brún hengiflugs við brúarstöpulinn. Þar stöðvaðist hann þó til allrar hamingju sakir þess að brúnin rakst uppundir bílinn miðjan. Annars hefði þetta orðið alvar- legt slys. HÉKK A LANDFESTUM Sama dag gerðist það, að mað- ur nokkur ók bifreið sinni, sem var ný bifreið af svonefndri Volvo-station gerð niður Ingólfs- garð í Reykjavíkurhöfn. Átti hann erindi um borð í Brand VI, er lá þar við bryggju. Er hann var kominn fram með skipinu ætlaði hann að leggja bílnum og beygði til vinstri, en er hann steig á hemlana, varð hann þess skyndilega var, að þeir verkuðu ekki. Maðurinn gat á engan hátt björg sér veitt svo bíllinn rann yfir fet háan planka á bryggju- brúninni og var að falla niður í sjóinn. En þá vai- þao til bjargar, að vírar lágu úr afturstefni skips- ins og upp á garðinn. Framhluti bílsins féll á þessa víra og stöðv- uðu þeir hann í fallinu. Bílstjór- inn klifraði upp og bílnum varð bjargað. ,. Jf 4 BÍLAR SKEMMDUST í gær varð harður árekstur á Bergstaðastrætinu, þar sem Bald ursgatan sker hana. Gamalli fólksbifreið af Plymouth-gerð var ekið niður Baldursgötu. — Handan við hornið kom ný Morris-sendiferðabifreið suður eftir Bergstaðastræti og rakst hún á Plymouth-bifreiðina, með þeim afleiðingum að báðar skemmdust, einkum þó fólksbif- reiðin. Við höggið kastaðist fólks bifreiðin á tvær áðrar bifreiðar, sem stóðu þar uppi á gangstétt og skemmdust báðar mjög mik- ið. Var þetta því þriðji fjögurra- bíla áreksturinn á skömmum tíma. ÍT OLVUN VIÐ AKSTUR Þá varð sá árekstur um helg- ina móts við húsið Nóatún 18, að leigubifrejð írá Hafnarfirði var ekið aftan undir vörubifreið. — AfturöxuH, hásing og kúla vöru- bílsins gereyðilagðist, enda var áreksturinn harður. Leigubíl- stjórinn reyndist vera ölvaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.