Morgunblaðið - 19.08.1955, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.08.1955, Blaðsíða 11
; Föstudagur 19. ágúst 1955 MORGUNBLADIB LÍM OG BÆTUR Nýkomið Bifreiðavöruverzlun Friðriks Bertelsen Hafnarhvoli Srm/ 2872 Loftskeytamenn Aðalfundur F. f. L. verður haldinn í fundarsal Slysa- varnafélagsins Grófin 1, kl. 20 í kvöld. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. FokheH hús í Kópavogi Á fögrum stað í Kópavogi er til sölu og afhendingar nú þegar fokhelt steinhús 83 ferm. að stærð. Hiisið er 1 hæð og portbyggt ris. Getur orðið 2 góðar 3 herbergja íbúðir. Miðstöðvarketill með kynditæki getur fylgt. Hagkvæm kjör, ef samið er strax. EINAR SIGURÐSSON, Lögfræðiskrifstofa — fasteignasala, Ingólfsstræti 4 — sími 2332. Þér sparið þurrkuna, ef þér notið PICCOLO. — Öll fita leysist upp á svipstundu . . vatnið rennur strax af borðbúnaðinum og hann verður spegilgljáandi . . . þar þarf aðeins að þurrka af á stöku stað. PICCOLO-lögurinn er ilmefnalaus og mjög ódýr í notkun. Ein teskeið af honum er nóg í einn lítra af vatni. Allir Kafa efni a að nota Piccolo nýja, ÓDÝRA þvottalöginn. Heildsölubirgðir: /. BRYNJÓLFSSON & KVARAN SKT-liigin og yiamælingar Baldurs Pálmasonar „BORINN hallamælir á hláleg skrif“ heitir greinarstúfur eftir framanritaðann og birtist í Morg- unblaðinu 6. ágúst s.l. Það er leiðinlegt, þegar bráð- myndarlegir og góðlegir menn, eins og Baldur Pálmason, eru ekki meiri karlmenn en svo að þeir láta þvinga sig til að vitna gegn sjálfum sér, því það er ó- hugsandi, að svona menn vilji ekki standa við orð sín. Lítur helzt út fyrir, að grein hans hafi verið „lesin fyrir“ frá skrifstofu útvarpsráðs, af miklu miður vin- samlegri „mikrofónrödd“ í garð okkar í SKT. i Það kemur mér og spánskt fyr- ir sjónir, að hallamælirinn skyldi reynast greinarhöfundi nærtæk- asta áhaldið, því þegar ég hef komið til hans „uppi í útvarpi“ hef ég aldrei séð hann þurfa á hallamæli að halda og vissi ekki, að þannig timburmannatæki j væru notuð þar. En vera má, að þeirra sé víðar og oftar þörf, en margur hyggur. Sem betur fer, er ekki enn far- | ið að taka, neitt að ráði, á segul- i bönd samtöl manna í síma, svo það verður að vera ósannað, hvor okkar Baldurs fer með réttara mál um símasamtal okkar og hin- ! ar ánægjulegu undirtektir hans þá. En eitt er það einkum í grein . hans, sem þarf skýringar við. IBaldur Pálmason segir, að Út- varpið hafi áður greitt um þrjú ' þúsund krónur fyrir tvítekinn flutning laganna í úrslitakeppn- inni. Skal hér til skýringar tekið fram, að upphæð þessi mun vera gjald til hljómsveitar og söngv- ara. Til SKT fór ekki ein króna, hvað þá meira, og hefur Útvarp- ið alltaf frá byrjun fengið að út- varpa frá keppnum SKT án nokkurrar greiðslu fyrir það til SKT. Mætti Baldur Pálmason gjarnan bera hallamæli sinn eða Útvarpsins á þá staðreynd. Það var ekki fyrr en eftir neitun þá frá útvarpsráði, er um getur í grein Baldurs, að SKT sendi út- varpsráði reikning að upphæð 2.000.00 kr. fyrir útvarpsefni til þess tíma. En þeirri kröfu hefur hvorki verið sinnt né svarað. Baldur Pálmason virðist telja það ofrausn af Útvarpinu, eða jafnvel goðgá, að greiða nær þrjú þúsund krónur fyrir endurtekið útvarp 16 laga, eða nær tveggja tíma dagskrá. En þegar eitt ein- asta lag, sem tekur 3 mínútur að leika, er tekið á bráðabirgðaplötu til flutnings í Útvarpinu og leikið og sungið af t.d. fjögra manna hljómsveit og einum söngvara, svo ódýrt dæmi sé tekið, þá hygg ég að upptakan muni kosta Út- varpið að minnsta kosti þúsund ' krónur. Það er ekki verið að telja eftir, þá tugum og hundruðum þús- unda sé eytt, ef Sinfóníuhljóm- sveitin á í hlut, sem færri hlusta þó á, heldur en á óskalög SKT — með allri virðingu þó fyrir henn- . ar ágæta starfi. En vilji ég, eða [ SKT, eða aðrir okkar líkar. gleðja allan almenning og unga fólkið ' með óskalögum þessara aðilja, þá ' er sjálfsagt að spara og spara og skera við nögl, og grammófón- plöturnar látnar nægja á meðan nokkur tök eru á því. Vitað er þó, að það er þjóðin öll, sem á Útvarpið, og starfs- menn þess eru aðeins þjónar hennar og eiga að framkvæma ■ vilja hennar og óskir, eins sam- vizkusamlega og unnt er. Það gjalda allir útvarpshlustendur jafnhátt afnotagjald og eiga því að hafa jafnan rétt. j Ekki skal það vanþakkað, sem Útvarpið hefur vel gert fyrir ís- I lenzku lögin, en betur mætti það ! gera og betur þarf það að gera ef vel á að fara. Meira um það seinna og á öðrum vettvangi. Eitt erum við Baldur Pálma- Framh. á bls. 12. 10" Hjólsagir Fyrirliggjandi imsiiinssiNiJtiNsiii! GRJOTAGOTU 7 SIMAR: 3573—5296. LÖGTÖK Samkvæmt kröfu borgarstjórans í Reykjavík f.h. bæjar- sjóðs og að undangengnum úrskurði, verða lögtök látin fara fram fyrir ógoldnum útsvörum til bæjarsjóðs fyrir árið 1955, er lögð voru á við aðalniðurjöfnun og fallin eru í eindaga, svo og fyrir dráttarvöxtum og kostnaði, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði gjöld þessi eigi að fullu greidd innan þess tíma. Borgarfógetinn í Reykjavík, 19. ágúst 1955. Kr. Kristjánsson. 1 S e t 'iO'M Þvotturinn verður drifhvítur og ending- in raeiri en áðwr. — Biðjið verzlun yfiar ura BVOTTADUFTIB PERLU íHHé/tcMu/'' UttM-ttVíWogffli SÁPUVERKSM IÐJ A..N S J 0 F N, A K U R E Y RI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.