Morgunblaðið - 23.08.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.08.1955, Qupperneq 1
16 sáður Jóhann G. Mölíer látinn JÓHANN G. MÖLLER, forstjóri Tóbakseinkasölu ríkisins, varð bráðkvaddur að heimili sínu hér í Reykjavík s. 1. sunnudags- kvöld. Hafði hann gengið til vinnu sinnar undanfarna daga. Hins- vegar hafði hann átt við langa langar sjúkdómslegur. Jóhann G. Möller var 48 ára gamallj er hann lézt. Hann var fæddur á Sauðárkróki, sonur Jó- hanns Möilers verzlunarstjóra og Þorbjargar Pálmadóttur konu hans. Stúdentsprófi lauk hann árið 1928 og hóf síðan laganám við háskólann. Varð hann að hætta því sakir heilsubrests. Árið 1933 gerðist hann starfsmaður Rafmagnsvéitu Reykjavíkur og varð seinna skrifstofustjóri henn ar. Árið 1947 varð hann for- stjóri Tóbakseinkasölu ríkisins Og gegndi því starfi til dauða- dags. TÓK MIKINN ÞÁTT f FÉLAGSMÁLUM Jóhann G. Möller tók mikinn þátt í félagsmálum og stjórn- málum. Var hann m. a. um skeið formaður Heimdallar og Sam- bands ungra Sjálfstæðismanna. Ennfremur átti hann sæti á Al- þingi í veikindaforföllum Péturs heitins Halldórssonar og tók sæti hans á Alþingi er hann lézt. Jóhann G. Möller var allra vanheilsu að stríða og oft legið Jóhann G. Möller. manna víðlesnastur um stjórn- mál, liggja eftir hann fjölda rit- gerða um þau efni. Hann var prýðilega greindur maður og rit- fær. Er að honum hinn mesti mannskaði. Tilraunir gerðar með ratsjár í bifreiðum Ratsjárnar vinna sjálfvirkt og stöðva bifreiðarnar, ef hætta er fram undan WASHINGTON IBANDARÍKJUNUM eru nú gerðar tilraunir með að koma rat- sjám fyrir í bifreiðum. Ratsjár þessar eru búnar „loftneti" — eins og gerist á skipum. Er „loftnetið“ um 20 cm. breitt og lengd þess álíka og breidd bifreiðarinnar, og er því komið fyrir bæði fram í bifreiðinni og aftur í — svo að hægt sé að nota tækið einnig þegar bifreiðinni er bakkað. Ratsjáin vinnur sjálfvirkt þannig, að hún stöðvar bifreið- ina eða dregur úr hraðanum, þeg- ar hindrun er fram undan. Þ»ví meiri sem hraði bifreiðarinnar er Sjaldon er ein bóran stök BUENOS AIRES P E R Ó N forseti hefir undan- farna daga veitt mönnum áheyrn í bústað sínum í Palermo-hverf- inu í Buenos Aires, en ekki í aðalbækistöðv- um sínum í miðhluta borg- arinnar. í opin- berri tilkynn- ingu segir, að Perón hafi kvef- azt illilega. 111- ar tungur setja þetta samt í samband viðþær stöðugu óeirð- ir, er átt hafa sér stað í Argen- tínu undanfarna daga. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að myrða forsetann, og vilji hann því vera var um sig. því lengra „lýsir“ ratsjáin fram á veginn. ★ ★ ★ Þingmaðurinn Louis Rabaut fór í reynsluferð með einni rat- sjárbifreiðunum. Skýrði hann svo frá, að reynt hefði verið að láta tvær bifreiðir — búnar rat- sjám — rekast á. Hraðinn var 70 km á klst., en ratsjárnar stöðv- uðu bifreiðirnar í öruggri fjar- lægð hvor frá annarri. Sé hraði bifreiðarinnar minni en 16 km á klst. stöðvar ratsjáin hana ekki til þess að valda ekki óþarfa töf, þegar verið er að leggja bifreiðunum. • Gerhardsen Perón — kvefaður Ósló, 22. ágúst. Reuter-NTB. NORSKI forsætisráðherrann Ein- ar Gerhardsen, fer í opinbera j heimsókn til Ráðstjórnarríkj- | anna í haust. Búizt er við, að 1 hann muni fara, er bæjar- og 1 sveitastjórnarkosningar hafa far- ' ið fram í Noregi — í nóvember. 1 Sagði forsætisráðherrann í svari 1 sínu, að Ráðstjórnarríkin og Nor- egur þyrfti ekki að útkljá nein ágreiningsatriði, en ekkert væri á móti því að efla skilning og vináttu milli þessara tveggja landa. Frakkar leggja 9 jbcrp í Algier í eyð/ Casablanca, 22. ágúst. Reuter-NTB. FRANSKAR hersveitir hafa lagt níu smáþorp í Con- stantinehéraðinu í Algier í rústir. Sveitir skæruliða frá þessum þorpum stóðu fyrir þeim blóðugu óeirðum, er urðu í héraðinu um helgina. Segir í tilkynningu stjórnar- innar, að skæruliðarnir hafi verið sekir um morð og hermd arverk. Voru skæruliðarnir handteknir, konur og börn flutt á brott, og síðan kveikt í húskofunum. ★ ★ ★ Til talsverðra óeirða kom í dag í Marokkó í nágrenni við Casa- blanca — suð-austur af borginni. Franskar hersveitir, gráar fyrir járnum, héldu í dag til þorpsins Oued Zem, sem liggur 80 mílur suð-austur af Casablanca. Varð þetta þorp mjög illa úti í óeirð- unum s.l. laugardag, er hermd- arverkamenn af Berber-kynþætt- inum réðust inn í þorpið. Yfirhershöfðingi Frakka í Marokkó, Pierre Duval, fórst í dag í flugslysi. Var hann í eftirlitsflugi í grennd við Oued Zem og hrapaði flugvél hans til jarðar. Ekki er enn ljóst, hver var orsök slyssins, en ósaðfestar fregnir herma, að hér hafi verið um skemmd- arverkastarfsemi að ræða. ★ ★ ★ Bylting vofir yfir Brazilíu Um helgina urðu miklar óeirðir í Franska Marokkó og munu um 300 manns hafa beðið bana. S. 1. laugardag voru tvö ár liðin síðan fyrrverandi soldán, Ben Jussef, var gerður útlægur. Þjóðernis- sinnar krefjast þess eindregið, að soldáninum verði leyft að snúa heim og vera áfram þjóðhöfðingi landsins. Hefir þetta verið undir- rót þeirra blóðugu óeirða, er undanfarið hafa geisað í Marokkó. Myndin er frá þeim tíma, er Ben Jussef var enn við völd — um- kringdur af lífverði sínum ríður hann frá höll sinni í Rabat. Liklegt er að herforingjaklika taki völdin i sinar hendur RIO DE JANEIRO, 22. ágúst. — Einkaskeyti frá Reuter. ALLAR líkur benda til þess, að á næstunni muni klíka herfor- ingja gera byltingu í Brazilíu og taka völdin í sínar hendur. Um helgina sátu helztu menn hersins stöðugt á lokuðum fundum og ráðguðust um — að því er menn segja — hvernig þeir gætu komið í veg fyrir, að fylgismenn fyrrverandi forseta landsins, Vargas, næðu yfirhöndinni í forsetakosningunum er fara fram i Brazilíu í haust. -------------------------« Nánari fregnir hafa nú borizt af óeirðum þeim, er urðu í Mar- okkó um helgina. Tiltölulega lít- ið var um æsingar í stærri borg- unum, en kynþættirnir, sem bú- settir eru í fjalllendinu í suð- austur hluta landsins gerðu upp- reisn. Enn hafa ekki borizt áreið- anlegar fregnir um, hversu margir féllu, en það munu vera a.m.k. 1000 manns, um 180 Evrópumenn. 700—800 manns hafa verið handteknir. Mikill liðsauki var fluttur til Algier og Marokkó um helg- ina, og hefir franska herstjórn in ákveðið að fá frönskum borgurum er búa á afskekkt- um stöðum vopn í hendur. ★ ★ ★ í Túnis kom til nokkurra ó- eirða í dag, er franskir hermenn skutu á hóp skæruliða, er reyndi að hindra innfædda verkamenn í að fara til vinnu sinnar á bænda býlum. ★ ★ ★ í Aix-Les-Bains hófust í dag viðræður leiðtoga Marokkóbúa og franskra stjórnmálaflokka um framtíð Marokkó. Fyrirliði Mar- okkó-nefndarinnar er stórvezír- inn, sem sagður er rúmlega 105 ára gamall, og E1 Glaoui, pasha af Marrakesh, sem er mjög hlynntur yfirráðum Frakka í Marokkó og núverandi soldáns Ben Arafa. Fyrir hönd Frakka sitja fundinn Faure forsætisráð- herra, utanríkisráðherrann Anto- ine Pinay, varnarmálaráðherr- ann Pierre König, innanríkis- ráðherrann Schuman og ráðherr- ann, er fjallar um málefni Mar- okkó, Pierre July. Gilbert Grand- val, landstjóri Frakka í Marokkó, er ekki enn kominn til Aix-Les- Bains, en mun fara þangað innan skamms. Kjarnorka notuð til ai knýja röntgentæki og vega sykur Genf. Á ALÞJÓÐA ráðstefnu kjarn- eðlisfræðinga í Genf, sem lauk s.l. laugardag, bar margt á góma. Var þar rætt allt það, er við kem- urfriðsamlegri hagnýtingu kjarn- orkunnar. M.a. skýrðu bandarískir vís- indamenn frá því, að þeir hefðu smíðað lítið röntgentæki, sem gengur fyrir kjarnorku. Á Hawaii eru atómgeislar notaðir til að vega sykur. Sænskur prófessor skýrði svo frá, að karlar séu „geislavirkari" en konur. Var það prófessor Sivert. Lét hann þess einnig getið, að magrir menn séu „geislavirkari" en feitlagnir, þar sem atómgeisl- myndast einkum í vöðvum inanns ins. Mikið fitulag bindur geisl- ana, og verða menn því yfirleitt minna „geislavirkir" með aldr- inum. Röntgentækið, sem bandarísku vísindamennirnir smíðuðuð er á stærð við ritvél og því mjög auð • velt að flytja það. Talsverðar stjórnmálalegar æsingar eru nú í Brazilíu, allt að því eins miklar og í ágúst I fyrra, er Vargas framdi sjálfs- morð. ★—O—^ Hafa herforingjarnir lýst yfir því, að þeir telji sig ábyrga fyrir því að Brazilíumenn losnuðu við Vargas, og muni þeir því ekki sætta sig við, að fylgismenn fyrr- verandi forseta hrifsi aftur til sín völdin. Herforingjarnir geta ekki orð- ið sammála um, hvað skuli taka til bragðs. Sumir vilja koma í veg fyrir að forsetakosningar fari fram, aðrir vilja bíða átekta og sjá, hvort Juarez Tavora, fram- bjóðandi herforingjaklíkunnar, verður fyrir valinu, en hann er talinn mjög óvinsæll af alþýðu manna í Brazilíu. ♦—O—♦ Ábyrg blöð í Brazilíu hafa undanfarið rætt mjög þessi mál og vara þjóðina við að láta her- foringjaráð ná yfirráðum í land- inu — gæti þetta leitt til borg- arastyrjaldar. KHARTOUM, 22. ágúst. HERSVEITIR þær í súdanska hernum, er gerðu uppreisn skömmu fyrir s. 1. helgi, buðu í dag stjórninni í Súdan að hefja samningaviðræður til að binda endi á uppreisnina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.