Morgunblaðið - 23.08.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.1955, Blaðsíða 14
••¦ 14 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 23. ágúst 1955 læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HILTON ¦ae ar 3c =tn jc acr ans acc Framríaldssagan 8 því, að sjá nú bráðlega hinn fyrr- verandi sjúkling sinn að nýju. Hann gJaddist við tilhugsunina- um hið iðandi líf og fjölda mann- legra vera í kringum sig, og hann fann til ánægju, er hann hugsaði um hinn ókyrra og slæga 6jó undir fótum sér. Og hann hafði gaman að ung- uni manni með aðlaðandi brosi, «em snaraðist fjörlega fram á •sviðið og söng vísu, sem efnis- lega hljóðaði eitthvað á þessa leið: „Hvergi á myndinni er gamla, góða England. Þú munt sjá að allt er þar útlent. Borðið, stól- arnir, dreglarnir, allt er þetta bú ið til í Þýzkalandi. En gangirðu út í garðinn, þá muntu sjá hina íegurstu, ensku rós, sem nokkru sinni hefur borið blóm á sumri. Og hún er það eina af enskum uppruna, sem við höfum getað fengið". En honum til mikillar undr- unar kom dansmærin ekki fram á sviðið og þáttur hennar á skemmtiskránni var strikaður út, án nokkurra skýringa. Þegar sýningunni var lokið, leis hann úr sæti sinu og gekk til dyra, ekki mjög vonsvikinn, en ofurlítið gramur. Þegar hann gekk framhjá manni í Pierrot-búningi, sem var að hverfa inn í miðasölubúð- ina, spurði hann, hvað hefði hindrað dansmeyna í að sýna list ír sínar. „Hindrað hana? Hvernig spyrj ið þér, maður?" „Nú, kom eitthvað fyrir hana?" Á sömu stundu ruddist annar Pierrot fram og hvíslaði ein- hverju í eyra hins, sem fórnaði höndum í mikilli örvæntingu: „Guð minn góður. Þettað gat hún gert. Og hvað eigum við svo að taka til bragðs? Hvar í fjand- anum er hægt að ná í lækni?" „Eg er læknir", sagði Davíð rólega. „Þér?" „Já". „Eruð þér ekki bara að gabba okkur?" „Nei, nafn mitt er. ..." „Ó, það skiftir engu máii, hvað þér heitið. f guðs bænum farið og gætið að því, hvað er um að vera. Jim, vísaðu lækninum leið- ina". Jim fór með hann framhjá löngum röðum af auðum stólum, bak við grænt timburskýli og sennilega afturfvrir leiksviðið. Á leiðinni spurði hann aftur: „Hvað var það sem hindraði stúlkuna? Kom eitthvað óvænt íyrir?" „Það er víst mjög hæpið, að hún sé ennþá lifandi". „Ó. er því þannig háttað". „Hún læsti sig inni $ herberg- inu og skrúfaði svo frá gasinu Hvernie lýst yður á það?" En hið eina. sen? Davíð gat sagt var: ..Oas? Yst úti á bryggju sporðinum?" „Já, læknir. Gas, rafurma?n og vatn. allt í þessum nínum. Þér hafið líklega ekki reiknað með því?" Brátt rákust þeir á hón æstra leikara, trúða og brveeiuvarða. Einhver bankaði án afláts á dvr og menn töluðu um ng skvrðu frá því. sem gerst hafði, ákaft, en mjöff ólióst 05 ruglinsslega. Stúlkan hafði ekki komið til sýningarinnar og enginn hafi haft tíma til að grenslast eftir orsök- unum að fjarveru hennar. fyrr en :tialdið var fallið -í síðasta skipti. Þá söpðu læstar dyrnar og gaslyktin sína sögu.,, .~, Dvrnar voru þé'gar' í'stað brotnar unrj oe bar lá þá stúlkan 'hálf klædd á rúminu, meðvitund arlaus og dró andann þungt og með erfiðismunum, í hinu ban- væna andrúmslofti herbergisins. Davíð athugaði nákvæmlega hörundslit stúlkunnar, og taldi hin tiltölulega hægu hjartaslög hennar. En fyrst og fremst tók hann eftir því, að meiddi úlnlið- urinn, sem hann hafði búið um sex mánuðum áður, var nú mjög mikið bólginn. Einhver myndugleiki hvíldi nú yfir honum, svo að þegar hann bað mannfjöldann að fara og skilja sig einan eftir hjá sjúkl- ingnum, var því samstundis hlýtt, möglunarlítið. „Hér er engin bráð hætta á ferðum", sagði hann ákveðið og hughreystandi. „Haldið þér þá, að hún muni lifa þetta af?" spurði grannvax- inn maður, kjólklæddur. „Já, hún verður fljótlega al- bata". Í„Eruð þér alveg viss um það?" „Já, vitanlega er ég viss um það". Og hann bætti við, eins og hann væri helst að tala við sjálf- an sig: „Þessir veggir eru aðeins gerðir úr gisnum borðum og þeir eru blautir af slaga. Eg hefði ekki haldið að nokkur lifandi maður myndi ráðast í annað eins I og þetta, án þess að troða fyrst vandlega upp í allar rifur. Það er alveg stórmerkilegt, hvað fólk getur stundum verið hugs- unarlaust". „Það er eitt, sem þér gætuð i gert fyrir mig, læknir og losað ' mig við fyrirhófn og mikil vand- ræði". „Hvað er það?" „Viljið þér segja henni, þegari hún raknar úr rotinu, að búið sé að reka hana, segja henni upp starfinu". Davíð horfði spyrjandi á manninn. „Eg er nefnilega forstöðumað- urinn og ég kæri mig ekkert um svona uppátæki. Þér getið því sagt henni...." Davíð horfði enn á hann. „Já, þér getið því sagt henni, að henni sé vissara að komast í burtu áður en lögreglan kemur. Það væri hægt að taka hana fasta, fyrir verknað sem þenn- an". „í yðar sporum myndi ég alls ekki blanda lögreglunni í þetta", sagði Davíð alvarlega. „Það er ekki víst að slíkt yrði svo mjög álitsaukandi fyrir sýningar yðar eftirleiðis". Forstöðumaðurinn strunsaði út og skellti hurðinniá eftir sér. Skyndilega opnaði stúlkan augun. Einhver vottur samvizku bits varð greinanlegur í tilliti þeirra, þegar hún minntist þess, hvar hún var stödd og hvað hafði komið fyrir, en breyttist svo í undrunarsvip, er hún sá Davíð og munnur hennar opnaðist í veiku brosi. „Eruð þetta virkilega þér? Mig hlýtur að vera að dreyma. Hvernig getur það verið rétt, að þér séuð hér?" Og hann svaraði með barna- legri hreinskilni: „Eg kem hingað á hverjum föstudegi". „Der klæne doktor am jeden Freitag___" Hann sat við hlið hennar, batt um úlnliðinn og reyndi að rifja upp fyrir sér einhver orð í þýzku. „Þér verðið að fara mjög gæti- lega. Þetta er nokkuð slæmt. .. Finnið þér mikið til núna?" „Nei, bara svolítið". „Þér áttuð að taka yður hvíld, eins og ég var búinn að segja yður". „Eg get það ekki". „Þér hafið ekki dansað með handlegginn svona slasaðann?" „Jú, þangað til í kvöld". „En var það ekki alveg óskap- lega sárt..... Allar þessar hreyf ingar...." „Jú, þær ætluðu alveg að gera mig brjálaða, þegar ég hreyfði handlegginn eitthvað". „En, góða mín .. hvers vegna í ósköpunum .. hvers vegna reynduð þér að....??" Hún hristi höfuðið. UiHimnmiiiiHiiNii........¦......¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦nmni Fíllinn 6. Skipstjórinn varð gramur, því að hann þurfti að flýta sér. Hann skipaði mönnunum að ýta á af öllum kröftum, á meðan hann setti vélina á fulla ferð aftur á bak. En báturinn hreyfðist ekki. — Allir gáfust upp, en þá sagði einhver. — Ef Fritz væri nú hér, hann, sem er svo sterkur. Við skyldum festa trossu við hann og láta hann draga bátinn. En það er sunnudagur, og Fritz er ekki heima. Hann hvílir sig í skugga frumskógarins. Einhver segir: — En ef við reyndum að hringja með bjöllunni, þá myndi Fitz halda, að það væri mánudagur og koma undir eins og svara við nafnakallið. Og bjöllunni var hringt mörgum sinnum. En enginn Fritz var sýnilegur. Fritz var þó ekki það langt í burtu. Hann var í skóginum og heyrði í bjöllunni. Hann heyrði líka í eimpípu skipsins, en hann veit, að það er sunnudagur — hann fer ekki fet í dag. Og þrátt fyrir reiði skipstjórans, verða þeir að bíða til mánudagsmorguns. Við sólarupprás hringir stöðvarstjórinn bjöllunni. Og nú heyrir Fritz og kemur fram úr skóginum, fer rólegur til þorpsins og nemur staðar á sínum stað. Svo eru nöfnin lesin: — Minka — hér, Nrom — hér, — Mekina — hér, Fritz —- hér, svarar hann með miklum blæstri. Svo eru aktýgin látin á Fritz, bundinn kaðall í bátinn, og hægt og hægt losnar hann af sandrifinu. . &úó • ,.' S Ö G U L O K Hálf húseign í smíðum, í Hlíðunum eða Laugarneshverfi, óskast j til kaups. Uppl. í síma 7652 eða 2333. 0 Van Heusen beztu skyrtur og flibbar Uppboð Bifreiðin Ö-82, sem er fólksbifreið af Plymouth- gerð, árgangur 1942, ásamt ný uppgeröri vél og gírkassa, verður seld við Túnguveg 6, Hafnarfirði, j þriðjudaginn 30. ágúst kl. 14,30. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. sem er hæð og portbyggt ris í Kópavogi, til sölu. — Á hæðinni eru 3 herbergi, borðkrókur, eldhús og bað 90 ferm., en í risi eru 3 herbergi, eldhús og bað. STEINN JÓNSSON, Kirkjuhvoli, Uppl. í síma 4951, milli kl. 11 og 12 og 5—6. Skemmtileg nýjung í eldhúsið PICCOLO fæst nú líka i skemmtileg- um dúkkum úr rauðu plasti. Ef þrýst er á þær, bunar PICCOLO út um húfu dúkkunnar. PICCOLO-dúkkan er bæði létt og handhæg - það er auð- veldara tð ákveða magnið. sem nota skal. Innihaldið er PICCOLO, sem þér þekkið '— jafn gott og jafn sterkt og í flöskunum. Þegar PICCOLO-dúkkan er tæmd, má gefa barni hana sem leikfang, en það má líka fylla hana að nýju úx flösku og nota aftur, þar sem hún e^ svo handhæg. Heildsölubirgðir: I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.