Morgunblaðið - 24.08.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.1955, Blaðsíða 1
16 sáður wiMaMtr 42. árgangur 190. tbl. — Miðvikudagur 24. ágúst 1955. Prentsmiðja Morgunblaðsins Þrjú hraðamet í AtSantshafsflugi bndiin — fev V'ork london á 14,21 klst. London 22. ágúst. í|RJÚ ný heimsmet í flugi " yfir Atlantshaf voru sett af brezkri Canberra þrýsti- loftsflugvé! í dag. Flugvélin flaug fram og aftur yfir hafið frá London um New York til London aftur á 14 klukku- stundum 21 og þrem f jórðu úr tiiímítu. - Flugleiðin, seín flugvélin fór er tæplega 7000 mílur. Meðal- hraði flugvélarinnar á allri flug- leiðinni var 481 míla á klst. - Flugvélin lagði af stað frá London, eftir að flugmennirnir höfðu snætt morgunverð. Tæp- lega sjö og hálfri klukkustundu síðar lenti flugvélin á flugvelli skammt frá New York. Vélin fór með 461 mílu hraða á klst. á vesturleið. Flugvélin var ekki fyrr lent en afgreiðslumenn hófu að fylla á benzíngeyma vélarinnar. Hálfri stundu síðar var flugvélin lögð af stað austur um haf. Metin sem sett voru með þessu flugi eru: Hraðamet á flugi vestur um Atlantshaí'. Hraðamet á flugi austur um' Atlantshaf. , j Og hraðamet á f lugi vestur og! austur um Atlantshaf í einum áfanga. Stórfeld hertör I Noröur-Afríku &- ^s> Yfirburða flugvél þessi, sem kölluð er „Bell — X — 2" fer með meira en 3000 km hraða á klukku stund. Flugvél þessi var reynd fyrir nokkrum dög um og flugtakið átti sér stað frá „móður-f lugvél' í mikilli hæð yfir Edwards flugstöðinni í Kaliforníu. Engin mök við vinsfri-krafa RÓMABORG, 22. ágúst — Mið- stjórn kristilega demokrata- flokksins í ítalíu er sögð hafa gert þá samþykkt, að ekki skuli teknir vinstri sósíaldemókratar inn í ítölsku stjórnina. Miðstjórn- in var sammála urr. það að ekki kæmi til greina að vinstri kratar fengju sæti í stjórninni fyrr en þeir hefðu slitið öllu sambandi við kommúnistaflokkihn. Sendíför f^rrvsrandi slríðsglæpamanns TÓKÍÓ; 22 ágúst. — SHgerhitsu, Utanríkisráðherra Japana, legg- ur af stað í kvöld í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna. — Shigemit<-u var eftir síðasta stríð ákærður fyrir stríðsglæpi en „hreinsa5ur" síðar. urmn: Enginn árangur GENF, 22. ágúst — Fulltrúar Bandaríkjanna og Kína-kommún ista komu saman á tíunda fund sinn í dag. Fundurinn stóð í 27 mínútur. Þeir eru sagðir ræða um heimsendingu 40 Bandaríkja- manna frá Kína og nokkurra tuga kínverskra stúdenta frá. Bandaríkjunum til Kína. Banda- ríkjamenn segja að stúdentunum aé frjálst að fara til Kína hve- nær sem þeir óska þess. Súdagibúar ráða málurn sínum iil lykla KHARTOUM, Súdan, 22. ágúst Þingið í Súdan samþykkti í gær- kvöldi að setja á lagginrar al- þjóðanefnd til þess að hafa eftir- lit með kosningum til stjórnar- skrárþings, sem ákveða skal hvort Súdan skuli gerast sjálf- stætt ríki eða sameinast Egypta- landi. Uppreisn, sem hófst fyrir nokkrum dögum í hernum í Súdan, hefur nú verið kæfð. í eftirlitsnefndinni með kosn- ingunum í landinu verða full- trúar 7 þjóða: Noregs, Svíþjóðar, Sviss, Júgóslafíu, Tékkóslóvak- íu, Indlands og Pakistan. Tilkynnt var í Karió í dag að Bretar og Egyptar hefðu komið sér saman um að kalla heim her- lið sitt frá Khartoum og skal her- inn vera farinn þaðan fyrir þ. 12. nóvember n.k. SIGURGANGA „SJÁLFVIRKU TÆKJANNA" SAN FRANCISCO, 22. ágúst — „Sjálfvirku tækin", sem koma eiga í stað manna í iðnaðarfram- leiðslunni, munu verða einhver mesta framleiðslugreinin í Banda ríkjunum á næstu árum, að því er forvígismaður á sviði raf- magnsmála skýrði frá á ráðstefnu hér í dag. Dean E. Woolridge, forseti Ramo Woolridge fyrirtækisins spáði því að framleiðsla ,,sjálf- virku tækjanna" (Automation) myndi nerna sem svarar þúsund- um milljóna dollara og veita hundruðum þúsunda manna at- vinnu. 11 r» BUENOS AIRES, 22. ágúst — Fulltrúi stjórnarandstæðinga réð- ist ákaft á Peron forseta í útvarps ræðu frá Buenos Aires í dag. — Indverska sendiherranum í Was- hington neitað um afgreiðslu Einkaskeyti frá Reuter. WASHINGTON, 22. ágúst — Ut- anríkisráðuneyti Bandaríkjanna mun senda stjórn Indlands og sendiherra Indverja i Washing- ton formlega afsökunarbeiðni vegna þess að sendiherrann, Metha, var beðinn að hafa sig á burt úr veitingahúsi í Houston í Texasríki í Bandaríkjunum. Yfir- þjónn veitingahússinj, sem neit- aði að bera fram mat fyrir ind- verska sendiherrann, gerði það vegna þess að hann þekkti ekki manninn og hélt að hann væri svertingi. Samkvæmt lögum i Texas er bannað að hafa veitmgasölu fyr- ir hvíta rnenn og svertmgja í sömu salarkynnum. Atburður þessi gerðist í flug- vallarveitingastofunni í Houston. Sendih. hafði viðdvöl í Houston ásamt fylgdarliði, á leið þeirra til höfuðborgarinnar í Mexico, Mexico City. Stærsta blaðið í Houston gerir mikið úr þessu máli í dag og seg- ir að margir menn hafi hlýtt á er yfirþjónninn bað sendiherrann matast annars staðar. Flugvallarhótelið var á sínum tíma reist fyrir fé sambands- ríkis Bandarikjanna og er féð var veitt var því heitið, að lögin um aðskilnað hvitr« og svartra myndu ekki látin gilda á iíótel- inu. Ekki sízt þess vegna toykir aðalblaðinu í Houston mál þetta alvarlegt. Genfarfundur þingmanna 44. þjóða HELSINGFORS, 22. ágúst — Á meðal 400 þingmanna frá meir en 40 þjóðum, sem koma saman í Helsingfors í næsta mánuði á 44. alþjóðaþing þingmannasam- bandsins, verða fulltrúar frá Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína-kommúnistum. Það sem verður um rætt er: Viðsjár í heiminum og önnur heimsmál. Gerbardsen fer !il Moskvu MOSKVA 22. ágúst. — Fregnin um væntanlega heimsókn Einars Gerhardsens, forsætisráðherra Norðmanna til Sovétríkjanna var birt í Moskvu í kvöld. Tassfrétta- stofan birti þau ummæli Ger- hardsens að milli Norðmanna og Sovétríkjanna ættu sér ekki stað nein veigamikil pólitísk ágrein- ingsmál. Útvarpið í Moskvu birti þá fregn í kvöld að æðsta ráð Sovét- ríkjanna hefði boðið þingmanna- nefndum frá Belgíu og Japan í heimsókn til Sovétríkjanna. Jap- anarnir eru væntanlegir i lok þessa mánaðar og Belgir í byrjun næsta mánaðar. Chevrolet hefir aðeins betur NEW YORK — í keppninni milli Ford og Chevrolet um fyrsta sætið í bílasölu í Bandaríkjunum stóðu leikar þannig, effir fyrstu sex mánuði þessa árs (skv. iðn- aSarskvrslu R. L. Polk & Co.) a8 Chevrolet hafði heldur betur, hafði selt 756,317 b'la gegn 741.481 Fordbíl. Verður Ben Yussef kvaddur heim? París 23. ágúst. Á MEÐAN stjómmálamenn frá Frakklandi og Mar- okko ræddu í dag í Aix la Bains um möguleikana á því að kalla heim til Marokko Ben Yussef soldán, fóru fram í Norður-Afríku stórfelldustu hernaðaraðgerðir, sem þar hafa átt sér stað frá því að bylting Rif Kabala ættflokks- ins vair bæld niður árið 1920. Talið er að Frakkar tefli nú fram í Norður Afríku um 160 til 180 þús. manna liði, þar af 100—200 þús. í Algier og 40 til 60 þús. í Marokko. Ef óeirðir halda áfram í N.- Afríku er talið að svo geti farið að Frakkar neyðist til þess að skerða her sinn hjá Atlantshafs- bandalaginu, sem aðsetur hefir í Vestur-Þýzkalandi, og senda hann til Norður-Afríku. Engin tilmæli hafa þó enn borizt til Gruenthers, yfirhershöfðingja Atlantshafsbandalagsins, um þetta efni. V í ATLANTSFJÖLLUM Þjóðernissinnarnir í Marokko hafa leitað hælis í Atlantsfjöll- unum, fyrir suð-austan Casa- blanca. Flugvélar vörpuðu í dag eldflaugum að herjum uppreisn- armanna þar. Landherinn sækir að virkjum uppreisnarmannanna í fjöllunum og fara skriðdrekar í fararbroddi. Víglínan þarna er sögð vera 100 km breið. í Algier eru horfurnar á því að Frökkum takist að bæla niður uppreisn þjóðernissinna taldar betri heldur en í Marokko, enda þótt álitið sé að forystumaður uppreisnarmanna þar fari enn frjáls. En Frakkar hafa þar mik- inn og vel þjálfaðan fjallaher. Á TALI VIÐ EL GLOUE Á stjórnmálasviðinu vekur það helzt athygli að Faure forsætis- ráðherra, sat í dag lengi dags á fundi með El Gloue, pashanum í Marrakesh. EI Gloue var aðal- hvatamaður þess á sínum tíma að Ben Yussef var sendur í út- legð frá Marokko. Nú er talið að EI Gloue sé fús til þess að samþykkja að Ben Yussef verði kvaddur heim með vissum skilyrðum. Meðal stjórnmálamanna heima í Frakklandi sætir heimkölhm Ben Yussefs harðri andspyrnu og getur svo enn farið að Norður- Afríkumálin valdi nýrri stjórnar- kreppu í Frakklandi. Hlutleysi MOSKVA, 22. ágúst — Útvarpið í Moskvu sagði í kvöld, að langt væri frá bví að hlutleysisstefnan í Danmörku og Noregi væri dauð. í fyrra fyrirlestri hafði útvarp- ið rætt um hlutleysið í Sviss og Austurríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.