Morgunblaðið - 24.08.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.08.1955, Blaðsíða 2
# O RG l'* HL 4HI + Miðvikudagur 24. ágúst 195SI og imnning HINGAÐ til hefir alþýða þessa lands Iitið á verkfallsréttinn sem varnarvopn í baráttunni fyrir bættum lífskjörum, sem aðeins mætti beita gegn órétti og kúgun. — En nú er svo komið málum að allflestir álíta hann árásarvopn, jafnvel svo hættulegt, að \rarleg- ast sé að hafa það aðeins í hönd- um fámennra fulltrúaráða!!! Þessi skoðun styrkist vissulega við þá staðreynd, að almenning- ur í verkalýðsfélögunum lætur úg þessi mál litlu .skipta, greiðir ekki atkvæði um ákvörðun alvar (egra og afdrifaríkra verkfalla. Til eru þó menn, sem álíta að þetta áhugaíeysi stafi af hræðslu við vfirboðarana, fulltrúaráðin. En er þetta vopn launþega nú i höndum heiðarlegra og sann- gjarnra manna, sem vilja styrkja hag og heill hinna „vinnandi stétta'1, sem þeir kalla svo? Vér skulum aðeins athuga þá hlið, sem snýr að verkafólkínu og sjómönnunum. í dag eru hafin verkföll hjá verkakvennafélögum Akraness og Keflavíkur og samúðarverk- föll boðuð fyrir sjómenn ög verkamenn eftir viku. — Krafan er kr. 8.10 um klukkutímann í grunnlaun, eða sama og greitt er á Siglufirði og Húsavik. — Þar jhafa atvinnurekendur samþykkt hærra kaup kvenna en hér sunn- anlands, en fengu aftur á móti lengdan eftirvínnutímann upp i 4 klukkutíma og tryggingartima- bilið fært fram, sem hvorttveggja er hagstæðara í sambandi við norðlenzkt vinnutímabil fyrir þá, bótt reiknað sé með hærra kaupi. Vinnuveitendasamband íslands býður sama kaup og ákvæðið var í Reykjavik, Hafnarfirði, Vest- mannaeyjum og víðar að lok- ?nni hinni eftirminnilegu verk- "allsbaráttu. Verkföllum. sem orsaka ein- ungis aukna dýrtíð er skellt á, á sama tíma og ríkissjóður eða almenningur í landinu verður vegna atvinnuöryggis og gjald- eyrisþarfar að greiða milljónir með útflutningsframleiðslunni. — Vér köllum yfir oss dýrtíð þegar aðrar þjóðir, keppinautar vorir á hinum ýmsu mörkuðum. kapp- kosta að halda kaupgjaldi og verðlagi í samræmi við markaðs- verð útflutningsvörunnar. Þetta skeður þrátt fyrir það, að fulltrúaráðin og fólkið sjálft Sér, að hækkað kaup eru engar kjarabætur, þegar neyzluvaran og allur annar framfærslukostn- aður hlýtur að hækka að sama skapi eða meira. Verkföll eru nú hafin og öðr- um hótað úr hörðustu átt, þegar fceituöflun til vetrarvertíðarinn- ar stendur fyrir dvrum, en allir vita að þorskvertíðin skapar var- anlegustu vinnuna og vænlegasta útflutningsframleiðsluna. Þess er einnig að gæta, að blutatrygging sjómanna fellur niður um leið og samúðarverk- fall þeirra hefst. Það er heldur ekki verið að velta vöngum yfir því, þótt að konur, jafnt húsmæður sem heimasætur, hafi kr. 200.00 til kr. 300.00 á dag við söltun Faxaflóa- síldar og hásetinn kr. 500.00 til kr. 600.00 í hlut á sólarhring, ef vel veíðist. — Þetta var stað- reynd í vikunni áður en verk- fallið hófst. — En aftur á móti var sáralítil atvinna hjá tíma- yinnú kvenfólki. Þær konur, sem stunda þá vinnu við sjávar- síðuna, hafa í tekjur um kr. ÍOOO.OO og upp í kr. 1600.00 á viku, ef nm verulega atvinnu er að ræða. Vér íslendingar ættum að balda eina friðarráðstefnn um átvinnu- og dýrtíðarmál vor, þar sem því væri slegið föstu meðal annars, að misnotkun verkfalls- **éttarins hafi eyðileggingar- áhríf í' íör með sér fyríf allar etéttir þjððfélagsíns, ekki sízt fyrir þær sem beita henni þannig. Annars getur svci farið að spá- dómsorð Krukks rætist, en þó í endurbættri útgáfu- Af langvinnum verkföllum og lagaleysi mun landið eyðast. J. Þ. Prestafundur hins Ný brú v'sgð á Vatnsdalsá forna Hólasftffis 1955 i Mikil samgönguhót fyrir sveitina handsamaður á Akranesi BIFREIÐAÞJÓFURINN frá Ak- ureyri, sem stal bifreiðinríi þar fyrir réttri viku hefir nú verið fangaður. Var það bifreiðin A-372 sem stolið. var. Fannst hún á föstudagsmorguninn úti í skurði hjá Sveinsstöðum í Húna- vatnssýslu. Talið var, að þjóf- ’ urinn hefði komizt í bíl og ekið áfram til Reykjavíkur. Rann- ’ sóknarlögregLan hér í bænum hafði málíð til rannsóknar, en ekki hafðist upp á þjófnum hér. ! Sást til harts up.þi í Borgarfirðí og fór hann út úr bifreið við veginrí til Akraness. i Þar var þjófurinn handsam- aður í gær af lögreglunni á Akranesi. Þekkti hún hann eftír lýsingunni, sem send hafði verið út. Situr þjófurinn nú í varð- haldi, en verður sendur heim til Akureyrar innan skamms, þar sem upp munu verða gerðar sak- ir við hann. Guðrún Brunborg fruimýnir Ósfýriláf æska í dag í DAG frumsýnir frú Guðrún Brunborg nýja kvikmynd í | Stjömubíói. Er það kvikmyndin Óstýriiát æska. Myndin er norsk og fjallar um æskuna í dag og viðhorf barna til foreldra sinna og heimila. i Myndin hefur verið sýnd í Noregi undanfarinn mánuð og hlotið sérstaklega góða dóma. Hefur verið metaðsókn á mynd- inni í Noregi og munu fáar kvik- myndir hafa náð öðrum eins vin- sældum þar í landi. 1 Seinni sláftur að hefjasl í Valnsdal \ HOFI, Vatnsdal, 22. ágúst — Síðastiiðna viku voru óþurrkar fram á föstudag og laugardag, en þá daga var afbragðsþurrkur, en þó fullhvasst af suðri og suð- austri. Óhemju mikið af engja- heyskap er nú uppsætt hér í Vatnsdal og Þingi. Grasvöxtur er ágætur á harð- velli, en mýriendi er fremur rýrt. Háarspretta er mikil þar sem tún hirtust. snemma. Seinni 1 sláttur er að hefjast á nokkrum stöðum. GOÐ K:\RT0FLUbPPSKERA Útlit er fyrir góða kartöfiu- uppskeru saki ekki næturírost. i þessum mánuði. Áframhaldandi hiýindi eru hér ennþá, því norðanáttin var ekki ríkjandi nema fáa daga. Búast má við að heyfengur verði nokkuð fram yfir meðal- lag að þessu sinni. — A. B. J. Soíiuí iiin talinii meðsekur PARÍS, 12, ágúst. •— Dóminik- málið hefur nú verið endurvak- ið í Frakkiandi, en nærri ár er liðið síðan aldinn bóndi var dæmdur sekur um morð á brezka vísindamar.ninúm Drummund og fjölskyldu hans. Nú hefur sonur bóndans, Gustaí' Dóminík, verið; sakaður um hlutdeild í morðinu. —Reut.er. AÐALFUNDUR Prestafélags hins forna Hólastiftis var haldinn að Hólum í Hjaltadal dag ana 13. og 14. ágúst s. 1. Sátu hann 22 prestar stiftisins. — Fundurinn hófst í dómkirkjunni með því að prestur staðarins, sr. Bjöm Björnsson, flutti ávarp og bæn, en fundarhöldin fóru síðan fram í skólahúsinu. FÉLAGSMÁL OG FR AMTÍÐ ARSTÖRF Sr. Helgi Konráðsson setti fundinn og gerði grein fyrir væntanlegum störfum hans. — Fundarstjóri var sr. Friðrik A. Friðriksson og ritarar sr. Gunn- ar Gíslason og sr. Birgir Snæ- björnsson. Aðalumræður fundar- ins urðu um félagsmálefni og framtíðarstörf. Prestafélag hins foma Hólastiftis var stofnað árið 1898 fyrir forgöngu prófastanna sf. Hjörleifs Einarssonar og sr. Zophoníasar Halldórssonar. Frá 1910 hafa vigslubiskupar stiftis- ins verið sjálfkjörnir formenn þess. Lög félagsins voru frá stofnári þess. Þau voru nú á fundinum endursamin og meðal annars tekið inn í þau það á- kvæði, að félagið „vinni að end- urreisn fullkomins biskupsstóls á Norðurlandi“. JÓNS BISKUPS MINNZT MEÐ SÖNG j Þá var rætt um 850 ára af- mæli Hólastóls á næsta ári, og samþykkt að minnast þess með hátíðahöldum á Hólum, og þótti öllum vel viðeigandi, að þar yrði : sem mestur söngur, sem verðugt . mundi minningu hin3 sæla Jöns ; biskups Ögmundssonar. Einnig i var þess minnzt, að nú fer að nálgast 200 ára afmæli Hóla- kirkju (1963), en engar ákvarð- anir voru teknar í sambandi við það. Um kvöldið flutti sr. Benja- min Kristjánsson fróðlegt erindi um Skálholtsskóla, en að því loknu sátu fundarmenn boð prestshjónanna á staðnum, sr. Björns Bjömssonar og frú Emmu Hansen. KRTSTINDÓMS- FRÆÐSLA Sunnudaginn 14. ágúst var fundi fram haldið kl. 9,30 að morgni. Þá flutti sr. Páll Þor- leifsson á Skinnastað framsögu- erindi um kristindómsfræðslu barna og urðu um þaö nokkrar umræður, sem gestur fundarins, Valdimár Snævarr skáld, tók þátt í meðal annarra. Kl. 2 hófst messa í dómkirkj- unni. Sr. Þorsteinn B. Gíslason prófastur í Steinnesi prédikaði og sr. Sigurður Stefánsson pró- fastur á Möðruvöllum þjónaði fyrir altari, kirkiukór Hólasókn- ar annaðist söne undir stjórn organistans Friðbjörns Trausta- sonar. Eftir messu flutti sr. Páll Þorleifsson prófastur á Skirína- stsð erindi fyrir kirk.iugesti um sama efni og hann hafði áður flutt á fundinum og Valdimar Snævan- las upp frumsamda og þýdda sálma. NÚVFRANDI STJÓRN Stjórn félagsrns skipa nú þéss- ir merírí: Sr. Friðrik J. Rái'r.ar víf'slubiskup formaður, sr. Sig- urður Stefánsson varaformaður, sr. Helgi Konráðsson ritari, sr. Þorsteirín Gíslason gjaldkeri og sr. Friðrik A. Friðrikssorr. Fundurinn var hinn ánægju- legasti, umrteður tjörugar og gott að dvelja á Hólum við hlýlegar múttökur og aðbúð skólastjóra- hjónanna Kristjáns Karlssonar og frú Sigrúnar Ingólfsdóttur. HOFI í Vatnsdal, 22. ágúst — Hátíðahöld voru í Vatnsdal síð- astliðinn sunnudag í tilefni af byggingu hinnar nýju brúar á Vatnsdalsá. Samkoman hófst kl. 3 með því að Jón Pálmason, alþingismaður. setti mótið og lýsti tilhögun þess. Fyrstur tók til máls dr. Krist- inn Guðmundsson, samgöngu- málaráðherra, er afhenti brúna til afnota, sem fullbyggt mann- virki. Næstur tók til máls Geir Zoéga, vegamálastjóri, er lýsti gerð og býggingu brúarinnar, sem er rnjög vönduð stálbitabrú og hið fegursta mannvirki. Upp- komin kostar hún 550 þús. kr. Þar næst töluðu Jón Pálma- son, alþm., Guðbrandur ísberg, sýslumaður, Steingrímur Davíðs- son, vegagerðarverkstjóri, Grím- ur Gíslason, oddviti í Vatnsdal, og Runólfur Björnsson, Kornsá. Þeir Ásgrímur Kristinsson, Ási, og Ólafur Sigfússon, Forsæludal, fluttu frumort kvæði — brúar- ljóð. — Milli ræðanna var al- mennur söngur. Að loknum ræðuhöldum var sameiginlegt kaffi fyrir þá, er að þessu höfðu unnið og búendur dalsins. Voru þar enn fluttar ræð ur og sungið. — Um kvöldið var dansleikur í samkomuhúsinu á Ásbrekku. Samkoman var vel sótt frá öll- um bæjum sveitarinnar, og ah- margt fólk lengra að. Vatnsdalsárbrúin nýja er býð- ingarmikill tengiliður fyrir Vatns dal. Áður var búið að brúa Kornsá og Álftahólará hjá Gríms fungu. Þá var Tungnaá hjá Þór- arinstungu brúuð síðastliðiS haust. Yfirsmiður brúarbyggingarinis ar var Guðmundur Gíslason, brú-. arsmiður á Hvammstanga. Brúarsamkoma þessi fór frarrj með skemmtilegum hátíðasvip og voru dalsbúar mjög ánægðir að hafa fengið þessar dýrmætu sam- göngubætur, sem auðvelda mjög sameiginlega mjólkur- og vöru- flutninga fyrir dalinn og félags- lega starfsemi. Að vrisu eru vegir í austanverð- um Vatnsdal ennþá lítt upp- bygðir, en þó miðar því nokkuð árlega, og von til að því verkl verði hraðað eftir föngum. — Á. B. J. Rússinn sótti vatn ÞÓRSHÖFN, (Færeyjum) 22. ág. — Rússneskt skip kom hingað S fyrradag til að sækja vatn handa rússneska fiskveiðiflotanum, sem stundar nú síldveiðar við Fær- eyjar. —• Hafnarbakkinn var girt- ur af með olíufötum og köðlum, svo að enginn óþarfa umgangur yrði milli skips og lands. — Er þetta alltaf gert, þegar rússnesk skip leggjast hér að hafnarbakk- anum. Ástæðari er sú, að menm óttast, að með þeim geti borizt taugaveiki. —Frétiaritari. ' Sextán ára tónskáld og píanóleikari STJÖRNUKABARETTINN efnir til miðnæturskemmtunar I Au. t- urbæjarbíói n.k. föstudagskvöld kl. 11,15. Þar koma fram 3 beztu skemmtikraftar landsins ásamt brezku Jass-hljómsveitinr.í Ronnie Keen, og söngkonunni Marion Davis. Guðmundur Ingólfsson. Einna athyg verðastur þei er Guðmun Ir.gólfsson, h sextán ára píc. snillingur og t skáld. Guðmundur I fyrst fram or berlega, þ: hann var 13 . og vakti þá þ( mikla og ve skuldaða ath Það má með s segja að ( : mundur hafi s!: barnskónum um við píanóið hann fór að L. á það sex á gamall. Guðmundur h: ur dvalið í Dr mörku undanfa i • sex mánuði 1: nám og kom h þar fram í dan sjónvarpinu.Vr • o S MoRGUNBLA£HÐ © • • • ME8 • P ORGUNKAFFINU « $ "• © $ © © $ • f 6 ( pianóleikur hans rnikla aíhygli. — A miðnæturskemmtun Stjörr .- kabarettsins mun hann eingöngu leika tónverk eftii heimski r tónskáld og er Chopin efstur á leilvskrá hans. — Guðmundur hein’ þegar getið sér orðs sem tónskáld, en kunnust laga hans munu ve * Vorblömin anga og Laxfossvalsinn er hann samdi 13 ára gam: I, Meðal annars koma fram á miðnæturskemmtuninni Vínarhljó > sveit Jósefs Fellsmans og mun Alfreð Clausen syngja með hljó: i- sveitínni. :— Þá mun Hjálmar Gíslason leikari fara með skemm þátt og gamanvísur. — Þá gefst fólki einnig kostur á að hlusta \ hið góða munnhörputríó Ingólfs Haraldssonar. — Einsör.gvariivr* Gunnar Ki'istinsson úr óperunni (La Bohme) mun syngja nokkt'c lög með Undirleik Frits Wéishappels. Þá mun og Guðmundur Ing- leika einleik á harmoniku, ásamt fleiri skemmtiatriðum. Kynnír verður Ævár Kvaran. — Aðgöngumiðasala að Stjörmi- . kaberettinum hefst í dag, miðvikudag, og eru seldir í ísafold, ^Austurstræti, og Austurbæjalbíöi. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.