Morgunblaðið - 24.08.1955, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.08.1955, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 24. ágúst 1955 MORGUNBLAÐIB V Dr. Adenaiier ÖV ekkiháð ”kalt uministuai einn á háti Fulltrúi Argentínu á ráðstefnu Alþjóðaskáksambandsins tilkynnir M. Najdorf (t. h.), að landi hans Bolbochan (í baksýn) fái ekki að taka þátt í skákmótinu. Harðvítu? baráfta á ská mótinu í Gautai HÉR BIRTIST annað bréf frá Freysteini Þorbergssyni skák- manni, sein skrifar fyrir Mbl. um alþjóða-svæðakeppnina í skák, er fram fer í Gautaborg um þessar mundir og margir af beztu skák- mönnum heims taka þátt í. Mun Freysteinn senda blaðinu af og til fréttir af mótinu. Gautaborg, 19. ágúst 1955. Alþjóðasvæðakeppnin í skák1 var sett að viðstöddu fjölmenni sunnudaginn 14. þ. m. Eftir hjart- anlegar móttökuræður af hálfu borgarstjórnarinnar, fluttar úr tolómum skrýddum ræðustól inn- an um líkneski og ljósmyndara,! var dregið um keppnisnúmer; þátttakenda. Öskjum með keppn- ísnúmerum hafði verið komið fyrir í fimm hrúgum á borði við Jilið ræðustólsins. Keppendur voru kallaðir upp og bent að draga úr einhverjum ákveðnum haug, því að ákveðið hafði verið ^ að keppendur hverrar þjóðar j hafi mætzt eigi síðar en í 10.! umf. Þetta atriði mun væntan- lega eiga að auka spenning móts- j íns og koma í veg fyrir hugsan- ' lega samvinnu keppenda. Sér- staka hyllingu með lófataki á- horfenda fengu hinn nýkrýndi heimsmeistari unglinga, Bóris Spaaskij, og hinn svipmikli, arg- entínski stórmeistari, M. Naj- dorf, sem dró sitt heillanúmer 13! Með þessu númeri hefur Naj- dorf sigrað í stórum alþjóða- skákmótum. Sjálft skákmótið hófst daginn eftir að viðstöddu slíku fjöl- menni, að hin virðulegu húsa- kynni reyndust í knappasta lagi og andrúmsloft og hitastig líkt- ust hinu sama og í finnskri bað- stofu, er á leið kvöldið, þrátt fyrir opnar dyr og glugga. Suð kvikmynda- og sjónvarps-upp- tökuvélanna blandaðist saman við lágvært hvísl áhorfenda og staka smelli ljósmyndaranna. Þeir áhorfenda sem náð höfðu sæti, urðu að sitja sem fastast allt kvöldið, svo þétt var mann- þyrpingin að baki þeim. Veik- indaforföll sænska stórmeistar- ans, Gideon Stáhlbergs, í fyrstu tveimur umferðunum munu hafa átt sinn þátt í „betra andrúms- lofti“ annan dag keppninnar. I. UMFERÐ Fyrstur til að hefja bardagann var hinn þéttvaxni, ungi Rússi, E. Geller, sá sem efstur varð á Rússlandsþinginu í ár. Þetta var ein af fjörugustu skákum kvölds- ins. Rússinn hóf hættulega kóngs. sókn, en Pólverjinn Sliwa varð- ist með ágætum, þar til skákin var sett í bið. Seinna vann Gell- DR. ADENAUER hefir nú ákveð ið að taka boði Ráðstjórnar- innar um að koma í opinbera heimsókn til Moskvu í lok ágúst- mánaðar eða byrjun september, en það liggur ekki alveg ljóst fyr ir, hvað Ráðstjórnin muni nú bera úr býtum með boði sínu. — Líkurnar til nokkurs samkomu- lags hafa einnig minnkað að mun frá sjónarmiði Vestur-Þjóðverja. Það liggur i augum uppi, að slík heimsókn er mun þýðingar- minni nú vegna þess árangurs, er náðist á Genfar-ráðstefnunni — Hins vegar kynni það að hafa orð ið Rússum mikil stoð í viðleitni þeirra til að „koma vestrænum þjóðum betur fyrir sjónir“, hefði Adenauer verið boðið til Moskvu j fyrir fjórveldafundinn. En fund- ur æðstu manna varð til þess að draga úr milliríkjadeilum án | þess, að Ráðstjórnin léti sig á nokkurn hátt í Þýzkalandsmálun- um. Afstaða Rússa til sameining- ar Þýzkalands er nú vissulega ó- bilgjarnari en áður, og samt er engum blöðum um það að fletta, að sambúð Rússa og Bandaríkja- manna hefir farið heldur batn- andi. ★ ★ ★ Varla ætti dr. Adenauer að er peð og braut alla mótspyrnu þurfa að fara í eigin persónu til á bak aftur með skemmtilegri skiptamunsfórn. Bisguier, Banda- ríkjunum, sótti stift á hinn hættu lega Najdorf, Argentínu, fórnaði skiptamun fyrir sókn og flækti stöðuna eftir megni, en Najdorf stóð af sér öll óveður og Bisguier gafst upp. Spaaskij háði harða stöðubaráttu við Ungverjann Szabo, sem lengi hafði betri stöðu. En einmitt þegar áhorf- endum virtist sem Szabo væri að brjótast í gegn, kom gagnáhlaup á „elleftu“ stundu, og Ungverjinn sá þann kost vænstan að semja frið. Hinn hættulegi árásarskák- maður, Keres, átti í höggi við Hollendinginn Donner, sem valdi vörn, sem hann vissi, að Keres hafði áður mistekizt að brjóta niður. Mikil uppskipti urðu á mönnum, en samt tókst Keres að ná allhættulegri kóngssókn með því að fórna peði. En einmitt í hörðustu hríðinni kom vopnahlé það, sem biðskákir veita nútíma- skákmönnum. Þeir þurfa að sofa eins og aðrir menn. Mörgum á óvænt tókst Donner svo að sigla kóngi sínum gegnum brim og boða skáka og fráskáka í örugga jafnteflishöfn. Hinum spjátr- ungslega Medina frá Venezuela, sem löngum situr meðal áhorf- enda og ræðir við konu sína um gang bardagans, tókst skjótlega að sigra Guimard, Argentínu. Hinn síðarnefndi, sem eftir útliti að dæma er harla værukær, var of seinn að fylkja mönnum sín- um til orrustu. Harka mikil var í skákinni Ilivitsky, Sovétríkin — Unzicker, Vestur-Þýzkaland. Hinn fyrrnefndi, sem nú tefldi sína fyrstu skák á alþjóðavett- vangi, virðist vera mjög örugg- ur „position“-skákmaður. Þýzka- landsmeistarinn, sem að vanda Moskvu til að koma á auknum samböndum milli Ráðstjórnar- ríkjanna og Vestur-Þýzkalands í stjórnmálum, menningarmálum og efnahagsmálum. Kann að vera, að Rússar álíti þetta boð — sem þeir fyrst. báru fram í júní- mánuði — óhjákvæmilega kurt- eisi til að koma í veg fyrir, að sambúð þessarra tveggja landa fari versnandi — en tæplega næst mikill árangur af þessari heim- sókn né heldur verður hún til þess að losa vestur-þýzku stjórn ina úr þeirri pólitísku klípu, sem hún er í. ★ ★ ★ Dr Adenauer hefði gert sig mjög ánægðan með, að Ráðstjórn in hefði dregizt á að sýna sam- komulagsvilja í Þýzkalandsmál- unum eða jafnvel aðeins gefið vonir um slíkan ádrátt — þetta hefði gert honum kleift að sýna fram á réttmæti sinnar stefnu í vígbúnaðarmálunum og í ein- dregnu fylgi Vestur-Þjóðverja við vestrænar þjóðir. Hann hefði getað sætt sig við, að Genfar-ráð- stefnan hefði ekki tekizt vel og ekki hefði dregið úr viðsjám „kalda stríðsins" eins og eftir Berlinar-fundinn — hann hefir spjarað sig vel til þessa þrátt fyr- ir „kalda stríðið” og hefði vonazt til að geta gert þetta áfram. En eins og aðstæðurnar eru nú, er vestur-þýzki forsætisráð- herrann í talsverðri klípu, og það verður stöðugt meiri erfiðleikum bundið fyrir hann að færa sönn- ur á, að stefna hans færi þýzku þjóðina nær takmarki sameining arinnar, en vitanlega getur hann ekki haldið áfram að heyja „kalt stríð“ gegn kommúniskum lönd- tefldi djarft, varð að lokum að um, ef Bandaríkin róa að því öll- láta í minni pokann. Svipminni | um árum að binda endi á „kalda voru skákir landanna: Panno-— Pilnik frá Argentínu, Rabar— Puderer frá Júgóslavíu og Pach- mann—Filip frá Tékkóslóvakíu, sem enduðu allar með jafntefli. Petrosjan, Sovétr. sat yfir. II. UMFERÐ 16. ÁGÚST Hinn kunni, rússneski stór- meistari, Bronstein og Þjóðverj- inn Unzicker tefldu svipmestu skák kvöldsins. Rússinn fékk smám saman betra tafl og eign- aðist hættulegt frípeð. En Þjóð- verjinn náði kóngssókn og hótaði máti. Á meðan hafið Bronstein stríðið". Vestur-Þjóðverjar verða að bæta samskipti sín við Moskvu, ef þeir hyggjast skipa sér eftir sem áður undir merki vestrænna þjóða. En hvernig ætlar vestur- þýzka stjórnin að snúa sér í mál- inu, þegar ráðamenn í Kreml neita að semja um Þýzkalands- málin, og lýsa yfir því, að einasta leiðin sem Ráðstjór-nin geti fall- izt á að farin verði liggi um Aust- ur-Berlín? ★ ★ ★ Raddir eru nú uppi meðal Kristilegra demókrata um að / lok ágústmánaðar stendur Bonn- stjórnin á krossgötum — bæði i innanrikis- og utanrikismálum krýnt nýja drottningu og hóf taka Moskvu á orðinu og leggja sjálfur kóngssókn með fallegri J til, að hafnar verði umræður við leikfléttu. Unzicker neyddist til j Austur-Berlín um sameiningu að draga her sinn til þaka en Þýzkalands. Slíkar umræður varð svo að gefast upp fyrir of- myndu leiða eitt af tvennu í liós: Eramh. á bls. 12. Austur-Þjóðverjar yrðu berir að Vestur-þýzka forsætisráðherran- um er mikill vandi á höndum. óbilgirni og með því gæti dr. Adenauer sannað, að hann hefði „tekið rétta hæð í pólinn“, eða — öllum til mikillar undrunar — Grotewohl yrði fús til að láta undan og hefja samkomulagsum- leitanir — og það gæti orðið mik- il bót í máli. En til þessa hafa þær raddir fengið litlar undirtektir. Hvað viðvíkur þýzkum stríðs- föngum, sem setið hafa í haldi í Rússlandi, gaf Bulganin mar- skálkur all ákveðið í skyn, er hann sótti Austur-Berlín heim á dögunum, að Rússar séu nú fúsir til að gefa síðustu þýzku stríðs- föngunum upp sakir og veita þeim heimfararleyfi — en þetta á að ná fram að ganga fyrir milli- göngu stjórnarinnar í Austur- Berlín, ekki Bonnstjórnarinnar, til að Grotewohl fái heiðurinn af því en ekki dr. Adenauer. ★ ★ ★ Dr Adenauer verður einnig að taka innanríkismálin föstum tök- um á næstunni. Nýlega varð klofningur innan Flóttamanna- flokksins, og meiri hluti hans lýsti yfir vantrausti sinu á stefnu samsteypustjórnarinnar. Þetta eru fyrstu verulegu kröggurnar, sem dr. Adenauer lendir i, síðan hann tók við embætti sínu árið 1949. — Hér er samt raunverulega ekki um örlög stjórnarinnar að tefla. Þó að stjórnin missti þau 18 at,- kvæði, sem Flóttamannaílokkur- inn hefir yfir að ráða, het'ir hún enn handbæran ríflegan meiri hluta atkvæða í þinginu — at- kvæði Kristilega demókrata- flokksins, Frjálsra demókrata,, þýzka floksins og beirra níu bing- manna Flóttamannaflokksins, er ekki fylgdu „kloíningnum“ að málum. En stjórnin á ekki leng- ur vísan tvo þriðju hluta af at- kvæðamagni þingsins — en það er nauðsynlegt til að fá samþykkt ar þær breytingar á stjórnar- skránni, er gera þarf í sambandi við herskráningu og annað er lýt- ur að vígbúnaðinum Þetta verð- ur til þess, að samþykktir laga- frumvarpa varðandi vígbúnaðinn dragast mjög á langinn. ★ ★ ★ Klofningur Flóttamannaflokks ins boðar einnig umfangsmeiri hættu, er kann að ná til þess grundvallar, sem dr. Adenauer byggir stefnu sína í innanríkis- málum á. Hægri flokkarnir eru að byrja að sýna samsteypustjórn inni nokkra andstöðu. Orðatil- tæki dr. Adenauers hefir löng- um verið: „Engir óvinir hægra megin“ -— honum hefir til þessa tekizt að halda innan vébanda sinna áhrifa hægri öflunum í landinu og smáflokkum þjóðern- issinna. Gerðust |)essir flokkar sjálfstæðir og snerust gegn dr. Adenauer, er sennilegt, að þeir næðu á nýjan leik miklum áhrif- um, og það kynni að hafa örlaga- rík áhrif á stjórnmál Vestur- Þjóðverja. Það er því talsvert óhagræði og jafnframt all áhættusarpt að láta það* viðgangast, að Flótta- mannaflokkurinn regi sig úr stjórnarsamvinnunni. En það mundi einnig verða all kostnaðar samt að halda stjórnarsamvinnu við flokkinn — það hlyti að leiða til þess að fórna yrði þeim tveim ráðherrum Flóttamannaflokks- ins. er reynzt hafa samsteypu- stjórninni dyggir og hafa nú ver- ið reknir úr flokki sínum. Það er heldur ekki áhættulaust fyrir stjórnina að setja það fordæmi að verðlauna „uppreisnarmenn“, er neita að beygja sig undir flokksagann — einkum frá því sjónarmiði, að mikil ókyrrð ríkir nú meðal hinna stjórnarflokk- anna. — ★ ★ ★ Báðir ráðherrarnir hafa sent dr. Adenauer lausnarbeiðni sína, en hann hefir látið þeim ósvarað, og nú gefa sumarleyfin nokkurn grið — og vonandi lægja þau skapofsa stjórnmálamanna. En ó- hjákvæmilegt verður að taka á- kvarðanir bæði um innanríkismál og utanríkismál — þegar sumar- leyfin eru á enda í lok ágústmán- aðar, stendur Bonnstjórnin á krossgötum. (Observer — öll réttindi áskilin). Vei heppnir dægur- lagahjómleikar SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld kynnti Ráðningarskrifstofa Skemmtikrafta 11 nýja dægur- lagasöngvara. Skemm*un þessi fór fram í Austurbæjarbíói fyrir fullu húsi áheyrenda, sem tók hinum mörgu söngvaraefnum mjög vel. Má búast við að nokkrir þeirra er þarna komu fram, eigi eftir að láta til sín heyra víða á skemmtunum í framtíðinni. Má þar m. a. nefna Hafdísi Jöels- dóttur og Ragnar Lárusson, sem bæði gerðu lögum sínum hin beztu skil. Enn fremur stóð Magn ús Magnússon sig vol söngur hans var líflegur, röddin beint ekki hefluð, en öll framkoma Magnúsar hin fjörlegasta, má mikið vera, ef hér er ekki á ferð- inni nýr gamanvísna og eftir- hermusöngvari. Hinar kornungu stúlkur, Anna ívarsdóttir, og Sigrún Bjarna- dóttir, unnu hjörtu allra með söng sínum. Þær eru aðcins 12 og 13 ára, en sungu einkar hreint og fallega. Þá kom og íram önn- ur þrettán ára stúlka, Dúa Þórð- ardóttir. Kom hún fram sem óvænt atriði, var söngur hennar einnig góður og sviðframkoma hjá svo ungri söngkonu óaðfinn- anleg. Aðrir söngvarar, er þarna komu fram, stóðu sig og með prýði, að sjálfsögðu komu fyrir ýmis smá-mistök svo sem við er að búast af algjörum nýliðum að vera, en í heild tókst skemmt- un þessi vel. Hljómsveit Árna ísleifs ann- aðist undirleik fyrir alla söngv- arana, og stóð vel í því vanda- sama hlutverki. Þá kom og fram á hljómleikunum tríp Ronnie Keen ásamt söngkonunni Marion Davis, sem um þessar mundir skemmta að Röðli. Náði hópur Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.