Morgunblaðið - 24.08.1955, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1955, Blaðsíða 10
ifmiumuniMMm MitMii««|iin * miiuumiMi|Mii;niwiii » nrwiimiiiiMnimnnwii..jiunMiMmwiimmimu li -xmnmninniinnTii p > wirnniwnnnntinnmmwwiy »HWmuTniiulniwmwwtg j Iimmrtmluminiliiinilii <HIÍ- Miðvikudagur 24. úgúst 1955 10 «*■»*■■■••... Tilkynning frá hestnmannaféloginu FÁKUR Þeir, sem ætla sér að hafa hesta á fóðrum hjá fé- laginu næsta vetur, verða að hafa tilkynnt þátt- töku sína fyrir næstu mánaðamót — og er það mjög áríðandi vegna erfiðleika á fóðurkaupum. Sími: 4032. Stjórnin. Átvimui i Duglegar og reglusamar stúlkur óskast lil eldhús- j i og afgreiðslustarfa við veitingastofu í Keflavík. Gott kaup. Frttt fæði og húsnæði. Uppl. í síma 4288. Einbýlishús til sölu Einbýlishús í Silfurtúni sem er forskallað timburhús, 3 herbergi og eldhús, 95 ferm. að flatarmáli, er til sölu eöa i skiptum fyrir 2ja herb. íbúð í bænum. — Má vera í gócum kjallara. Fallegur trjágarður er á lóðinni. STEINN JÓNSSON hdl., Kirkjuhvoli. Uppl. í síma 4951 milli kl. 11—12 og 5—6. Einbýlishús óskast Hef kaupanda að vönduðu einbýlishúsi á hitaveitu- : svæðinu. — Kaupandi getur greitt kaupverðið að fullu. STEÍNN JÓNSSON hdl., Kirkjuhvoli. | Uppl. í síma 4951 milli kl. 11—12 og 5—6. ’ * Keflavik — Suðurnes | Til sölu í Ytri-Njarðvík fokhelt íbúðarhús 103 ferm. • með portbyggðu risi. Selst að hálfu eða öllu leyti. I Uppl. gefur Jón Olsen, Sæbóli, Ytri-Njarðvík, simi j 284, Keflavík. j Matreiðslunámskeið » ^ » Húsmæðrakennaraskóli Islands heldur tveggja * mánaða matreiðslunámskeið, er hefst um miðjan ; október. Kennt verður 3 daga í viku. Umsóknir sendist sem fyrst til Helgu Sigurðardóttur j skólastjóra, Drápuhlíð 42. j Framtíðarafvinna Glöggur reikningsmaður getur fengið atvinnu á endurskoðunarskrifstofu. Framtíðaratvinna. Umsóknir sendist í pósthólf 964. £ » Sikla hjálparmótorhjólin eru komin aftur. Reiðhjólaverkstæð'ð ÓÐINN Bankastræti 2 — Sími 3708 Góð íbúð 4—5 herbergi, óskast til leigu nú þegar. — Tilbað eend- ist Mbl. fyrir 26. ágúst merkt: „Góð íbúð — 593ril Klemens Jónsson bóndi - minninn ÞRIÐJUDAGINN 16. þ. m. and- aðist merkismaðurinn Klemens Jónsson, fyrrv. kennari og bóndi að Vestri Skógtjörn í Bessastaða- hreppi, eftir þunga legu á Landa- kotsspítnlanum í Reykjavík. Þessa mæta manns, vinai míns og samverkamanns um 3C ára tímabil, vil ég leitast við a? minnast lítið eitt og þakka far- inn veg. Klemens Jónsson var fæddu: 1. apríl 1876 í Jórvík í Álfta- veri. Foreldrar hans voru merkis- hjónin Jón Jónsson bóndi í Jór- vík og kona hans Guðríðui Klemensdóttir bónda á Fossi í Mýrdal. Var Klemens sál af á- gætu og traustu bændafólki Of ráðdeildarsömu, sem sótti kná- lega björg í bú í ægisdjúp, þeg- ar timi var aflögum og tækifæri gafst. Ungur hóf hann nám í gagn- fræða- og kennaraskólanum í Flensborg og lauk þaðan námi 1903. Þar næst dvaldi hann um skeið eriendis og stundaði nám við Statens Lærerhöjskolen í Khöfn. Var hann góður náms- maður og vann hylli kennara með prúðmannlegri framkomu og reglusemi. Að loknu námi varð hann kennari í Bessastaðahreppi árið 1905 og byrjaði búskap 1907 á Bjarnastöðum og fluttist 1913 að Vestri Skógtjörn og dvaldi þar sem eftir var æfinnar. Klemens sál var góður kenn- ari, Ijúfur og fórst mæta vel öll stjórn á nemendum sínum. enda munu þeir hafa fengið gotí vega- nesti og leiðbeiningar út í lífið. Hann lét af kennarastörfum 1947. Klemens sál var hygginn bóndi og reglusamur um alla hluti. Hann bætti eignarjörð sína mik- ið að húsagerð og ræktun og er íbúðarhúsið með betri húsum, sem fyrirfinnast í sveit og jörð- in ein af beztu jörðum bygðar- lagsins. Hann lét af búskap 1950 er einn af sonum hans tók við. Árið 1909 giftist Klemens sál. eftirlifandi konu sinni, Auð- björgu Jónsdóttur frá Skálmar- bæ 'í Álftaveri SigU’ð - nar, hinni ágætustu konu, sem var manni sínum góð kona og sam- hent í störfum öllum. Fr kunn- ugt, að honum var mikill styrk- ur að konu sinni við öll þau mörgu opinberu störf, sera á hann hlóðust til viðbótar aðal- störfunum, sem voru búskapur- inn og kennarastarfið. Þau hjón- in eignuðust 10 böm og eru 8 lifandi og þau öll uppkomtn og myndarleg og vel gefin, Klemens sál. Jónsson var iands kunnur maður. Hafði hanu rneð höndum auk síns aðalstarfs, >em óður er lýst nokkuð, tjölra'örg trúnaðarstörf í Bessastaðahreppi, — vandasöm og umfas gamikil. þá hlóðust á hann allskonar störf fyrir sýslufélagið og félagasam- tök innan og utan sýsluféiagsins. Klemens sál. var hreppsnefndar- maður frá 1909—1954 og oddviti öll árin nema sitt fyrsta ár 1 hreppsnefndinni. Sýslunefndarmaður longi og til dauðadags og skattanefnda mað- ur var hann. — Formaður fast- eignarmatsnefndar Gullbrmgu- sýslu og um 25 ár í yfirkjöv: ijorn til alþingis í Gullbrmgu- og Kjósarsýslu. Síðan 1926 var hann endur- skoðandi Mjólkurfélaga Reykja- víkur og var ætíð kosúin með öllum atkvæðum annara fundar- manna, er sýndi hið mikla traust, sem hann hafði áunnið sér. Klemens var í stjóm samtaka bæjar- og sveitarfélaga og starf- aði í ýmsum nefndum. í mjólk- urmálum og sveitarstjórnarmál- um á sínum tíma. Um skeið var hann fulltrúi á fundum mjólkur- samsölunnar og þar vara-endur- skoðandi. : i a .■« Hann var heiðursfélagi Bún- aðargeip^ands KúdarnipiJúiags. *— &it þeSsi stör? Íéýsl.l^Kn?wieh6 sál af hendi, að allra dómí, er til þekktu, raeð frábærvi skyltíu- rækni og góðvild. Það starf, sem mer verður nú efst í huga, þá ég ræði um þau mörgu störf er Klemens sál. hafði með höndum, er endurskoð- un Mjólkurfélags Reykjavíkur, sem vann við í 30 ár og rækti með frábærri elju og nákvæmni. Áttum við félagar Mjólkurfé- lágsins og samverkamenn hans margar ánægjustundir eftir vel unnið starf er hugurinn reikaði frjáls um kærkomin hupðarelm og andinn var ekki bundinn við tölur. Þá var hann fyndinn og glaður í samræðum og lék á alls oddi. Einnig minnist ég þess að á al- vörustundum þegar mjög syrti í álinn og öll sund virtust lokuð, var hann stilltur vel, ráðhollur og kjarkmikill. Þá kemur mér í hug aðalfund- ur Mjólkurfélags Reykjavíkur síðastl. vetúr. Reikningar og starfsemi félagsins voru til um- ræðu og bauð fundarstjóri Klem- ens að taka til máls, sem öðrum endurskoðanda. Hann var ekki vel frískur. Hann talaði um reikningana og starfsemi félags- ins, framtíð þess og þau mál, sem voru efst á baugi með sinni góðu greind og félagslegum þroska. Þar minnist hann látins sam- verkamanns síns, sira Hálfdóns Helgasonar, er hafði látizt fyiir um ári síðan og þeir hefðu unn- ið saman síðan 1937. Fór hann — Rsuðasanðshr, i; OIS. 7. NÝTT FÉLAGSHEIMILI Hér í Rauaðsandshreppi hefur verið komið upp félagsheimili og er bygging þess spor í þá átt, að spyrna fótum við flótta æsku- fólksins. Gallinn er samt sá, að ekki er hægt að komast að hús- inu í bifreiðum og eru það til- flnnanlegir erfiðleikar. Bílgenga brú vantar yfir Hafnarvaðal, og bílveg kring ura örygshöfn. Þrátt fyrir það hversu vel hef- ir þokað áfram vegagerð inn- an hreppsins, seinustu árin, ef- laust að miklu leyti fyrir harð- fylgi og dugnað þingmamisins, er samt ástandið hjá okkur þannig í dag, að allur Rauðisandur er veglaus nema tveir bæir. Vegur að vísu kominn um Rauðasand, en aðeins undirlag, ekki ofani- borinn, og því ófært bifreiðum í rigningum. Átta heimili á Hval- látrum veglaus, tvö í Kollsvík og svo prestssetrið Sauðlauks- dalur. Býlin Sellátranes, Hænu- vík (3 býii), Kollsvík (3 býli), eru að vísu með veg milli sín, en sarabandslaus við þjóð- veginn, þangað til brú kemur yf- ir Hafnarvaðal eða vegur kring um Örlygshöfn. Síðastliðinn vetur veiktist kona á Hvailátrum hættulega. Eftir nokkra legu heima tókst Bimi Pálssyni loks að lenda þar og ílytja konuna á sjúkrahús í Reykjavik. Að koma henni til læknis á Patreksfirði var ekki hægt. Svofta geta íbúar útvíkna Rauðasandsþrepps verið innilok- aðír, þegar sjór lokar leiðum. Kvígindisdal, 13. ágúst 1955. SBæbjöm J. Thoroddsen. beztu orðum um sinri látna vin og ræddi um hve góður starfs- maður hann hefði verið og tryggur félagsmaður. Allir fundarmenn voru hljóð- ir og fylgdust með orðum ræðu- manns í huga þessi ár. Tár sáust hrynja af hvörmum ræðumanns og fundarmönnum dapraðist sýn. Rafa þeir báðir .... gengið til ?óðs, götuna fram eftir veg“. Við andlát Klemensar Jóns- ■onar hefur héraðið misst einn if sínum mætustu mönnum. Er ikki ofmælt að segja, að tæplega 'iafi mál sem varðar almennjng iða héraðið verið ráðið til lyltta, tema að hann hafi verið með í áðum, enda gáfust ráð hans og illögur vel. Enn nú er hann horfinn yfir landamæri lífs og dauða og hinni erfiðu sjúkdómslegu lokið, sem allir í raun og veru mega íofa guð fyrir þegar aldurinn var orð- inn hár og ólæknandi veikindi annars vegar. Því kveðjum við hinn látna vin okkar og þökkum honum fyrir ógleymanlega daga og góða sam- ferð og biðjum góðan guð að varðveita hann og blessa. ; Ölaíur Bjarnason. ★ Á ÞEIM 28 árum, sem ég starf- aði fyrir Mjólkurfélag Reykja- víkur eignaðist ég marga góða og trygga vini. Einn af þeim var Klemens Jónsson, Vestri-Skog- tjörn á Álftanesi. Það viidi svo tíl að góð kynní tókust með okkur Klemensi' strax og ég varð starfsmaður hjá M. R. 1918, sem hafa haldizt fram á síðasta dag. Fóru kynni okkar vaxandi, þar sem samskiptin urðu æ nánari eftir að hann var& aðalendurskoðandi félagsins, en ég framkvæmdastjóri þess. Þegar ég lít til baka og minn- ist í huganum þessa mæta manns,. þá verður ekki um að villast að með Klemensi er fallinn í valinn einn sá mesti drengskaparmaður er ég hef kynnzt um ævina. I Þessum línum er ekki ætlað að vera æviminning um Klemens, ég veit að hún er rituð af öðrum og hef ekki löngun til endur- tekninga. Ég vil aðeins á þessum degi, ! þakka langt og gott samstarf, og i órofa tryggð. Ég færi eftirlifandi konu, börn- | um og öðrum ástvinum Klemens- ar, mínar innilegustu samúðar- kveðjur, Eyjólfur Jóhannsson. flr daoiéoa tíflnu Frairh. af bls. 8 skemmta sér konunglega. — En blaðamönnum tókst ekki að upp- lýsa, hver þessi dularfulli, ungi maður var. ★ ★ ★ Bandaríska blaðið New York Herald Tribune fullyrðir, að það sé hreint ekki ætlun prinsessunn- ar að giftast Townsend. S^gist bJaðið hafa mjög góðar heimildir fyrir því. —Dægurlðg Piamn af bls. 9 þessi strax í fyrsta laginu hylli áheyrenda og ætlaði vart að komast af sviðinu fyrir fagnaðar látum. Kynnir var Svavar Gests cg gerði hann ekki sízt sitt til að gera þessa tvo klukkutima minnisstæða. Hin létta kímni hans hiiti í mark. —B.H. 1 VOR var sú nýbreytni höfð vifl fermingar í Kálfholts- og Land- prestaköllnm, að notaðír voru fermingarkyrtlar í fyrsta sinn. Voru það kvenfélögin innan prestakallanna, er gáfu kirkjun- um kyrtlana, en söfnuðurinn f einni sókninni, þar sem kvenfélag er ekki starfandi. Þótti mönnum fara veí á þessu. Er hlutaðeigendum hér með þakkað þetta framtak og framlagí og góðhug til kirkna sinna. I S.Ö. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.