Morgunblaðið - 24.08.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.08.1955, Blaðsíða 16
Veðurúllif í dag: Vaxandi SA-átt. Allhvass og rigning síðdegis. 190. tbl. — Miðvikudagur 24. ágúst 1955. Adenauer Sjá grein á bis. 9. Farmelsisvist lians er ö honum sjálfum að kenna Ritstjóri „Þjóðviljans" neitaði að borga meiðyrðasektir samkvæmt 8 dómum BLAÐ kommúnista skýrir í gær frá því, að ritstjóri þess, Magnús Kjartansson, hafi nýlega byrjað að afplána meiðyrðasekt í fangahúsinu við Skólavörðustíg. Telur blaðið, að hér sé um að ræða freklega pólitíska árás á prentfrelsið í landinu og þá einkan- lega á kommúnistaflokkinn. — Mbl. hefur af þessu tilefni snúið sér til sakadómarans í Reykjavík, Valdemars Stefánssonar, og leitað tíðinda hjá honum af máli þessu. Fórust honum orð um það á þessa leið: FLESTIR HAFA GREITT ♦ „Á undanförnum árum hafa verið að berast hingað til sakadómaraembættisins til fullnustu meiðyrða sektar- dómar á ýmsa menn, einkum þó suma ritstjóra blaðanna í Reykjavík. Flest allir þessir menn hafa greitt sektir sínar að fullu, einstaka eru að greiða þær smátt og smátt. En einn þeirra, Magnús Kjartans- son, ritstjóri „Þjóðviljans“, hefur þrátt fyrir margítrekað- ar innheimtutilraunir reynst ófáanlegur til að greiða sektir sínar og fjárnámstilraun hjá honum bar ekki árangur. Á mánudaginn var byrjaði hann svo að afplána sektir í hegningarhúsinu hér sam- kvæmt 8 dómum, allt frá ár- unum 1950—1951, samtals að upphæð kr. 7,200,00“. HONUM SJÁLFUM AÐ KENNA Þetta voru upplýsingar saka dómarans í Reykjavík. Sam- kvæmt þeim er auðsætt, að rit stjóri kommúnistablaðsins hef ur aðeins við sjálfan sig um að sakast yfir fangelsisdvöl sinni. Hann hefur neitað að borga sektir sínar og krafist þess að hann einn nyti sér- stöðu gagnvart íslenzkum rétt arreglum. Árás blaðs hans á Bjarna Benediktsson, dóms- málaráðherra, er þess vegna með öllu ástæðulaus. í forystugrein blaðsins í dag eru þessu máli gerð nánari skil. Eldur í bruggu — íkveikju í GÆRMORGUN kom upp eldur í bragga 1 í Trípólíbúðum á Mel- unum. Slökkviliðið var þegar kvatt á vettvang, og gat það unn- ið bug á eldinum eftir nokkra stund. Miklar skemmdir urðu á bragg anum vegna vatns og reyks og eyðilagðist gólf hans m.a. að mestu. Talið er að um íkveikju sé að ræða. Mun hafa verið kveikt í báðum endum braggans og magnaðist eldurinn því mun skjótar en ella. Rannsóknarlög- reglan handtók mann og hafði hann í yfirheyrslum í gær varð- andi íkveikjuna. Varnarliðsmönnum leyft að horfa á iandsieikinn í TILEFNI af landsleik i knatt- spyrnu milli íslands og Banda- ríkjanna, sem fram á að fara á íþróttavellinum í Reykjavík ann- að kvöld, fimmtudaginn 25. þ. m., hefir utanríkisráðherra ákveðið að veita undanþágu frá settum reglum og leyfa varnarliðsmönn- um að koma til Reykjavíkur til þess að horfa á leikinn. — (Frá utanríkisráðuneytinu). ÍT IR vann Bromma IF í frjálsíþróttum Þórir Þorsteinsson setti íslandsmet í 800 m. hlaupi Stokkhólmi, 23. ágúst. Kvann Bromma IF í félagakeppni í frjálsíþróttum, sem fram fór hér í gærkvöldi, með 51 stigi gegn 45. Á mótinu setti Þórir Þorsteinsson (Ármanni) nýtt íslenzkt met í 800 m hlaupi, liljóp á 1.52,6 mín., en fyrra íslandsmet, sem Óskar Jónsson setti 1948, var 1.54,0 mín. Árangur íslendinganna í fé- laga keppninni var sem hér seg- ir: Guðmundur Vilhjálmsson varð 2. í 100 m hlaupi á 11,1 sek. og Vilhjálmur Ólafsson 4. á 11,6 sek. •— Vilhjálmur Einarsson (UÍA) varð 1. í þrístökki með 14,54 m, Daníel Halldórsson varð 3. með 13,32 m. — Jóel Sigurðsson varð 1. í spjótkasti með 59,39 m og Adolf Óskarsson 2. með 55,10 m. •— Þórir Þorsteinsson varð fvrst- vr í 800 m hlaupi á 1.52,6 mín. (ísl. met) og Ingimar Jónsson 3. a 2.01,8 mín. — Skúli Thorar- ensen varð 2. í kúluvarpi með 14,31 m og Jóel Sigurðsson 3. með 12,35 m. Svíinn Uddebom vann þessa keppni með 16,01 m, sem er bezti árangur í kúluvarpi í Svíþjóð í ár. — Vilhjálmur Ein- arsson varð 1. í langstökki, stökk 6,49 m. Helgi Björnsson varð 4. með 6,14 m. — Sigurður Guðna- son varð 1. í 3000 m hlaupi á 8.53,2 mín. — Heiðar Georgsson varð 2. í stangarstökki með 3,60 m og Bjarni Linnet 4. með 3,40. — ÍR-sveitin vann 1000 m boð- hlaup á 2.00,3 mín. — Örn. Ameríska londsliðið kcmið Fyrsti landsleikur íslands og Bandaríkjanna í knattspyrnu fer fram á íþróttavellinum annað kvöld og hefst kl. 7,30. Amerísku knatt- spyrnumennirnir komu hingað í gærmorgun og er myndin hér að ofan frá komu þeirra á Keflavíkurflugvöll. Þessi mynd var tekin í gær af fararstjórum amerísku knattspyrnu- mannanna ásamt formanni íslenzku móttökunefndarinnar. Talið frá vinstri: Erno Shaw, framkvstj. knattspyrnusambands atvinnumanna í Bandaríkjunum, Joseph Barriskill, frkvstj. knattspyrnusambands áhugamanna. Bragi Kristjánsson, formaður móttökunefndar, Thom- as E. O’Sullivan, forseti knattspyrnusambands áhugamanna í Banda- ríkjunum og Wilson T. Hobson, jr., gjaldkeri knattspyrnusambands áhugamanna. — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Sifldi undir íslenzkum fána, var sökkf í Klakksvíkurhöfn - og verður nú rifinn Friðrlk og Ing! unnu í 10. umlerð ÓSLÓ, 23. ágúst — Lokið er fjórum skákum í landsliðsflokki í 10. umferð. Leikar fóru þannig, að Friðrík Ólafsson vann Haave, Bent Larscn vann Martinsen, Ingi R. Jóhannsson vann Niemela og Axe! Nielsen vann Guðjón M. Sigurðsson. (Ekki verður annað séð en skákir 9. umferðar hafi allar farið í bið, en þá tefldi Frið- rik við Finnann Kahra). í meistaraflokki vann Arin- björn Guðmundsson, en Ingvar Ásmundsson gerði jafntefli. — G. A. Verkfall í Sandgerði VERKALÝÐS og sjómannafélag Miðneshrepps hefir samþykkt að gera verkfall í samúðarskyni við starfsbræður sína í Keflavík. Ekki er þó enn afráðið hvenær vinnustöðvunin kemur til fram- kvæmda. Florfir því mjög þung- lega nú um beitusíldaröflun fyr- ir vetrarvertíðina, er hvert verklýðsfélagið á fætur öðru á Suðurnesjum hefir ákveðið að leggja niður vinnu. í félaginu í Miðneshreppi eru um 200 manns. Ef verkfall verður í Garð- inum stöðvast 10 af 14 hraðfrysti- húsum á Suðurnesjum og má þá segja, að allt athafnalíf þar sé lamað, þegar verst gegnir íyrir útgerðina og afkomu fólksins þar syðra. ------------------ I Akureyri flyzt upp í I. deild í GÆRKVÖLDI fór fram hér á íþróttavellinum úrsltaleikurinn 1 II. deildar-keppninni. Áttust þar við Akureyringar og Suðurnesja- menn. Leikar fóru þannig, að Akur- eyringar unnu með 2:1. f fyrri hálfleik stóðu leikar 1:1, ea Akureyringar skoruðu sigurmark sitt um miðjan síðari hálfleik. — Akureyri flyzt því upp í I. deild, en það er Þróttur, sem fellur nið- ur í II. deild. Veður var vont, er leikurinn fór fram, rok og rigning, en áhorfendur voru samt um 1000. Hey fýkur I Vatnsdal ÞÓRSHÖFN, Færeyjum, 22. ágúst. TVEIR GAMLIR færeyskir togarar verða seldir fullhlaðnir brota- járni til Danmerkur, þar sem þeir verða höggnir upp. — Báð- ir þessir togarar sigldu áður undir íslenzkum fána. FRÆGUR TOGARI i því nafni siglir hann í hinztú för Annar togaranna, Barmur frá sína. Klakksvík, er víðfrægur orðinn fyrir sakir margra hluta. Það , • —.... er ekki nóg með, að hann hafi bæði sótt björg í bú íslenzkra og færeyskra, heldur gegndi hann og mikil- vægu hlutverki í Klakksvík- urdeilunni á dögunum: — hon um var nefnilega sökkt í hafnarmynnið í Klakksvík og skyldi hindra allar atlögur danskra lögreglumanna, þeg- ar Klakksvíkingar hugðust koma knéskoti á danskinn nú ekki alls fyrir löngu. HOFI VATNSDAL, 23. ágúst. — Mikill stormur hefur verið hér f gær og dag. Hefur talsvert íokið af heyi í veðrinu, aðallega síð- astliðna nótt. Ekki er úrkoma með hvassviðrinu og í dag hefur, verið glampandi sólskin —Ágúst. Bátur íeigSur til háhyrningadráps Ogæítir á reknetasíidinni f EINSTAKLEGA slæmar gæftir hafa undanfarið verið við rek- netveiðar báta af Suðurnesum og hafa þeir ekki komizt á miðin síðustu dagana. Síðast veiddu þeir á sunnudag, en veiði var þá mjög treg. Gunnar Hámundarson var aflahæstur og fékk 150 tunn- ur en úr Sandgerði var aflahæsti báturinn með 50 tunnur. NAFNBREYTINGAR Barmur gamli hét Kári áður en hahn tók færeyska skírn sína og hefir því nafni oft fylgt útþrá og æfintýralöngun, allt frá dög- 1 um Kára Austmanns. — Hinn togarinn hét Þorfinnur, sem einn ig er ágætt nafn á gamla is- lenzka vísu. Því var þó breytt í Bakur ur Stykkinu — og undir Háhyrningarnir hafa undan- farið gert svipaðan usla sem áð- ur, er bátarnir voru að veiðum og er af þeim hið mesta ógagn. Enn er að vísu ekki komin full reynd á að þeir valdi útgerðar- mönnum jafn miklu tjóni, sem í fyrra. Þá var tjón eins útgerðar- mannsins metið á 300 þús. kr. og missti hann 607 net LEIGIR BÁT Enn eru ekki hafnar skipu- legar aðgerðir gegn vágesti þess- um, en Fiskifélag íslands mutí hafa byrjað nokkurn undirbún- ing til að stugga honum af mið- unum. Hefir félagið nýlega aug- lýst eftir bát, sem sé stærri ett 50 lestir. Hyggst það nota hann við háhyrningsdrápið. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.