Morgunblaðið - 28.08.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.08.1955, Blaðsíða 8
s MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 28. ágúst 1955 nttMaMfr Otg.: ILÍ. Arvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjórl: Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.) Stjórnxnálaritstjóri: Sigurður Bjarnason fr4 VifBt, Lcsbók: Árni Óla, sími 3045 Auglýsingar: Árnl GarCar Kristinsso%. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsl* *; Aasturstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 20.00 á mánuði imaudsnáK. I lausasölu 1 kráM aintakið- ÚR DAGLEGA LÍFÍNU DRENGURINN sem ekki finnur til sársauka, heíir komið við sögu í Englandi undanfarna daga. Drengurinn er 8 ára gam- all og hefur frá fæðingu ekki get- að fundið til. Hann finnur ekki Húsnœ&i og lífskjör ABARÁTTU þjóðanna fyrir bættum lífskjörum eru margar hliðar. Þar dugar ekki að einblína á hæð tímakaupsins, vikukaupsins eða mánaðarkaups- ins. Hitt skiptir ekki síður máli að atvinnan sé varanleg og að- staða almennings til ýmsra lífs- gæða sé góð, verðlag skaplegt o. s. frv. Eitt af því, sem mest áhrif hef- ur á lífskjör fólksins er húsnæði þess. Kemur þar í senn til greina líkamleg og andleg líðan, ásamt efnahagslegri aðstöðu. 1 íslendingar hafa lengstum bú- ið í húsnæði úr efni, sem vatn og vindar muldu niður á tiltölulega skömmum tíma. Það er fyrst á þessari öld, sem byrjað er að byggja hús hér að nokkru ráði úr varanlegu byggingaefni. En stórkostlegt verkefni er ennþá óleyst á sviði íslenzkra bygging- > armála, ekki hvað sízt í hinni ungu höfuðborg, sem vaxið hefur örhratt úr smáþorpi í rúmlega 60 þúsund manna borg. Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir gífurlega bygging- arstarfsemi hér í Reykjavík, er húsnæðisskorturinn og hæð húsaleigunnar mesta vanda- mál íbúa hennar. Húsnæðis- skorturinn sprengir húsaleig- una upp, langt upp úr því, sem stór hluti almennings hef- ur efni á að borga fyrir hús- næði sitt. U mbóta viðleitni S j álf stæðismanna Undanfarin ár hafa Sjálfstæð- ismenn á Alþingi og í bæjar- stjórn Reykjavíkur haft for- göngu um viðleitni til þess að létta almenningi róðurinn í hús- næðismálunum. Árið 1947 fengu þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins því áorkað, að hætt var skatt- lagningu aukavinnu efnalítilla einstaklinga við byggingu eigin íbúða. Hefur sú breyting skatta- laga orðið þúsundum einstakl- inga um land allt til stórkostlegs hagræðis og beinlínis orsakað að þeir hafa getað eignazt þak yfir höfuðið. Með síauknum bygg ingarkostnaði hefur fólkið sjálft tekið vaxandi þátt í byggingu í- búða sinna og sparað sér þannig mikla vinnu dýrra fagmanna. Þá hafa Sjálfstæðismenn í Reykjavík beitt sér fyrir stór- felldum byggingarframkvæmd- um bæjarfélagsins. Hefur það siðan selt einstaklingum íbúðirn- ar með góðum kjörum eða leigt þeim þær. Hefur nú verið gerð 5 ára á- ætlun um útrýmingu allra braggaíbúða í bænum. S.l. þrjú ár hefur svo starfað Lánadeild smáíbúða. Hefur hún veitt einstaklingum um land allt nokkur lán til íbúðabygginga. — Munu um 1600 lán hafa verið veitt úr þessari deild. ! Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð var það eitt mesta áhugamál Sjálfstæðismanna, að upp í málefnasamning hennar yrði tekið fyrirheit um myndar- legar aðgerðir í húsnæðismálun- um. Náðist gott samkomulag um það við Framsóknarflokkinn og urðu flokkarnir sammála um að nýjar leiðir skyldu farnar í þeim málum. og útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis. — Er framkvæmd þeirra laga nú að hefjast. Er það von Sjálfstæðismanna að mörgu fólki verði að því mik- ill stuðningur og að á næstu - árum verði unnar miklar um- bætur i húsnæðismálum þjóð- arinnar. Hækkandi byggingakostnaður Því miður hafa verkföllin og kauphækkanirnar á s.l. vetri haft í för með sér stórkostlega hækk- un byggingakostnaðarins. Það er skerfur kommúnista til húsnæðis- framkvæmda almennings. Fram- hjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að verðhækkunaralda sú, sem verkföllin höfðu í för með sér hefur skert möguleika fólks til þess að byggja. Lánin koma ekki að sama gagni og áður. Þau verða minni hluti af heildarbygg ingakostnaðinum en til var ætl- azt. Sannast hér enn einu sinni að kommúnista „varðar ekki um þjóðarhag", eins 'og Þóroddur Guðmundsson kommúnistaleið- togi á Siglufirði komst að orði á sínum tíma. Viðleitni Sjálfstæðismanna til þess að bæta húsnæði almenn- ings, bæta úr húsnæðisskortin- um og lækka þarmeð húsaleig- una, er raunhæfasta leiðin til þess að bæta lífskjör almennings í dag. Það er húsaleigan og hinn hái byggingakostnaður, sem fyrst og fremst hefur átt þátt í því, að fólk hefur átt erfitt með að láta laun sín hrökkva fyrir nauðsynj- um. Þessvegna verður að leggja áherzlu á umbætur á þessu sviði. Hitt er beint tilræði við hags- muni almennings að hækka til- kostnað atvinnuvega, sem þegar berast 1 bökkum. Því miður hefur kommún- istum orðið þar betur ágengt en skyldi. En Sjálfstæðismenn munu halda áfram þeirri bar- áttu fyrir bættum lífskjörum almennings, sem felst í full- komnara og betra húsnæði, af- kastameiri framleiðslutækjum og varanlegri atvinnu. Með því eykur þjóðin arðinn af starfi sínu og skapar atvinnu- vegum sinum möguleika til þess að greiða hátt kaupgjald. Rósturnar í N-Afríku Drengurinn sem ekki finnur til sársauka Drengurinn hefur verið í sjúkrahúsum næstum sex ár af átta og framkvæmdar hafa ver- ið á honum skurðaðgerðir, en árangurslaust. Tilfinningataugin er ekki til Drengurinn ber merki tilfinn- ingaleysisins, ör eftir bruna, högg, kal og skeinur, en hann grætur aldrei. Hann er nefbrot- inn, en enginn veit með hverjum hætti það gerðist. Ávallt verður að gæta hans. Við máltíðir verður að gæta þess að maturinn sé ekki of heitur. Tevatnið verður að vera mátu- lega heitt, því dreng\irinn er bragðlaus. ★ Systkini drengsins verða að fylgja honum hvert sem hann fer, þau verða að segja honum að það sé rangt að teygja sig í eldinn eða hella sjóðandi vatni yfir hendur sínar. Sagan um drenginn, sem ekki finnur til sársauka, komst í brezk blöð vegna þess, að að- standendur hans þurftu að koma honum fyrir í sveit yfir sumar- tímann, en þau urðu að geta treyst því, að drengsins væri jafnan gætt. Nú er drengurinn kominn í sveit. I Dr. Hjalmar Schacht. til sársauka, hann finnur ekki til hungurs og óttast ekkert. Hann gerir sér á hinn bóginn ekki grein fyrir aðsteðjandi-Fregnin er birt í stuttri tilkynn- hættum og þess vegna verður að. ingu í „Lögbirtingi" Vestur Þjóð- gæta hans vandlega dag og nótt. verja. IRÆGT nafn er komið aftur á skrá kampavíns-kaupmanna. ULí andi óhripar: RÓSTURNAR í Norður-Afríku undan farna daga hafa vakið al- heimsathygli, þótt menn geti ekki gert sér fulla grein fyrir því, sem þar er að gerast. Hafa mörg hundruð manns látið lífið í ófriði þessum og við borð hefir legið, að styrjöld hafi brotist þar út. I Frakkar eiga úr vöndu að ráða. Hvorki þeir né Norður-Afríku- menn eru sammála um lausn vandamálsins. En leitazt hefir ver- ið við undan farna daga að ná samkomulagi, og hafa forystu- menn þeirra flokka í Norður- Afríku sem gera mestar sjálfstæð iskröfur rætt við frönsku stjórn- ina, ásamt fulltrúum núverandi soldáns. Eru menn bjartsýnir um, að árangur af viðræðum þessum verði jákvæður. Allir eru sammála um, aS óeirð- irnar í Afriku verSi aS taka enda. En þá verSa Arabar líka aS' hætta viSbjóSslegum hrySjúverkum sín- w>. ■ vioujoosiegum nryojuveritum sin- Á síðasta þingi var SVO sett|um — og Frakkar aS ljá kröfum löggjöf um nýtt veðlánakerfi þjóðemissinna eyra. Unir sér betur heima HEIMAKÆR skrifar eftirfar- andi: 1 „Velvakandi góður! ! Bæði er, að ég er einkar heimakær maður og svo hitt, að ég verð að játa, að ég þekki lítið inn á knattspyrnu, svo að klæk- (ir, brögð og snilld kappanna á vellinum fara að miklu leyti fyr- ir ofan garð og neðan hjá mér þá sjaldan, að ég legg það á mig að fara sem áhorfandi á~ „völl- inn“. Og svo er það þriðja hlið málsins: kostnaðarhliðin, ég hefi blátt áfram ekki efni á að borga * allt upp í 50 krónur fyrir sæti — satt að segja finnst fleirum en mér, að þetta sé óhæfilegt gjald. j— Allt þetta sameinað gerir það að verkum, að ég uni mér miklu betur heima í stofunni minni við útvarpstækið, þar sem ég get hlustað á ágæta lýsingu kunn- áttumanns af öllu því mikla, sem er að gerast vestur á íþróttavelli. Það væri dauður maður, sem ekki fengi áhuga, þótt enginn væri áður fyrir, á því, sem hann ! Sigurður Sigurðsson lýsir fyrir útvarpshlustendum af öllum sín- um eldmóði og ákafa. Skemmst að minnast er landsliðsleksins milli Bandaríkjanna og íslend- ! inga á fimmtudagskvöldið s.L. — | Það er einn með skemmtilegri j leikjum, sem ég hefi „hlustað á“. Maður öldungis iðaði í skinninu | af eftirvæntingu og tók viðbragð i í hvert skipti sem Sigurður tók , viðbragð — og það var býsna oft. Ekki ber því að neita að ánægj- an var mikil er strákarnir okkar íslenzku höfðu sigrazt á banda- | ríska stórveldinu. Annars heyri ég utan að mér, að hinir erlendu 1 leikmenn hafi komið fram af stakri prúðmennsku og lipurð, eins og sönnum íþróttamönnum sæmdi og hefði andrúmsloftið yfir leiknum verið einstaklega þægilegt og skemmtilegt. — Svo- leiðis á það auðvitað að vera. Það er lélegur íþróttamaður, sem ekki getur sætt sig við að tapa í leik. — Heimakær“. Geirshólmi en ekki Harðarhólmi VEL á minnzt og til viðbótar um örnöfnin. — Allur þorri fólks rangnefnir hólma þann í Hvalfjarðarbotninum, sem Geirs- hólmi heitir, kallar hann Harðar- hólma eftir Herði fóstbróður Geirs. Hólmi þessi er skammt undan Þyrilsnesi en ekki innar í í firðinum, eins og margir álíta. Enn um bíó-hléin TÓFI hefir orðið: „Velvakandi góður! Margsinnis hafa komið fram óánægjuraddir um bíó-hléin hvimleiðu, sem óhætt má full- yrða, að miklum meiri hluta kvikmyndahúsgesta er mjög svo í nöp við. Oftast skerða þau veru- lega samhengi myndarinnar og draga auk þess tímann óþarflega á langinn. Fær ekki fólk — mér er spurn — nóg af sælgætisbruðli og síg- arettusvælu, þótt það léti það vera þessa táepa tvo tíma dags- ins — eða vikunnar — sem það ver til að horfa á kvikmyndir. — Ég miða ekki við þá, sem haldnir eru „bíó-dellunni“. Því heyrist fleygt, að eitt kvikmyndahús- anna hér í bænum hafi í hyggju að afnema hléin með öllu. Myndi það vafalaust hljóta verðskuld- aðar vinsældir fyrir þá ráðstöf- un — og þó fyrr hefði verið. — Þinn einlægur, Tófi“. Merkið, sem klæðir landið. f tilkynningunni segir, að verzl unarfirma Joachims von Ribben- trops fyrrum utanríkisráðherra nazista, hafi verið skráð að nýju. Skráningin er gerð af ekkju Ribbentrops og dóttur hans. Höfuðstöðvar Ribbentrops firmans voru á sínum tíma í Ber- lin. Nú hafa þær verið fluttar til Wupperthal, í grend við Dússel- dorf. ★ Ekkja von Ribbentrops kemur ekki sem neinn nýliði að kampa- vínsverzluninni. Fæðingarnafn hennar er Henkell, en Henkell- nafnið er þekktast allra þýzkra kampavíns-vörumerkja. Tengda sonurinn Joachim vonRibbentrop var fremstur allra sölumanna Henkells. Um stofnanda firmans, sem nú hefir verið skrásett að nýju, segir í Lögbirtingum, að hann „sé genginn úr firmanu". LONDON: — Dr. Hjalmar Sch- acht, hinn kunni þýzki fjármála- maður, hefir verið á ferð í Lon- don. Sjálfsævisaga hans, „Fyrstu 76 æviár mín“, er um þessar mundir að koma út í Englandi og er för hans gerð til þess að greiða fyrir sölu á þessari bók. Dr. Schacht er fyrsti ráðherr- ann úr stjórn Hitlers, sem komið hefir til Englands, frá því að Rudolf Hess lenti þar flugvél sinni á stríðsárunum. Brezkir blaðamenn tóku dr Schacht fálega, er hann kvaddi þá á fund sinn, og sumir fóru ekki dult með andúð sína. Um Hitler sagði Schacht: „Hitler var svikari og vitfirringur, en hann var snillingur (genius), eins og títt er um glæpamenn". „Um leið og ég gerði mér þetta ljóst“, hélt dr. Schacht áfram, „sagði ég skilið við hann og byrj- aði að vinna gegn honum. Þetta var á árinu 1938 — fyrir stríðið — og ég gerði það vegna þess að mér var orðið ljóst, að hann vildi fara í stríð“. Dr. Hjalmar Schacht er nú 78 ára gamall og er velmegandi bankastjóri í Dússeldorf í Vestur- Þýzkalandi. Dr. Schacht var sýknaður af stríðsglæpum í Núrnberg-réttar- höidunum. ★ ÞEIR geta stundum verið Ijóð- rænir einræðisherrarnir í Kreml. Vorosjiloff, forseti sovét- rikjanna flutti fyrir nokkrum dögum ræðu, þar sem viðstödd var júgóslafnesk þingmanna- nefnd og sagði m. a.: Sannkallað vor hefur loks breitt út faðminn í samskiptum Júgóslafa og Sov- étríkjanna. Og eftir vorið kemur heitt og bjart sumar. „Sovétsendinefndin sem fór f heimsókn til Júgóslafíu fyrir nokkrum mánuðum, var fyrsta svalan, sem boðaði sumarið", sagði forsetinn og hélt síðan áfram í sama dúr. ¥ Flóttamannastraumur- INN frá Austur-Þýzkalandi til Vestur Berlínar heldur við- stöðulaust áfram, þótt ekki fari af honum margar sögur. I vik- unni sem leið (14.—21.ágúst), komu til Vestur Berlínar 3.652 I flóttamenn. Síðustu tvo daga vik- unnar komu 1164 menn. j Með sama áframhaldi verður i talan í ágúst um 15.000. f júní I var talan 11.717 og hafði ekki I orðið jafnhá áður á þessu ári. — ■ Nokkuð dró úr flóttanum í júlí og munu menn þá hafa vænst einhvers árangurs Þjóðverjum til handa á Genfarfundinum. Tala flóttamanna, sem komu til Vestur Berlínar fyrstu sex mánuði þessa árs, nam um það bil 50.000 og má geta þess til sam- anburðar að allt árið 1954 komu þangað 94.517 menn. Liðhlaupar úr fólkslögreglunni í vikunni sem i leið voru 100, þar af 6 liðsfor- ingjar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.