Morgunblaðið - 28.08.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.1955, Blaðsíða 16
Veðurúfllf í úm' SA-kaldi. Skýjað og sumsstaðar lítilsháttar rigning. 194. tbl. Sunnudagur 28. ágúst 1955 Reykjayíkoitréf á bls. 9. HJÁLPUM BÆNDUM VIÐ HEYSKAPINN! HELDUR var dauft hljóðið í Veðurstofunni, þegar Mbl. átti tal við hana um nónbilið í gær. Þá voru vatnsklær komnar á loft og bliku að draga fyrir sólu. Sunnanátt var í gær og Iétt- ekýjað um allt land, 12—15 stiga hiti. g>% Ekki var þó talið vonlaust, að þerrir mundi verða í dag. Blaðið vill því hvetja alla Reykvíkinga og aðra hér Sunnan- lands til að halda upp í sveit í dag og leggja bændum lið við að þurrka hey og ná í hlöðu. Selfossbúar og Akurnesingar hafa þegar ákveðið ferðir í nálægar sveitir og ættu Reykvíkingar sízt að liggja á liði sínu. ^, Aðstoðin er bændum sannarlega kærkomin og ættu sem flest- ir að leggja hér hönd að verki. Verkamenn á Akureyri starfa í Meistaravík Víðtæk umhleðsla Græiilandsvarnings AKUREYRSKIR verkamenn leita nú atvinnu til Grænlands. — Fyrir nokkru héldu 15 þeirra til Meistaravíkur og stunda þar rú hafnarvinnu. Eins og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, hefir Akureyri verið gerð að umhleðsluhöfn fyrir Nordisk Mine selskab við flutninga félagsins til stöðva sinna á Grænlandi. MIKIL UMHLEÐSLA Miklir birgðaflutningar hafa átt sér stað á vegum félagsins í tumar. Hafa mörg flutningaskip komið frá Danmörku með birgð- ir og vörur til námufélagsins og hefir varningurinn verið settur upp á Akureyri. Umhleðsluna hefir Kaupfélag Eyfirðinga annazt. Hefir um- hleðslan farið fram við Tanga- bryggjur og fjöldi verkamanna haft atvinnu af. Smærri skip hafa síðan tekið vörurnar og flutt þær til Meistaravíkur. TVEIR LEIGUBÍLSTJÓRAR 10 verkamenn fóru nýlega norður og aftur fram í viðbót fyrir nokkru síðan. Meðal verka- mannanna voru m. a. tveir at- vinnubifreiðastjórar, sem aka nýjum bílum. Lögðu þeir þeim og héldu til Meistaravíkur. Kaup íslenzku verkamannanna á Grænlandi er samkvæmt Ak- ureyrartaxta. Ráðgert er að verkamennirnir dveljist við um- hleðslustörfin í Meistaravík 4—5 vikur en haldi síðan heim. . Með\itundarlaus á Skólavörðu- stígnum í FYRRINÓTT var slökkviliðið kvatt inn í Herskálakamp, en þar hafði kviknað í jeppakerru. Eld- urinn var fljótt slökktur en nokkrar skemmdir urðu á öku- tækinu. Ekki komst eldurinn í önnur verðmæti. í gærmorgun var lögreglunni gert aðvart um, að kona lægi meðvitundarlaus á Skólavörðu- stíg. Hafði hún fallið í yfirlið, en engir áverkar fundust á henni. Konan var flutt í Landsspítalann. í fyrrinótt var og bifreið stol- ið, en hún kom skömmu síðar í leitirnar. Bændasamkoitia ínp haldin að Laupin Húsavík, 25. ágúst. IGÆR var haldin bændasamkoma Suður-Þingeyinga að Laugum. Er þetta fyrsta bændasamkoman sem Búnaðarsamband Suður- Þingeyínga hefur haldið og þótti samkoman takast ágætlega. Fjöl- menni var mikið, enda blíðskaparveður. Akurnesingar leii Bandaríkjamenn í éag Eddu hlekktist á Á MIÐVIKUDAGINN. þegafl Edda, millilandaflugvél Loftleiðft var á vesturleið hlekktist henni á, er hún ætlaði að lenda, sökum dimmviðris og óhagstæða skyggnis. Smávegis skemmdir urðu á vélinni og var hún tvfl! daga til viðgcrðar í New York, Hún kom aftur að vestan í gær. Nánari málsatvik eru þau, aS þegar vélin kom inn yfir flug- völlinn í Gander á Nýfnndnalandi var veður dimmt mjög. Þegar vélin kom til lendingar rakst ein skrúfan í tré, sem stóð við völl- inn og bognaði hún nokkuð. Þá mun og annar vængurinn eitt- hvað hafa laskast. Vélin hóf sig þegar á loft aftur, en hún var ekki sest að fullu. Flaug hún til herflugvallar á eynni, sem nefn- ist Stevenville, en þar var veður mun betra. Settist vélin þar og f ór f ram athugun á þeim skemmd, um sem hún hafði orðið fyrir. Saga, önnur millilandavél fél- agsins var send frá New York og tók hún farþegana, en síðan flugu báðar flugvélarnar til New York. Þar fór fram viðgerð á Eddu og er henni nú lokið. SKEMMTIATRIÐI Samkoman hófst kl. 3 e. h. með guðsþjónustu. Séra Friðrik Frið- riksson predikaði. Síðan fóru íram fjölþætt skemmtiatriði. Jó- hann Konráðsson söng, með und- irleik Áskels Jónssonar, Jón Norðfjörð skemmti með gaman- vísnasöng og upplestri og var þeim mjög vel tekið og klappað- ír upp hvað eftir annað. KNATTSPYRNUKEPPNI Knattspyrnukeppni fór fram á milli Mývetninga og Reykdæla og lauk henni með sigri Mývetn- inga 9 mörk gegn engu. Karlakór Reykdæla söng undir *tjórn Páls H. Jónssonar og einn- ig voru ræður fluttar. Ræðu- tnenn voru: Hermóður Guð- mundsson, Tryggvi Sigtryggsson og Baldur Baldvinsson. Hljóm- sveit frá Akureyri lék fyrir dansi sem að lokufn var stiginn til kl. 1 um nóttina. — Fréttaritari. 6 ára ?e!pa á Þiiiieyri bíSur bana í bílslysi SÍÐASTLIÐINN miðvikudag vildi það sorglega slys til á Þing- eyri, að 6 ára telpa, Jóvina Sveinbjörnsdóttir, varð fyrir bíl og beið bana. Mun telpan hafa hlaupið íyrir bílinn sem var fólksbíll. Varð hún undir honum með þeim af- leiðingum að brjóstkassinn brotn aði. Var hún þegar flutt í sjúkra- hús, en lézt nokkru síðar. For- eldrar telpunnar eru Sveinbjörn Samsonarson og Bjarnfríður Símonsen. I dag fer fram á íþróttavellinum leikur milli Akurnesinga og bandarísku landsliðsmannanna. Leikurinn hefst kl. 4,30. — Lið Akurnesinga verður þannig skipað (talið frá markmanni): Hilmar Hálfdánarson, Ólafur Vilhjálmsson, Sveinn Benediktsson, Sveinn Teitsson, Kristinn Gunnlaugsson, Guðjón Finnbogason, Halldór Sigurbjörnsson, Ríkarður Jónsson, Þórður Þórðarson, Jón Leósson og Þórður Jónsson. — Myndin hér að ofan var tekin fyrir lands- leikinn. Ríkarður Jónsson (t. v.) fyrirliði Iandsliðsins og Harry Keough, fyrirliði Bandaríkjamannanna, skiptast á gjöfum. Landsleikur í Banda- ríkjunum nœsta sumarf SAMKVÆMT upplýs'ngum frá Braga Kristjánssyni, formanni móttökunefndar bandaríska lands liðsins, eru allar horfur á að Bandaríkjamenn bjóði íslending- um heim til landsleiks í knatt- spyrnu, sem háður verði í Bandaríkjunum. Fararstjórar bandaríska lands- Iiðsins hafa Iátið uppi eindregna ósk um áframhaldandi samvinnu íslenzkra og bandarískra knatt- spyrnumanna og óska þess aðf íslenzkt landslið komi vestur næsta sumar. Síðar mun frekari ákvörðun verða tekin um málið Markariljéf btmí varnargarö \ Neðredalslandi ÞYKKVABÆ, 27. ágúst — Und- anfarnar tvær vikur hefur vatn stöðugt verið að hækka í Mark- arfljóti, og :yrir tveim dögum braut íljótið stykki úr varnar- garði í Neðradalslandi og flóði út yfir nokkurn hluta ongjanna þar. Ekki var um miklar skemmd ir að ræða, nema á litlum hluta engjanna þar sem leðja úr fljót- inu barst yfir. Tjón á heyjum vegum cða öðrum mannvirkjum varð ekki. Síðustu daga hefur mikið lækk að í Markarfljóti og flóðið því í rénun. Mun verða hægt að gera við varnargarðinn eftir einn eða tvo daga ef ekki rignir. Miklir vatnavextir hafa yfirleitt verið í vatnsföllum á Suðurlandsundir- lendinu í sumar svo sem títt er í óþurrkatíð. —Magnús. af bandaríska knattspyrnusam- bandinu. Bandarísku knattspyrnumenn- irnir láta mjög vel af dvölinni hér og móttökum öllum. Þeir komu úr 35 stiga hita í 13 gráð- ur og kunna skiptunum vel. Ósigr inum í landsleiknum tóku þeir vel, enda sýndu þeir hinn prúð- asta leik, sem og mótstöðumenn þeirra. Næsti leikur Bandaríkjamann- anna er á sunnudaginn og keppa þeir þá við Akranes. Héraðsmótið í Olvcr 1 ÐAG halda Sjálfstæðismenn á Akranesi héraðsmót sitt í Olver. — Ef veður leyfir hefst dagskráin kl. 4^5 e.'h. Þar flytja ræður þeir, Magnús Jónsson alþm. og Pétur Ottesen alþm. Guðmundur Jónsson syngur, Gerður Hjörleifsdóttir Ieifc kona les upp og Arni Tryggvason leikari flytur gamanþætti. Um kvöldið verður dansað. Heimdallur í Reykjavík efndi tíl hópferðar á mótið í gær og búizt var við miklu f jölmenni í ölver i dag. — I Utgefandi Esquire hér HÉR er nú staddur um þessaí mundir útgefandi bandaríska tíma; ritsins „Esquire", en það er eitt a£ stærstu og vönduðustu tímaritumi BandaríkiE Heitir hann Arn-i Læknar á Britij*h Couneil styrk NÆSTU daga mun ungur læknir leggja leið sína til Bretlands á styrk frá British Council. Menn- ingarstofnun sú hefir á hverju ári veitt fslending styrk til fram- haldsnáms í fræðum sínum við beztu háskóla og vísindastofn- anir Bretlands. — Styrkinn í ár hlaut Gunnar Guðmundsson. Er hann ungur læknir, lauk prófi í fyrravor, en hefir síðan starfað sem kandidat við deildir Land- spítalans. í fyrra hlaut einnig ungur lækn ir British Counsil styrkinn, Davíð Davíðsson, og dvaldist hann við framhaldsnám við Hammer- smith sjúkrahúsið í Lundúnum í vetur. Sóttist honum námið svo vel, að prófessor hans bauð hon- um framhaldsstyrk frá The Brit- ist Medical Research' Council og mun hann haida áfram námi sínu í Lundúnum í vetur. í haust verður British Council styrkurinn fyrir næsta ár aug- lýstur laus til umsóknar. old Gingrich. Hann hefir verið hér á landi um vikutíma og m. a. stund að laxveiðar. Hyggst Gingriche rita greinar I blað sitt þegar heim kemur, unt Island sem ferðamannaland og að-? aðskiljanlegar íþróttir, sem hér má stunda. Er hann og ritstjóri íþróttadálks blaðsins. Með í för- inni var ljósmyndari og teíknari. A. Gingrich fer héðan af landi burt á mánudag, áleiðis til megin-t lands Evrópu. 1 Aðalfundur Prestafélags Suðurlands AÐALFUNDUR Prestafélags Suð urlands verður haldinn hér í dag og á morgun. f dag messa prestat víðsvegar af Suðurlandi í kirkj- um í Reykjavík og HafnarfirðL Fundurinn hefst í Háskólanurfl kl. 10 á morgun. Þar verður rætt um launamál presta og flytja framsöguræður þeir sr. Sigurður Pálsson f Hraugerði og sr. Jakoh Jónsson. Þá flytur sr. Bjarni Sigurðsson prestur að Mosfelli erindi og altarisganga verður í Kapellu Háskólans. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.