Morgunblaðið - 30.08.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1955, Blaðsíða 1
16 síður WíiMftíöifo 42. árgangur 195. tbl. — Þriðjudagur 30. ágúst 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Formenn Menniiigar- málanefndar Friðarráðstefnur í London og París FAIJRE FORNAR GRAIMDVAL Stjórnarkreppu afstýrt í Frakklandi Þrjú ríki Atlantshoisbanda- lagsins d súttafondi Formcnn norrænu Menningarmálanefndanna, sem sitja nú á fundi hér í Reykjavík, talið frá vinstri: Prófessor Erik Lönnroth, Finnlandi, Ólafur Björnsson próf., íslandi, H. M. Hansen, rektor, Danmörku, Ragnar Edeman ríkisritari, Svíþjóð og Helge Sivertsen, ríkisritari, frá Noregi. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M. Fundur norrænu Menningurmála- nelndarinnar hófst hér í gser Nær 40 fulltrúar frá öllum Norðurlörrdunum sækja fundinn IGÆR hófst hér í Reykjavík hinn árlegi fundur norrænu Menn- ingarmálanefndarinnar, sem öll Norðurlöndin eiga aðild að. Sitja hann nær 40 fulltrúar. Fundurinn var settur í Sal Neðri deild- ar Alþingis kl. 10 f. h. í gær. H. M. Hansen, rektor Kaupmanna- faafnarháskóla, formaður dönsku fulltrúanefndarinnar, setti fund- Inn og lét í ljós ánægju sína með það, að hann skyldi að þessu sinni faaldinn hér á íslandi. Ólafur Björnsson prófessor, formaður íslenzku nefndarinnar, bauð fulltrúana velkomna og gerði síðan nokkra grein fyrir starfstilhögun og skipulagi fundarins. FULLTRÚARNIR í gær stóð fundur Menningar- málanefndanna til kl. rúmlega 12 á hádegi. Var þá gert hlé á fund- um til kl. 3, en þá hófust fundir 1 hinum þremur deildum, sem fulltrúunum er skipt í. FuIItrúar Dana á fundinum eru þessir: H. M. Hansen, rektor, for- nlaður, dr. phil. Hakon Stangerup lektor, Albert Michelsen, skrif- stofustjóri, Marius Buhl fólks- þingmaður, Oluf Bertolt, forstj., Jörgen Jörgensen, fólksþingmað- ur, Olaf Waage, háskólaritari og P. A. Koch, fulltrúi. Frá Finnlandi eru þessir full- trúar á fundinum: Prófessor Erik Lönnroth, formaður, R. H. Oittinen, forstjóri, J. O. Tallqvist fil. mag. og Ragnar Meinander ritari. Mesiu þurrkar í Sví- þjóð í Ivær aldir STOKKHÓLMUR, 29. ágúst — Þurrkarnir í Stokkhólmi í sumar eru hinir mestu frá því á árinu 1785, en frá því ári og til þessa dags eru til veðurfarsbækur í Stokkhólmi. I Horfurnar í mjólkurframleiðsl- í unni í Svíþjóð eru bágar, vegna 1 lélegrar beitar. Mjólkurbúin á Stokkhólmssvæðinu hafa neyðst til þess að draga úr osta og smjör framleiðslunni til þess að geta fullnægt eftirspurn eftir mjólk. Frá Noregi eru eftirtaldir full- trúar: dr. Harald Schielderup prófessor, Helge Seip stórþings- . maður, Nils Langhelle stórþings- ' maður, Helge Sivertsen ríkisrit- ari, formaður, Henrik Groth for- stjóri, Helene Andersen ritari, og Kjell Eide skrifstofustjóri. Frá Svíþjóð eru þessir: Ragnar Edenman ríkisritari, formaður, Harald Cramer prófessor, rektor Stokkhólmsháskóla, E. G. Rosén forstjóri, Erik Forslund lands- þingsmaður, Harald Elldin rektor dr. Gunnar Helén ríkisþingmað-; ur, dr. Nils Andrén ritari og Gösta Forsström ritari. Frá íslandi: Ólafur Björnsson Frh. á bls. 2. 1 Vopnahlésnefndin héll á flóffa KAIRO, 29. ágúst — Vopnahlés- nefndin á Gazasvæðinu á landa- mærum Israels og Egyptalands, varð að slíta fundi í skyndi í dag og halda burt vegna nýrra átaka milli herja Israelsmanna og Egypta. Átökin í dag áttu sér stað bæði í ilofti og á landi. Gazasvæðið er um 200 ferkíló- metrar og á þessu svæði búa 200 þús. arabiskir flóttamenn, sem lifa á ölmusu frá S. Þ. og Egypt- Fyrrum prentari, nú ritstjóri, vara-fersætis- ráðherra Hana Stjórnarbreyting filkynnt í dag Kaupmann ahöf n: VARA- forsætisráðherra Dana, sem skipaður verður í em bætti í dag, er fyrrverandi prent- ari eins og H. C. Hansen, for- sætisráðherra. Hann heitir Ernst Christiansen, er 64 ára gamall og hefir undanfarið verið ritstjóri Kaupmannahafnarblaðsins „So- cial-Demokraten“ í utanríkis- málum. í æsku var Christiansen for- maður sambands ungra jafnaðar- manna í Danmörku, gerðist síð- an kommúnisti, varð fvrsti for- maður kommúnistaflokks Dana og gegndi þeirri formennsku á árunum 1919—1927. Arið 1931 gerðist hann jafnaðarrr.aður aft- ur, tók til starfa við „Social- Demokraten" og hefir undanfarið verið fulltrúi í sendinefnd Dana á þingum Sameinuðu þjóðanna. Christiansen verður ráðherra án stjórnardeildar, en raunveru- lega verður hann vara-forsætis- ráðherra. Aðrar breytingar, sem gerðar verða á dönsku stjórninni eru þær, að Kjærböl, fyrrum innan- ríkis- og húsnæðismálaráðherra, verður áfram húsnæðismálaráð- herra, en við embætti innanríkis- málaráðherra tekur Carl Peter- sen, samgöngumálaráðherra. — Samgöngumálaráðherra verður Kai Lindberg, formaður verklýðs félagasambandsins. Lindberg er fulltrúi Dana í Norræna ráðinu. London og París, 29. ágúst. OFRIÐARBLIKUR við austanvert og vestanvert Miðjarð- arhaf voru til umræðu á mikilvægum ráðstefnmn í París og London í dag. í London var sett ráðstefna utanríkisráðherra Breta, Grikkja og Tyrkja um varnir við austanvert Miðjarðarhaf með sérstöku tilliti til framtíðaf Cyprus eyjar. Af 510 þús. íbúum Kyprus eyjar eru um 100 þús. Tyrkir, sem segjast munu stofna til blóðugrar byltingar, ef Bretar fallast á að afhenda eyna Grikkjum. Bretar hafa varið 13 milljónum sterlingspunda til þess að gera hernaðarmannvirki á eynni, sem var gerð að aðalherstöð þeirra við austanvert Miðjarðarhaf er þeir urðu að flytja her sinn frá Suez eiði. — í herstöð Breta á eynni eru nú 4 þús. hermenn. HÆTTI AÐ STYÐJA MARKARIOS Kýprus vandamálið varðar all mjög Atlanthafsbandalagið, þar eð allar þrjár þjóðirnar, sem þar deila eru í bandalaginu Bæði í Grikklandi og Tyrklandi hefur mál þetta verið gert að stór- j felldu æsingamáli, svo að varn- arbandalag þessara tveggja þjóða sem stofnað var í fyrra, getur vart talist raunverulegt lengur. j Harold Macmillan, utanríkis- j ráðherra Breta, hefir verið kjör-J inn forseti Kyprusráðstefnunnar i í London. Talið er, að Bandaríkin | leggi á það mikla áherzlu, aðj deilumál þetta, sem öllum er til tjóns nema sovétríkjunum, verði leyst á ráðstefnunni, sem nú er að hefjast í London. Fyrst í stað munu Brctar leggja á það áherzlu að Grikkir hætti að styðja Markarios erkibiskup á Kýpur. Eystrasalts- íöndin „Iokuð“ lönd BERLlN, 29. ágúst — Sovét- stjórnin hefir synjað tveim amerískum þingmönnum, sem staddir eru í Sovétríkjunum um þessar mundir, um leyfi til þess að fara til Riga í Lettlandi. Tal- ið er að Rússar hafi mikla hern- aðarbækistöð í Riga. Lausafregnir, sem gengið hafa um það undanfarið, að erlendum mönnum væri bannað að ferðast um Eystrasaltslöndin vegna hinna miklu herstöðva Rússa í þessum löndum, hlutu óbeina staðfestingu estnesks hafnarverkamanns, sem nýlega flúði af estnesku skipi í höfninni í London. Hafnarverka- maðurinn, tvítugur unglingur, að nafni Manivad Raestas, hefir undanfarna átta mánuði starfað við höfnina í Tallin, höfuðborg Estlands. Unglingurinn sagði að Rússar hefðu gert Estland að aðal eld- flauga herstöð sinni. KAUPMANNAHÖFN, 29. ág. — Sex ritstjórum danskra blaða hef- ir verið boðið í hálfsmánaðar heimsókn til Sovétríkjanna. Landbúnaðarráðherra Dana hef- ir þekkst boð um að koma í heim- sókn til Moskvu. FYRIR 12. SEPT. Allgóðar horfur eru taldir á því að vandamálið við vestan- vert Miðjarðarhaf, Marokkó- málið, sem rætt hefur verið á 13 klst. fundi í París nú um helgina, sé að leysast. Eftir að fundi frönsku ríkis- stjórnarinnar lauk í París í dag, skýrði ráðherra Norður Afríku, July, frá því, að fullt samkomu- lag hafi tekist á fundinum. Er búist við að Marokkómenn fái einhverskonar heimastiórn fyrir 12. sept. n.k. Fyrsti árangur hinnar nýju stefnu Frakka í Marokkó, sem- samkomulag virðist nú hafa tek- ist um, er að þriggja manna nefnd tekur við störfum soldáns- ins Ben Arafa. Síðar meir er gert ráð fyrir að fyrrverandi sol- dán Ben Youssef verði kvaddur til Frakklands og taki við sol- dánsstjórn í Marokkó er frá líður. Faure forsætisráðherra tókst að fá samþykki ráðuneytisins síns fyrir þessari breytingu með því að fórna þeim manninum, sem mestan þátt hefir átt í því, að hin væntanlega stjórnarbót kemst á í Marokkó, Grandval hershöfðingja. Er sagt að Faure hafi nú þegar tekið lausnarbeiðni Grandvals til greina. Landsstjóri í Marokkó í stað Grandvals verður skipaðuir la Tours, sem verið hefur landstjóri Frakka í Túnis undanfarið. Við landsstjórn í Túnís tekur lög- reglustjórinn í París, André Dubois. GRANDVAL VINSÆLL Það voru hægri flokkarnir í stjórnarsamsteypu Faures, Gaul- listar, bændur og óháðir bænd- ur og óháðir hægri-þingmenn, sem kröfðust þess, að Grandval yrði fórnað. Nokkur hætta er á því, að lausnarbeiðni Grandvals hleypi af stað nýjum óeirðum í Mar- okkó, en þar hefur landstjórinn náð miklum vinsældum meðal Araba á þeim tveim mánuðum, sem hann hefur gegnt landstjóra- embættinu. Því aðeins er talið, að hægt verði að afstýra vand- ræðum, að Ben Arafa soldán verði látinn segja af sér um leið. Jafnvel E1 Glaoui pasja í Marr- akesh, er talinn gera sér grein fyrir að Ben Arafa verði að víkja, ef það á að takast að fá einskonar heimastjórn fyrir Marokkó. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.