Morgunblaðið - 30.08.1955, Page 8

Morgunblaðið - 30.08.1955, Page 8
fi£ ORGUNBLAÐIB Þriðjudagur 30. ágúst 1955 Ö'Sg.: H.f. Arvakur, Reykjavflc. Jframkv.stj.: Sigíús Jónsson. Ritstjðrl: Valtýr Stefánsson (ábyrfðarao.) Stjómmálaritðtjóri: SigurSur Bjarnason frá Vigvx* Lcsbók: Arni Óla, *ími 304i. Auglýáingar: Axni GarSar Kristinaaoa. Ritstjórn, auglýsingar og afgreMJala: Auaturstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 & mánuSi innamlasda. f lauaasölu 1 krtaa aintakiB. »<L- ÚR DAGLEGA LÍFINU ROBERTO Rossellini og Ingrid Bergman munu segja skilið við ítaliu á næstunni. Þau yfir- gefa nú föðurland hans og hyggj- ast kanna nýja stigu. Hunn ætlar til Indlands og hún til Parísar. Elzti sonurinn, Roberto, á að Tuitgumólokennslan í íslenzkum skólum EKKERT er eðlilegra en að smá þjóðir verði að leggja meiri rækt við kennslu í erlendum tungumálum en stórþjóðir, sem tala mál, er mögulegt er að nota víðsvegar um heim. Með stór- auknum samgöngum og samskipt- um þjóðanna verður þörfin enn- þá brýnni fyrir tungumálakunn- áttu fólksins. Fleira og fleira fólk tekur sig upp og ferðast og kynn- ist löndum og þjóðum. Er það ekki aðeins gagnlegt og ánægju- legt fyrir einstaklingana heldur hefur það stórkostlega þýðingu fyrir bætta sambúð þjóðanna, gagnkvæman skilning og frið- samleg viðskipti þeirra. fslenzka þjóðin er fámenn- asta sjálfstæða menningar- þjóð heimsins. Hún talar að vísu tungu, sem er hið upp- runalega mál allra hinna nor- rænu þjóða. En í dag er það aðeins taiað hér. Nánustu frændþjóðir okkar skilja það ekki lengur, enda þótt þær tali tungumál, sem eru náskyld og komin af sama stofni. Við verðum því að leggja okkur fram um kennslu í erlendum tungumálum og höfum gert það um langt skeið. Gluggi út að Norðurlöndum í íslenzkum skólum eru nú kennd þessi tungumál: Danska, enska, þýzka, franska, latína og lítillega sænska. Fyrsta tungu- málið, sem byrjað er að kenna er danskan. Hún er kennd hverju einasta íslenzku barni í tvo vet- ur og þar með þar til skyldunámi lýkur eftir tveggja ára nám í miðskóla. Er þannig lögð áherzla á að allir íslendingar öðlist nokkra þekkingu í einu norrænu tungumáli, hvort sem þeir stunda framhaldsnám eða ekki. Þeir sem Ijúka gagnfræðaprófi læra dönsku hinsvegar í fjögur ár. Við stúdentspróf hafa þeir lært haná í 6—7 ár. Dönskukennslan er þannig nokkurskonar gluggi út að Norð- urlöndum. Ensku er einnig byrj- að að kenna meðan skyldunámið stendur yfir, ári síðar en dönsk- una. Þeir, sem ljúka gagnfræða- prófi hafa því lært hana í þrjú ár. Þegar að stúdentsprófi kemur hefur hún verið kennd í 6—7 ár. Þýzka er nú kennd í mennta- skólunum í þrjú ár og franska í tvö ár. Latína er ennfremur kennd í þrjú ár í máladeildum menntaskólanna. Með þessari málakennslu er mjög sæmilega séð fyrir tungu- málakunnáttu íslendinga. Æski- legt væri þó að franska væri ekki kennd skemur en þrjú ár, Mjög æskilegt væri einnig að auka tungumálakennslu til framhaldsnáms við háskólann. Er raunar þegar byrjað á því og er þar stefnt í rétta átt. Breytingar á íslenzku- kennslunni Sjálf íslenzkukennslan í skól- um okkar er svo mál út af fyrir sig. Koma þar ýmsar breytingar til greina. Sérstaklega væri at- hugandi að leggja meiri rækt við málfræðikennsluna í efstu bekkj- um barnaskólanna en létta held- ur á henni þegar komið er upp í efri tröppur skólastigsins. En þar ber hinsvegar að leggja aukna áherzlu á kennslu í íslenzk um bókmenntum. Ennfremur væri mjög æskilegt að leiðbeina unglingum meira um lestrarefni en nú er gert. í barnaskólum og gagnfræðaskólum ætti að auka kennslu íslenzkra ljóða að mikl- um mun. Gæti það haft mikil áhrif í þá átt að glæða máltil- finningu barnanna. Kjarni málsins er að íslend- ingar haldi við sinni eigin tungu hreinni og fágaðri og kunni skil á bókmenntum sín- um og sögu. Erlend tungumál þarf hinn íslenzki skóli að kenna í sam- ræmi við kröfur hvers tíma. Þær kröfur hafa aukizt með byltingu þeirri, sem gerst hef- ur á sviði samgöngumála á síðasta áratug. Flugið hefur fært þjóðirnar saman. Þær þurfa að geta heimsótt hver aðra og skilið hver aðra. Tungumálakennslan hlýtur því að verða stöðugt ríkari þáttur í menningarlegu upp- eldi fólksins. Tengsiin við bræðraþjóðirnar VIÐ fslendingar höfum ætíð ver- ið í nánum menningartensglum við frændur okkar á Norðurlönd- um, og hafa þeir haft mest og varanlegust áhrif á okkur, eink- um bókmenntir okkar. íslenzkar bókmenntir á síðustu öld eru merktar skandinavískum áhrif- um, og framan af þessari öld mörkuðu Norðurlandahöfundar einnig djúp spor í bókmenntasögu okkar. Þetta er ofureðlilegt: engar þjóðir hafa um margra alda skeið haft jafnnáin sam- skipti við okkur og frændþjóð- irnar á Norðurlöndum, engar þjóðir eru eins skyldar okkur. Hin síðustu ár höfum við víkk- að út andlegt svið okkar, ef svo mætti segja. Við höfum leitað til ýmissa landa um fyrirmyndir og áhrif og er ekki nema gott eitt um það að segja. í styrjöldinni losnuðum við að nokkru úr tengsl um við nágrannana á Norður- löndum, — Frakkiand og Engil- saxnesku löndin drógu einkum að sér athygli okkar. Getum við vafalaust margt af þeim lært. En er samt ekki svo komið, að kynni okkar af þessum löndum hafi orð- ið á kostnað menningartengsla okkar við hin Norðurlöndin? Er ekki kominn tími til að við treystum betur böndin við frænd- þjóðirnar, kynnumst betur and- legum hræringum hjá þeim og tileinkum okkur það bezta úr skandinavísku menningarlífi, eins og áður fyrr? Er okkur það bæði hollt og skylt, enda ekki í kot vísað að kynnast frjóu menning- arlífi bræðraþjóðanna austan hafsins. Danska bókasýningin stuðlar að slíkum kynnum, og er þess að vænta, að hér verði einnig sýningar á bókum annarra Norðurlandaþjóða. Þá ber okkur og skylda til að efla kynnisferðir til Skandínavíu — og umfram allt að styðja starf sendikennara af fremsta megni. Það er bæði mik- ilvægt og vandasamt. ^Jtalir Izavma eLLi <1 meta Jdvnfirid Ingrid fer til Parísar. fara á heimavistarskóla, en ekk- ert heyrist um, hvar þau hjónin hyggjast koma tvíburunum fyrir. En hjónin vilja ekki lengur eiga heima eða vinna í Ítalíu. — ★ — a þeir, segir Roberto, öfluðu ítölsk- um kvikmyndum þess orðstírs, er þær áunnu sér eftir síðustu heimsstyrjöld. Hann er svo fok- vondur, að hann virðist alveg gleyma því, að hann og Ingrid Bergman hafa aðeins íramleitt eina kvikmynd — og hana í meðallagi góða. Hann er mjög harðorður í garð ítala fyrir að hafa ekki tekið betur á móti Ingrid Bergman. Hann ásakar þá fyrir að hafa ekki kunnað að meta hana, en telur sjálfan sig hafa gert ítölum mikinn greiða með því að gera hana að ítölskum rikisborgara. Hefðu ítalir notfært sér þetta á réttan hátt, hefðum við getað skákað bandarískum kvikmynd- um, segir hann. — ★ — Sex af beztu kvikmyndastjór- um nýju raunsæisstefnunnar á Ítalíu eru nú atvinnulausir og fá hvorki íjárhagslegan né siðferðis legan stuðning frá ríkinu eða kvikmyndaframleiðendnm, skrif- ar Rossellini. Jean Renoir í París hefir nú sent Ingrid tilboð, og hún hefir þegið það. Hann lýkur máli sínu með þessum orðum: „Við hjónin yfirgefum Ítalíu án þess að finna til nokkurs saknaðar“. — ★ — HELDUR litlir möguleikar eru á því, að Erho Kekkonen, núverandi forsktisráðherra Finna verði kosinn forseti iandsins. Forsetakosningar eiga að fara fram í febrúar 1956. Nokkrir flokksbræður hans — þ. á. m þrír fyrrvernndi ráð- herrar — hafa undanfnrið rann- sakað þrálátan orðróm um „hneykslanlegt athæfi Kekkon- ens í einkalífi hans“. Hafa þeir komizt að þeirri niðurstöðu, að nokkur fótur sé fyrir orðrómin- um. — ★ — Hafa beir því kiafizt þess, að kjörmenn bændaflokksins — Kekkonen er frambjóðandi flokksins í kosningunum — verði Framh. á bls. 9 \Jelvabandi áhrijar; Hundaplágan í Kópavogi. UR Kópavogi er skrifað: „Landnámi fylgir sá ókostur, ítalskt vikublað og var mjög ber- að enginn veit hvernig umhverfið byggist. Öll fyrstu árin, sem ég átti heima úti á Kársnesinu, var þar rúmgott, friðsælt og þar gott J að vera. En nú eykst byggðin 'óðum, samt verður ekki annað ' sagt, en að allir nágrannar mínir j séu friðsamt og gott fólk, en því ; miður hefur fylgt þeim sumum óþolandi hundaplága Hún er svo þreytandi, að allir hinir nágrann- arnir, sem eru þessu ekki valdir, kvarta sáran. Einn þeirra sagði nýlega, að við bæjarstjórnarkosn ingar í Kópavogi mundi hann vera fús til að kjósa þann flokk- inn, sem ganga vildi í það, að losa okkur við hundapláguna. Annar nágranni minn sagðist ekki geta sent börn sín til skyld- fólks í nágrenninu, þau væru svo hrædd við hundana, og enn einn nágranninn sagði, að ekki væri friður fyrir þessu dag né nótt. Eins og í réttum. ÞESSIR hundar fara um í hóp- um, vaða yfir matjurtagarða og traðka niður. Ég hef séð þá leika sér í matjurtagarði ná- , ... ... . . . .* , granna míns, velta sér þar í a kartöfiugrasinu og traðka niður og eyðileggja. Stundum eru 5—7 hundar að hamast utan um sama húsið, nótt og dag og hundgáin er eins og tíðkaðist í réttum. Fjarri fer því, að nágrenni mitt sé eini staðurinn í Kópavogi, sem er þjakaður af þessari hunda- plágu, hún er áberandi víðs veg- ar um hreppinn, og þyrfti að fara fram allsherjar hreinsun hér, líkt og í Reykjavík fyrir allmörg- um árum. Óþarfa óþægindi. FURÐULEGT má það heita, ef menn hafa ánægju af að gera nágrönnum sínum þessi óþægindi að óþörfu. Vilji þeir, sem hlut eiga að máli, ekki losa sig við þessa hunda, og fáist yfirvöldin ekki til að losa okkur við þá, er ekki annað ráð fyrir hendi, en að við, hver einn út af fyrir sig, tökum málið í okkar hendur og skjótum eða látum skjóta hund- ana, er þeir vaða um hjá okkur, en búast má við að slíku fylgi leiðindi, sem bezt væri að vera laus við. Þeir sem gera öðrum óþæginði, verða alltaf að gera ráð fyrir óþægindum, en sé góður I Kekkonen — oríSrómurinn spillir fyrir honum. i orður. Hann sakar meiri háttar kvikmyndaframleiðendur á Ítalíu um að hafa í samráði við Banda- ríkjamenn reynt að útrýma minni a Ítalíu, en Roberto Rossellini telst til hinna síðarnefndu. En VerSur Fagerholm eftirmaSur Paasikivis? vilji og sanngirni til staðar, er alltaf unnt ag vera laus við öll leiðindi. Pétur Sigurðsson." . s Um afmælistertur og hreinlæti. GESTUR skrifar: „Velvakandi góður! Ég var fyrir nokkru staddur i herlegri afmælisveizlu þar sem margskonar góðgæti var á boð- stólum eins og gengur við slík tækifæri. — M. a. var borin á borð glæsileg afmælisterta, sem bökuð hafði verið í einu brauð- gerðarhúsi bæjarins, og var ekk- ert út á hana að setja — síður en svo, hún bragðaðist gestunum af- burða vel. — En það var eitt, sem ég rak augun í, sem betur mætti fara á þessum afmælistertum yfirleitt — og sessunautur minn var öldungis á sama máli — en það er viðvíkjandi bréfbotnun- um, sem settir eru undir þær á fatið. Eðlilega blotna þeir allir upp og margur afmælisgesturinn hefir fengið bréfflyksu upp í sig, sem flotið hefir með á hnífnum, er hann skar sér stykki. — Mér finnst þetta einkar hvimleitt — og óhreinlegt líka. — Eru ekki tii piastbotnar, sem nota mætti í staðinn fyrir bréfið. Það væri í aila staði hreinlegra og skemmti- legra og ætti ekki að þurfa að hleypa verðinu upp svo að neinu næmi. — Þessu er vinsamlegast skotið til brauðgerðarhúsanna í von um árangur. — Gestur“. <:_»-*> ® Merkið, sem klæðir landið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.