Morgunblaðið - 30.08.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.08.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIB Þriðjuáagur 30. ágúst 1955 zcc 3c ar ar gg aac Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMBS HILTON pEjD Framh'aldssagan 14 að „Eg gat ætti að „Gerald er mikið búinn hlakka til komu yðar". Leni hrópaði á þýzku: varla trúað því, að ég koma hingað." „Það var Jessica, sem átti þá hugmynd. Ég skil ekkert í því, að mér skyldi aldrei hugkvæm- ast það". Burðarkarlinn kjagaði á eftir þeim, með kassann og körfuna og lagði við eyrun. Síðar skýrði hann frá á þessa leið: „Þau ræddust ekki mikið Við, en þegar læknirinn sagði eitt hvað, þá svaraði hún á einhverju útlendu tungumáli og hann virt- ist fullkomlega skilja hana, ef dæma mátti eftir því, hvernig hann brosti til hennar." FJÓRÐI KAFLI Leni var ráðin í þjónustu lækn ishjónanna og Gerald var ham- ingjusamari, en nokkru sinni fyrr. Það var kraftaverki líkast, hvernig henni tókst að sefa óróa og taugaæsing hans og létta skap hans, ef eitthvað amaði að. Henni tókst þetta eins vel og Davíð sjálfum, en gallinn var sá, að hann hafði alltaf haft svo lít- inn tíma til að sinna syni sínum. í stað þess að koma á ströngum aga með skömmum og endurtekn- ingum, eins og Jessica, þá beitti nú Leni breytilegri aðferðum, til þess að hafa áhrif á drenginn. Og Jessica, sem nú losnaði við erfitt og leiðinlegt skyldustarf, virtist fullkomlega ánægð. Einnig Davíð var ánægður. Eft- ir fyrstu undrunina, sem návist Leni olli, fór hann að álíta stöðu hennar í heimilishaldinu eins ó- umdeilanlega rétta og blóm eða afhending póstsins á morgnana. Því eins og hann var barnslega forvitinn á yfirborðinu, svo reynd ist hann og laus við forvitni, þegar hann kynntist fólki betur, ekki samt vegna áhugaleysis, heldur af því að hann tók það eins og það var, án þess að fara í manngreinarálit. Og ef einhver hefði sagt sem svo, að það væri ofurlítið undar- legt, að þýzk fyrrverandi dans- mær skyldi verða kennslukona sonar hans, þá hefði hann svarað því til, í fyllstu einlægni, að það væri ekkert einkennilegra, en hvað annað. Og hann braut ekk- ert heilann um það, hvort nokkur leyndardómur myndi hvíla yfir nafni hennar og fortíð eða ekki. Smátt og smátt styrktist hand- leggurinn og kvöld eitt, þegar Jessica var ekki heima, heyrði Davíð, að Leni var farin að leika á slaghörpuna, og hann gekk inn til hennar, meira af læknisfræði- legum ástæðum heldur en af tón- listar áhuga, vegna þess, að hann langaði að vita, hve mikið bein- brotið hefði skaðað hreyfingar- mátt fingranna. Honum til mikillar undrunar, þá lék hún furðu vel á hljóðfær- ið, en það voru ekki lög, sem hann kannaðist við eða sem hon- um voru að skapi. Þessvegna setti hann sónötu eftir Mozart fyrir framan hana, sem hann hafði mjög mikið yndi af að heyra, en hún hristi aðeins höfuðið. „Ég þekki ekki nóturnar", sagðí hún brosandi, „Hvað segið þér? Kunnið þér þá alls ekki að leika á slaghörp- una, eftir nótum?" „Nei, ekki þá nema mjög, mjög hægt". „En hvernig gátuð þér þá leik- ið allt það, sem þér gerðað áð- an?" „Að mestu leyti eftir eyranu". „Hafið þér þá aldrei lært að leika á hljóðfæri?" 1 Hún hristi höfuðið, þegjandi. „Það er mjög merkilegt. Þér hefðuð þó sannariega átt að læra hljóðfæraleik. Það heyri ég." „Má ég þá æfa mig á slaghörp- una, meðan ég er hér?" i „Já, vitanlega. Það er fullt af nótnabókum þarna í skápnum." I „Leikið þér á slaghörpu?" „Nei, ekki á slaghörpu, bara ' ofurlítið á fiðlu. Hvaða tíma ætti læknir að hafa til slíks föndurs? Hann gekk svo til sinna dag- legu skyldustarfa og braut heil- ann um það, hvort hann ætti að kynna hana fyrir Jaggers, orgel- leikara dómkirkjunnar, eða Yule, söngstjóra dómkirkjunnar og láta þá taka þátt í uppgötvun sinni. Kannske myndu þeir jafnvel veita henni tilsögn og e.t.v. myndu þeir líka biðja hana að leika eitthvað á tónlistarskemmt- uninni, sem venjulega var haldin ! einu sinni á hverju ári? Það yrði hreint ekki svo slæm hugmynd. Eftir þetta lék Leni oftast á slaghörpuna í setustofunni, á kvöldin þegar Jessica hafði skroppið eitthvað í burtu. Davíð gerði sér ekki fulla grein fyrir því, hvað hún væri að hafast að, fyrr en dag nokkurn, er hann af hreinni tilviljun kom ínn og heyrði þá, að hún var að leika kafla úr Kreutzer-sónötunni. | Hann beið utan við dyrnar á setustofunni, og hlustaði, þar til hún hafði lokið leiknum. Þá kom . hann inn. i „Þetta spiluðuð þér þó eftir 'nótum?" „Já, en það gekk bæði hægt og erfiðlega fyrir mér að þekkja þær, svo þegar ég er einu sinni búin að því, þá man ég það flpp frá því. Annars hef ég æft mig mikið í seinni tíð". , „Það er ágætt, en ég held alltaf, að þér ættuð að fá full- komna kennslu hjá einhverjum færum kennara". Hann gekk brosandi út og enn hvarflaði það að honum, að ræða við Jaggers eða Yule, en í þessu máli, sem og öllum öðrum, hafði Jessica og hennar skoðun mikið að segja. Hún myndi e.t.v. ekki fallast á þessa hugmynd hans — maður gat aldrei spáð neinu um fram- komu hennar. Eftir fimmtán ára tíma í hjóna bandi, hafði hann fengið hrein- ustu óbeit á því, að taka einn ákvörðun í nokkru því máli, sem ekki snerti einvörðungu starf hans og stöðu. Af þessum sökum nefndi hann Leni hvorki við Jaggers, Yule né nokkurn annan mann, en samt hvarflaði það öðru hvoru að hon- um, að hann ætti að gera það og yrði að gera það og myndi e.t.v. gera það, einhvern góðan veður- dag. En svo var það einn dag í júlí mánuði, að Davíð kom heim til Calderbury, úr hinni vikulegu ferð sinni til Sandmouth. Það hafði gengið á með éljum eftir hádegið, en svo undir kvöld- ið létti til og þegar hann gekk heim frá brautarstöðinni, ljómaði sólskinið í gegnum glitrandi úð- ann í loftinu, sem fór óðum minnkandi. Á leiðinni mætti hann lampa- kveikjara, sem var önnum kaf- inn við að kveikja á götulugtun- um, eftir því sem dimmdi meira. „Góða nótt, læknir". „Góða nótt, Ben". Og sem hann hélt áfram göngu sinni, áleiðis til Shawgate, þá mætti hann Leni allt í einu. Hún staðnæmdist brosandi, þegjandi fyrir framan hann. „Eruð þér á skemmtigöngu?", spurði hann. „Bara örstutta stund", svaraði hún. Að eyrum þeirra barst nú skyndilega einhver niður eða hljómur, sem erfitt var að átta sig á, hvað væri. „Kirkjukórinn er að æfa sig", sagði Leni eins og svar við hugs- unum hans. „Ég hef heyrt til hans áður". Ný sending Le&urtöskur Glæsilegt úrvaL GULLFOSS AÐALSTRÆTI G^, CEREBOS, LANG DRÝGSTA SALTIÐ. EKKERT KORN FER TIL SPILLIS.) McsnvT Krikíjf• ». Sfc*cfj*r4 Um.ui. P..I |H 411, KEYKJAVIK. Icdaáél Þýzkar Eldavélar Seljum í dag nokkur stykki af gölluðum e'davélum (brotin emealering) með afslætti. Véla- og raftækjaverzlunin h.f. Bankastræti 10. Sími 2852. BILLY IMORTOIM i WILLIAM NORTON, eða eins og faðir hans kallaði hann, Billy, var eini sonur fátæks járnsmiðs, sem átti heima í Lundúnum fyrir allmörgum árum. Hann hafði á síðustu ár- um lagt mjög hart að sér, svo að sonur hans mætti njóta nokkurrar skólamenntunar, en síðan ætlaði hann að láta hann vinna í smiðjunni sinni. Billy var mjög handlaginn drengur, enda átti hann ekki langt að sækja það, því að faðir hans var mjög laginn og góður smiður. Þegar saga þessi gerðist hafði Billy misst móður sína og bjó með föður sínum. Billy var annars alinn upp hjá frænda sínum uppi í sveit þar til er hann var 8 eða 9 ára gamall. En þá fór hann í skóla í Lundúnum. Billy varð brátt beztur í sínum bekk og var kennarinn mjög hreykinn af honum. Einnig skrifaði Billy mjög vel. Þegar hann var 16 ára byrjaði hann að vinna í smiðju föður síns. Einn morgun, þegar Billy var í smiðjunni að smíða lykil, kom maður strunsandi inn í smiðjuna með þykka bók undir handleggnum. Hann gekk rakleiðis til föður Billys, opnaði bókina og sagði aðeins eitt orð: „Skattarhir!" „Geturðu ekki komið í næstu viku?" sagði Norton gamli. „Það er aldeilis ómögulegt. Ég get ómögulegt komið marg- sinnis eftir einum fimm krónum." „Já, en þetta er í fyrsta skiptið, sem ég hef verið í vand- ræðum með að borga," sagði smiðurinn. „Og það hefði ekki heldur átt sér stað, ef ég hefði ekki meitt mig í hendinni og orðið af þeim sökum frá vinnu um langan tíma. En nú er ég aftur að byrja að vinna, og eftir viku skal ég borga skatt- inn." t>ér sparið þurrkuna, ef þér notið PICCOLO. — Öll fita leysist app á svipstundu . . vatnið rennur strax af borðbúnaðinum og hann verður spegilgljáandi. . . þar þarf aðeins að þurrka af á stöku stað. PICCOLO-lögurinn er ilmefnalaus og mjög ódýr í notkun. Ein teskeið af honum er nóg í einn lítra af vatni. Allir haf a ef ni á að nota Piccolo — nýja, ÓÐÝRA þvottalöginn. Heildsölubirgðir: /. BRYNJÓLFSSON & KVARAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.