Morgunblaðið - 30.08.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.08.1955, Blaðsíða 16
VeMfllf f dag: Norðan kaldi, léttir til. wgttttfntoMfr 195. tbl. — Þriðjudagur 30. ágúst 1955 Skákmófið í Osló — Sjá grein á bls. 9. Ríkisútvarpið kynnir létta sígilda tónlist Fyrstu ú l var pstónleikamir 2. sept. UTVARPSSTJÓRI Vilhjálmur Þ. Gíslason og Páll ísólfsson ræddu í gær við fréttamenn um tónlistarmál útvarpsins. Nýtt starfsár -Sinfóníuhljómsveitarinnar er að hefjast og verða fyrstu útvarps- tónleikarnir í Þjóðleikhúsinu 2. sept. n.k. Verður þar m. a. flutt verk eftir Pál ísólfsson og stjórnar höfundur hljómsveitinni. S.l. ár hélt Ríkisútvarpið flesta tónleika í Reykjavík. í HAG GESTA Tónleikar útvarpsins hefjast í Jyrra lagi. Er ástæðan sú að nú er óvenju mikið um erlenda gesti i bænum, sem hlýða þykir að gefa kost á að kynnast íslenzkri tónmenningu. Á tónleikunum, sem verða þrí- þættir, leikur hljómsveitin eitt af verkum Páls ísólfssonar, sem fyrst var flutt á norrænni tón- listarhátíð í Kaupmannahöfn 1938 og stjórnaði höfundur því þá sjálfur. Síðar flutti Sinfóníu- hljómsveitin verkið undir stjórn Kiellands. LÉTT EFNISSKRÁ Þá syngur Guðmundur Jóns- son íslenzk lög með undirleik Fritz Weishappel, og loks verður leikinn septett eftir Beethoven, en það verk gerði hann fyrst frægan, er það var leikið í Vín- arborg skömmu eftir 1800. Er það létt og heillandi, enda eitt af vinsælustu tónverkum Beethov- ens. Útvarpsstjóri kvað ríkisútvarp- ið vilja flytja landsmönnum létta tónlist ekki síður en þunga, og væru þessir tónleikar spor í þá átt. Er Björn Ólafsson konsert- meistari hljómsveitarinnar og í ráðum um val á verkefnum. LANGUR FERILL Ríkisútvarpið hefur haft starf- andi hljómsveit á sínum vegum allt frá því að það var stofnað 1930. Sú hljómsveit var uppistað- an í Sinfóníuhljómsveitinni, en Ríkisútvarpið hefur styrkt hljóm- sveitina og borið hallann af henni með styrk frá ríki og bæ. Út- varpið hefur í hyggju að halda starfseminni áfram á þessum sama grundvelli og hefur nú gert hljóðfæraleikurunum tilboð um áframhaldandi samstarf á svip- uðum grundvelli. AÐSÓKNIN VEX Við vitum segir Páll ísólfs- son, að sinfóníutónleikar eru ekki vinsælir af alþýðu. En við höfum orðið varir við greinilega breytingu, þeir eru að vinna sér æ meiri hylli. Aðsóknin að sinfóníutónleik- unum hefur stóraukizt og er það vel. Ríkisútvarpið gekkst á s.l. ári fyrir alls 20 sjálfstæðum tónleik- um auk útvarpstónleikanna, og er það meira en nokkur annar aðili, Þjóðleikhúsið 16 og Tón- listarfélagió' 12. GOTT FRAMHALD í vetur hyggjumst við líka halda létta tónleika öðru hvoru og vonum að þeir njóti vinsælda og aðsóknar svo sem verkefnin eiga skilið. Síðar verður ákveðið um hverj ir stjórnendur verða á tónleikum ríkisútvarpsins. HéraSsmól Sjáif- ur Húnavatnssýslu HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Austur-Húnavatnssýslu verður haltlið á Blönduósi n.k. sunnu- dag, 4. sept. og hefst kl. 4 síðdcg- is með sameiginlegri kaffi- drykkju. Ræður flytja Ingólfur Jónsson, viðskiptamálaráðherra, og Jón Pálmason, alþingismaður. Kristinn Hallsson, óperusöngv- ari, syngur einsöng, en leikararn- ir Valur Gíslason og Klemenz Jónsson flytja gamanþætti. Um kvöldið verður dansleikur. Úrvolslið Reykjovíkur keppir við Banduríkjumeiui í kvöid sýnist Sifi ávifinasf I a World Fishing fordœmir œsingaskrif brezkra togaraeigenda BREZKA fiskveiðitímaritið World Fishing hefur fordæmt óhróð- ursauglýsingarnar, sem birzt hafa frá brezkum togaraeigendum nieð rógi um íslendinga. Tímarit þetta er óháð og má ekki blanda því saman við Fishing News, sem er málgagn útgerðarmanna. World Fishing hefur eins og fleiri ensk blöð verið okkur íslendingum and- snúið í landhelgismálunum, en nú bregður svo við, að það rís upp til að fordæma baráttuaðferðir togaraeigenda, sem það telur fjarrl því að vera heiðarlegar. í kvöld kl. 7,30 hefst þriðji og síðasti leikur bandarísku landsliðs- mannanna hér. Keppa þeir þá við úrvalslið Reykjavíkur. Öllum er í fersku minni, hversu góðum árangri Reykjavíkur-úrvalið náði gegn dönsku landsliðsmönnunum. Hvað gerir það í kvöld? — Þessi mynd er úr leik bandaríska Iiðsins við Akurnesinga. Ríkarður Jóns- j son (t. h.) skaut þrumuskoti að marki, en knötturinn smaug rétt j fram hjá stönginni. Ameríski markvörðurinn, Donald Malansky,' var vel staðsettur að vanda, en spurningin er: Hefði hann varið þetta skot? — Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Þurrkuðu hey sin að næfur- lagi því rigning var alla dag Isafirði, 29. ágúst. Stöðugar rigningar hafa staðið hér ji þrjár vikur, en á laugar- daginn var hér ágætur þurrkur. Náðu allir bændur hér í ná- grenninu inn miklum heyjum þann dag og tókst nokkrum bændum að alhirða tún sín. RIGNING Á NÝ Á sunnudagsmorguninn var svo komin suðvestan átt með rign- ingu. Tíðarfar hefir verið mjög Fiskaflinn 12 þúsund lestum meiri en á sama tíma í fyrra HINN 31. júlí s.l. var fiskaflinn á öllu landinu 285.646 smál., en var á sama tíma í fyrra 273.608 smál. Aflinn skiptist þannig: 1. Síld: smál. Fryst ....................... 667 Söltuð ................... 16.978 í bræðslu................. 2.107 Til niðursuðu ................ 48 Samtals................... 19.800 2. Annar fiskur: smál. Isfiskur ................... 728 Til frystingar ......... 112.173 Til herzlu............... 54.965 , Til söltunar............ 93.494 Til mjölvinnslu .......... 2.576 Annað .................... 1.910 Samtals................. 265.846 | Aflamagnið er miðað við slægð an fisk með haus, nema fiskur til , mjölvinnslu og síld, sem hvort- jtveggja er vegið upp úr sjó. (Frá Fiskifélagi íslands). |erfitt til heyskapar hér við Djúp í sumar, en þó mun ástandið hafa verið ennþá verra í Vestursýsl- unni. Hefir aðallega rignt á dag- inn, en oft stytt upp með kvöld- inu, og hefir veður þá haldizt þurrt fram undir morguninn. ÞURRKUÐU A NÓTTUNNI í Súgandafirðí grípn menn til þess ráðs, a8 snna sólar- hringnum við og breiddu hey sín eftir lágnættið, þegar blást ur var, en þar er oft góður blástur þótt Iygnt sé annars- staðar k Festfjörðatn. Tókst þeim með þessu móti að þurrka hey sín það mikið, að hægt var að ná þeim upp__J. VEGAGERÐ TEPPIZT Fréttaritari blaðsins að Þúfum símar, að hið vætusama tíðarfar hafi stórtafið vegagerð yfir fjall- ið milli ísafjarðar og Mjóafjarð- ar, og óvíst hvort hægt verður að vinna þar áfram sökum bleytu. — P. P. EKKERT SPARAÐ TIL 1 ritstjórnargrein er nefnist „Sanngjörn orð eða heimskuleg“ í ágústhefti World Fishing er í fyrstu lýst nokkuð þeirri stór- felldu auglýsingasókn, sem brezk- ir togaraeigendur hafa byi.iað. Þeir hafa lítið auglýst í blöðun- um, J)ar til allt í einu í sumar, að geysistórar heilsíðuauglýsingar frá þeim fóru að birtast í heims blöðunum og einnig í urmul smá- blaða. Má reikna út að þessi aug- lýsingasókn þeirra kostar milljón- ir króna. TVÆR ÞÝÐINGARMIKLAR SPURNINGAR En World Fishing er ekki hrifið af efni auglýsinganna. Það segir, að þegar meta skuli gildi þeirra verði fyrst og fremst að huga að tvennu: 1) Er sagt sanngjarnlega og rétt fró deil- unni um landhelgismálin? og 2) Stuðla auglýsingar þessar að lausn landhelgisdeilunnar? Svarið við báðum þcssum spurningum er nei og aftur nei, segir blaðið. ÆSINGAR, SEM LEIÐA TIL EINSKIS GÓÐS Þá fordæmir World Fishing æsiræðu þá sem er á auglýsing- unum. Brezku togaraeigendurnir hafa lýst því yfir að þeir vilji komast að einhverju samkomulagi um íslenzka landhelgi. En hvernig getur það samrýmst því að þeir birti óhróður um ísland. Hvað halda þeir að þeir geti áunnið með slíkum æsingum. Einnig lætur World Fisliing í ljós andúð sina á því, að í auglýsingunum sc fullt af rang- færslum og víðast sögð aðeins hálf sagan. Slíkt geti vahlið furðulegum misskilningi eins og þegar hafi komið í ljós í rit- stjórnargrein í Daily Express, þar sem æsingar eru vaktar upp í tilefni þess að brezkir togarap eru sektaSir ó íslandi, en engio skýrgreining gefin á því, að tog- ararnir hafi nokkuð brotið af sér við íslenzk lög. Rangfærsl- urnar séu alvarlegar, þegar blötS in séu eins og farin að gefa þaS í skyn, að íslendingar hegði sép eins og sióræningjar. Þannig ræðir World Fishing um þessi mál af allmiklum skiln- ingi. Ritstjóri þess sér sem er, að auglýsingar þessar eru til lítillai þurfta. En að lokum kemur svo fiam hinn gamli tónn ritsins, þar sem það beinir því til Isledinga, að þeir ættu ekki að beita svo hörðum refsingum við brezku togarana. Fyrsti þurrkur sem að ppi kom í Kjói VALDASTÖÐUM 28. ágúst. — Á föstudag og laugardag gerði hér dálitla flæsu, þó hvorugan daginn allan. Tókst sumum nú að ná upp allmiklu af heyi, en minnst af þvi mun vera vel þurrt. Flestir munu hafa verið lengí að á laugardagskvöld. eða allt þar til fór að rigna kl. 1 um nóttina. Síðan hefur enn haldið áfram að rigna og var allmikil úrkoma á sunnudag, svo að lítil breyting virðist á veðráttunnL Nokkur heimili hér í Kjós, fengu hjálp úr Reykjavík. Aðal- lega var það skyldulið og kunn- ingjar, og kom það að miklum og góðum notum, því heimilisfólk er víða alltof fátt til þess að bjarga jafnmiklu heyi og bænd- ur áttu orðið úti, þegar þessi flæsa kom, Aðrir bændur fengu litla eða enga hjálp, og munar miklu hve minna heyi þeir náðu. — St. G. Leikhús Heimdallar Mynd þessi er úr gamanleiknum „Nei“ eftir J. L. Heiberg, sem Leikhús Heímdallar sýnir um þessar mundir í Sjálfstæðishúsinu, Með aðalhlutverkið Link hringjara fer Haraldur Björnsson og hefur leikur hans vakið mikla kátínu áhorfenda. Aðsókn að „Nei“ hefur verið ágæt og verður 9. sýning í kvöld. — Æfingar á næsta verk- efni hjá Leikhúsi Heimdallar ganga grciðlcga og hefjast sýningar væntanlega á því í byrjun september.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.