Morgunblaðið - 31.08.1955, Side 1

Morgunblaðið - 31.08.1955, Side 1
16 sáður Grandval orðinn: Fransmaður í fríi Frakkar auka her sinn, ef til uppreisnar kæmi / Marokkó París, 30. ág. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. DE LA TOUR hershöfðingi tekur við af Grandval í Marokkó og er hann nú lagður af stað til Rabbats, þar sem landstjórar Frakka eru vanir að sitja. Hershöfðinginn hefur undanfarið gegnt lándstjóraembættinu í Túnis. ® Ðe La Tour átti viðræður við Faure forsætisráðherra um helgina, en flaug til Túnis í dag. — Grandval var fórnað á altari nýlendusinna í frönsku stjórninni, þar eð þeim þótti nóg um vinsældir hans meðal Araba og frjálslynda stefnu hans í Marokkómálum. — Síldarsöltun hjá Bátafélagi Hafnarfjarðar og uppskipun úr vélbátnum Hafnfirðingi. Ljósm. G. Rúnar Utanríkisráðherra Japans varar við hííðu- br&si Bulganins Japanir viija halda vináftu Bandaríkjamanna Tókíó, 30. ágúst. SÍGÍMITSJÚ, utanríkisráðherra Japans hélt ræðu í dag og sagði, að nú væru aðeins 10 ár síðan hann undirritaði friðarsamninga við Bandamenn, en samt mætti segja, að landið sé risið úr rústum. Væri það að þakka stuðningi vina og bandamanna Japana eftir styrjöldina, einkum Bandaríkjamönnum. Afstaða Bandaríkjamanna til hins sigraða Japans, sagði utanríkisráðherrann enn fremur, mun aldrei gleymast og hefur markað djúp spor þakklætis og vináttu í hjörtum okkar. Á VERÐI Friður í öllum heiminum er ( sameiginlegt takmark okkar allra, hélt ráðherrann áfram. — En við verðum að vera á verði gagnvart ,,friðarsókn“ kommúnista, því að enginn veit nema þeir hyggist einungis ' sundra samlieldni hinna frjálsu þjóða í heiminuin. Sígímitsjú sagði, að Japanir vildu hafa góð og náin samskipti við Sovétríkin, en þeir mundu aldrei semja við ráðamennina í Kreml, ef slíkir samningar mundu knýja Japani til að ganga í ber- högg við núverandi utanríkis- stefnu landsins og afstöðuna til Bandaríkjanna. Þá kvað ráðherr- ann Japani helzt vilja hafa náin samskipti við aðildarríki Suð Austur-Asíu bandalagsins. LUNDÚNUM, 30. ágúst: — Talið er, að rúmenski herinn sé mun fjölmennari en Ieyfi- legt er samkvæmt friðarsamn- ingunum við Rúmeníu. — Segja hernaðarsérfræðingar Vesturveldanna, að í hernum séu um 240 þús. manns, en Rúmenar mega aðeins hafa 140 þús. manna her samkvæmt friðarsamningunum. — Reuter. Hríðar og skúrir á ísafirði ÍSAFIRÐI, 28. ágúst. — Höfuð- dagurinn heilsaði hér vestra með suðvestanátt og ausandi rigningu, en með kvöldinu gekk til norð- austanáttar og hvessti nokkuð þegar leið á nóttina. í dag hefur verið allhvasst og ausandi rigning, en fannkoma til fjalla. Fjöll hér eru orðin alhvít niður í miðjar hlíðar. BOYSEN SETUft HEIMSMET OSLO, 30. ágúst — Boyson bætti í dag heimsmet sitt í 1000 metr- um. Hljóp hann vegalengdina á 2.19,0 sek. sem er % sek. betri timi en fyrra met hans. — Metið var sett í Gautaborg. —NTB. Kom til átaka. 30. ágúst: — Enn kom til árekstra milli egypskra og ísraelskra her- manna á Gaza-svæðinu í dag. Ánægðir yfir óförum Salems LUNDÚNUM, 30. ágúst: — Mikill fögnuður ríkir nú í Kartún. höf- uðborg Súdans, yfir því, að Salem Sxidansmálaráðherra Egypta- lands hefir verið vikið frá. — Hefir stefna hans í Súdansmálum beðið mikinn hnekki upp á síð- kastið, þar eð vinátta Súdansbúa og Egypta hefir minnkað mjög. Er nú svo að sjá, að mikill meiri hluti Súdansbúa vilji, að landið verði sjálfstætt, en ekki í nein- um tengslum við Egypta. — Reuter. Oulles: Fó Arnbnlöndin vopn frá Rússum? Washington, 30. ág. • DULLES utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði á blaða- mannafundi í dag, að ýmis- legt benti til þess, að Sovét- stjórnin hafi boðið Arabalönd- unum hernaðaraðstoð. Ráðherrann sagði það von bandarísku stjórnarinnar, að deilumálin í Norður-Afríku verði til lykta leidd á friðsamlegan hátt, svo að ekki þurfi að koma til frekari vandræða þar í landi. — Reuter. Rita er skilin Vi LUNDÚNUM, 30. ágúst — Rita Hayworth, kvikmyndaleikkonan bandaríska, skildi í gær við þriðja mann sinn Diek Hymes dægur- lagasöngvara. — Ritu varð svo mjög um skilnaðinn, að hún tók inn svefntöflur án tilætlaðs ár- angurs. Liggur hún nú í rúminu, veik á sál og líkama. Ríta er þrígift og eru fyrri menn hennar engir aðrir en Ox'son Wells, leikarinn heims- kunni, og Aly Kahn milljónera- sonur. —Reuter. 180 ÞUS. MANNS ' Samtímis því að Frakkar hafa lýst yfir, að þeir muni taka meira tillit til krafna þjóðernissinna í Norður-Afríku hyggjast þeir auka her sinn upp í 180 þús. manns og ætla með því að koma í veg fyrir, að hægt verði að æsa til uppreisnar í Norður-Afríku- löndum. ÓTTAST ÓEIRDIR Franska stjórnin óttast að til óeirða kunni að koma í Marokkó, vegna þess að Grand val hefir verið neyddur til að draga sig í hlé. Meðal Araba er hann afarvinsæll, eins og fyrr segir. Reiknað er nú með því, að Ben Arafa sóldáni í Marokkó verði vikið frá innan fárra daga og sér- stakt ríkisráð taki við störfum hans. — Óvíst er þó enn, hvort Ben Jússef fyrrv. soldán verði kallaður til starfa aftur, eins og þjóðernissinnar vilja. Tveggja hreyfla Convair. SAS festir kaup á 11 nýjum vélum, sem fljúga eiga á innanlandsleiðum Styttir flugtimann til muna A á 11 nýjum farþegaflugvélum, sem félagið hyggst nota í innan- landsfluginu í Svíþjóð. — Þessar nýju vélar eru tveggja hreyfla af gerðinni Convair og eru framleiddar í Kaliforniu. 52 FARÞEGAR Farþegaflugur þessar eru mur hraðskreiðari en Douglasvélarnar gömlu, sem Svíar hafa hingað til notað á innanlandsleiðunum, auk þess sem þær taka mun fleiri farþega — eða 52. Var flugtíminn á leiðinni Stokkhólmur-Gautaborg um 2 klst., en verður ekki nema 1 klst. og 15 mín., þegar nýju vélarnar eru komnar í notkun. 50 MfLLJ. KRÓNA Gert er ráð fyrir, að þessar 11 nýju farþegaflugur kosti um 50 millj. sænskra króna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.