Morgunblaðið - 31.08.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.08.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVHBLAÐ19 Miðvikudagur 31. ágúst 1955 Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HILTON Framlíaldssagan 15 „Farið þér oft í gönguferðir hingað?“ Hún virtist naumast taka eftir spurningunni, sem hann beindi til hennar og hann sá í daufri hirtu götuljósanna, að einhver dapur vonleysissvipur hvíldi yfit öltu andliti hennar. „Hefur nokkuð sérstakt komið íyrir, meðan ég var að heiman?“, Hún svaraði á þýzku: „Frú Newgome sagði mér, að ég yrði að fara í burtu héðan“. „Er yður alvara?" Já“ „Yrðir að fara? En hvert?“ „Eitthvað í burtu“. „En hvers vegna — hvers vegna í ósköpunum — ætti hún að hafa sagt þetta?“ „Hún sagðist ekki hafa efni á ] því, að hafa mig“. „En það er hreinasta fjar- atæða. Við höfum svo vel efni á því“. „Ekki sagði hún“. Þau þögðu bæði og að eyrum þeirra barst rödd einhvers, sem átti leið þar hjá: „Gott kvöld, læknir“. „Gott kvöld“, svaraði Davíð án þess þó að vita með nokkurri vissu, hverjum hann var að heilsa. Síðan sneri hann sér að Leni: „Eg get alls ekki skilið þetta. Eg verð að tala betur um það við Jessicu sjálfa". Þau gengu niður Shawgate án þess að talast meira við. Leni gekk víð hlið hans og spurði engrar þeirrar spurninga, sem hann kæmist í vanda með að svara, yllu honum óþæginda eða gerði yfirleitt nokkurn hávaða. Ljósið frá götulugtinni féll á andlit hennar, um leið og hún horfði til hliðar, yfir á nálæg vegamót og hann veitti athygli hinum rósama og kyrrláta svip hennar, sem var í svo fullkomnu samræmi við þögn hennar. Jafnvel örvænting hennar hafði einkennst af þessari sömu -rósemi. Og skyndilega minntist hann búningsherbergisins, þar sem hún hafði gert tilraun til að fremja sjálfsmorð og bryggjunnar, sem þau höfðu reikað eftir. Fjarstæða að hugsa sér það, að núna eftir allt þetta ætti hún að yfirgefa hann og fara. Hann varð að tala við Jessicu, strax og tækifæri byðist, jafn- vel þótt hann gerði sér fulla grein fyrir því, hversu litla löng un hann hafði til að spyrja hana nokkurs. Jessica var að skrifa boðsbréf, þegar hann skömmu síðar kom að máli við hana í setustofunni. Bréfin lágu á víð og dreif um allt skrifborðið og byrjuðu þau öll á sömu leið: Dr. og frú New- come biðja yður hér með að veita sér þá ánægju, að.... „Jessie“, hóf hann samræðurn ar, lágt en án nokkurs formála. „Hvers vegna ferðu allt í einu að segja Leni upp starfi sínu hérna?“ Jessica sneri að honum hold- skörpu og einbeittnislegu andlit- inu: „Eg sagði henni eins og satt er, að hún gæti ekki dvalið hér lengur". „En hvers vegna?“ „Eg hafði gildar ástæður til þess, þér er alveg óhætt að trúa því“. „En það er fjarstæða að halda því fram, að við höfum ekki efni á að greiða kaupið hennar. — Hún verðskuldar það fyllilega — Gerald geðjast mjög vel að henni —I „Eg notaði það bara sem á- stæðu. Hina raunverulegu á- stæðu nefndi ég ekki við hana einu orði“. „En hver er svo hin raunveru lega ástæða?" „Ætli ég þurfi að segja þér það“, rödd konunnar varð hvöss og harðleg. „Hefur þér nokkurn tímann dottið það í hug, að fólk sé ekki alltaf eins og það sýn- ist. Eg var mjög óánægð með að ráða stúlkuna hér á heimilið án þess að þekkja nokkuð til henn- ar, en ég var nógu einföld til að treysta á fullyrðingar þínar. Eg hefði mátt vita, hvað þú þekkir hana í raun og veru lítið. Og það verð ég að segja hreinskilnis- lega, að mér hefur alla tíð geðj- ast mjög illa að stúlkunni". „Eg held að ég skilji ekki full- komlega, hvað það er sem fyrir þér vakir, Jessice". „Ó, er því þannig farið? Mér þykir vænt um að þú skulir við- urkenna það. Sennilega veiztu ekki, að þessi stúlka var á leik- sviðinu, fyrir aðeins fáum mán- uðum og sýndi þá dans í þriðja flokks leiksýningum. Og þér er ekki heldur kunnugt um það, að hún missti þann starfa vegna þess að hún gerði tilraun til að fremja sjálfmorð". „Jú“, svaraði Davíð blátt á- fram, „þetta veit ég allt saman". Jessica brýndi raustina um allan helming: „Svo þú vissir þetta allt saman? Hvers vegna sagðir þú mér það ekki?“ „Eg hef aldrei lagt það í vana minn að bera út slúðursögur um einkamál sjúklinga minna“. „En sú nærgætni við sjúklinga þína. Fjölskyldan fær þá ekki aldeilis að njóta hennar. Hélstu virkilega að erlend dansmær, sem auk þess hefur reynt að fremja sjálfsmorð, myndi vera heppilegasta manneskjan til að gæta taugaveiklaðs barns á sóma kæru heimili?" Davíð drap örlítið titlinga og honum varð hugsað til Leni og hversu barnalegt það var að gera tilraun til að komast eftir sann- leikanum um fólk, í orðunum einum, vegna þess að orðin gátu öll verið sönn, en samt sneidd öllum sannleika. „Stúlkan er í alla staði prýði- leg, góða mín“, sagði hann ró- lega. „Svo þér virðist hún prýðileg? . En ég get bara alls ekki fellt mig við hana, Davíð. Heldurðu að hneykslið sé ekki nógu mikið,1 um allan bæinn núna, þegar þessi saga hefur borizt út? Veiztu það, að hún kom einu sinni fram á sviðið í leikhúsinu hérna?“ i „Já, það var í desember síðast liðnum, þegar hún braut á sér úlnliðinn. Eg veitti henni þá læknishjálp“. „Já, einmitt það. Þú sem sagt vissir þetta allt saman, en nefnd ir það ekki við mig einu orði“. Davíð þagði og Jessica einnig. Eftir all langa þögn, sagði hún: „Mjög undarlegt. Þegar í upp- hafi fann ég að það var eitthvað undarlegt við þetta allt saman“. „Já en nú er ekkert undarlegt við þetta“. „Jú, það hlýtur að vera, ef hún er sú manntegund, sem reynir að fremja sjálfsmorð". „Nei, Jessice. Það er ekkert undarlegt fólk, sem gerir slíkt. Það er fólk eins og allir aðrir — eins og ég eða þú — sem hefur einhverra hluta vegna neyðst til þess“. „Jæja, látum það bara gott heita. Ekki langar mig í neinar þrætur. Hún verður að fara héð- an og svo er það algerlega út- rætt mál“. „En Gerald —“. „Hann verður að gera svo vel að komast einhvern veginn af án hennar. Eg er líka sannfærð um, að hún hefur alls ekki nein bæt- andi áhrif á hann“. „Hún getur ekki farið fyrr en í lok mánaðarins“, sagði Davíð alvarlega eins ög hann væri að skýrskota til siðfræðilegra fyrir- mæla eða óhagganlegra laga. „Hún getur það, ef ég borga henni“. „Hér er ekki fyrst og fremst um borgunina að ræða. Þú get- ur ekki fyrirvaralaust gert þetta og búist við að henni takist að fá nýtt starf og nýtt húsnæði, svona á einu andartaki“. BILLY NORTOINI „Jæja þá, jæja þá,“ sagði innheimtumaðurinn. „Eftir þrjá daga verðurðu að koma á skrifstofuna og borga. Þú veizt hvað það gildir ef það dregst lengur.“ Nokkrum mínútum eftir að innheimtumaðurinn var far- inn, stóð gamli smiðurinn í sömu sporum og var mjög djúpt hugsandi. Því næst leit hann á klukku á veggnum, og tók síðar frakka sinn og sagði síðan við son sinn: „Ég þarf að skreppa frá í nokkra tíma,“ og með það sama var hann þotinn út á götu. „Aumingja pabbi,“ hugsaði Billy. „Upphæðin er reyndar ekki há, og þetta er í fyrsta skipti, sem hann getur ekki borgað. Ég vildi óska að ég gæti unnið mér inn fimm krónur án þess hann hefði hugmynd um það. Og þá gæti ég borgað skattinn og sett síðan kvittunina í frakkavasann hans. Það yrði aldeilis gaman,“ hugsaði Billy. Billy var svo upptekinn af hugsuninni um þetta, að hann var ekki var við, að inn í smiðjuna var kominn maður, sem ávarpaði hann. Maðurinn hafði spurt tvisvar eftir Norton gamla, þegar Billy tók loks eftir honum. Sá, sem kominn var, reyndist vera mjög vel búinn maður. Fötin virtust vera spáný. Og svo var hann með nýjan hatt og mjög fagran staf. j „Faðir minn er ekki heima.“ sagði Billy, um leið og hann' leit upp frá vinnu sinni. „Er nokkuð, sem ég get gert fyrir þig ?“ bætti hann við. Hjartanlegar þakkir til allra, sem sýndu mér hlýhug með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 80 ára afmæli mínu 15. ágúst s.l. Guð blessi ykkur öll. Kirstín Bjarnadóttir, Barónsstíg 78. Innilega þakka ég öllu mínu venzlafólki og þeim syst- kinum mínum, sem glöddu mig á 40 ára afmæli mínu 26. ágúst. — Sérstaklega húsbónda mínum fyrir alla hans rausn og venzlafólki hans og öllum vinum mínum fyrir stórgjafir og heimsóknir, blóm og skeyti og gerðu mér daginn ógleymanlegan. — Mætti Guð launa þeim öllum. Svava Sigurgeirsdóttir, Reykjavíkurvegi 21, Hafnarfirði Minningarspjöld Styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunarmanna fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu V. B., Vonarstrætí 4. Guðm. Þórðarson c/o S. í. F., Hafnarhúsinu. Jörgen Hansen c/o Happdrætti Háskóla íslands Tjarnargötu 4. Traustar klukkur á hóflegu verði. lílukkurnar með Ijónsmerkinu Fallegt úrval og fjölbreytt af klukkum, smáum og stórum. Ódýrar vek j araklukkur. Jón Sípunösson Skortpripðverzlun Stúlka óskast strax. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Þvottahúsið Fiirair. Bröttugötu 3 A rn 1 IMý sending B J Kápur I hausttizkan fjölbreytt úrval MARKAÐURINN Laugavegi 100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.