Morgunblaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 1
16 ssður 42. árgangur 199. tbl. — Laugardagur 3. september 1955 Prentsmiðja Morgunblaðsins Slíkt útflúr er talið hættulegt í Danmörku og bannað. Skyggni á ijóskeri og fígúra á mótorhúsi. EáíshæÉiiMleffí gKn&ur hmmmmSÍ í hílmm £ Möin Ljésberaskyggni og skraulfígúryr fjarlægð DANSKA dómsmálaráðuneytið hefur skyndilega gefið út algert bann við ýmsu óþarfa skrauti á hinum nýju bifreiðum. Er skraut þetta, krómrendur og annað útflúr, talið hafa svo mikla hættu í för með sér, að ráðuneytið taldi sér heimilt að banna það án-sérstakrar lagaheimildar. SKYGGNIN TALIN HÆTTULEG í>að sem nú er fyrst og fremst bannað, eru hin nýtilkomnu skyggni yfir framlugtum. Er það á ýmsum bílgerðum það sem skagar lengst fram. Skyggni þetta er oftast krómhringur, sem er með mjög beittri brún. Það hefur sannazt þegar við á- rekstra í Danmörku, að skyggn- ið verkar eins og- hárbeittur hnífur, sem sker og tætir í sund- urallt sem hann rekst á, ef hrað- inn er nógu mikill. Þau slys hafa jafnvel orðið, þar sem talið er að mannslífum hefði verið forðað ef skyggnið hefði ekki rutt leið- ina gegnum hliðardyr bifreiða. OG KOMA Aö ENGU GAGNI Sumir hafa haldið því fram, að skyggni þessi séu gagnleg þann- ig, að þau komi í veg fyrir að bifreiðastjórar er á móti aka blindist. En danska Iögreglan hefur reynt þetta og telur það tóma hérvillu. Hefur henni virzt að ljós með skyggni séu fullkom- lega eins hættuleg til blind- unar. Þá eru og bannaðar ýmsar þær skrautfígúrur, sem settar eru framan á mótorhús bíla, sérstak- lega ef útflúrið er með fram- standandi og beittum odd. \ VÆGDARLAUS LÖGREGLA f Það hefur ekki verið látið sitja við orðin tóm í Danmörku, held- ur hefur lögreglan vægðarlaust sektað þá sem ekki hlíta reglum þessum og hreinsa bíla sína af öllu þessu óþarfa en lífshættu- lega glingri. D- -n Hörmulegar fölur frá U.S.A. CHICAGO, 2. sept. — Formaður Slysavarnafélags Bandaríkjanna, H. Dearborn, sagði í dag, að 3340 manns hafi látið lífið í bifreiðaslys- um í Bandaríkjunum í júlí- mánuði. Er það 11% hærri dánartala en á sama tíma í fyrra — og hafa aldrei dáið jafnmargir í bifreiðaslysum á einum mánuði siðan 1937. ffl Þá gat formaðurinn þess og, að tæpl. 2000 manns hafi dáið í bifreiðaslysum í Bandarikjunum á þessu ári og er það 4% meira en í fyrra. — Reuter. O- -n Þingi SUS frestað HaMið í Mafnarfirði í októberlok STJÓRN Sambands ungra Sjálfstæðismanna samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að fresta þingi ungra Sjálfstæðismanna til 28. október n.k. Áður hafði verið ákveðið að þingið yrði haldið á Akureyri dagana 9.—11. september. Frá því var horfið sökum þess að hinir miklu óþurrkar um allt Suðurland gerðu fulltrúum þaðan ókleift með öllu að sækja þingið á þessum tíma. Hamla því annir við heyskap og önnur síðbúin sveitaverk. Þingið verður því haldið 28.—30. október og fer það fram í Hafnarfirði. Félögum ungra Sjálfstæðismanna og trúnaðarmðnnum um land allt verður síðar skrifað nánar um fyrirkomulag þings- Ins. Dýr hestur! COLUMBUS, ÓHÍÓ, 2 sept. — Fimmtán ára gamall hestur, Adios að nafni, var í dag seldur hér í borg á % millj. dollara. — Þessi sami hestur var seldur fyrir 21 þús. dali fyrir 7 árum. Álitð er að, enginn hestur hafi verið seldur fyrir jafnmikið verð og Adios. Enda er hann afburða veðhlaupahestur. Reuter. líin viðskipti við konmmnista gl GENF, 2. sept. — Allt bendir til þess, að viðskipti milli Austurs og Vesturs aukist stór- lega á þessu ári. Útflutningur Austur-Evrópuríkjanna til Vest- urveldanna jókst um 35% á fyrra hluta þessa árs og innflutningur þeirra frá þessum sömu löndum um 9%. — Reuter. Sérsfakur ráðgjafi mBmm WASHINGTON, 2. sept. — Eisen- hower, forseti Bandaríkjanna hefir í hyggju að skipa sérstak- an ráðgjafa bandarísku stjórn- arinnar í Rússlandsmálum. Á hann að benda á leiðir til að auka samstarfið við Sovétríkin og hafa umsjón með öllum þeim málum, er snerta þau og koma til kasta utanríkisráðuneytisins. Reuter—NTB Frakknr auka her sinn í Norður-Afríku Þangað verða sendir 6000 hermenn á næstunni París, 2. sept. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB. FRANSKA stjórnin ákvað i dag að efla her sinn í Norður-Afríku með því að senda þangað um 6000 hermenn á næstunni. — Akvörðun þessi var tekin á fundi frönsku stjórnarinnar í dag. STJÓRNARBÓT Þá ætlar franska stjórnin að láta frumvarp sitt um stjórnar- bót fyrir Marokkó koma til fram- ] kvæmda hið bráðasta, ef það mætti verða til þess að draga eitthvað úr ókyrrðinni þar. Eink- um verður lögð áherzla á að efla landbúnaðinn og stuðla að því að landsmenn taki meiri þátt í að móta stjórnarstefnuna en hingað til. 500 MILLJ. KR. LÁN Frakkar' hafa nú ákveðið að veita Túnisbúum 500 millj. kr. lán í því skyni að kippa efna- hagsmálum landsins í liðinn. Sem kunnugt er, fékk Túnis sjálfsstjórn ekki alls fyrir löngu. FRANKFURT, Þýzkaiandi: — Anette Kolb, áttræð vestur-þýzk kona, hefur hlotið Goethe verð- launin í ár. Verðlaunin nema 10 þúsund þýzkum mörkum (tæpl. 40 þús. ísl. krónum). Verðlaunin, sem veitt eru af Hver er mest lesni höf- undurinn í Sviþjéð? Þar í 'andi fá skáld'm greiddan ríkissfyrk effir þvi hve off hœkur þeirra eru lánaðar úw békasöfnum H 'VERJIR eru mest lesnu höfundar í Svíþjóð? — Nýlega hefur þetta verið tekið til nokkurrar athugunar, og kom í ljós, að Astrid Lindgren er þar langefst á blaði. Næst kemur Gösta Knuts- son, þá Vilhelm Moberg, Elsa Beskov, Olle Hedberg og Ivar Lo- Johannsson. 584,300 LESENDUR Svo er mál með vexti, að sænsku skáldin fá greitt úr. ríkis- sjóði ákveðna fjárhæð, eftir því borgarstjórninni í Frankfurt, ] hve margir fá bækur þeirra lán- haf áður hlotið Carl Zuekemayer aðar úr sænskum bókasöfnum. — (árið 1952) og Thomas MannJÁ s.l. ári voru bækur Lindgrens (árið 1949). | lánaðar 584.300 bókaormum og Ungfrú Kolb flúði Þýzkaland fékk skáldið greiddar fyrir 6.343 Hitlers árið 1933, hefir dvalið íjsænskar krónur. Moberg fékk Sviss og Frakklandi og einnig; 4000 krónur fyrir 350 þús. útlán, í Bandaríkjunum, en hvarf heim ] Lo-Johansson 2488 krónur (198 til Þýzkalands árið 1945. Iþús. útlán.) Myrti Christie 30 konur? Enski fjöldamoiðinginn hefir tekið skelfileg leyndarmál með sér í gröfina LONDON — Oll líkindi benda til þess, að morðinginn frá Rilling- ton Place í Lundúnum, John Reginald Christie, hafi jafnvel haft fleiri mannslíf á samvizk- unni en menn upphaflega álitu. Christie var hengdur fyrir tveim árum fyrir morðið á frú Timothy Evans, sambýliskonu sinni, Lög- reglunni hefir ekki tekizt að upp- lýsa til fullnustu, hversu mörg morð Christie framdi — það leyndarmál tók hann með sér i gröfina. Michael Eddowes, enskur lög- fræðingur búsettur í Lundúnum hefir nýlega gefið út bók um Christie, og heldur hann því þar fram, að Christie muni hafa drep- ið a. m. k. 30 konur. Menn munu minnast þess, að leifar af sex konum fundust í inn byggðum eldhússkáp í íbúð Christies, en líklegt þótti, að hann hefði leyst upp lík fleiri fórnar- dýra sinna í kalksýru, sem hann geymdi í kari í bakgarðinum. En Christie limlesti fórnardýr sín alltaf á sama hátt, og eftir loft- árásir í Lundúnum á stríðsárun- um fundust oft lík, er limlest höfðu verið alveg á sama hátt. TIL ERFINGJA Ef skáldin eru látin, rennur fjárhæðin til nánustu erfingja þeirra, eins og lög gera ráð fyrir. Kyrri a Gazasv^ðinu KAÍRÓ, 2. sept. — í dag kom ekki til bardaga á Gazasvæðinu og er það í fyrsta sinn í hálfan mánuð, sem allt er þar með kyrr- um kjörum. Burns, iormaður vopnahlésnefndar, flaug í dag til Kaíró til að ræða við egypzku stjórnina um vopnahléstillögur sínar. • Að undan förnu hefur oft skorizt í odda með Egyptum og ísraelsmönnum á Gaza- svæðinu og hafa mörg hundr- uð manns fallið af báðum. — Menn vænta þess nú, að stjórnir viðkomandi landa fall izt á tillögur Burns og semji vopnahlé. Reuter. Rússar veita Júgó- slövum stórfelld lán Verður kominform leyst upp? BELGRAD, 2. sept. — Tító for- neskan iðnaðarvarning fyrir 900 seti Júgóslavíu skýrði frá því á milljónir — upp á reikning. blaðamannafundi í dag, að und- irritaður hafi verið samningur PJ T'*° ff3* Þess enn fremur, að milli Ráðstjórnarinnar og júgó- sennilegt sé, að hin breytta slavnesku stjórnarinnar þess utanríkisstefna Rússa leiði til efnis, að Júgóslavar fái 600 millj. þess, að bandalagið verði leyst króna lán hjá Rússum og rúss- upp. — Reuter-NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.