Morgunblaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 14
' 14 MORGUNBLAÐIB Laugardagur 3. sept. 1955 f3= Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HILTON 03 Framhaldssagan 18 „En mér hefur liðið svo vel hérna", svaraði hún. Fimmti kafli. Davíð hafði haft það fyrir vana í mörg ár, að hafa boð mik ið í lok júlímánaðar, þar sem hvers konar tónlist var höfð um hönd og öllu fyrirfólkinu í Cal- <ierbury var boðið. Ef veður var gott, þá voru frönsku gluggarnir, sem sneru iit að garðinum, hafðir opnir og gestirnir sátu umhverfis þá eða úti fyrir dyrunum, ef þeir kusu það heldur. í þetta skifti var þetta boð læknishjónanna haldið í seinni vikunni, sem Leni átti eftir að dvelja hjá þeim. Allan daginn hafði sólin skinið svo skært og heitt að gangstétt- irnar í Shawgate urðu algerlega mannlausar og fólk leitaði þeirra etaða sem skuggasælli voru. t Jessiea krafðist þess jafnan, er hún gekk út í verzlunarerindum, að fá nákvæmlega það sem hún vildi á sem hagkvæmastu verði ©g var hún nú ein þeirra, sem reikaði á milli verzlananna, þeim megin götunnar sem frekar lá í forsælu. Kaupmennirnir báru virðingu fyrir þessum eiginleikum henn- ar og auk þess vissu þeir, að boð- ið eða samkvæmið hjá læknis- Ivjónunum átti einmitt að vera þetta sama kvöld og þeim fanst líklegt, að þá myndi einhver gesí- anna segja sem svo: „Segið mér, kæra frú Neweome, hvar keypt- uð þér þessa ágætu niðursoðnu ávexti?" Meðan Jessica var úti að ann- ast innkaupin, setti Sam Bates, rafvirki, nokkur marglit ljós undir sedrustré í garði iæknis- hjónanna og Johnny Jhnson, garð yrkjumaður kom fyrir borðum, setti stóla út á grasflötina og sá um aðrar nauðsynlegar undirbún- ings framkvæmdir. Læknirinn var í sínum venju- legu sjúkravitjunum. Súsanna bakaði skorpusteik fyrir kvöldið, en Leni hafðist bókstaflega ekk- ert að. Því hafði verið komið svo fyr- ir þetta kvöld, að engin lækna- ráðstefna beið Daviðs, þegar sjúkravitjunum var lokið og þess vegna fór hann í heitt bað, strax þegar hann kom heim og klæddi sig í önnur föt, sem litu nákvæm- lega eins út og þau, sem hann hafði verið í. Gestirnir voru væntanlegir um klukkan átta, en á þeim tíma var hiti dagsins mikið t'arinn að réna og loftið orðið svalt og nota- legt. Himininn var enn sem fyr skaf- heiðríkur og hálfur máninn teygði sig upp yfir sedrus-tréð í garðinum. Um fimmtíu manns hópaðist saman í setustofunni og úti í garðinum — yfirprestur dóm- kirkjunnar og erkidjákninn, margir aðstoðarprestar nærliggj- andi sókna, forsöngvarinn, Jagg- ers forsöngvari, Yule söngstjóri, margir læknar, málflutníngsmað- ur, fyrrverandi sjóliðsforingi, skólastjóri menntaskólans, rit- stjóri Caiderbury Gazette o. fl. En þá var líka komið að ystu brún þess þjóðfélagslega tak- marks, sem frú Newcome vildi ekki hætta sér út fyrir og öllum var ljóst, að Fred Carton, sonur aðal kaupmanns bæjarins, sem boðinn var eingöngu ve^na sinn-j ar ágætu söngraddar, var ekki raunverulegur gestur í sama. skilningi og hinir, sem +aldir hafaj verið upo hér á undar. Margt var gerl sér til dægra styttingar. Fólk masaðí saman, söngstjóri dómkirkjukórsins lék á slaghörpu læknisins, enda þótt hann væri hálfgerður viðvaning- ur, því næst spilaði frú mennta- skólastjórans á fiðlu. Þegar gleðskapurinn stóð sem hæst, kom Súsanna inn í stofuna með einhver skilaboð til Davíðs, sem höfðu þær afleiðingar í för með sér, að hann gekk hljóð- lega út, en gestirnir horfðu á eftir honum, fullir meðaumkv- unar. „Þannig gengur það alltaf í lífi læknanna, eða er ekki svo?", sagði einhver við Jessicu og féllst hún á þá ályktun, með því að kinka lítillega kolli. Hann hjólaði til sveitabæjar í Briargate. Þar bjó verkamaður með konu sinni og sex börnum í lítilli, fjögurra herbergja íbúð. Eitt barnið lá hóstandi og með andaþrengslum í rúminu sínu. „Ég er hræddur um að þetta sé slæmt lungnakvef",- sagði maðurinn áhyggjufullur. „Haldið þér það ekki líka, læknir?" Davíð sá fljótlega, að barnið þjáðist af lungnabólgu í báðum lungunum og hann sannfærðist um, að litli drengurinn. sem var á aldri við Gerald son hans, var þegar dauðadæmdur. Læknis hefði þurft að vitja mikið fyr, ef möguleiki hefði verið til að bjarga barninu. Nú var það orð- ið allt of seint. Davíð gerði það sem í hans valdi stóð, gaf foreldrunum ná- kvæmar fyrirskipanir, lofaði að senda hjúkrunarkonu til þeirra hið bráðasta og kvaðst mundu koma sjálfur aftur upp ú mið- nætti. „Haldið þér að það kosti ekki mikið að fá hjúkrunaT-konuna, læknir?", spurði maðurinn kvíð- inn — og Davíð svaraði eins og svo oft, þegar hann lenti í svip- uðum kringumstæðum: „Nei, nei, það mun kosta mjög lítið. — Ég skal sjá um það. Ver- ið þér bara alveg ókvíðinn". Þegar konan fylgdi honum til dyra og þau gengu eftir löngum og mjóum gangi, framhjá barna- vagni, sagði hún. i „Eins og þer vitið, þá er nu dr. Tompson eiginlega okkar lækn- j ir, en frú Nickle, nábúi okkar, ráðlagði okkur alveg eindregið að leita til yðar". I „Hamingjan góða", hugsaði Davíð með sjálfum sér. „Hún heldur, að þau séu að gera mér greiða með því að sækja mig til lungnabólgusjúklings, sem van- ræktur hefur verið, þar til allt er orðið um seinan og sem ég mun sennilega aldrei fá neitt borgað fyrir". i En hann sagði aðeins, gripinn mikilli samúð, sem átti sér dýpri rætur: „Já vissulega. Ég kann- ast við frú Nickle ....". En á leiðinni heim gleymdi hann frú Nickle algerlega, en hugsaði einungis um slím, cem óks og stífluð ofreynd lungu, orð- ið „lungnabólga" sem hafði dauð- ann í för með sér, mas í konum yfir girðingar garðanna, þegar þær voru að mæla með læknum, hvor við aðra.....Já sannarlega var þetta heimsk, viðkvæm ver- öld.....Þegai hann kom heim til sín, voru gestirnir búnir að neyta veitinganna og tónlistin var komin í fullan gang að nýju. Þegar hann opnaði dyrnar að biðstofunni, sá hann að Leni sat í einum hægindastólnim. Hún var að sjá stillt og róleg. „Var þetta eitthvr-ð mjög hættulegt, Davíð?" „Ég er hræddur um að það sé ekki einungis hættulegt, held- ur algerlega vonlaust", svaraði hann. „Mig tekur sárt að heyra það". Hann lagði frá sér battinn og töskuna, settist í skrifborðsstól- inn og varð eins og annars hug- ar. Hljóðfæraslátturinn barst inn til þeirra og þó að Davíð væri ekki verulegur bjartsýnismaður að eðlisfari, þá var þó venju- lega eitthvað í allri tónlist sem oftast fyllti hann von og gleði. I „Ég hefði átt að leika þennan strengjakvartett með þeim", sagði hann þegar lagið var á enda. „En hlustið nú bara á ..". Fred Garton var byrjaður að syngja. Hann hafði góða söng BILLY NORTOIM 4 „Billy, það stendur hérna í blaðinu, að það hafi verið brotizt inn í skartgripaverzlun. Það nær alls ekki neinni átt," sagði faðir hans. „En því getur það ekki verið satt?" sagði Billy, því að hann gat ekki skilið, að faðir sinn skyldi taka svona til orða. „Jú, ég veit mæta vel, að það er satt, sem stendur í blað- inu. Það er alls ekki neitt nýtt fyrirbæri hér í Lundúnum að brotizt sé inn, — en það er annað, sem er verra. Það er nefnilega sagt, að þjófurinn hafi komizt inn í verzlunina með þjófalykli, sem hann hafi áreiðanlega látið einhvern snjallan smið smíða fyrir sig. Og svo stendur líka í blaðinu, að lögreglan hafi komizt að mjög mikilvægum upplýsingum varðandi þjófnað þennan." Á meðan faðir Billys var að lesa frásögnina, varð honum hugsað til prúðbúna mannsins, sem hann gerði lykilinn fyrir, og eftirlíkingarinnar, sem enn var í skúffunni hjá honum í smiðjunni. „Nei," hugsaði hann. „Þessi vel klæddi maður gat ekki verið innbrotsþjófur." Og Billy gleymdi brátt þess- um atburði. Og tíminn leið. Þeir feðgarnir höfðu lokið við hádegis- verðinn sinn, og Billy var um það bil að leggja af stað með læsinguna út úr húsinu, þegar maður birtist allt í einu í dyrunum og með honum tveir lögreglumenn. „Heitir þú ekki Jakob Norton," spurði maðurinn. „Jú," svaraði Norton gamli. „Hvað get ég gert fyrir herrana?" HáSft steinhús við Leifsgötu I. hæð um 100 ferm., 3 herbergi, eldhús og bað ásamt hálfum kjallara, sem eru 2 herbergi (nú iðn- aðarpláss) o. fl. til sölu. Nýr, góður bílskúr fylgir. Allt laust 1. október n. k. Nýja fasteignasalan Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546. Ailstórt timburhús (tvær hæðir og loft) í einu af úthverfum Reykiavíkur, er til sölu. Jafnframt óskast íbúð til leigu fyrir fámenna, bamlausa fjölskyldu. Fyrirframgreiðsla kemur til mála ef leigan er sanngjörn. — Þeir, sem vildu sinr.a þessu, leggi nöfn sín inn á afgr. blaðsins í lokuöu umslagi merkt: „Sala — leiga — 761". Húseigendur Höfum kaupanda að einbýlishúsi ca. 6 herbergja íbúð, helzt með bílskúr. Má vera í útiaðri bæj- arins. — Þarf helzt að vera laust 15. oktðber n.k. Útborgun kr. 300 þúsund. Nýja fasteignasalan Bankastræti 7, sími 1518 og kl. 7,30—8.30 e. b. 81543. Skemmtileg nýjung í eldhúsið PICCOLO fæst nú líka i skemmtileg- um dúkkum úr rauðu plasti. Ef þrýst er á þær, bunar PICCOLO út um húfu dukkunnar. PICCOLO-dúkkan er bæði létt og handhæg - það er auð- veldara í.ð ákveða magnið. sem nota skal. Innihaldið er PICCOLO, sem þér þekkið — jafn gott og jafn sterkt og í flöskunum. Þegar PICCOLO-dúkkan er tæmd, má gefa barni hana sem leikfang, en það má líka fylla hana að nýju úr flösku og nota aftur, þar sem hún en svo handhæg. Heildsölubirgðir: I. BRYNJÓLFSSON & KVARAN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.