Morgunblaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.09.1955, Blaðsíða 16
VeðDráflli í dag: S-kaldi. Rigning. 199. tbl. — Laugardagur 3. september 1955 Samlal við menntamálaráðherra Dana. Sjá grein á bls. 9. Fyrsta íslenzka flugvél- in lendir í Washingfon Miklar annir Cullf axa og Solfaxa HINAR stóru millilandaflugvélar Flugfélags íslands hafa óvenju- mikið að gera um þessar mundir, þar sem þær eru í leiguflugi ©g einnig er hvert sæti skipað í ferðum félagsins til útlanda næstu ¦tíaga. Fyrsta íslenzka flugvél í Washington S. 1. miðvikudag fór Sólfaxi í leiguflug til Washington, höfuð- borgar Bandaríkjanna. Flutti flug vélin þangað bandaríska hermenn. Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem íslenzk flugvél lendir í Washing- ton. Farið var þangað með við- komu í Gander. 1 bakaleiðinni kom Thor Thors sendiherra til landsins og var flugvélin væntanleg í nótt. Frá fundi menntamálaráðherranna Rannsókn á I&seími mnglinga og hvesrnig stöðva má glæparitin Með innflytjendur og vísindamenn Þá átti flugvélin að fara í ann- að leiguflug á þriðjudaginn frá Hamborg til New York með 57 þýzka innflytjendur til Kanada. Á laugardagskvöld fer Gullfaxi til Narsarssuak-flugvallar með 40 danska iðnaðarmenn og á sunnu- daginn fer Katalina-flugbátur flugfélagsins til Ella-eyjar og sæk ir 19 vísindamenn, sem þar hafa verið í Lauge Koch leiðangrinum. Þeir fara siðan með áætlunarflug vélum flugfélagsins til London og Kaupmannahafnar. m arangur IR-inga í Karklad ~* Á FUNDI menntamálaráðherra Norðurlandanna fóru í fyrradag ¦£*¦ fram miklar umræður um lesefni unglinga og hvernig varast megi hin uppeldishættulegu sorprit og glæparit, sem svo mjög hefur borið á hin síðustu ár. Þeir Vilhjálmur Þ. Gíslason og Þórður Eyjólfsson fluttu framsöguræður. Var samþykkt að lokum að nor- ræn nefnd skyldi rannsaka þetta vandamál, en þangað til skyldi engin þjóðin ein fyrir sig gera neinar endanlegar ráðstafanir. Allt upppantað Óvenju miklir farþegaflutningar eru nú milli landa, miðað við tím ann og fyrirsjáanlegt að þeir verða miklir út þennan mánuð. T. d. eru öll sæti skipuð í ferðinni til Glasgow og Kaupmannahafnar á laugardag, einnig í þriðjudags- ferðinni til Glasgow og Lundúna og miðvikudagsferðinni til Kaup- mannahafnar og Hamborgar. — Hafa margar pantanir verið gerð ar með öllum næstu flugferðum. STOKKHOLMI, 2. sept: — IR- ingarnir náðu ágætum árangri á móti í Karlstad s.l. miðvikudag. Vilhjálmur Einarsson (UÍA) varð 1. í þrístökki með 14,88 m. Sig- urður Guðnason var fyrstu í 800 m. hlaupi á 1.58,6 mín. Þórir Þor- steinsson (Á) varð 3. í 400 m. hlaupi á 48,1 sek., Guðmundur j Vilhjálmsson varð 3. í 100 ifl. ! hlaupi á 10,9 sek. Adolf Óskars- son var 2. í spjótkasti með 54,97 m. Heiðar Georgsson varð 3. í stangarstökki með 3,70 m. og Daníel Halldórsson 5. í 400 m. hlaupi (B-riðli) á 51,6 sek — Örn. Ljósmynd þessa tók Ól. K. Magnússon í danska sendiráðinu í gær, þegar viðurkenning fyrir björg- un „Kríunnar" var afhent. Frá vinstri: Guðbjartur Ólafsson, Henry Halfdánarson, frú Bodil Begtrup, Eirikur Kristófersson, Árni Valdimarsson og Pétur Sigurðsson. Erlend ríkisstjóm sendir ir og rausnarlega viður- kenningu fyrir björgun skips Frú Bodil Beglrup afhendir SVFÍ 10 þús. d. kr IGÆR afhenti frú Bodil Begtrup, sendiherra Dana hér á landi heiðursgjafir og viðurkenningu fyrir það góða starf, sem nokkrir íslendingar unnu, þegar danska mælingaskipinu „Ternen" (Krían) var bjargað við Mávabót á Meðallandsbugt í júnímánuði 6.1. Viðurkenningarnar komu frá dönsku stjórninni og eru skemmti- legur og óvenjulegur vottur um það, að erlend yfirvöld kunna að meta björgunarstarf íslendinga hér við strendurnar. Fótbrotnaði í Suðurgötu í GÆR um nónbil, var maður á gangi á Suðurgötunni Var það Valdemar Sigurðsson, sem starf- ar í Þjóðleikhúsinu. — Hrasaði Valdemar þá og féll í götuna, en hann hefur þjáðst af máttleysi alllengi. Var fljótt kallað á sjúkra bifreið og lögreglunni gert að- vart. Var maðurinn 'fluttur í Lands- spítalann og þar rannsakaður. — Kom þá í ljós, að hann var fót- brotinn. Líðan hans er nú góð. Cóð gjöf til slysavarna Frú Bodil Begtrup afhenti for- stöðumönnum Slysavarnafélagsins þeim Guðbjarti Ólafssyni og Hen- ry Hálfdánarsyni, 10 þúsund danskar krónur, til frjálsra af- Dota, sem þakklæti fyrir starf björgunarsveitarinnar á Kirkju- bæjarklaustri. Heiðursmerki Þá hlutu þessir menn viðurkenn ingu fyrir björgun skipsins úr sandinum: Pétur Sigurðsson for- fitjóri landhelgisgæzlunnar, var sæmdur Kommandör-krossi Danne brogs, Eiríkur Kristófersson skip- herra á varðskipinu Þór var eæmdur 1 stigi riddarakross Dannebrogs. Gunnar Gíslason skipherra á varðskipinu Öðni var sæmdur riddarakrossi Dannebrogs. Árni Valdimarsson stýrimaður féuk að gjöf silfuröskju með áletr va. Þá færði frú Bodil Begtrup þakkir sínar, íslenzku ríkisstjórn inni, en Magnús V. Magnússon, skrifstofustjóri var viðstaddur af- hendingu þessa; Fimmf! landsfyndur FéL ísl. síroamanna haldinn á Akureyri FIMMTI landsfundur Félags ísl. símamanna var haldinn á Akur- eyri dagana 25. til 27. ágúst s.l. Fundinn sátu 36 fulltrúar víðs- vegar að af landinu. Forsetar fundarins voru þeir Steindór Björnsson Reykjavík og Emil Jónasson, Seyðisfirði. Fund- urinn gerði margar tillögur og ályktanir í launa- og kjaramálum símamannastéttarinnar. imgautvarps tónleikunum f GÆRKVÖLDI gekk-t ríkisút- varpið fyrir tónleikum í Þjóð- leikhúsinu. Voru það fyrstu tón- leikar Sinfóníuhljómsvoitarinnar á þessu hausti. Á efnisskrá var Septett op. 20, eftir Beethoven. Guðmundur Jónsson söng íslenzk lög með undirleik Fritz Weiss- happel og að lokum lék sinfóníu- hljómsveitin verk eftir dr. Pál ísólfsson, Passacaglíu í f-moll. Stjórnaði dr. Páll sjálfur sveit- inni. Áheyrendur klöppuðu lista- mönnunum mjög lof í lófa, og hylltu þá dr. Pál og Guðmund Jónsson. Voru tónleikarnir hinir beztu og lofa góðu um tónleika Ríkis- útvarpsins í vetur. MIKIL BÓKAÚTGÁFA Á NORÐURLÖNDUM Umræður þessar hófust með því að Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri flutti ýtarlegt er- indi um lesefni unglinga á Norð- urlöndum. Hann gat þess að á Norðurlöndum væru árlega gefn- ar út 12—13 þús. bækur og 450 dagblöð. Þar væru 21 þúsund bókasöfn með 40 milljón bindi. En erfitt er að dæma um það hvað mikið bækurnar eru lesnar, sagði Vilhjálmur. Taldi hann nauðsynlegt að láta fara fram rannsókn á því hverjir lesa bæk- urnar, hvernig bækur eru helzt lesnar o. s. frv. Helzt þyrfti að byrja rannsókn á því hvað væri helzta lesefni unglinga. Þar yrði einnig að taka tillit til helztu keppinauta bókanna, útvarpsins, sjónvarpsins og kvikmyndanna. ALMENNINGSBÓKIN Vilhjálmur vék nokkuð að at- hugunum, sem gerðar hafa verið á lesefni manna. Augsýnilegar væru ýmsar breytingar, sem orð- ið hafa í bókaútgáfu. Ódýra al- menningsbókin væri nú útbreidd ust. T. d. seldust árið 1951 230 milljónir vasabóka í Bandaríkj- unum og á síðustu árum hafa betri bækur færzt í aukana aft- ur og náð yfirhöndinni í sam- keppni við glæpasögur. ER HÆGT AÐ LÝSA BÆKUR ÓFRIÐHELGAR? Ræðumaður taldi að bækurnar ættu að þjóna lífinu, en hvaða lífi eiga þær að þjóna? Hver á dómari hafði framsögu um varn- ir gegn útbreiðslu lestrarefnis, sem teljast mætti sérstaklega skaðlogt börnum og unglingum. Hann gat þess, að landssamband framhaldsskólakennara hefði á síðasta þingi sínu gert samþykkt um tilmæli til Alþingis og ríkis- stjórnar um að gera ráðstafanir til að hindra útgáfu glæparita og innflutning glæpamyndahefta. Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari. að dæma um og velja hvaða bækur eru æskilegar? í ein-ræð- isrikjum er bókmenntum skipt niður í dilka og óæskilegum bókum rutt úr vegi. í lýðfrjáls- um löndum eru menn ekki eins djarfir að lýsa ákveðnar bækur ófriðhelgar. Að lokum kvaðst Vilhjálmur Þ. Gíslason hafa gert áætlun yf- ir, hvernig framkvæma skyldi rannsókn á lesefni unglinga, þar yrði tekið tillit til aldurs, skóla, heimilis, borgar og sveitar. Spurt yrði um hvaða bækur eru lesnar og hvaða höfundar o. s. frv. Með þessu mætti fá mjög þýðingar- mikla skýrslu um andlegt líf á Norðurlöndum og uppeldi æsk- unnar. BANN VTÐ GLÆPARITUM Þórður Eyjólfsson hæstaréttar- Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarsstjóri Hér væri einkum um að ræða innflutning svonefndra hasar- blaða og útgáfu tímarita um af- brot og glæpamál, sem á síðustu árum hefðu hafið göngu sína hér á landi. VANDKVÆÐI Á LAGABANNI Þórður kvað svipuð vandamál mjög hafa verið til umræðu ! ýmsum öðrum löndum á síðustu árum. Ræddi hann síðan ýmsar leiðir, sem nefndar hefðu verið til að stemma stigu við ú.t- breiðslu glæparita. Taldi hann ýmis vandkvæði vera á, að rit þessi væru beinlínis bönnuð með lögum, eins og þó hefði verið gert í Englandi og Kanada. Kvað hann málið enn vera á athugunar stigi hér á landi og að enn hefðu engar ákvarðanir verið teknar I þessu efni. MIKLAR UMRÆÐUR Miklar umræður urðu um þessi efni. M. a. skýrði danski fræðslu málastjórinn Olaf Petersen frá því að dönsk nefnd hefði gert rannsókn á óheppilegum ritum þar í landi og aðrir fulltrúar skýrðu frá viðhorfum hver í sínu landi. Að lokum var samþykkt tillaga þess efnis að stofna nor- ræna nefnd sem rannsakaði þetta vandamál ýtarlega. FriSardúfnakurr HÉR hafa að undanförnu dvalizt kínverskir listamenn á vegum Kínanefndar. Eru þar meðal ann- ars hljóðfæraleikarar dans- og söngmeyjar ásamt fimleika- manni. List þeirra er þrungin austrænum töfrum og hið ljúfa flautuspil minnir helzt á þyt í laufskógi á haustdegi blandinn léttu dúfnakurri. Þættirnir eru kynntir á kín- versku, en túlkaðir af Inga R. Helgasyni formanni Kínanefndar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.