Morgunblaðið - 06.09.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.09.1955, Blaðsíða 16
Yeðurúflil í dag: NV-gola. — Léttskýjað. Þykknar upp með SA-átt með kvöldinu. jn<w$nnlilð)kt 201. tbl. Þriðjudagur 6. septembeir 1955. Iðnsérfræðingar Sjá grein á bls. 9. Stórfelldnr innflutningur fóðurbætis nauðsYnlegiir Úr ræðu landbúnaðarráðherra á aðalfundi Sléttarsambands bænda BIFRÖST, mánudag. AFYRSTA fundi Stéttarsambands bænda hér í dag, flutti Stein- grímur Steinþórsson landbúnaðarráðherra ávarp. Minntist hann tíu ára afmælis samtakanna og kvað stofnun þeirra hafa verið merkilegan áfanga í félagsmálastarfi bænda. Það hefði unn- ið sér alþjóðarálit og reynzt bært um að leysa þau miklu við- fangsefni, sem við því blöstu. Þakkaði hann stjórn sambandsins og formanni þess, Sverri Gíslasyni, sérstaklega vel unnin störf. INNFLUTNINGUR FÓÐURBÆTIS Ráðherrann ræddi því næst þau vandkvæði, sem skapazt hefðu vegna hinna einstæðu ó- þurrka í heilum landshlutum. Yrði að mæta þeim með skyn- eamlegum ráðstöfunum. Vegna þess að síldarafli hefði brugðizt fyrir Norðurlandi væri svo að eegja ekkert síldarmjöl til. Rætt væri um að nota hvalmjöl til fóðurbætis, en ekki væri full- reynt, hvernig gripunum félli það. Aðal leiðin til þess að afla fóðurbætis væri kaup á mani- oka-mjöli frá Suður-Ameríku. Hefði verið haft samband við innflytjendur um að þeir kaupi töluvert af þessu mjöli, senni- lega 6—8 þús. tonn. Eitthvað yrði ennfremur að flytja inn af maís í þessu skyni. Hann minntist ennfremur á ósk Framleiðsluráðsins um að útfluttar landbúnaðarafurðir nytu sömu gjaldeyrisfríðinda og bátaútvegurinn hefði notið um skeið. Kvaðst hann ekki geta gefið fullkomnar upplýsingar um afstöðu ríkisstjórnarinnar til hennar, en reynt yrði að gera nauðsynlegar ráðstafanir, sem kæmu bændum að haldi. Pjóðminjasafnið opnar Asbúðar- safn Andrésar Johnson Sfærsla mínjasafn sem nokkur Islendingur heíur dregið saman IGÆR opnaði Þjóðminjasafnið Ásbúðarsafn, er safnað er af Andrési Johnson i Ásbúð í Hafnarfirði, á 70 ára afmæli hans. Er þetta stærsta minjasaín, sem nokkur íslendingur hefur dregið saman. Safnið kom í eigu Þjóðminjasafnsins árið 1944, með sér- stökum samningi við safnara þess. — Var fréttamönnum gefinn kostur á að sjá safnið í gær. HÓF SÖFNUNINA 1916 Andrés Johnson er fæddur að Leifsstöðum í Selárdal í Norð- ur-Múlasýslu. Hann fór ungur til Vesturheims og kom þaðan árið 1916. Hóf hann þá söfnun forngripa. Ferðaðist hann um allt landið í þessu skyni. RÚMIR 2000 MUNIR TIL SÝNIS Ásbúðarsafnið er geysi mikið safn. Eru til sýnis þar rúmir 2000 munir. Auk þess eru þar í 84 skúffum og nokkrum kist- um um 15000 munir og í geymslu um 7—8000 munir. Gefur þetta nokkra hugmynd um hve yfir- gripsmikið safnið er. Eru í safni þessu flokkar verðmætra gripa, sem hvergi eru annarsstaðar til í Þjóðminjasafninu. VERÐMERKI FRÁ 1859 Eitt af því fágætasta, sem á safninu er, eru verðmerki, brauðamerki og nafnmerki, frá 1859, eða þau fyrstu er gefin voru út hér á landi. Einnig frí- merki og peningaseðlar og allar íslenzkar myntir, sem slegnar hafa verið. Andrés heldur söfnunum sín- um stöðugt áfram og er nú með- al annars að safna síldarsöltun- armerkjum. Heyskapurinn á óþurrkasvæðinu nær hálf millj. hesta minni en venjulega BIFRÖST, mánudag. PÁLL ZÓPIIANÍASSON búnaðarmálastjóri hefir s. 1. hálfan mánuð ferðast um svæðið frá Vík í Mýrdal tii Gilsfjarðar. Hefir hann haft samband við flesta oddvita í þessum landshlutum. Búnaðarmálastjóri skýrði Mbl. frá því, er það hafði tai af honum hér í dag, að heyfengur í óþurrka- sveitunum myndi sennilega verða nær hálf milljón hesta minni en í venjulegu árferði. Er þá miðað við svæðið frá Vík í Mýrdal til Dýrafjarðar. í þessum sveitum mun heyfengurinn vanalega vera um 1.5 j millj. hesta. Ástandið meðal bænda er þó ákaflega misjafnt. Til eru| býli, þar sem varla er nokkur tugga komin í hlöðu. Meg-i inhluti þeirra heyja, sem hirt hafa verið er mjög slæmt' fóður. Verkfallimi fulllokið Á LAUGARDAGINN var hald inn fundur í verkakvcnna- félaginu í Keflavík um samn- ingsuppkast sáttanefndar. At- kvæðagreiðslunni um uppkast ið lyktaði svo, að það var sam- þykkt með 34 atkvajðum gegn 5 og þar með bundinn endir á verkfallið á Suðurnesjum. Hætti þá samúðarverkfallið að sjálfsögðu samtímis. Þá tókust og samningar jafnhliða þessu um ákvæðis- vinnu við síldarsöltun á Suð- Vesturlandi. Hafa allmörg félög skrifað undir þá samn- inga, en ekki enn öll, sem þeir koma til með að ná til. Á laugardaginn komst vatn í símalínur, sem liggja úr miðbænum og upp í Hlíðar. Vegna þessa voru mörg hundruð símanúmer sam- bandslaus. Óhapp þetta gerðist við Miðbæjarskólann, þar sem verið var að leggja nýja símastrengi. Er þar mikill vatnsagi og verður stöðugt að dæla vatninu upp úr gryfjunni eins og sést á myndinni. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Lík í Engey Góð gistihús eru Jb/óð- inni menningarauki S. V.G. 10 ára IGÆR ræddi stjórn Sambands veitinga og gistihúsaeigenda við fréttamenn í tilefni af því, að samtökin eru nú 10 ára. 36 voru stofnendurnir talsins og var fyrsti framkvæmdastjóri ráðinn Ragn- ar Þórðarson lögfræðingur. Sambandið hefir allt frá stofnun unn- ið að hagsmunamálum veitingamanna og jafnframt barizt fyrir bættri veitingaþjónustu og gistihúsarekstri hér á landi. , í FYRRADAG fann Sigurður Gíslason bóndi í Engey, sjórek- ið lík í fjörunni. Var það af karlmanni, á að gizka 175 cm. háum. Maðurinn hafði verið klæddur í bláar gaberdinbuxur, brúna skó, Ijósbláa sokka, gula bómullarskyrtu, hafði spennt um I sig víravirkisbelti og var íslenzki j fáninn í sylgjunni. Rannsóknarlögreglunr.i er ekki kunnugt um hver maðurinn er og eru allir þeir, sem einhverjar upplýsingar geta gefið beðnir að snúa sér til hennar. Tilgáta er að líkið sé af togarasjón anni sem hvarf í sumar úti á rúmsjó. Dreglð í 9. flokki S. í.. B. S. í GÆR var dregið í 9. flokki Vöruhappdrættis S.Í.B.S. Dregið var um 630 vinninga að fjárhæð 252 þús. kr. Hæsti vinningur 50 þús. kr. kom á miða 20807, sem seldur var á Akranesi. Dregnir voru út 2 10 þús. kr. vinningar, kom annar á nr. 24818, sem var seldur á Akranesi en hinn á 31264 er seld- ur var í Hnífsdal. 5 þús. króna vinningar komu á eftirtöld númer: 15559, 16949, 32251, 38627 og 42540. MÖRG MÁL Árið 1954 var eitt viðburðarík- asta árið í sögu félagsins. Þá komu til framkvæmda breytingar á vínlöggjöfinni sem veitingamenn telja mjög til bóta fyrir veitinga- starfsemina í landinu. Um áramótin var síðan hætt að innheimta veitingaskatt, en hann hafði verið baggi á gistihúsa- rekstri undanfarin ár. MIKILVÆG ATVINNUGREIN Nú vinna hátt á annað þúsund manns við veitinga og gistihúsa- rekstur hér á landi og fer þeim sífjölgandi. Má segja, að sú starfs grein sé hin þýðingarmesta, enda fer menning hverrar þjóðar mjög eftir gistikosti hennár. Mun og drjúgur hluti gjaldeyris þess, sem frá erlendum ferðamönnum staf- ar, 10 millj. króna, fara í gegn um hendur veitingamannanna. E! SKORTIR GISTIHÚS Þegar fréttamenn ræddu við stjórn félagsins í gær gat hún þesa m. a. að nú væru fyrir hendi teikn- ingar af tveimur nýjum gistihús- um, en ekki hefur enn fengizt leyfí til þess að reisa þau. Þó er skort-i ur á gististöðum í Reykjavík, þótt Stúdentagarðamir bæti nokkuð úe yfir sumarmánuðina. Eitt helzta hagsmunamál veit- ingamannasamtakanna í dag er að fá framgengt breytingum á áfeng- islöggjöfinni og telja þeir frum-i varp það um ferða og veitingamál sem Gunnar Thoroddsen bar fram á s.l. þingi horfa mjög til bóta t þeim efnum. Þá er og annað verkn efni fyrir hendi, endurskoðun lög- reglusamþykktar Reykjavíkur, svo unnt verði að hafa veitingahúsiiS opin eftir kl. 11,30. Sjálfsagt teljsi veitingamenn og að öll veitinga- hús fái vínveitingaleyfi og teljai reynshma sanna, að ástandið munl mjög batna ef svo færi. g SAMSTARF V Mikil aðsókn oð leikhúsi Heimdallar Nei-ið sýnt i 12. sinn i kvöld J. L. Heiberg. SÝNINGAR á Nei-inu eftir J. L. Heiberg í Leikhúsi Heimdallar hafa gengið ágætlega og verið mjög vel sóttar að undan- förnu. Á sýningunni s. 1. sunnudag var húsfyllir og urðu margir frá að hverfa. Áformað hafði verið að hafa 12 sýningar á hverju verkefni hjá Leikhúsi Heimdallar og hefði síð- asta sýning á Nei-inu sam- kvæmt því átt að vera í kvöld. En sakir hinnar miklu aðsóknar hefir verið ákveðið að hafa 4 sýning- ar í viðbót. Fólki er því ráðlagt að noía þetta tæki- færi sem gefst til þess að sjá þennan bráðskemmti- lega gamanleik. Æfingar á síðastá við- fangsefni Leikhús Heim- dallar ganga greiðlega og fer nú óðum að líða að sýningum á því. — Veitingamennirnir vilja gera sití bezta, inna af hendi góða þjón- ustu, sagði Lúðvíg Hjálmtýssoií formaður S.V.G. í gær, en gestirn- ir verða líka að gera sitt til. Mörgum þeirra hættir til að ganga illa um og sýna skort S prúðri umgengni. — Báðir aðilaí verða að leysa sitt af hendi til þesí að vel fari. í kvöld minnist S.V.G. afmælis^ ins með hófi og út er komið mjmd-i arlegt afmælisrit með viðtölum og greinum eftir helztu veitingamentí landsins fyrr og síðar. 1 •i Collfaxi itieð i innflýtjenclur 1 í DAG lagði Gullfaxi af stað áleiðis til Hamborgar, þar sertí vélin tek.ur þýzka innflytjendufl til Kanada og heldur með þá til New York. Kemur vélin hingað frá Þýzkalandi í kvöld. Flugvél- in stanzar sólarhring í New York. í gærkvöldi kom Gulifaxi írfi GrænlandL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.