Morgunblaðið - 09.09.1955, Side 1

Morgunblaðið - 09.09.1955, Side 1
16 síður 42. árgangur 204. tbl. — Föstudagur 9. september 1955 Frentsmíðja Morgunblaðsim VliITA RÖSSA 00 ÞJQÐVERJA TRVGCSR FRIOiV í sngði Adenouer, þegnr hnnn kom til Moskvu í gær MOSKVU, 8. sept. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB ADENAUER kanslari Vestur-Þýzkalands kom í dag til Moskvu ásamt föruneyti sínu. Hyggst ráðherrann ræða við Sovétstjórnina um sameining Þýzkalands og önnur vandamál landsins, sem nauðsynlegt er að leysa hið bráðasta. Bulganin forsætisráðherra Sovétríkjanna tók á móti kansl- aranum á flugvellinum. Margir helztu leiðtogar Rússa voru í fylgd með Bulganin, en þó vár Krusjeff þar hvergi sjáan- legur. Stjórnarerindrekar í Moskvu eru þó þeirrar skoðun- ar, að hann verði í rússnesku nefndinni sem á að ræða við Adenauer og sérfræðinga hans. DEUTSCHLAND, DEUTSCH- •---------------------------- LAND UBER ALLES — í MOSKVU Þegar Adenauer steig út úr flugvélinni í Moskvu, var leikið Deutschland,, Deutschland úber alles, og skömmu síðar mátti heyra Internationalinn. — Aden- auer flutti ræðu á flugvellinum, sem fór fyrir ofan garð og neðan hjá fréttamönnum, þar sem þeim var haldið í hæfilegri fjarlægð frá flugvélinni. Ræðunni var út- varpað í Moskvuútvarpið í dag Grikkir styðja Atlantshafsbanda- lagið og breyta ekki utanrikis- „ ,.. , ’ stefnu sinni Herlog i Tyrklandi RÆÐA ADENAUERS og 'fýlgdi þýðing á henni. Kanslarinn sagði m. a.: — Það er von mín, að við komu mína hingað geti hafizt nýtt tímabil vináttu og eðlilegra samskipta milli Ráðstjórnarríkjanna og Vestur-Þýzkalands. Ég er sann- færður um, að Rússar og Þjóð- verjar hafi gagn af góðri sam- vinnu landanna. Vinátta þessara tveggja þjóða tryggir friðinn í Evrópu, — öllum heiminum, sagði kanslarinn að lokum. Lítið atvinnu leysi í Bretiandi LUNDUNUM, 8. sept. — Aldrei hafa eins margir verið við vinnu í Bretlandi og nú. Þar eru um 23 milljónir vinnandi manna og fjölgaði þeim um 300 þús. á s.l. ári. — • Tala atvinnulausra hefir lækkað mjög upp á síðkastið og er ástandið í atvinnumálum landsins gott. — Reuter. Fleiri námsmenn til Bandaríkjanna en áður WASHINGTON, 6. sept. — Nú í haust munu fleiri námsmenn koma til Bandaríkjanna til náms við bandaríska skóla en nokkru sinni fyrr. Er tala þeirra álitin vera um 35 000. Um það bil 25% þessa náms- fólks fær styrki frá Bandaríkj- unum eða frá einkastofnunum, aðrir koma á eigin kostnað eða eru kostaðir af stjórnum þeirra ríkja, er þeir koma frá. Kolaframleiðsla Evrópu ekki nægileg EKKI er útlit fyrir, að það dragi úr kolaskortinum í Evrópu á næstunni. Meiri líkur virðast fyrir, að hann aukist og kola- verð hækki. Kolanefnd Efnahags nefndar Evrópu (ECE) komst að þessari niðurstöðu á fundi, sem nefndin hélt í Genf fyrir skömmu Samkvæmt tölum, er fyrir nefndinni lágu, er útlit fyrir að kolaframleiðsla Evrópulanda á ársfjórðungnum, sem lauk með júní verði um Vz milljón smá- lesta undir eftirspum. Kola- skorturinn kemur harðast niður á þeim löndum, sem ekki eru í kolasamtökum Evrópulanda, eða stálsambandinu. Hin aukna eftirspurn eftir koksi og kolum stafar fyrst og fremst af auknum þörfum járn- og stáliðnaðarins í Evrópu. Norræn leikhúsaráð- defna í Reykjavík næsta vor Á KOMANDI vori, verður haldin hér í Reykjavík Norræn leik- húsaráðstefna, sem er hin 6. í röðinni. Ráðstefna þessi er hald- in annað hvert ár, og var síðast í Stokkhólmi. Þátttakendur ráðstefnunnar verða leikhússtjórar, leikstjórar, leikarar, leikritahöfundar og leiktjaldamálarar. Er þetta í fyrsta skipti er Norræn leikhúsa- ráðstefna er haldin hér á landi. Hefur Þjóðleikhúsið í tilefni af þessu ákveðið að efna til tveggja leiksýninga í Þjóðleikhúsinu með an á ráðstefnunni stendur. Leik- ritin hafa ekki verið ákveðin ennþá. GENF, 6. sept. — Níu bandarískir borgarar búsettir í Rauða Kína, hafa nú fengið heimild til að snúa heim aftur. Sex þessara Bandaríkjamanna eru konur. Var þetta tilkynnt í Genf í dag, en þar hafa fulltrúar landanna tveggja undanfarið ræðst við um heimfararleyfi til handa borgur- um beggja þessara landa. ~ ISTANBUL, 8. sept. — Her- sveitir fóru um götur stærstu borga Tyrklands í dag vegna ó- eirðanna sem efnt var til út af Kýpurmálinu. — Eins og menn muna, réðist lýðurinn á Grikki sem búsettir eru í borgum þess- um, brenndu hús þeirra og aðrar eignir. ^ Heriög hafa verið sett í borgum þessum, og er mönnum bannað að vera utan dyra eft.ir kl. 23 í Ismír og Istanbul. ^ Tyrkneska þingið hefir verið kallað saman úr sumarleyfi tii að ræða óeirðirnar og Kýpur- deiluna. Hluflaust belti á Gazasvæðinu ★★★ LUNDÚNUM, 8. sept. — Öryggisráð SÞ samþykkti í einu hljóði á fundi sínum í dag, að skora á Egypta og ísraelsmenn að hætta vopnaviðskiptum á Gaza- svæðinu. Einnig var Öryggisráðið samþykkt tillögum formanns vopnahlésnefndar SÞ Burns þess efnis, að hlutlaust belti verði látið skipta löndum ísraelsmanna og Egypta á Gazasvæðinu. — Reuter. Akranesbátar með góðan afla AKRANESI, 8. sept. — í dag er afbragðssíldveiði hjá síldveiði- bátunum hérna. 18 bátar komu inn með alls 1776 tunnur, svo að aflinn í dag er nálega 100 tunn- ur á bát til jafnaðar. — Fjórir aflahæstu bátarnir eru: Bjarni Jóhannesson með 201 tunnu, Skipaskagi 155, Heimaskagi 140 og Farsæll með 140. Síldin er ekki langt undan, því að einn bátanna, Ásbjörn, fékk 50 tunn- ur grunnt á Sviðinu. Síldin er ýmist söltuð eða fryst. — Oddur. Akranes vann Akureyri 4:2 f GÆRKVÖLDI fór fram hér á íþróttavellinum knattgpyrnu- kappleikur milli Akurnesinga og Akureyringa. Leikar fóru þannig, að Akur- nesingar unnu með 4:2. Akur- nesingar höfðu yfirburði í fyrri hálfleik, sem þeir unnu með 4:1, en í síðari hálfleik sóttu Akur- eyringar sig mjög og náðu þá öðru marki sínu. Ágóði leiksins er kom í hlut Friðriks voru kr. 15.700 er búið var að greiða ferðakostnað Akur- eyringanna. Óvináfta Grikkja og Tyrkja úf af Kýpur sfefnir þó vörnum Atlantshafsríkjanna við austanvert Miðjarðarhaf í voða LUNDÚNUM, 8. sept. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB STEFANÓPÓLUS, utanríkisráðherra Grikkja, sem setið hefir Lundúnaráðstefnuna um Kýpur, sagði í dag á blaðamanna- fundi, að Grikkir gætu ekki séð annað en það væri sanngirniskrafa, að Kýpurbúar fengju að ákveða sjálfir framtíð sína. Grikkir hefðu ekki krafizt annars á Lundúnaráðstefnunni, og fyndist þeim farið inn á hættulega braut, ef stórþjóðir hygðust skella skolleyrum við kröfum smáþjóða. Slíkt yrði engum til góðs nema kommún- istum. ENGIN STEFNUBREYTINC ’ herra Grikkja lýsti því yfir Róðherrann bætti því viS, að Grikkir hefðu á engan hátt breytt stefnu sinni í utanríkis- málum, þótt þetta leiSindamál hefði komið upp. Þeir vildu halda áfram nánu samstarfi sínu viS önnur Atlantshafsríki og efla samtökin eftir megni. FORÐIZT OFBELDI! Þá hvatti ráðherrann Kýpurbúa að forðast ofbeldi og hermdar- verk, þótt samkomulag hefði ekki náðst í Lundúnum. ÓÁNÆGÐUR BISKUP Makaríos erkibiskup á Kýpur messaði yfir 20 þús. þjóðernissinn- Ristir grunnt? • LUNDÚNUM, 8. sept. — Síðustu fréttir herma, að Stefanópólus, utanríkisráðh. Grikkja, hafi lýst því yfir í Lundúnum síðdegis í dag, að uppþotin í Tyrklandi sem beint hefir verið gegn Grikkj- urn þar í landi hafi engin áhrif á vináttu Tyrkja og Grikkja. Ráðherrann bætti við, að Grikkir óskuðu eftir því, að Balkanbandalagið yrði ekki leyst upp. • Þykja þessi ummæli eríska utanríkisráðherrans benOa H þess, að óvinátta TyrKja og Grikkja út af Kýpur risti ekki eins djúpt og haldið hefir verið. • Páll Grikkjakonungur er nú á ferð um Júgóslavíu í boði Títós. Lýsti hann því yfir, að allt yrði gert til þess að treysta aftur vináttu Grikkja og Tyrkja. Tító tók undir þessi ummæli konungsins, enda er Júgóslavia þriðja rík- ið í Balkanbandalaginu. í dag, að Grikkir mundu ekki taka þátt í fjórðu flota- æfingu Atlantshafsbanda- lagsins á Miðjarðarhafi sem eiga að vera í lok mánaðar- ins. Ástæðan er sú, að þeir vilja ekki flotasamvinnu við Tyrki. Þá vilja Grikkir, að aðalstöðvar Atlantshafs- bandalagsins sem eru í Ankara verði fluttar þaðan. Fulltrúar Atlantshafsbandalags- ins í París komu saman til skyndi- fundar í morgun til að ræða deilu- mál Grikkja og Tyrkja. um í dag og lýsti yfir, að Kýpur- búar mundu ekki láta sér lynda stjórnarbót Breta á eynni. Bisk- upinn er, eins og kunnugt er, leið- togi Grikkja á eynni. ÓVINÁTTA TVEGGJA ATLANTSH AFSÞJÓÐA Þess má loks geta, að snurða hefur hlaupið á vin- áttu Grikkja og Tyrkja út af Kýpur. Varaforsætisráð- RockeieUers- stofnunin veitir styrki HIN kunna Rockefellerstofnun I Bandaríkjunum hefur nýlega veitt einstaklingum og stofnun- um frá 33 þjóðlöndum styrki til rannsókna og náms á sviði vís- inda, tækni og þjóðfélagsmála. Styrkir þeir, sem veittir hafa verið á öðru misseri þessa árs, nema meira en 5.600,000 dollur- um. Stærsti styrkurinn, sem narn rúmlega 848 þús. dollurum, var veittur 5 læknaskólum í Suður- Ameríku og mun styrkurinn verða notaður til þess að endur- bæta tæki og byggja fleiri deild- ir við skólana. Annar stór styrkur, um það bil 500 þús. dollarar var veittur Princeton háskólanum og mun hann notaður til þess að safna skýrslum um efnahagslega þró- un í þeim löndum, sem skammt eru á veg komin í iðnaðarfram- leiðslu. Soldáninn 99hlustaðuré4 LUNDÚNUM, 8. sept. — Faurð forsætisráðherra Frakka heldur stjórnarfund á sunnudag eða mánudag og verður rætt um af- stöðu Ben Jússeís til stórnar- bóta Frakka í Marokkó. Sér- stakur sendimaður stjórnarinn- ar hefir undanfarið dvalizt á Madagaskar, þar sem soldáninn er í útlegð og „hlustað hann“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.