Morgunblaðið - 09.09.1955, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.1955, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 9, sept. 1955 Staksteinar „MÁLGAGN GÁFNALJÓSANNA“ I FYRIR 10—15 árum þóttust kommúnistar hér á landi þess fullvissir að valdataka þeirra nálgaðist hröðum skrefum. Gerð- ust þeir þá svo hofmóðugir að undrum sætti. Birtist steigurlæti þeirra með ýmsum liætti, m.a. í því. að kommúnisíar í skólum landsins töldu sér trú um að þeir bæru af öðru ungu fólki að gáf- um og andlegu atgerfi. Var oft spaugilegt að sjá tilburði þcssa „andlega aðals“, sem gekk um með oflátungsbrag og þóttist haf- Snn upp yfir venjulegt fólk. | Vonir kommúnista um valda- töku hafa brugðizt. í dag eru þeir einöngruð klíka í hinu íslenzka þjóðfélagi. Með þeim vill enginn vinna nema „vitlausi maðurinn f skutnum". En gáfnahrokinn hefur ekki yfirgefið þá. Enn þann dag í dag þykjast íslenzkir kommúnistar bera af öðru fólki. Þeir kalla andstæðingablöð sín „málgögn heimskunnar". Þeirra eigin blað er hinsvegar „málgagn gáfnaljós- anna“. i Öllum almenningi finnst þessir vesalíngs nsenn eiga bágt. Þeir hafa talið það frumskilyrði mann- legs þroska að „afklæðast per- sónuleikanum", eins og Þorberg- ur Þórðarson orðaði það. , 1 GÆTUM VIB FENGÍÐ AÐ SJÁ EINN! j Sú saga er sögð af útlendum ferðamönnum, sem komu hingað til Iands á þessu sumri, að þeir hafi spurt um, hvort hér væru til kommúnistar. Var því að sjálfsögðu svarað játandi. Gætum við ekki fengið að sjá einn þerrra, spurðu hinir erlendu gest- ir. Okkur langar til að sjá, hvernig slík fyrirbrigði líta út. Þessi bón ferðafólksins kemur I okkur íslcnðingum að sjálfsögðu j dáiitið spanskt fyrir sjónir. Við . Skúli Thorarensen yfir 15 m í kúluvarpi BORIZT hafa fréttir af keppni ÍR-inganna í Svíþjóð 1., 2. og 3. sept., og urðu þar helztu úrslit, sem hér segir: í Skovda 1. sept.: — 200 m hlaup: 1. Jan Carlsson 22,0 sek., 2. Guðm. Vilhjálmsson 22,7 sek. Daníel Halldórsson varð 6. á 23,5 sek. — 400 m hlapp; 1. Þórir Þor- steinsson 50,8 sek. — 5000 m hlaup: 3. Sigurður Guðnason 15.39,0 mín. — Þrístökk: 1. Vilhj. Einarsson 14,41 m. — Kúluvarp: Uddebom 15,78 m, 2. Skúli Thor- arensen 14,63 m. — Veður var ekki gott og völlurinn ekki sem beztur. Á Stadion í Stokkhólmi1, 2. sept.: — 200 m hlaup: 1. Morsten, Noregi, 22,0 sek., 2. Pinnington, Engl., 22,2, 3. Guðm. Vilhjálms- son 22,3 og 4. Leif Anistersson, Svíþjóð, 22,5. — 400 m hlaup: 5. Daniel Halldórsson 51,9 sek. — 1500 m hlaup: Sig. Guðnason 4.09,0 mín., Ingimar Jónsson 4.12,0 mín. (Ingimar bætti fyrri tíma sinn um 10,2 sek!) — Kúlu- varp: 1. Uddebom 15,41 m, 2. Skúli Thorarensen 15,03 m (bezti árangur Skúla). — Þrístökk: Norman 14,90 m, 2. Vilhj. Ein- arsson 14,77 m. (Vilhj. hafði for- ystuna þar til í síðustu umferð, en það er erfitt að keppa í brí- stökki þrjá daga í röð). — Lang- stökk (í unglingakeppni Norður- landa): 1. Wáhlander, Svíþjóð, 6,91 m, 2. Helgi Björnsson 6,61 og 3. Husby, Noregi, 6,53 m. Keppni 3. sept.: — 100 m hlaup: 1. Guðm. Vilhjálmsson 10,8 sek., 2. Leif Anistersson 11,1 og Vilhj. Ólafsson 11,4 sek. — 400 m hlaup: 3. Daníel Halldórsson 51,8 sek. — 800 m hlaup: 6. Ingimar Jónsson 2.02,5 mín. — 3000 m hlaup: 2. Sig. Guðnason 8.57,2 mín. — Stangarstökk: 2. Heiðar Georgs- son 3,80 m. — 1000 m boðhlaup: 2. ÍR 2.05,8 mín. — Örn. Þetta er einn hópur unglinga, sem í gær gekkst undir prófraun í akstri vélknúinna reiðhjóla. AlliB voru þeir vanir að aka vélhjólum sínum, en strákum á þessum aldri veitir ekki af að bæta fram« komu sína á akbrautinni. Það er ábyrgðarlilutur að aka vélknúnu farartæki í slíkri umferð sem héj í bænum og verður ætíð að sýna fuila stillingu og þegnskap. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Prófraun og ökuleyfi vélhjóla afhent I gær Einn strákurinn hafði þegar ekíð 10 þús. km N Ú ERU hinar nýju reglur um vélknúin reiðhjól að ganga í gildi. Samkv. þeim gefur lögreglan út ökuleyfi og fá aðeins þeir ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI skýrðl fréttamönnum svo frá í gær, að Ballettskóli Þjóðleikhússins tæki nú senn til starfa. Er von á Erik Bidsted og Lísu konu hans ura næstu mánaðamót og munu þatl annast kennslu skólans. Þá starfar Leikskólinn einnig 9 vetur, og munu nemendur út- erum fyrir löngu orðnir vanir því, að töiuverður hópur manna gangi um „afklæddur persónu- Ieikanum“ í þjóðfélagi okkar. En xneðal flestra vestrænna lýðræðis þjóða mega kommúnistaflokkarn Ir heita þurrkaðir út. Þeir hafa lognast þar út af eins og geir- fuglinn á íslandi. Á þá er litið, sem löngu úreit fyrirbæri, er horfið hafa með aukinni menntun og velsæld fólksins. Og þess- vegna er það, að erlenda ferða- menn, sem koma hingað til lands langar til þess að sjá, þó ekki væri nema einn mann „af- kiædtían persónuleikanum". — Gæíi það e.t.v. orðið álitleg tekjulind fyrir íslenzkar ferða- skrifstofur, að hafa nokkra slíka pólitíska geirfugla til sýnis og eeija erlendu fólki aðgang að þeim. Er þeirri hugmynd hérmeð varpað fram íil athugunar. EERIÐ HVERS ANNARS BYRÐAR Framsóknarmenn láta mikið yfir því, að þeir lifi eftir því boð- orði meistarans frá Nazaret, að xnennirnir eigi að bera hvers ann- ars byrðar. Það segja þeir að sé xn.a. inntak samvinnustefnunnar. Látum svo vera, og víst er um , það. að sannir og einlægir sam- vinnumenn vilja nota úrræði samvinnunnar til þess að skapa réttlátt og þroskavænlegt þjóð- félag. I En Framsóknarmenn hafa ým- J Lskonar fyrirvara gagnvart fyrr- greindu boðorði, og fyrst og fremst þann, að auðugasta fyrir- tæki landsins, SÍS, eigi engar byrðar að bera, a.m.k. alis ekki útsvarsbyrðar. Efnalítið fólk xnegi gjarnan borga há útsvör en j stærsta heildsölufyrirtæki lands- ins eigi alis ekkert útsvar að borga. Svona segja Tímamenn að fram kvæma eigi boðorðið um að menn imir eigi að bera hvers annars byrðar. Það er ekki að sökum að 562 kr. fyrir 10 rélls ÚRSLIT getraunaleikjanna á laugardag: Birmingham 0 Preston 3 Blackpool 7 Sunderland 3 Bolton 4 Arsenal 1 Cardiff 1 Wolves 9 Chelsea 1 Portsmouth 5 Everton 0 Luton 1 2 1 1 2 2 2 Huddersfield 1 Aston Villa 1 x 1 1 2 1 x Maneh. City 1 Manch. Utd 0 Néwcastle 3 Burnley 1 Tottenham 2 Charlton 3 WBA 2 Sheffield Utd 1 Blackburn 3 Liverpool 3 Bezti árangur reyndist 10 rétt- ir leikir og voru 3 seðlar meS hann, hæsti vinningurinn verður 562 kr., en fyrir hina koma 177 kr. og 379 kr. Vinningar skiptust þannig- 1. vinningur: 183 kr. fyrir 10 rétta (3), 2. vinningur 49 kr. fyrir 9 rétta (30). Skilafrestur verður framvegis til fenmtudagskvölds. SveiSiiitgar heiðruðu BORG, Miklaholtshreppi. — Þ. 1. þ. m. átti 60 ára afmæli Kristj- án H. Breiðdal, útibússtjóri á Vegamótum. í tilefni af afmæli hans, héldu þau heimili hér í hreppnum, sem eru í Miklaholtshreppsdeild Kaupfélags Stykkishólms, hon- um samsæti í félagsheimili hreppsins, að Breiðabliki. Sótti þetta samsæti fjöldi fólks hér úr héraðinu, 160—170 manns. — Barst afmælisbarn- inu fjöldi skeyta bæði í bundnu og óbundnu máli. Margar ræð- ur voru fluttar fyrir minni af- mælisbarnsins. Að lokum þakk- aði Kristján H. Breiðdal boð þetta með snjallri ræðu. — Páll. leyfi, sem náð hafa 16 ára aldri. I sambandi við þetta hefur lög- skrifast úr honum ; vor. InnrituQ reglan efnt til námskeiða fyrir unglinga í meðferð vélknúinna reiðhjóla. Og í gær fengu allmargir unglingar ökuleyfi. í skólann fer því fram á næsta vori. spyrja, réttlætiskennd þeirra er ailtaf frábærlega þroskuð, bless- aðra „miliiflokks“-hetjanna!! UMFERÖARREGIAR ' KENNDAR Fréttamaður Mbl. var viðstadd- ur í gær, þegar ökupróf fór fram. Var það dálítill hópur pilta, sem gekk undir síðustu ökuraun undir eftirliti lögregluþjóns. Þeir Haukur Hrómundsson bif- reiðaeftirlitsmaður og Sigurður Ágústsson lögregluþjónn skýrðu frá því að námskeiðið hefði býrjað á mánudaginn. Sækja fyrsta nám- skeiðið 40 drengir. Voru kennslu- stundir í Iðnskólanum í ökuregl- um og er sérstaklega brýnt fyrir unglingunum, að bæta framkomu sína í akstri í bænum. Hefur það verið áberandi undanfarin ár, eft- ir að unglingar tóku að geisast um bæinn á þessum vélhjólum, að framkoma þeirra hefur einkennzt af unggæðingshætti og jafnvel að þeir skeyti lítið um almennar um- ferðarreglur. KUNNA MEÐ VÉLAR AÐ FARA Það kom í ljós á námskeiðinu, að unglingarnir kunnu vel með tækin að fara. Fyrst fóru fram stuttar akstursæfingar á afmörk- uðu svæði við flugvöllinn. —- En þarna var t. d. einn unglingurinn, sem kvaðst þegar hafa ekið 10 þús. km. á sínu h.ióli, svo að líklega vantaði hann ekki mikið í aksturs- hæfni. En hitt er annað mál, að óhlýðni við umferðareglurnar gengur ekki lengur, og verður að gæta þess fastlega. HÁVAÐINN DEYFÐUR Eilt af því sem mjög liefur veriS ábótavant á vélhjólunum, er bljóðdeyfirinn. — Mun þa<5 jafnvel liafa tíðkazt a8 ung- lingarnir hafa frekar keypt h.jól, sem liafa veriS hávær, tal- ið slíkt vera merki um ineiri orku. Þetta verður líka skiiyrð- islaust að lagfæra. Það getur ekki gengið lengur að eitt lítið reiðhjól, sé háværara en stór llifreið. Mun lögreglan nú kref j ast þess skilyrðislaust, að hljóð- deyfar séu í lagi. F.ftir námskeiðið var próf- raunin síðan haldin. Fóru tæp- lega 10 drengir saman i hóp í ökuferð og fylgdi þeim á stærra mótorhjóli Sigurður Ágústsson lögreglumaður. Athugaði hann vel ökuhæfni drengjanna og einkum hvernig þeir hlíttu öku- reglum. Virtist sem allur þessi hópur hefði staðizt prófið með sæmd. Svo röðuðu þeir sér upp á Hring brautinni, h.já Gasstöðinni, til þess að ljósmyndari Mbl. Öl. K. M. tæki meðfylgjandi myná. Koma 30 sœnskir og norskir frjálsíþróttamenn hingaB nœsta sumar? Verdur Þórir Þorsteinsson i iiði Norðurlanda gegn Balkan-mönnum? Koma 30 sænskir og norskir................... .... œ-INGAR vinna nú að því að hingað komi næsta sumar 155 frjálsíþróttamenn frá sænsku félagi og 15 frá norsku félagi, en síðan fari fram í Reykjavík félagakeppni þessara þriggja aðila» Árið 1957 færi svo samskonar keppni fram í Osló og 1958 yrðj keppnin í Stokkhólmi. i GOD FERÐ Jakob Hafstein, formaður ÍR, skýrði biaðinu frá þessu í gær, en hann fór með frjálsíþrótta- mönnum félagsins til Svíþjóðar, og er nú kominn heim aftur. — Hann lét mjög vel yfir ferðinni. Aðbúnaður allur ytra hefði verið eins og bezt var á kosið, og sér- staklega hefði verið ánægjulegt að ferðast með drengjum eins og þessum, sem hvarvetna hefðu vakið athygli fyrir prúða og drengilega framkomu. TVÖ MET 1 Þá náðist og ágætur íþrótta-i árangur. Tvö íslandsmet vorU sett og yfir 30 persónuleg met. — Einnig eru miklar líkur til þess, sagði Jakob, að Þór- ir Þorsteinsson (Á) hafi me® frammistöðu sinni í Karlstað tryggt sér sæti í liði Norður- landa gegn Balkaniöndunum í haust, ep þar hljóp hanH 400 m. á 48,1 sek. Er senni- legt, að hann verði eini ís- lendingurinn, sem þar keppir9 Var sagf ypp vegna éánægju meðstarfsmanna og gesfa ! Yfirlýsingar frá þiónum og starfsstúlkum á Hótel Borg BLAÐINU barst í gær svohljóð- andi yfirlýsingar frá þjónum og starfsstúlknum að Hótel Borg: YFIRLÝSING ÞJÓNA „Út af blaðaskrifum í Þjóðvilj- anum og Alþýðublaðinu, viljum við undirritaðir starfandi þjónar á Hótel Borg taka fram eftirfar- andi: Baldri Gunnarssyni þjóni var eingöngu sagt upp þjónsstarfi á Hótel Borg vegna óánægju jafnt meðstarfsmarina hans þar sem gesta veitingahússins. Var honum sagt upp starfanum með 14 daga fyrirvara, en ekki fyrirvaralaust. Meðundirritaður yfirþjónn undir- ritaði uppsagnarbréfið enda vor- um við allir undirritaðir samþykk- ir efni þess, þar sem við gátum ekki lengur unað samstarfi við Baldur. Stjórnendur veitingahúss- his voru að sjálfsögðu samþykkir uppsögninni. Reykjavík 6. september 1955.‘ (Undirskrift 11 þjóna að Hótel Borg) ' \ 1 1 YFIRLYSING STARFSSTÚLKNANNA „Við undirritaðar starfsstúlkut á Hótel Borg, lýsum því yfir — a® gefnu tilefni — að það er algjöw lega rangt, sem segir í Alþýðm blaðinu s.l. laugardag, að við höf< um þurft á aðstoð að halda tij þess að fá kaupgreiðslur til okkaí inntar af hendi. KaupgreiðsluB hafa alltaf verið greiddar okkuE með beztu skilum og höfum vi3 aldrei þurft að leita aðstoðat neins til þess að fá leiðréttingaí þar á. Sama gildir og um önnuE samningsfríðindi, svo sem frídaga* Um slíkt hefur ekki verið neiira' ágiæiningur við stjórnendur Hótel Borgar. — J Reykjavík, 1. september 1955". ; (Undirskrift 21 starfsstúlkuj], J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.