Morgunblaðið - 09.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.09.1955, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 9. sept 1955 14 Læknirinn og ástin hans EFTIH JAMES HILTON Framhaldssagan 23 í fjölleikahúsum og gert tilraun tit að fremja sjálfsmorð?" „En .. hversvegna .. já vitan- lega..“ „Jæja, ég nefni þetta nú samt allt saman í bréfinu mínu, því verið gat, að þú hefði gleymt ein- hverju af því.“ „En hefurðu gert þér það tjóst, að það er mjög vafasamt að hún fái starfið, ef þú hefur farið að nefna þetta allt í bréfinu’" „Er það ekki mál, sem henni kemur einni við. Hvernig væri að hugsa nú ofurlítið um okkar mát- efni, svona til tilbreytingar?" „Já, hversvegna ekki að gera það? Heldurðu að þú ættir þá ekki lílca að láta stúlkuna af- skiptalausa?" „Hversvegna lætur þú hana þá ekki afskiptalausa?“ Skyndilega gerði hann sér það Ijóst, að bréfið var enn ekki kom ið í póstinn, heldur lá það á skrif borðinu. Hann stikaði að borð- inu, leitaði í bréfahrúgunni unz hann fann það og reif það í smá agnir. Jessica horfði á hann hvössum, harðlegum augum: „Ég verð þá að leggja það á mig, að skrifa annað bréf. Ann- ars finnst mér þú haga þér mjög barnalega, Davíð.“ Það birti sem snöggvast í stof- unni, þegar skærum bjarma frá einni eldingunni sló fyrir glugg- ann og honum sýndust augun í Jessicu skjóta neistum, er hún leit til hans: „Svo er það eitt ennþá, sem ég vildi tala um við þig, Davíð. Ég hef grun um að hún komi stund- um hingað inn, til þess að leika á slaghörpuna". „Já, ég gaf henni leyfi til þess. Hvað ætti líka að vera saknæmt við það? Hún leikur satt að segja Ijómandi vel og ætti nauðsynlega að leggja meiri rækt við þá hæfi- leika sína“. „Ég kæri mig ekkert um að hún só að hamra á slaghörpuna mína og ég legg blátt bann við slíku í fi-amtíðinni.“ „En það er bara ekki um neina framtíð að ræða. Geturðu ekki gert þér það ljóst, manneskja? Eftir aðeins fimm daga. ... “ „Davíð, ég held að þú ættir að reyna að stilla þig ofurlítið". „Já, já, ég. veit það — þetta er storminum að kenna. Ég held — ég verð að flýta mér af stað“. Hann hraðaði sér út úr stof- unni, hljóp niður þrepin þrjú, lauk upp dyrum lækningastofunn ar og gekk inn. Þar inni var mikið hættulegra að vera, þegar var svona hvasst og eldingarnar leiftruðu sífellt því ef einni slíkri lysti allt í einu niður í hinn háa reykháf, þá myndu múrseinarnir umsvifa- laust brjóta glerþakið og hrynja niður í stofuna. En sú hætta hafði engin áhrif á Davíð þessa stundina. Hið eina, sem hann þráði var einhverskon- ar einkavirki, þar sem hann gæti hvílst og verið einn. Og að vera einn með Leni, var að hans dómi alveg hið sama og að vera einn. Hún var inni í lækningastof- unni, að taka til og raðg skjölum hans og blöðum, sem lágu á borð- inu. Þegar hann kom inn, leit hún til hans, brosandi og hlýleg og Davíð fann, að enginn hefði get- að boðið hann hjartanlegar vel- kominn með orðum, hvað þá til- litinu einu. „Davíð, hefur nokkuð sérstakt komið fyrir?“ j „Nei, Leni. Mér er bara mein- illa við þennan storm. Það er allt og sumt“. ! „Hann fer nú að lægja, fljót- lega“. „Já, ég vona það Mig tekur það sárt að þurfa að segja þér — við- víkjandi kennslustarfinu ....“ Hann skýrði henni því næst frá öllu því, sem þeim Jessicu hafði farið á milli og sagði svo að lok- um: „Ég reif það í sundur, en ég er hræddur um, að núna sé hún búin að skrifa annað bréf og hafi þegar sett það á póstinn“. Skyndilega hvarflaði sú hugs- un að honum, að raunverulega væru þau bæði börn, töluðu og breyttu eins og börn, með sama, vakandi áhuganum fyrir hinu ó- vinveitta háttalagi fullorðna fólksins. i „Er þá alveg loku fyrir það skotið að ég muni fá stöðuna?" „Já, ég er ákaflega hræddur um að svo sé. En þér skuluð ekki vera með neinar áhyggjur. Ég ætla að líta inn í bókasafnið í Burrowsford á morgun. Það eru e.t.v. einhverjar auglýsingar í skólablöðunum. En mestu vand- ræðin eru þau, að þessi störf, eða a.m.k. flest þeirra, eru helzt ætl- uð þeim mönnum, sem hafa ein- hverja gráðu“. , „Gráðu?“ „Já, mönnum, sem hafa ein- hverja lærdómsnafnbót frá há- skóla, kandidatspróf, doktors- nafnbót, eða eitthvað hliðstætt því“. j „Já, nú veit ég alveg hvað þér eigið við.“ Allt í einu skaut ágætri hug- mynd upp í huga hans, eða öllu heldur hvísl af gamalli eftirlætis hugmynd: I „En svo er auðvitað einn hlut- ur ónefndur ennþá, sem þú raun verulega verður að gera, einkan- lega ef þér fáið ekkert starf á næstunni". | „Og hver er hann?“ „Þér verðið að leggja rækt við tónlistarhæfileika yðar. Það hlýt ur að vera einhversstaðar skóli, sem þér getið gengið í. Að sjálf- sögðu myndi ég lána yður pen- inga fyrir skólagjaldi og öðrum nauðsynjum, sem þér gætuð svo greitt mér aftur, þegar þér hafið fengið einhverja atvinnu .. Já þetta er sannarlega ágæt hug- mynd. Á morgun skal ég grennsl ast eftir öllum nauðesynlegum upplýsingum, þegar ég fer til Burrowsford. Bókasafnið hefur þar mjög fullkomna upplýsinga- starfsemi — mikið fullkomnari en hérna. .. Kannske getið þér meira að segja orðið nemandi í Tónlistarháskólanum í London og e.t.v. eru líka veittir einhverj- ir styrkir til tónlistarnáms, sem þér verðið svo heppnar að hljóta“. „En eins og þér' vitað, þá er ég raunverulega ekki slaghörpu- leikari, heldur dansmær". „Æ, já, vitanlega. Ég var alveg búinn að glema því, en e.t.v. ætti hitt eins vel við yður“. „Hafið þér nokkurntíma séð rússneska ballettinn?" „Ekki minnist ég þess. í Calder bury höfum við varla nokkurn tíma....“ „Þegar ég var í Pétursborg —- áður en ég neyddist til að strjúka þaðan — þá var ég svo heppin, að sjá Nijinsky einu sinni“. „Já, einmitt það?“ svaraði hann og var auðséð á öllu, að hann hafði ekki minnstu hug- mynd um það, hver þessi Nijinsky var í raun og veru. „Mynduð þér hafa gaman að því að sjá mig dansa?“ Örlítinn feimnisvott mátti sjá á andliti Davíðs, þegar hann svar aði: „Já, það væri mjög gaman. Ég myndi áreiðanlega verða hrif inn af því. En mér er ekki full- komlega ljóst, hvernig ....“ „En kannske einhverntíma?" „Já, vitanlega. En nú mun ég reyna að afla allra þeirar upp- lýsinga, er þér þarfnist. Hvað sem öðru líður, þá er ég alltaf jafn sannfærður um það að þér megið ekki snúa baki við slag- hörpunni". Að morgni næsta dags hélt hann til ráðstefnunnar, sem halda skyldi í Burrowsford og sem varð nákvæmlega eins og hann hafði gert ráð fyrir, að hún myndi verða. í fjóra daga hlýddi hann IMINKOE 2. Faðir Minkoes kom og sótti hann. Hann var hávaxinn og nærri nakinn Fang-negri. Hann var með sorfnar tennur og þar af leiðandi hvassar, nokkra postulíns hnappa hafði hann fléttaða inn í hár sitt og 2 eða 3 glerperlur voru í skeggi hans. Hann var með skotspjót í hendi og antilópuhorn bund- ið um hálsinn, það var töfragripurinn, sem átti að vernda hann, því feðgarnir voru báðir heiðingjar, rammir heið- ingjar. j Að skilnaði kvöddu þeir trúboðann og stigu í bátinn, sem faðir Minkoes hafði komið á. Farangurinn var ekkert ann- að en saman vafið mýnet og dýna, og þar við bættust svo skólaáhöld Minkoes. Fremst í bátnum stóð Minkoe með langa ár, en í skutnum var faðir hans með aðra minni. í því að bátnum var skotið frá landi út í strauminn, kölluðust þeir á síðustu kveðjum. Vertu sæll, Minkoe! Hafði það gott, og kom aftur eftir 3 mánuði. Það voru vanar hendur, sem stýrðu bátnum, en hann þaut áfram undan straumnum og hvarf fyrir næsta nes. Morguninn eftir lagði trúboðinn í prédikunarferð. Ræð- arar hans voru 12 duglegir og stórir drengir. Þeir fluttu nú (farangurinn um borð í bátinn, allt sem með þurfti til 10 daga ferðar um eyðistaði. I Þegar trúboðinn var kominn niður að ströndinni, athug- aði hann farangurinn og settist síðan í sitt sæti í miðjum bátnum, en ræðararnír hryntu hinum þunga báti á flot. Síðan söng einn þeirra burtfararlagið: „Mabongo-o-o.“ Hann K/ELISXAPAB komnir. Pantanir óskast sóttar. Vcrð frá kr. 6,875,00 ííagkvæmir greiðsluskilmá lar HEKLA H.F. Austurstræti 14 R0ND0 Þýzku þvottavélarnar sem sjóða þvottinn, komnar aftur Pantanir óskast sóttar. Verð kr. 2.950,00. Fást með hagkvæmum greiðsluskilmálum. HEKLA H.F. Austurstræti 14 Sími 1687 ■ ■xu * * tlCCTRIC V! HRÆRIVELAR með hakkavél, grænmetis- og kaffikvörn, þeytara, hrær- . ara og hnoðara, berjapressu o. fl. — Kr. 2.600,00. Fást með hagkvæmum greiðsluskilmálum. ;j HEKLA H.F. \ Austurstræti 14 3 ■Ml Ullarverksmiðjan Framtíðin Sölubúðin Laugavegi 45 Það er staðreynd að íslenzkur ullarfatnaður hentar fyrir íslenzka veðráttu. — Ullarverk- smiðjan Framtíðin selur ullarnærföt, sokka og peysur fyrir börn og fullorðna. Ullarverksmiðjan Framtíðin Laugavegi 45 ■ Ml

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.