Morgunblaðið - 13.09.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.09.1955, Blaðsíða 1
16 síður we$mM$faib 12. árgangur 207. tbl. — Þriðjudagur 13. september 1955 Prentsmiðj* Morgunblaðsina Hvor skyldi hafa betur á vettvangi stjórnmálanna? Bulganin sannfærður um oóðan árangur á Moskvufundinum Ðr. Adenauer og rússneski torsœtisráo- herrann rœðast við undir fjögur augu E' MOSKVU, 12. sept. — Reuter-NTB G ER SANNFÆRÐUR um, að samningaumleitanirnar milli Vestur-Þýzkalands og Sovétríkjanna munu bera árangur," sagði Bulganin marskálkur i ávarpi, er hann flutti í veizlu, er dr. Adenauer var haldin í Kreml í kvöld. Talið er, að Bulganin hafi orðið svo bjartsýnn eítir að dr. Adenauer hafði lagt til, að þeir Bulganin sætu lokaðan fund áður en fulltrúanefndir landanna tveggja koma saman til fjórða fundarins á morgun. Áhorfendafjöldinn var gífurlegur á leikvanginum í Moskvu, er vestur-þýzka landsliðið og Dynamo áttust við á dögunum. Eins og kunnugt er, unnu Rússar með 3:2. Á myndinni sjást fyrirliðarnir tveir heilsast áður en viðureignin hófst: F. Walter (t. v.) frá Þýzkalandi og U. Netto fyrirliði Dynamo j <t. h.) Á skiltinu í baksýn stendur: Kveðja til iþróttamannanna frá Vestur-þýzka sambandslýð- veldinu. — Nú eignast Vestur-Þjóðverjar og Rússar aftur við í Moskvu — en ekki á leikvanginum, heldur á vettvangi stjórnmálanna. Nýskipan mála í Marokká komin til Iramkvæmda * PARÍS, 12. sept. — Franska stjórnin samþykkti í dag nýskip- an mála í Marokkó. Eins og menn munu minnast voru áætlanir um stjórnarbót þar í landi, gerðar á fundi fimm franskra ráðherra og leiðtoga Marokkómanna í Aix- Les-Bains Rene Coty, forseti Frakklands, sat í dag í forsæti á ráðuneytisfundinum, sem stóð í fjórar stundir. ¦^- Samþykkt stjórnarbótar fyrir Marokkó hefir átt langan að- draganda, en óeirðir og blóðsút- hellingar í Marokkó undanfarn- ar vikur hafa knúið stjórnina til aðgerða Er þetta fyrsta skref- ið, sem franska stjórnin tekur, til að veita Marokkó fulla heima- stjórn og fela innlendum mönn- um forustu í framfaramálum landsins. Samþykktin kemur þegar +il framkvæmda, en því hafði Faure forsætisráðherra lof- að í Aix-Les-Bains. -Jt Landstjórinn í Marokkó, Boyer de Latour, fór í kvöld á fund Ben Arafa soldáns til þess að reyna að fá hann til að segja af sér. Óstaðfestar fregnir herma að hann muni segja af sér og yfir- gefa Rabat innan fjögurra daga. ¦jfc- En fimm manna ríkisstjórn- arráð verður ekki sett upp í Mar- okkó, fyrr en Ben Arafa hefur sagt af sér. Fara þá fram kosn- ingar í landinu, og fulltrúar kosn- ir af þjóðinni taka við stjórn inn- anlandsmála. •fc Franski herinn í Marokkó er við öllu búinn, ef til óeirða skyldi koma. Franska varnarmálaráðu- neytið hefir nú hafið rannsókn í sambandi við atvik það, sem átti sér stað í París í gær, er nokkur hundruð nýliðar í hern- um neituðu að fara til Marokkó. Cuiiorða gerð Nieis Bohr tíl heiðurs Orðan verður veitt, þeim er vinna að triðsamlegri hagnýtingu kjarnorkunnar KAUPMANNAHÖFN NIELS BOHR verður sjötugur 7. okt. n. k., og er þegar hafinn undirbúningur að því að heiðra þennan heimsfræga vísinda- mann. Prófessor Bohr hefir sjálfur látið í ljós ósk um að mega eyða afmælisdegi sínum á kyrrlátan hátt, en honum mun samt vera ljóst, að engir möguleikar eru á því. ton, Montreal, Glasgow, deen og Aþenu. Aber- Hann hefir því þegar sam- þykkt að sitja boð Danska verk- fræðingafélagsins 12. okt. n. k. Verður honum afhent þar gull- orða, sem danska verkfræðinga- félagið hefir látið gera í tilefni af sjötugsafmæli Nóbelsverð- launahafans. Á" gullorðuna er greypt nafn Niels Bohr. Verður slík gullorða sem þessi í fram- tíðinni afhent mönnum, sem hafa lagt mikinn skerf af frið- samlegri hagnýtingu kjarnork- unnar í þágu mannkynsins. Orð- an verður veitt þriðja hvert ár. -k $C # Á gullorðuna er einnig greypt mynd Niels Bohr og áletrun á latínu „Mótsetningarnar skapa heild". Er gullorðan verður af- hent í framtíðinni, verður þeim, er hana hreppir, boðið til Kaup- i mannahafnar til að flytja þar I fyrirlestur. Verkfræðingafélög Nieh Bohr _ heiSursdoktor viS 19 Hingað til hafði gengið heldur lítið saman í samningaumleitun- um, en vestur-þýzki utanríkis- Bretar reyna kjarnavopn u næsta ári * LONDON, 12. sept.: — Bretar hyggjast reyna þau nýju kjarn- orkuvopn, er þeir hafa undir höndum, á næsta ári. Hafa Bretar ekki reynt kjarnorkuvopn síðan í október 1953. Birgðamálaráðu- neytið skýrði svo frá, að fyrstu tilraunirnar verði gerðar í apríl á Montebello-eyjunum úti fyrir norðvestur strönd Ástralíu, en síðar verða tilraunir gerðar á nýju tilraunasvæði, sem verið er að fullgera á eyðimörkinni i Mið- Ástraliu. i< Engar frekari upplýsingar voru gefnar um kjarnorkuvopn þau, er reyna á, en þau munu vera af svipuðum styrkleika og vopn þau, er reynd voru á Monte- bello-eyjnnum árið 1952. it Ástralska stjórnin hefir gefið samþykki sitt fyrir tilraununum í eyðimörkinni, og verður búið svo um hnútana, að hvorki mönn um eða dýrum stafi hætta af þeim. — Reuter-NTB. > ráðherrann, von Brentano, lét svo um mælt eftir viðtökurnar í Kreml í kvöld, að horfurnar væru nú betri á, að samkomu- lag næðist um þau tvö höfuð- vandamál, er verið hafa á dag- skrá: Lausn þýzkra stríðsfanga og eðlilegt stjórnmálasamband milli ríkjanna. En samkomulag- ið virðist hafa batnað yfir kokk- teilglösum og kavíar. • í dag stóðu viðræðurnar í tvær klukkustundir. Áður höfðu ut- anríkisráðherrarnir Molotov og Brentano komið saman til fund- ar, en talsmaður vestur-þýzku stjórnarinnar skýrði þá svo frá, að ekkert samkomulag hefði náðzt. Þeir Molotov og von Bren- tano fluttu skýrslur um viðræð- ur sínar á fulltrúafundinum. 16 monns farast í jarðskjálfta • KAIRÓ, 12. scpt.: — Sextán manns fórust í dag í jarðskjálft- um í Kairó, Alexandríu og á land svæðinu við Nílarósa. Byggingar hrundu í Kairó, og átta skóla- stúlkur fórust, er þær reyndu að forða sér út úr hrynjandi skóla- husi. Jarðskjálftakippa varð einnig vart á Kýpur, í Damaskus og Jerúsalem. víða um heim hafa heitið danska verkfræðingafélaginu aðstoð við að velja þann vísindamann, er heiðurinn hlýtur. Er hér því um alþjóðaorðu að ræða. Niels Bohr var nýlega gerður að heiðursdoktor við háskólann í Árósum. Hann er þegar heið- ursdoktor við danska tæknihá- skólann og háskólann í Cam- bridge, Liverpool, Manchester, Oxford, Edinborg, Kiel, Provi- dence, Berkeley, Ósló, Birming- ham, Lundúnum, París, Prince- háskóla víSa um heim. Kaupmannahafnarháskóli mun sjá um hátíðahöldin á sjötugsaf- mæli hins heimskunna kjarn- eðlisfræðings. Ólögleg útvarpsstöð HAAG: — Lögreglan í Hollandi leitar nú dyrum og dyngjum að ólöglegri útvarpsstöð, sem kallar sig „Hinn stóri óþekkti". Útvarps- stöðin hefir aðeins einn dagskrár lið — hún endurtekur stöðugt „Horst Wessel-sönginn. Mjólk og mjélkur- ufurðir hækku í verði Bein afleiðing verkfallanna á $.!. vetri. FRAMLEBÖSLURÁÐ land- búnaðarins hefir ákveðið nýtt verð á mjólk og mjólkur- afurðum í samræmi við nið- urstöður verðlagsnefndar land búnaðarafurða. Mjólk, rjómi og og skyr hækkar um 12,6% frá því sem áður var, en smjör, ostar og aðrar vinnsluvörur hækka um 17%-----Samkvæmt verðgrundvelli verðlagsnefnd- arinnar skyldu landbúnaðar- vörur almennt hækka um 14%. VERÐD3 Frá og með deginum í dag kostar mjólkurlítrinn kr. 3,22 í lausasölu (var áður kr. 2,75). Flöskumjólkin kostar kr. 3,37 litrinn (var áður kr. 2,90). Skyr-kílóið kostar kr. 6,90 (var áður kr. 6,10), smjör kr. 58,10 hvert kg, óniðurgreintt (var kr. 49,50), en niðurgreitt kr. 38.S9 (var kr. 30,30). — Kjomi kostar nú kr. 28,80 hver lítri, en kostaði áður kr. 25,55. AFLEIÐING VERK- FALLANNA í VETUR Þessi hækkun mjólkur- verðsins og aðrar verðhækk- anir á landbúnaðarafurðum f haust eru bein afleiðing af verkföllunum og hækkun kaupgjaldsins. í lögum segir, að bændur skuli hafa hlið- stætt kaup við aðrar vinn- andi stéttir. Er þá fyrst og fremst miðað við kaup Dags- brúnar-verkamanna. Þess- vegna kemur afurðaverðs- hækkunin nú sem bein afleið- ing af verkföllunum á s. 1. vetri. En á þeim báru komm- únistar eins og kunnugt er fyrst og fremst ábyrgð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.