Morgunblaðið - 14.09.1955, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.09.1955, Blaðsíða 1
tutWtafri 16 síður i2. árgangor 208. tbl. — Miðvikudagur 14. september 1955 PrentsmiSJa Horgunblaðsina en ARAFA verður að víkjn PARÍS, 12. sept. ÞRÁTT fyrir að Ben *Ar- ara, soldán í Marokkó, hafi lýst yfir því í gær, að hann muni ekki leggja niður soldánsdóm í landinu „fyrr en Allah sé það þóknan- legt", gaf franska stjórnin Latour, landsstjóra Frakka, fyrirmæli um það í morgun, að gera ráðstafanir til þess að sett verði á laggirnar strax þriggja manna heima- stjórn í Marokkó, sem taki við stjórn landsins úr hönd- um soldáns. Sú skoðun er almennt ríkjandi 1 París, að búið verði að víkja Ben Arafa frá völdum fyrir vikulokin. Er þess vænzt að soldáninn hverfi á burt og taki sér aðsetur í Tangier. Til þess að gera Ben Arafa auðveldara að víkja frá þeirri ákvörðun sinni að leggja ekki niður völd, reit Rene Coty, for- seti Frakklands, soldáninum bréf í gær, en í þessu bréfi er á mjög diplomatisku máli lýst yfir því að Ben Youssef, fyrrverandi soldán, muni aldrei verða fengið aftur í hendur soldánsembættið í Marokkó, ef Ben Arafa lætur að vílja frönsku stjórnarinnar um að afhenda völd sín í hend- ur hinu ráðgerða þriggja manna ráði. Grimmdar- verk í Aigier PHILIPPVILLE OFSINN, hræðslan og kvíð- inn í Algier blossaði upp að nýju fyrir síðustu helgi, er frönsk kona og tvær dætur hennar voru drepnar í grend við Philippeville. Mæðgurnar voru skotnar til bana úr launsátri um kl. hálf sjö að kvöldi. Konan var gift frönskum járn- brautarstarfsmanni. Hún og ell- efu ára dóttir hennar létust sam- Stundis. Hin dóttirin, fjögurra ára, lézt á sjúkrahúsi. Níu ára gamall sonur var barinn til ó- bóta með byssuskefti og eins árs hvítvoðungur var særður í ann- an fótinn. Að morðum þessum er talið að hafi staðið hinir svonefndu fellaghas (ofstækisfullir upp- reisnarmenn) og glæpurinn er aðeins sýnishorn af baráttuað- ferðum þessara útlaga, sem haf- ast við í fjöllunum í sunnan- verðu landinu. Erfitt er að verj- ast árásum þessara útlaga. Þótt Frakkar hefðu fimm eða sex sinnum meiri her í landinu, væri greinilega alveg ókleift að verja alla Evrópumenn allar stundir dagsins. Augljóst er að fyrir út- lögunum vakir að eitra andrúms- loftið í landinu og skapa slíkt Bryggisleysi, að almennur flótti hefjist úr landinu og þar með dragi úr áhrifum franskra stjórnarvalda í Algier. „Allt fór vel að lokum" sagði Bulganin AMKOMUL Dr. Adenauer og Bulganin. Myndin er tekin í Moskvu. „Jopsfer" yfirgefinn ! isnum KAUPMANNAHOFN í gær- kvöldi: — Ritsau fréttastofan skýrði frá því í kvöld, að ákveðið hefði verið að átta manna áhöfn- in á „Jopiter" skuli flutt um borð i Kista Dan og farið skuli með hana til Meistaravíkur. KAUPMANNAHÖFN, 13. sept.: — Danska íshafsfarið „Kista Dan" liggur nú síbyrt við Ála- sundsskipið „Jopiter" og hrekur bæði skipin suður á bóginn með hálfrar annarar sjómílu hraða. Skipin eru nú um það bil sólar- hrings siglingu frá Meistaravík. Ráðgert hafði verið að „Kista Dan" reyndi að draga „Jopiter" til hafnar, en af því getur ekki orðið. „Kista Dan" verður að hraða för sinni til Meistaravíkur til þess að geta komist þangað áður en hafnir lokast vegna ísa. Eina vonin til þess að takast megi að bjarga „Jopiter", byggist nú á norska eftirlitsskipinu „Andenes", sem verið hefir við íslandsstrendur og er nú væntan- legt til skipanna beggja í ísnum á miðvikudag. Skv. Reutersfregn frá St. Johns á Nýfundnalandi mun ísbjörn hafa ráðist að loftskeytamanninum á danska íshafsfarinu „Kista Dan". Loftskeytamanninn sakaði ekki. Kýrin nautiðog rússneska bændanefndin PARÍS 12. sept.: —. 12 manna sendinefnd landbúnaðarsérfræð- inga frá sovétríkjunum, sem ver- ið hefir á ferðalagi um sveitahér- uð vestanhafs undanfarna mán- uði, kom við í París á heimleið í dag. Sendinefndin hafði ekki með ferðis í flugvélinni nautið og kúna, sem henni var afhent að gjöf, er hún lagði af stað frá New York í gærkvöldi. Formaður nefndarinnar, Maske vitsch, landbúnaðarráðherra, sagði að það væri ekki nema eðli legt, að þeir félagar hefðu orðið að skilja eftir heima hinar góðu gjafir, þar sem þeim hefði ekki verið leyft að hafa með sér í far- angri sínum nema 66 kg. Nautið og kýrin verða send austur um haf með flutningaskipi. Maskevitsch rómaði mjög vin- gjarnlega framkomu og gestrisni bænda í Bandaríkjunum . Á norðurslóðum MOSKVA, 13. sept: — ísbrjótur frá sovétríkjunum hefir komist lengra í norður heldur en nokk- uð annað skip hefir komizt áður, að því er Tass fréttastofan skýrir frá. ísbrjóturinn T. Litke komst á mánudaginn á 83. gráðu 11 mín- útur norðlægrar breiddar, 49 gr. 03 mínútur austlægrar lengdar. Hópur vísindamanna frá sovét- ríkjunum er um borð í skipinu. MOSKVU Þýzku tangarnir verða sendir heim Stjórnmálasamband — en ekkert minnzf á sameininguna MOSKVU, 13. sept. SAMKOMULAG náðist í dag milli dr. Adenauers, kanslara V.-Þjóðverja og Bulganins marskálks, forsætisráðherra Sovétríkjanna, um það að stjórnmálalegt samband skuli tekið upp milli Sovétríkjanna og Vestur-Þýzkalands. Jafn- framt mun Bulganin hafa gefið dr. Adenauer persónulegt loforð um að þeir Þjóðverjar, sem enn eru í haldi í Sovét- ríkjunum, dæmdir fyrir stríðsglæpi, skuli fá að hverfa heim aftur til Þýzkalands, í samningunum er ekkert minnzt á sameiningu Þýzka- lands. í opinberri tilkynningu, sem birt var í kvöld, eftir að samning- ar höfðu verið undirritaðir, segir að samkomulag hafi tekizt um að Vestur-Þjóðverjar skuli opna sendiráð í Moskvu og Sovétríkin sendiráð í Bonn. í sérstöku bréfi til Bulganins forsætisráðherra, hefir dr. Aden- auer sétt fram tvo skilmála V.-Þjóðverja fyrir því, að þeir taki upp stjórnmálasamband við Sovétríkin. í fyrsta lagi, að ekki verði ákveðin endanleg landamæri Þýzka- lands nema með sérstökum friðarsáttmála. Þetta skilyrði er sett vegna þeirra þýzku héraða, sem Sovétríkin lögðu undir sig eftir stríðið og sem Pólverjar fengu í sinn hlut. Hinn skilmálinn er sá, að þýzka stjórnin heldur fast við þá kröfu sína að vera viðurkennd sem hin eina rétta ríkisstjórn sam- einaðs Þýzkalands. Af hálfu Sovétríkjanna er ekki tekin nein bein afstaða til þessara skilmála. Samkvæmt hinni opinberu tilkynningu hafa báðir aðilar fallizt á að taka upp verzlunarsamband milli Sovétríkjanna og Vestur- Þýzkalands. Arangurinn, sem náðist í Moskvu, er skrásettur á fjórum skjölum: í fyrsta lagi er hin opinbera tilkynning, sem gefin var út í kvöld. í öðru lagi eru bréf, sem farið hafa á milli dr. Adenauers og Bulganins mar- skálks um stofnun stjórnmála- sambands milli þjóðanna. í þriðja lagi er bréf dr. Adenau- ers til Bulganins, um skilmála Vestur-Þjóðverja fyrir því, að stjórnmálasambandið er tekið upp. Og í fjórða lagi er yfirlýs- ing frá dr. Adenauer um heim- sendingu þýzku stríðsfanganna. Á FIMMTA DEGI SAMNINGANNA Samningar milli samninga- nefnda Þjóðverja og Rússa hóf- ust í morgun með því að þeir ræddust við einslega góða stund dr. Adenauer og Bulganin mar- skálkur. Viðstaddir voru ekki aðrir en Molotoff, utanríkisráð- herra og von Brentano, utanrík- isráðherra. Síðar kom Krutschev á fundinn. Eftir þennan einkafund héldu samninganefndirnar þriggja klukkustunda fund, en síðan var gert stutt hlé. Að því búnu hófst fundur að nýju og var samkomu- lagið þá undirritað. Talsmaður Vestur-Þjóðverja skýrði frá því í kvöld, að dr. Adenauer gerði ráð fyrir því, að þýzka þingið myndi staðfesta Moskvu-samkomulagið innan hálfs mánaðar. Hefir kanslarinn tilkynnt Bulganin þessa von sína. Rætt hefir verið um að Bulg- anin komi í opinbera heimsókn til Vestur-Þýzkalands, en engin j ákvörðun hefir verið um það tek in. En dr. Adenauer hefir áður ,lýst yfir því, að leiðtogar Sovét- jríkjanna væru velkomnir til Vestur-Þýzkalands. Á blaðamannafundi, sem yfir- maður fréttaþiónustu utanríkis- 'ráðuneytis Sovétríkjanna hélt í kvöld, var hann spurður að því hvort Bulganin hefði gefið á- kveðið loforð um að vestur- þýzku fangarnir fengju að hverfa heim aftur til Þýzkalands. Hann svaraði: Samkvæmt bréfi Bulg- anins til dr. Adenauers um stofn- un stjórnmálasambands milli þjóðanna, þá mun slíkt samband gera auðveldara að leysa þau þrjú mál, sem óleyst eru í sam- búð þessara tveggja þjóða. Þetta á einnig við fangamálið. Eftir að samningar höfðu ver- ið undirritaðir, létu Bulganin og Molotoff svo um mælt, „að allt hefði farið vel að lokum." j Tvær þýzkar flugvélar eru | komnar til Moskvu, til þess að sækja dr. Adenauer og föruneyti hans. Þær halda heimleiðis í 'fyrramálið. Dr. Adenauer hefir þá dvalið 6 daga í Moskvu. Ræða Bulganins MOSKVA, 13. sept.: — Útvarpið í Moskvu útvarpaði í kvöld ræðu, sem Bulganin marskálkur flutti. í ræðu þessari sagði marskálkur- inn að meir en 100.000 sovétborg- arar hafi ekki komið heim eftir stríðið, og séu nú búsettir í V. Þýzkalandi. Hann hvatti vestur þýzku stjórnina til þess að að- stoða þessa sovétborgara við að komast heim aftur. — NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.