Morgunblaðið - 14.09.1955, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.09.1955, Blaðsíða 7
[ Miðvikudagur 14. sept. 1955 MORGUNBLAÐIÐ I 1 Guðmundur Þorbjörnsson m AÐ morgni 4. þ. m. lézt að heimili Guðríðar dóttur sinn- ar, Grundarstíg 3, Guðmundur Þorbjörnsson múrarameistari, Eeyðarfirði, 77 ára að aldri. Guðmundur var fæddur 14. sept. 1878 að Háteigi á Akranesi. Foreldrar hans voru Þorbjörn Jónsson og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir, búendur þar. Jón föðurfaðir Guðmundar var Ásmundsson, Þórhallssonar Ás- mundssonar. Er sú ætt góðkunn um Borgarfjarðarhérað. Móðurfaðir Guðmundar var Guðmundur á Lambhúsum á Akranesi, Sveinssonar bónda í Gufunesi; systkini Guðmundar á Lambhúsum voru Jakob tré- smíðameistari í Reykjavík, Þor- Steinn á Bræðraparti á Akranesi og Guðrún fyrri kona Geirs kaupmanns Zoega í Reykjavík. Sex ára gamall missti Guð- mundur föður sinn. Eftir það ólst hann upp hjá móður sinní, en var á sumrum vikadrengur og smali hjá bændum. Tíu ára gamall réðist hann í vist til merkisbóndans Þorbjörns Ólafs- sonar á Steinum, og var þar fram yfir tvítugsaldur. Kallaði Guðmundur Þorbjörn á Steinum fóstra sinn, enda tók hann þar út manndómsþroska sinn mestan. Árið 1902 réðst Guðmundur til náms hjá Guðmundi Einarssyni steinsmið í Reykjavík. Að námi loknu fór hann þegar að vinna sjálfstætt við steinsmíði og múr- verk í Reykjavík. Á námsárum Guðmundar og starfsárum í Reykjavík tók hann mikinn þátt í íþróttalífi bæjar- ins, sem þá var á vakningarstigi. Meðal annars var þá að endur- vakna áhugi á íslenzku glím- unni, og átti Guðmundur mik- inn þátt í endurreisn Glímu- félagsins Ármanns og var síðar kjörinn heiðursfélagi þess. Var hann einn meðal beztu og öflug- ustu glímumanna í Reykjavík þá. Vorið 1908 réðist Guðmundur til að standa fyrir smíði skóla- húss á Eiðum. Eftir það var dvalarheimili hans ævi alla á Austurlandi. Veturinn, sem Guðmundur var á Eiðum kenndi hann skólasvein- um glímu. Vorið 1909 réðst Guðmundur til séra Magnúsar Blöndal Jóns- sonar í Vallanesi. Hann hafði þá með höndum byggingu íbúðar- húss og gripahúsa úr steinsteypu. Stóð Guðmundur fyrir byggingu húsanna. í Vallanesi kynntist Guðmund- ur Aðalbjörgu Stefánsdóttur, prests Péturssonar á Hjaltastað. Hún hafði, tveggja ára að aldri, eftir lát föður síns (10. maí 1888) verið tekin í fóstur af Þorvarði lækni Kjerulf á Ormarsstöðum og seinni konu hans Guðríði Ól- afsdóttur. Og er frú Guðríður nokkrum árum eftir lát Þorvarð- ar giftist séra Magnúsi í Valla- nesi fylgdi Aðalbjörg henni þangað tólf ára gömul og hafði tekið þar út þroska sinn og menntun í kvennaskóla og mjólkurskóla í Reykjavík. Þau Aðalbjörg og Guðmundur feljdu hugi saman og giftust 9. marz 1911. Bjuggu þau í Valla- nesi til vors 1926 og svo eitt ár é Víkingsstöðum. Þá brugðu þau búskapnum og fluttust í Seyðis- fjarðarkaupstað og þaðan eftir 20 ár í Búðareyrarkauptún. Eftir að Guðmundur fluttist til Seyðisfjarðar vann hann ein- göngu að iðn sinni og annarri smíði, sem hann lagði stund á. Hann var bæði afkastamaður, hagsýnn og góðvirkur til allra starfa og vinna hans því mjög eftirsótt. Þannig var hann feng- inn til að vinna við stórbygging- ar ýmsar á Fljótsdalshéraði, Hús- mæðraskólann á Hallormsstað, hið mikla (og sérstæða að veggjagerð) íbúðarhús, sem Gunnar skáld Gunnarsson byggði á SkriSuklaustri, viðbótarbygg- byggingu við Eiðaskóla o.m.fl. Guðmundi fórst vel búskapur sem annað, sem hann lagði stund á. Við búskapinn kom honum vel að haldi m. a. það sem hann MinnmgaEoiíf \4 hafði séð og numið af búskapar- háttum „fóstra síns", Þorbjarn- ar á Steinum. Hann var frábær- lega umhyggjusamur um allan búfénað, en mestan áhuga hafði hann á hestahaldi og tamningu hesta. Var hann hverjum manni lagnari á að umgangast tryppi og temja hross til reiðar, og átti góð reiðhross, einnig allmörg ár eftir að hann lét af búskap. Guðmundur var frábærlega hagur á hönd, bæði til járn- smíða og trésmíða, þótt ekki hefði hann lært sérstaklega til þeirra iðngreina. — Fátt myndi það, sem hann hefði ekki getað laðað að vild í smiðju sinni. Var leitað til hans, sérstaklega um járnsmíði hvers konar, langt að. Allra þörf og vanda vildi hann leysa í því efni sem öðru, er til hans var leitað, og sást þá tíðum ekki fyrir um eigin þörf og hag. Átti hann fyrir náungans þörf oft langar vinnustundir umfram aðra menn. Guðmundur var greindur mað- ur, skýr í hugsun og máli, ákveð- inn og fastur í skoðunum, geð- spakur og glaðvær, prúður í framgöngu og grandvar til orðs og æðis. Má um hann með sanni segja, að hann vildi í engu vamm sitt vita. í öllum kynnum var hann hugþekkur. Það lýsir vel skapgerð Guð- mundar, hvað börn hændust að honum hvar sem því varð við komið. Ástæðan var bæði Ijúf- lyndi hans og lagni í framkomu við þau. Og svo komu þau til hans með brotnu og biluðu gullin sín. Það brást ekki að hann tæki að sér að koma þeim í samt lag, þegar tóm gafst til. Guðmundur var mikill maður að vexti og afli og gervilegur í ásýnd, afreksmaður til verka og íþróttamaður á yngri árum, sem fyrr er getið. Hraustur var hann til heilsu fram til þess, er hann fyrir um það bil ári kenndi þess meins, sem dró hann til bana. Guðmundur og Aðalbjörg eign uðust sex börn, sem öll komust til þroska, og öll voru fædd í Vallanesi: Magnús, búsettur á Reyðar- firði, Guðríður, Ingibjörg, Þor- varður, Stefán Ragnar og Þor- björn, sem öll eru búsett í Rvík. Lík Guðmundar verður borið til moldar frá Fossvogskapellu í dag. Fylgja honum til grafar ekkja hans og börn þeirra öll, venzlafólk, ættingjar og vinir. Eftir lifir minning mæt. H. St. • NOKKUR KVEBJUORÐ DAG verður til moldar borinn vinurinn kæri, Guðmundur Þorbjörnsson, múrarameistari frá Reyðarfirði. Mér færari menn veit ég að minnast þessa ágæta manns. En minningamyndirnar eru svo margar eftir 46 ára kynni. Þeg- ar fundum okkar bar fyrst sam- an, var ég munaðarlaus drengur, en það varaði ekki lengi því að hann varð mér bæði sem faðir og móðir og síðar meistari. Ég mun láta nægja að bregða upp aðeins einni mynd, sem mér er þó sem helgur dómur. Vegna bernskuyfirsjóna hlýddi ég á umvandanir hans, og kvað svo að orði: ,.að mér væri alveg sama". En þessa setningu taldi hann það Ijótasta, sem nokkur maður gæti sagt. Mér varð þá litið á hann og sá stór tár hrynja niður vanga hans, af hryggð yfir mér. En þessi tár urðu gimsteinar á lífs- leið minni, sem ég hef reynt að varðveita sem helga dóma, en hvort ég var þeirra verður veit ég ekki. En þeirra vegna hef ég reynt. Mér voru gefin þau sem veganesti af fórnfúsum kærleika, sem hann var svo ríkur af. Ég veit, vinur, að þér er eng- inn greiði gerður með því að skrifa lofgrein um þig látinn. En minningarnar þyrpast að mér, en af svo miklu er að taka. Um hvað á ég að skrifa? Get ég gefið nokkra heildarmynd? Ég get um glæsilega þrekmennið, íþrótta- manninn drengilega, smiðinn, sem allt lék í höndunum á, málm- ar jafnt sem tré, múr og steinn. Ég get um afreksmanninn og starfsmarminn, sem aldrei vissi hvað klukkan var, en vann með- an dagur var á lofti. Ég minnist á hestamanninn, tamningasnill- inginn og sálfræðinginn, sem las úr yfirsvip og augum hvað innra bjó með hverjum. Þetta og fleira yrði mér ofviða í stuttri grein og vantúlkað, hvað þá að lýsa heimilisföðurnum kærleiksríka og prúðmenninu. Nú var til hans kallað. Kon- ungur upphæða hefur kvatt hann til sín. Hann hefur lagt af sér hvers- dagsklæði sín, og hjá þeim dvelj- umst við enn um stund og njót- um minninganna um góðan dreng. Hann hefur lagt yfir sig skykkju hreinleikans, bjarta og skínandi af verkum sínum hér í heimi. Við biðjum honum bless- unar Drottins á ferðinni síðustu. Ég bið svo góðan Guð að blessa börn og ástvini hans ásamt eftir- lifandi konu, sem stóð við hlið hans til hinztu stundar jafn björt og traust eins og fyrsta daginn, aem þau gengu sameinuð af Guði út í lífið. Friður Guðs blessi þig. Guðni Þorsteinsson. TIL HSKPOKKUNAR Hessian, Bindigarn og Saumgam fyrirliggjandi. Ólafut Gíslason & Co. h.f. Hafnarstræti 10—12 — Sími 81370 • »•»¦ 3 duglegar stúlkirr vantar til eldhússtarfa 1. október og eina stúlku,- sem er vön að baka. Heimavist skólanna á Laugarvatni. Uppl. í síma 9, Laugarvatni. I B U Ð ¦ . 2—4 herbergja íbúð óskast 1. okt. Fyrirframgreiðsla ¦ ¦ ¦ • ef óskað er. Afnot af síma og önnur hlunnindi möguleg. . • Aðeins tveir í heimili. Tilboð merkt: „íbúð 555 — 974", \Z 1 leggist á afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld 16. sept. Sktifstofustúlkfi óskast nú þegar. — Upplýsingar í skrifstofu vorri, : Hafnarstræti 5. Olíuverzlun Islands h.f. ¦»¦»# ••¦¦• Háseta vantar strax á reknetabát frá Hafnarfirði, Uppl. í síma 9165. Viðskiptafræðinemi ¦ ¦ óskar eftir atvinnu hálfan daginn, frá 1. okt. n. k. Helzt Í skrifstofuvinnu. Bókhaldsþekking og vélritunarkunnátta j fyrir hendi. — Tilb. merkt: „Námsmaður — 978", sendist ; afgr. Mbl. fyrir 20. þ. m. I Skrifstofustúlka Stúlka, helzt vön skrifstofustörfum, óskast. — Tilboð er greini menntun og fyrri störf, sendist Mbl. fyrir i fimmtudagskvöld, merkt: „Atvinna — 976". «Mn»HiimiiMiii>i»>»i»»i< ¦¦¦¦»¦»¦¦¦»¦¦•»¦¦«¦¦«¦¦¦¦ ¦ «•¦¦«' Aðalfundur Tafl- og bridgeklúbbs Beykjavíkur, verður haldinn í Breiðfirðingabúð, uppa, miðvikudaginn 21. september n. k. — Fundurinn hefst kl. 9. DAGSKRÁ: Venjulég aðalfundarstörf. Félagar f jölmennið. STJÓRNIN KEMISK HREINSUN GUFUPRESSUN (giméí %&ílb 4%t HAFNARSTRÆTI 5: LAUKASVECI 19 - AIRWiCK Lykteyðandi og lofthreinsíiadl undraefni — NjóísS ferska loft»ÍM innan húss allt kcitS AIRWICK hefir staðist allar eftÍTÍíking*T. AIRWICK er óskíiðlegt. ASalumboð: Olafur Gíslason & Co. h.f. Sími 8137«.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.