Morgunblaðið - 14.09.1955, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.09.1955, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. sept. 1955 H.f. Arvakur, Rcykjavlk. Framkv.stj.: Sigfú# Jónssoa Ritstjðrl: Valtýr Stefárunon (ábyr*8ar».) Btj órmnálarlUtj óri: SigurCur Bjarnason trá TlflðSfti Lcsbók: Arni Óla, aími 304S. Auglýsingar: Arni GarSar Kristtnaaoau Ritstjðrn, auglýsingar og afgreiðala: Austurstræti 8. — Sími 1600. áakriftargjald kr. 20.00 á mánuði inna»latada. í lauaasölu 1 krán aintakHI ÚR DAGLEGA UFINU AustiiEstræti 10, ulmenningur og úisvursfrelsi SÍS HVERNIG getur það verið, að Samband ísl. samvinnufélaga sé útsvarsfrjálst að kalla í Reykjavík? Þannig spyr allur almenningur og trúir því varla, að dómsúrskurður geti legið fyrir í þessa átt. Er þá löggjöfin um opinber gjöld svona rotin, hugsar almenningur, að við erum látnir borga fyrir auðfélag eins og S. í. S.? Hvernig útsvarsfrelsi S.Í.S. er orðið til Skýringin á útsvarsfrelsi S. f. S. er einföld. Eftir styrjöldina 1914 —1918 voru mörg kaupfélög í stórkostlegri fjárþröng. S. í. S. var þá aðeins fárra ára gamalt. Mikið verðfall hafði orðið á land- búnaðarafurðum fljótlega eftir styrjaldarlok. Þá var það, að bor- ið var fram á Alþingi frumvarp til samvinnulaga, sem hlaut sam- þykki og staðfestingu árið 1921. í þessi lög voru sett ákvæði um opinber gjöld samvinnufélaga, sem staðið hafa óbreytt síðan. — Þessi ákvæði voru hrein kreppu- ráðstöfun Alþingis til stuðnings þessum rekstri. Samvinnurekst- urinn komst bráðlega yfir örðug- leikana og varð vel stæður, og má heita að hann komi beint eða óbeint við alla atvinnu- vegi landsmanna. Þó hefur hann aldrei lagt út í stórút- gerð, trúlega vegna þeirrar áhættu, sem henni hefur fylgt. vegna þeirra sérréttinda, sem S. í. S. lagði, á sínum tíma, ofur- kapp á að eignast hlutabréf í Eimskip, eins og frægt er orðið. En annars getur „Tíminn“ sakast við sína eigin flokksmenn út af friðindum Eimskips, ef hann vill, því þeir hafa ætíð samþykkt það mál á Alþingi. Þá leggst lítið fyrir kappann Það er ekki ófróðlegt að at- huga viðbrögð „Tímans" í þessu sambandi. Blaðið telur sér að vonum ekki lengur fært að neita því, að samvinnureksturinn njóti sérréttinda fram yfir aðra um opinber gjöld. Þess í stað grípur „Tíminn“ nú til þess ráðs, að bera sig saman við samtök eins og Innflytjendasambandið og Sölusambandið, sem ekki greiði útsvör. Um Innflytjendasamband ið er það að segja, að það selur engar vörur, leggur ekkert á og hefur enga veltu. Það starfar að- eins til fyrirgreiðslu um sameig- inleg innkaup ýmsra verzlana á kornvörum og fóðurvörum. Þær verzlanir, sem standa að Inn- fiytjendasambandinu, eru aftur sjálfar í tölu hæstu útsvarsgreið- enda. En það má segja, að þá legg- ist lítið fyrir hið stóra S. f. S., sem breiðir margra hæða skrifstofubyggingar út um gamla Sölvhólstúnið, þegar það ber sig saman við stofnun eins og Innflytjendasamband- ið, sem ekki hefur meira starfslið en einn mann, auk vélritunarstúlku í litlu skrif- stofuhúsnæði niður við höfn!! Svipað má segja um Sölusam- bandið, sem hefur með höndum sölu saltfisks fyrir framleiðend- ur, en enga framleiðslu, og tekur enga álagningu. En þeir fiskfram- leiðendur, sem að S. í. F. standa, greiða útlagðan kostnað við starf- semi þess. Þá minnist „Tíminn“ á Eim- skip, sem nýtur sérréttinda um opinber gjöid. Það er ef til Vill Einfalt dæmi Það hefur komið fram, að sum- ir skrifa ekki réttilega um, um hvað úrskurður fógetaréttarins varðandi útsvar S.Í.S. snýst. En hann slær því einu föstu, að sam- vinnurekstur sé ekki skyldur að lögum að greiða útsvar, miðað við viðskiptaveltu við utanfélags- menn, heldur aðeins tekjuútsvar af þeim viðskiptum, sem er til- tölulega mjög lágt. S. í. S. greið- ir ekki og hefur ekki greitt út- svar af viðskiptum sínum við kaupfélög og það enda þótt S. í. S. leggi á vöruna eins og aðrar heildverzlanir. Þetta má skýra með einföldu dæmi: S. í. S. er nú að stofnsetja mikla verzlun á tveim hæðum í Austurstræti 10, þar sem áður var búð Ragnars Blöndal h.f. — Samkvæmt úrskurðinum þyrfti S. í. S. ekkert útsvar að greiða af veltu slíkrar samvinnuverzl- unar á sama tíma, sem verzlan- irnar í nágrenninu greiða veltu- útsvör, sem nema milljónum króna í bæjarsjóð. Þegar Reyk- víkingur fer inn í þessa búð S. í. S. í Austurstræti, borgar hann væntanlega fullt verða fyr- ir vöruna, en yfirleitt er vöru- verð hjá samvinnurekstrinum upp og ofan hið sama og hjá öðr- um verzlunum. í veröinu væri þá innifalið það, sem slík verzlun ætti að greiða í bæjarsjóð í út- svar, en gerir það ekki. Reykvíkingurinn verður svo að sinum parti að borga út- svarið fyrir þessa verzlun S. í. S. Verzlunin í nágrenn- inu, sem engra fríðinda nýtur, verður hinsvegar að borga hluta af verði vörunnar í bæj- arsjóð, því enginn borgar fyr- ir hana. Með því að skipta við þessa verzlun S. f. S., væri almenningur raunverulega að þyngja útsvörin á sjálfum sér. Það, sem almenningur ætlast til. Það er auðséð á „Tímanum", að hann er dauðhræddur orðinn við útvarpsfrelsi S. f. S., og það er sannarlega ekki að ástæðu- iausu. Almenningur hefur nú í fyrsta skipti skilið til fulls, hvaða afleiðingar gömul löggjöf um skattfríðindi samvinnufélaganna hefur. Hingað til hefur verið hægt að breiða blekkingarhulu yfir þessi fríðindi, en nú er það ekki lengur hægt, og fólki, hvar sem er, blöskrar að það skuli vera látið borga útsvar og skatta stærsta rekstursins í landinu, vegna þess, að hann framfærir til fæðis og skæða einn pólitískan flokk og mál- gagn hans. En það er augljóst, að slíku er ekki unnt að halda lengur uppL ANNAÐ bindið af æfiminning- um Tryggva Lies, fyrrv. framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, kom út fyrir helgina. í fyrra bindinu, „Sjö ára friðar- störf“, sem kom út á síðastliðnu ári, fjallaði Lie um utanríkismál og varð þá að gæta hófs í umtali um menn og málefni, enda þótti sú bók fátt nýtt hafa að geyma. í öðru bindinu, sem nú er komið út, og höfundur kallar: „Lifa eða deyja — Noregur í stríði“, gætir allt öðru máli, þar fjallar hann um atburði á heimavígstöðvun- um í Noregi og er oft berorður um menn og málefni og hefir margt að segja, sem ókunnugt var áður. í sambandi við atburð- ina sem gerðust dagana fyrir og eftir 9. apríl árið 1940, er Nor- egur var hernuminn, dregur Lie upp sterka mynd af Hákoni Nor- egskonungi og Ólafi ríkisarfa, og af öðrum stafnbúum í norsku þjóðlífi. Halfdan Koht, þáverandi utanríkisráðherra, verður þarna mjög fyrir barðinu á Lie, en Hambro, stórþingsforseti, er haf- inn til skýjanna. ★ ★ ★ SKEMMTILEGA sögu segir Trygve Lie af Churchill og Halifax iávarði. Einhverju sinni sátu þessir öndvegismenn Breta í stríðinu á ráðstefnu með Norð- mönnum og ræddu um sigur- möguleika herja bandamanna í Noregi. Þeir sögðu að mestu máli skipti að bandamenn næðu Nar- vik á sitt vald og héldu síðan með heri sína meðfram járnbrautar- línunni suður til Ósló. „Hvaða járnbrautarlínu?“ spurðu Norð- JJnj^ve cJlie cjerir app reilmincýaiia skeið, er Hákon konungur og Ól- aíur krónprins voru á flótta und- an Þjóðverjum til Norður-Nor- egs. Á flóttanum var eitt sinn rætt um það — og var Nygaards- j void, þáverandi forsætisráðherra, því einkum meðmæltur — að ( konungur og stjórn hans leituðu hælis í Svíþjóð. Konungur og krónprinsinn voru þessu andvíg- ir og eins flestir ráðherranna, en um það voru menn á hinn bóg- inn sammála að gott væri að leita hvíldar eina nótt yfir landamær- in, eftir loftárás Þjóðverja á Ny- bergsund. Koht símaði til sænska utan- ríkisráðherrans Gúnthers og spurði hvort konungurinn, krón- prinsinn og ríkisstjórnin gætu treyst því, að för þeirra myndi ekki verða heft er þeir héldu aftur yfir landamærin til Nor- egs daginn eftir. „Það var mikið áfall fyrir okkur alla“, segir Lie, „er Gunther svaraði að sænska stjórnin gæti engu lofað“. Síðar leituðu konungur og föruneyti hans hælis yfir sænsku landamærin, er þýzkar könnun- Trygve Lie mennirnir undrandi. „Þessari hérna“, sagði annað hvort Churc- hill eða Halifax og benti með fingrinum á rautt strik — sem sýndi landamæralínuna milli Noregs og Svíþjóðar. ★ ★ ★ Þessi landamæralína milli Nor- egs og Svíþjóðar varð raunar verulega áþreifanleg um eitt Jeluahandi áhrjar: Esja hvít TÓKUL pið ettir því, að Esja var hvít ofan í miðjar hlíðar í gær? — Fyrsta tákn þess, að Vetur gamli sé á næstu grösum og sumarið — sem raunar á ekki skilið það nafn — á förum. En þetta getur líka verið merki þess, að nú ætli hann loksins að fara að stytta upp eftir þriggja mán- aða stanzlausa rigningu. — Það þætti engum mikið, þótt hann gerði nú ærlegan þurrk, þegar . rosinn er farinn úr honum, með I hlýviðri og brosandi sól. Sumarið að koma? ENGUM hefði komið til hugar í júní, að sumarið mundi verða eins grámyglað og raun , ber vitni, enda „muna elztu menn jekki aðra eins tíð“. Þetta hefir • verið eins og regntími suður í Asíu. En gæti þá ekki alveg eins verið, að sumarið sé eftir — og . það sé fremur á næstu grösum hér fyrir sunnan en Vetur gamli. Ég sagði auðvitað hér fyrir sunn- an, því að engum dettur í hug, að sumarið sé ókomið fyrir norð- an og austan. Sá hlær bezt sem síðast hlær. Biðskýlin BIÐSKÝLIN njóta mikilla vin- sælda eins og eðlilegt er í þessu Regnlandi, — eða getum við Sunnlendingar ekki sagt það eftir sumarið. Það er óhætt að segja, að biðskýlin hafi komið að mjög góðum notum og mætt setja þau víðar. T.d. hefir einn ágætur vinur Velvakanda beðið hann um að því yrði komið á framfæri, að brýn nauðsyn sé á að setja upp biðskýli inni á Miklatorgi. Þar býður ævinlega fjöldi fólks, enda er mikil um- ferð um torgið. Þar stöðva bæði innanbæjarstrætisvagnar og Hafnarfjarðarvagnarnir, svo að augljóst má vera, að mikill feng- ur yrði að biðskýli þar. Er þessu hér með skotið til þeirra sem hafa mál þetta með höndum, hvort sem það er Reykjavíkur- bær eða Landleiðir. Verða ajð læra umferðareglurnar MAÐUR nokkur kom að máli við mig ekki alls fyrir löngu og kvartaði undan því, að aug- Ijóst væri, að sumir Bandaríkja- mennirnir, sem aka hér um göt- urnar séu ekki enn farnir að átta sig á vinstri handar umferðinni. Hann segir, að það hafi nokkrum sinnum komið fyrir, að litlu hafi munað, þegar hann hafi mætt þeim. Þeir hafi þá ekið eins og þeir væru heima hjá sér, en slíkt er auðvitað af og frá og getur valdið stórslysum. Að vísu, sagði hann enn fremur, eru Banda- ríkjamenn manna kurteisastir í umferð, en það er ekki nóg, ef þeir kunna ekki þær umferða- reglur sem hér gilda — Það hlýt- ur að vera lágmarkskrafa, að Bandaríkjamenn sem hér dvelj- ast læri íslenzkar umferðareglur fyrst þeir þurfa að skrölta um landið í bílum sínum. C. J. Hambro arflugvélar höfðu sést á sveimi, en viðstaðan þar var aðeins 20 mínútur — og á meðan hafði sænski herforinginn, sem gætti landamæranna „augun lokuð“. ★ ★ ★ TRYGVE Lie segir að Há- kon konung og Ólaf ríkisarfa hafi aldrei brostið trúna á fram- tíðina. Einhverju sinni hallaðist Ny- gaardsvold forsætisráðherra að því, að taka boði þýzka sendi- herrans von Bráuers um það að hefja samningaumleitanir við Þjóðverja, en Ólafur krónprins vísaði þessari tillögu algjörlega á bug. Lie segir: Konungurinn studdi mál ríkis- arfans. Hann benti á að uppgjöf Danmerkur bæri ekki að skilja svo, að Kristján konungur hefði kosið að sú leið yrði valin. Hann kvaðst þekkja bróður sinn og vita, að Kristján konungur myndi hafa valið norsku leiðina, ef Dan- ir hefðu haft sömu möguleika til ! þess að forðast uppgjöf og Norð- menn höfðu.... ★ ★ ★ Um Hambro, stórþingsforseta, segir Lie orðrétt: „Bæði fyrir og eftir 9. apríl 1940 hafði mér oft gramist og stundum gramist mjög, framkoma þingleiðtoga hægri flokksins, er gegnt hafði því starfi í 20—30 ár. En því skal slegið föstu að C. J. Hambro var á fundunum í Hamri og Elverum aðsópsmikill persónuleiki, mikill stjórnvitrungur, sem norska þjóðin getur verið hreykin af.Með Elverum-umboðinu hefir hann reist sér minnisvarða, sem mun verða geymdur í sögu Noregs. Gagnvart slíku framlagi, sem enginn gat gert nema sá sem var meðal hinna mestu stjórn- vitringa, og hafði til að bera stjórnmálaleg hyggindi og dóm- Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.