Morgunblaðið - 14.09.1955, Síða 9

Morgunblaðið - 14.09.1955, Síða 9
Miðvikudagur 14. sept. 1955 MORGUNBLAÐIÐ Genfarráðstefnan stefnu SAMNINGAUMLEITANIR milli Vestur-Þýzkalands og- Ráð- stjórnarríkjanna standa nú yfir i Moskvu. Það svið, sem þær ná yfir hefir þrengzt talsvert, síðan dr. Adenauer var boðið í opinbera heimsókn til Moskvu fyrir þrem smánuðum. Þá var Genfar-ráð- stefnan ekki afstaðin, og Rússar voru enn ekki vissir um, hvort takast mundi að bæta sambúð Sovétríkjanna og vestrænna þjóða og binda þannig enda á eða a.m.k. draga úr kalda stríðinu »neð beinum viðræðum við Banda ríkjamenn, Breta og Frakka. Rússar héldu þvi um skeið fast við tilraunir sínar til að rjúfa samstarf V-Þýzkalands og Vest- orveldanna. ★ ★ ★ Eftir að Parísarsamningarnir höfðu verið staðfestir í Bonn — og Malenkov var fallinn í ónáð í Moskvu — ítrekuðu Rússar reynd ar aldrei tillögu sína um frjálsar kosningar undir alþjóða eftirliti um gjörvallt Þýzkaland. Tillögu þessa höfðu ráðamenn í Kreml feorið fram — þó ekki opinber- lega — í janúarmánuði s.L, og til- lagan var háð því skilyrði, að V-Þýzkaland hafnaði Parísar- samningunum (sem veittu V- Þýzkalandi fullveldi og heimild til endurvígbúnaðar). Það var samt augljóst, að Ráð- stjórnin vildi ekki endanlega loka samningaleiðinni milli Moskvu og Bonn. Austúr-Þýzka- land fékk ekki að gerast aðilí að Varsjársáttmálanum, sem gerður var í maímánuði, og með þessu gáfu ráðamenn í Kreml í skyn, að þeir hyggðu á samninga við Vestur-Þýzkaland — á kostnað bæði Austur-Þýzkalands og Vest- urveldanna. Orðsending sú, er Sovétríkin sendu til Bonn 7. júní til að bjóða dr. Adenauer til Moskvu, gaf það greinilega til kynna, að Ráðstjórnin teldi Sovét ríkin og Vestur-Þýzkaland eiga inörg sameiginleg hagsmunamál, sem engan veginn snertu Vestur- veldin. ★ ★ ★ Genfarráðstefnan breytti þessu viðhorfi algjörlega. Rússneskum stjórnmálamönnum I Genf tókst að sannfæra Vesturveldin um Sfriðarvilja þeirra, og þeir tóku jafnframt góðar og gildar full- yrðingar Breta, Bandaríkja- manna og Frakka um, að Vestur- veldin myndu aldrei hefja árásar stríð. Friðsamleg sambúð ríkj- anna í austri og vestri var því nokkurn veginn tryggð, þó svo Slla tækist til, að öryggismál Evrópu yrðu ekki tryggð og sam- eining Þýzkalands næði ekki fram að ganga. Og þetta var raun verulega allt og sumt, sem Rúss- ar höfðu þörf fyrir í bilL Sovétríkin hafa því ekki leng- ur beinan áhuga á Vestur-Þýzka- landi. Ráðamenn í Kreml vilja, að stjórnmálasamband landanna tveggja komist í eðlilegt horf, en þeir hafa engan áhuga fyrir því nú að „kaupa“ V-Þýzkaland út úr varnarsamstarfi vestrænna þjóða, þar sem þeir telja sér enga ógn- un stafa af því í bilL Þeir hafa óbeinan áhuga á bættri sambúð við Vestur-Þýzkaland: Ráðstjórn Sn vill ekki vekja tortryggni Vest urveldanna á nýjan leik. ★ ★ ★ Að vissu leyti hefir þetta gert dr. Adenauer auðveldara fyrir í Moskvu. Nú fellur hann ekki í freistni, játar ekki því, sem hann er á móti í hjarta sínu og mörg- um flokksbræðrum hans finnst e.t.v. gott og gilt. En að hinu leyt- inu veldur þetta honum einnig erfiðleikum. Því að Genfarráð- stefnan kom í veg fyrir, að Sovét- leiðtogarnir þurftu að fórna vin- um sinum og bandamönnum í Austur-Þýzkalandi. Og þeir hafa nú gert mönnum ljóst, að þeir muni ekki ræða sameiningu Þýzkalands án þátttökn austur- þýzku stjórnarinnar. Þeir muni ekki fórna Þýzkalandsstefnu sinni fyrir eðlQegt samband milli ássa í Þýz aium ar prófastsd .1 Rússar hafa ekki lengur áhuga á oð kaupa V-Þýzkaland út úr varnarsamtökum vestrænna ]b/oða AKUREYRI, 8. sept. HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjarðarprófastsdæmis var haldinn síðast- liðinn sunnudag að Möðruvöllum í Hörgárdal. Hófst hann með guðsþjónustu í kirkjunni. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, sókn- arprestur á Siglufirði, prédikaði. Sr. Stefán Snævarr flutti bæn. úr kórdyrum, en sr. Pétur Sigurgeirsson og sr. Kristján Róberts- son, önnuðust altarisþjónustu. Voru þarna mættir tíu prestvígðir menn. — Á orgelið lék Jóhann Haraldsson, tónskáld, en kirkju- kór Möðruvallasóknar söng. Á sínum tíma kom Molotov til Berlínar til að gera vináttusamning við Hitler í byrjun heimsstyrjaldarinnar síðari. Nú er annað upp á teningunum — dr. Adenauer er nú í Moskvu og ræðir þar við Eulganin marskálk. Samningaumleitanirnar hafa gengið heldur treglega til þessa — þær gengu mun beíur hjá Molotov og Hitler. — En nú er samkomulag hefir náðst er vonandi, að þeir samningar verði endingarbetri en vináttusáttmáli Hitlers og Molotovs. Sovétríkjanna og Vestur-Þýzka- lands, jafnvel þótt þeim finnist nauðsynlegt að bæta sambúð ríkj anna. | Dr. Adenauer er því á erfiðum krossgötum. Ef hann stendur í vegi fyrir eðlilegu stjórnmáia- sambandi ríkjanna á hann á hættu að missa af verzlunarvið- ( skiptum sem Þjóðverjum eru nauðsynleg, auk þess sem hann mundi glata tækifærinu til að frelsa þýzka stríðsfanga úr rúss- neskum þrælabúðum. Og kannski yrðu lyktirnar þær, að hann lenti í svipuðum aðstæðum og Sing- man Rhee. ★ ★ ★ Ef hann tæki aftur á móti við boði Rússa um eðlileg samskipti landanna yrði staða og styrkleiki Vestur-Þýzkalands svipuð á al- þjóðavettvangi og Austur-Þýzka lands og yrðu menn þá að kingja því, að tvö þýzk ríki væru hlið við hlið, bæði jafn rétthá. Þá yrði sameining alls Þýzkalands í eitt ríki aðeins smám saman og ekki á annan hátt en með viðræðum austur- og vestur-þýzku stjórn- anna. Vestur-Þjóðverjar eru síð- ur en svo ginkeyptir fyrir því. ★ ★ ★ Dr. Adenauer gerir sér þetta allt mjög vel ljóst. En óvíst er auðvitað, hvernig hann bregzt við vandanum í Moskvu. Eitt er þó sennilega víst, að stjórnmála- samband verður varla tekið upp milli Vestur-Þýzkalands og Ráð- stjórnarríkjanna sem „liður í sam einingu alls Þýzkalands og lausn fangavandamálsins“. AVARP HINS NYJA PRÓFASTS Að guðsþjónustu lokinni steig hinn nýi prófastur, sr. Sigurður Stefánsson, í stólinn og flutti ýtarlegt erindi og ávarp til héraðsfundarins og kirkjugesta. M. a. ávarpaði hann vígslubiskup, sr. Friðrik Rafnar, sérstaklega, sem mættur var á fundinum og reis kirkjufólk úr sætum í virð- ingarskyni við þau hjónin. All- margar prestskonur voru einnig viðstaddar, í boði prófastshjón- anna. FRUMVARP UM KIRKJUÞING Fundarstjórn önnuðust prófast- ur og sr. Benjamín Kristjánsson. Valdimar Snævarr, fyrrv. skóla- stjóri, flutti nokkur frumsamin og þýdd Ijóð. Var þá gefið fund- arhlé, en að því loknu voru venjuleg fundarstörf hafin. Var þar m. a. rætt um hið nýja frum- varp um kirkjuþing þjóðkirkj- unnar og skorað á Alþingi að setja kirkjuþing á stofn hið fyrsta. SALMABÆKUR TIL AFNOTA í KIRKJUM Þá var rætt um rafmagnshitun. kirkna og lýst megnri óánægju yfir hinum fyrirhugaða kostnaði hins opinbera við hitunina. Virð- ist flestum að sveitakirkjum væri nær ókleift að fá rafhitun með þeim kjörum er hið opinbera býð ur. Þá var einnig rætt um kirkju sönginn og upplýstist á fundin- um, að í haust munu fáanlegax* mjög ódýrar sálmabækur til af- nota fyrir almenning í kirkjum. Voru fulltrúar hvattir til að gefa því máli gaum. RAUSNARLEGAR VEITINGAR Þá var rætt um kirkjudag fvrir Eyjafjarðarprófastsdæmi og heim sóknir presta og kirkjukóra til nágrannasafnaða. Prófastshjónin tóku á móti fundargestum a£ mikilli rausn og myndarskap og var þeim þakkað í nafni fund- arins og þeim óskað alls hins bezta á komandi árum. Sátu fund armenn lengi fram eftir kvöldi í boði prófastshjónanna heima á Möðruvöllum. —H. Vald. Dng ísJenzk konn veknr athygli í Stokkhólmi fyrir kirkjnlega list Afhyglisverð uppfinn- ing á rafgeymaklemmu Með klemmunni er hægt að rjúfa samband v/ð geyminn á augabragói IGÆR var fréttamönnum, ásamt fulltrúum bifreiðaeftirlitsins og tryggingafélaganna í Reykjavík, boðið að skoða nýja upp- finningu þeirra Jóhannesar Pálssonar í Keflavík og Kjartans Jónssonar í Reykjavík, sem er svokölluð rafgeymaklemma. Er þetta tengiklemma á rafgeyma, sem notuð er til að tengja raf- magnseir við póla rafgeymisins. FRÚ Sigrún Jónsdóttir hefur stundað nám og lokið prófi við nokkra af beztu skólum Svíþjóð- ar í vefnaðarlist, svo sem Nor- diska Kurs Institutet í Stokk- hólmi, Sljöd Föreningen í Gauta- borg o. fl„ en Svíar eru, eins og kunnugt er, þjóða fremstir á þessu sviði. Nám þetta, sem eink- HÆGT AD RJÚFA SAMBAND- IÐ MF.Ð EINU HANDTAKI Klemma þessi er þannig gerð, að hægt er að rjúfa sambandið við geyminn með einu handtaki með tiltækilegu áhaldi, svo sem skrúfjárni Er það mikill kostur, til dæmis í því tilfelli -ið um eld út frá rafgeymi sé að ræða. FRÁBRUGÐIN ELDRI GERDIM Sú eina gerð slíkra klemma, sem í notkun er nú, eru í einu! lagi, úr sínkuðum eiri, og er skrúf bolti með ró notaður til að herðaj klemmuna saman utan um pól rafgeymisins. Er talsverðum erf- iðleikum bundið, að losa klemm- ur, og verður að nota til þess skiptilykil og jafnvel hamar, sem tekur oít langan tíma. SAMA STÆRÐ Stærð hinnar nýju rafgeyma- klemmu, er hin sama og á hinum eldri, og kváðu þeir félagar að um hliðstætt verð yrði að ræða. Rafgeymaklemmur þessar eru ekki komnar í verzlanir ennþá, og hafa þeir Jóhannes og Kjart- an í hyggju, að láta steypa þær í Danmörku eða Englandi, ef við- urkenning á öryggi þeirra fæst hér á landi. Slálrun í Hornafirði hefstnæslu yiku HÖFN í Hornafirði, 13. sept.: — Heyskapur er ennþá í fullum gangi hér eystra. Er það útengi aðallega sem um er að ræða. Þurrkur er ágætur og hefur ver- ið undanfarið. Slátrun sauðfjár á að hefjast hér upp úr næstu helgi og er áætlað að slátrað verði um 8—10 þús. fjár. — Gunnar. Meðal þeirra var frú Anna-Lisa Odelqvist Ekström, forstöðukona h. f. Libraria, stærsta fyrirtækis á Norðurlöndum í kirkjulegri list. Hún lofaði mjög hæfileika frú Sigrúnar og lét meðal annars þau orð falla, að hér væri um mikla meðfædda hæfileika (naturbegávning) að ræða. Frú Sigrún hefur nú fengið mjög at- hyglisvert atvinnutilboð frá h. f. Libraria Félagið vantar umboðs mann fyrir Vestur-Svíþjóð til þess að ferðast um milli kirkna og teikna og sjá um saum á prests- höklum o. fl. Frú Sigrún, sem enn hefur ekki tekið þessu til- boði, er væntanleg til íslands um miðjan september. Verið getur, að hún haldi sýningu á verkum sínum í Reykjavík á næstunni. Frú Sigrún er gift Ragnari Emilssyni frá Hafnarfirði. Frú Sigrún Jónsdóttir um beinist að því að kenna nem- andanum að skapa og teikna munstur frá upphafi fyrir ýms- ar handavinnugreinar, svo sem listsaum, batik, vefnað, ýmiskrn- ar vefnaðarprentun o. fl„ tekur fjögur ár. Sé tekin sérgrein að auki, lengist námið um eitt ár. Frú Sigrún valdi sem sérgrein kirkjulega list. í septemberhefti tímaritsins „Pá Fritid“ birtist eftirfarandi: „Verðlaun fyrir beztu próflausn maí-mánaðar hlaut frú Sigrún Jónsdóttir, Gautaborg. Grein með myndum um hina framúrskar- andi frammistöðu hennar er væntanleg í komandi hefti“. Verk frú Sigrúnar hlaut ekki einungis lof prófdómenda — þeir efndu til sýningar á verkum hennar og buðu sérfræðingum. KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að út vísitölu framfærslukostnað- ar í Bsykjavík hinn 1. september s.l. og reyndist hún vera 165 stig, eða óbreytt frá fyrra mánuði. Hisjdn afli hjá Hafnarfjarðaitálum HAFNARFIRÐI — Afli reknetja bátanna var afarmisjafn í gær. , Nokkrir bátar fengu ágætis afla, i en aðrir nokkrar tunnur og sumir i ekkerf. Fiskaklettur var með á j þriðja hundrað tunnur, Hafbjörg- með um 180 og Brimnes (frá ; Stykkishólmi) á annað hundrað. Surprise á að selja í Þýzkalandi upp úr næstu helgi. Um ’7 þúsund tonna norskt skip hefir legið hér frá því fyrir helgi, en það var með olíu til Olíustöðvarinnar h.f. í gærkvöld. var hið stóra skip dregið til Reykjavikur vegna vélarbilunar j í því, og verður gert þar við það. —G.E

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.