Morgunblaðið - 14.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.09.1955, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. sept. 1955 , Læknirinn og ásfin hans EFTIR JAMES HILTON Framhaldssagan 27 Jafnskjótt og Leni var íarinn virtist stígurinn á milli hinna tveggja háu múrveggja, einna lielst likjast eyðilegu og tómu gili og í hjarta Davíðs gerði ná- kvæmlega sami tómleikinn vart við sig. Hann varð að hjálpa henni úr landi, hvað sem það kynni að kosta. Hann varð að framkvæma áform sín. Hann varð að ganga ötullega til verks, en jafnframt gæta fyllstu rósemi. Hann hinkraði um stund við og kveikti sér i pipu, en settist því næst upp á reiðhjólið og hélt af stað. Litli læknirinn hraðaði för sinni eftir götum Briargates og inn á Lissington Lane. í huga hans bærðust undarleg- ar og ókunnar tilfinningar, þar sem hann hafði nú loks ákveðið, að framkvæma áhættusamt verk, ón þess að láta Jessicu vita eða vera með í ráðum. Honum fannst hann hafa sýnt mjög mikla kænsku með því að velja gamla skógarkofann fyrir stefnumót þeirra Leni og hans, því að þar var dimmt og enginn gat greint andlit þeirra, hvað þá meira. Líka fannst honum mikil hygg- indi lýsa sér í þeirri ráðstöfun sinni, að láta þau fara sitt í hvoru lagi til kofans. ■ Engum gat dottið nokkuð grunsamlegt í hug, þó að sæist til ferða annars hvors þeirra, en hitt gat vakið grunsemdir og Gróusögur, ef þau hefðu orðið samferða á leiðinni. Hann vonaði, að jafnvel á göt- um Calderbury myndi enginn veita sér athygli og hann dró hattbörðin niður fyrir augun, til þess að gera sig torkennilegri með því, en þegar hann var næst- um búinn að hjóla beint á annan hjólreiðarmann, þá gafst hann upp við það, sem óframkvæm- anlegt. Auk þess voru það aðeins örfáir menn, sem urðu varir við ferðir hans og kölluðu til hans úr glugg- um eða húsdyrum um leið og hann hjólaði framhjá. „Gott kvöld, læknir .... hafið þér heyrt fréttirnar?“ Og þar sem hann hafði of naum an tíma til þess að geta numið staðar, eins og venjulega. þegar svo bar undir og rætt við menn í ró og næði, þá varð hann nú að láta sér nægja að svara þessum ávörpum lauslega, án þess að stöðva hjólið. „Gott kvöld, Jim .... já, ég er búinn að frétta það allt .... Gott kvöld, Dick .... Gott kvöld, frú Hargreaves". Löks gat hann greir.t gamla skógarkofann inni á milli trjánna og þegar hann kom nær sá hann Leni þar sem hún sat undir ann- arri húshliðinni og beið komu hans. Hún sá hann ekki greini- lega, en þegar hann kom nær, stóð hún á fætur og gekk til móts við hann. Er þau mættust staðnæmdust þau eitt andartak og horfðust í augu, þögul og alvarleg, áhyggju- full út af því sem í vændum var. ,,Ertu búin að bíða lengi eftir mér?“ „Líklega eitthvað nálægt tíu mínútum. Það gerði ekkert til, mér leiddist ekki að sitja hérna“. „Við verðum að halda ferðinni áfram eins fljótt og við frekast getum. Heldurðu annars, að nokkrir hafi séð til ferða þinna hingað?" „Nei, það held ég áreiðanlega að geti ekki verið". „Ég held að það skipti heldur ekki svo miklu máli nú, þegar við erum hvort sem er lögð af stað“. Þau gengu niður hæðina eftir götutroðning, sem lá niður hlíð- arnar hinum megin, en þar tók við hið víðáttumikla mýrlendi við og náði allt til Marsland Road. Nóttin var myrk og ekkert rauf þögnina nema lágar raddir þeirra og dauft suð í reiðhjólinu, þegar Davíð steig það. Allt í einu heyrðu þau dóm- kirkjuklukkuna slá þriðja stund- arfjórðunginn. , „Við komum alveg í tæka tíð“, sagði Davíð um leið og hann nam staðar til þess að kveikja á lugt- inni, áður en þau kæmu á þjóð- veginn. Og þannig héldu þau áfram ferðinni frá Calderbury, en dauft ljós lugtarinnar flökti og hvik- aði á veginum fyrir framan þau og gerði þeim leiðina nokkurn vegin ratljósa. Vegurinn lá all mikið upp í móti og veittist mjög örðugur til hjólreiðar, en nú var þar dngin umferð, engir æðandi vagnar, engir ungir menn að þreyta kapp- akstur á milli hæðanna, á mótur- hjólum sínum, engir stórir almenningsvagnar, sem tengdu borgirnar saman á daginn. I Eina lifandi veran, sem varð á vegi þeirra, var gamall maður, sem þrammaði heimleiðis og kallaði: „Gott kvöld“ án þess að vita hverjir það væru, sem á vegi hans urðu og án þess að gera nokkra tilraun til að komast að hinu sanna um bað. 1 Og allt í einu kom tunglið upp, svo að dómkirkjuturninn sást greinilega bera við blátt nætur- loftið, um leið og klukka hans sló ellifu. Þau voru nú komin upp á há- hæðina og Davíð bjóst til að hjóla niður af henni hinum meg- in og hann fór að blístra af ein- skærri ánægju. | Hann gerði það oft á ferðum ' sínum um sveitina að næturlagi og ef fólk heyrði til blístrandi hjólreiðarmanns, þá sagði það stundum eitthvað þessu líkt: „Nú er litli læknirinn einhversstaðar á næstu grösum“. Og þannig hélt hann nú blístr- andi áfram ferðinni, þar til veg- urinn upp Croombury Hill tók við og ekki var lengur hægt að nota reiðhjólið, sökum brattans. Davíð stökk af baki með sömu venjulegu íþróttamannslegusveifl unni og Leni, sem sat fyrir aftan hann og var algerlega óviðbúin, hefði hrokkið út í skurðinn, ef hún hefði ekki verið mjög liðug og snör í hreyfingum. „Þetta er nokkuð mikill bratti“, sagði hann og nam staðar á miðj- um veginum, til þess að taka upp úr vasanum pípu sína, tókbak og eldspítur------„en okkur miðar ágætlega áfram og við munum áreiðanlega ná lesíinni, sem fer, þegar klukkan er tíu mínútur yfir ellifu. Ertu nokkuð orðin þreytt?" „Nei, en ég finn dálítið til í öðru hnéinu". „Þetta er nú að styttast. — Við eigum bara eftir að fara í gegn- um Lissington þorpið og yfir næstu hæð. Ég þekki nákvæm- lega allt héraðið hérna og ná- grenni þess, hvert þorp, hverja dæld og hvern stíg. Og ég þekki fólkið á sveitabæjunum og í kirkjugörðunum líka. Hérna er ég búinn að dvelja og flækjast fram og aftur í fimm- tán ár. Þú hlýtur að hafa verið barn, þegar ég hóf fyrst starf mitt. Það er annars undarleg til- viljun, að þú, sem ólst upp í fjar- lægu landi, í þorpi, sem ég hef aldrei heyrt nefnt — ókunnug mér öll þessi ár — skyldir svo detta eitt kvöld og brjóta á þér IVf liMKOE 5 bátinn og reif skinnið af holdi mínu. Minkoe var nú tekinn upp í bátinn og með erfðismunum gat hann reist sig upp og sýnt þeim stórt sár, þar sem hesturinn hafði flett skinninu af honum. I En hvar er faðir þinn? Ég veit það ekki, ég er hræddur um, að hann hafi særzt líka og ef til vill drukknað. Þeir reyna að kalla í allar áttir og að endingu fá þeir svar. Faðir hans er þá á lífi. Þeir finna hann næstum máttvana með annan handlegginn brotinn eftir vatnahestinn og sjálfur er hann hálfgert á kafi í vatni. Hann er þegar tekinn upp í bátinn og trúboðinn hættir við ferðina að sinni en snýr við með hina særðu menn til þess að veita þeim hjúkrun. Eftir erfitt ferðalag móti straumnum koma þeir næsta morgun jtil trúboðsstöðvarinnar. Trúboðinn er ekki læknislærður, en hann gerir allt, sem hann getur hinum særðu til hjálpar. ÍHann bindur um sár þeirra og saumar þau saman. Og nú dvelja þeir feðgarnir á trúboðsstöðinni í heilan mánuð, á meðan þeir eru að gróa. Þegar þeir voru orðnir frískir, sagði trúboðinn við þá: Nú eruð þið heilbrigðir og getið farið heim. og góða ferð. Og þú ert velkominn aftur Minkoe eftir 2 mánuði. En gætið ykkar nú fyrir vatnahestunum, sem leynast undir yfirborð- inu. Feðgarnir fara nú báðir niður að lendingarstaðnum, en þar bíður þeirra lítill bátur. Þegar trúboðinn spyr þá, hvort þeir hafi gleymt nokkru, þá biður Minkoe hann um nál og spotta, en faðir hans biður um salt. og fá þeir hvort tveggja. Síðan fara þeir báðir. en trúboðinn kallar til þeirra kveðju- orðum að skilnaði. I Þurrkatíminn líður fljótt, og frítíminn styttist með hverj- um degi sem líður. Regntíminn er í aðsigi og sólin er byrjuð að fela sig bak við hin hvítu ský. Vatnið er farið að hækka AFGREIDSLUPILTUB og AFGREIÐSLUSTÚLKA vönduð og ábyggileg, helzt vön afgreiðslu, ósk- ast nú þegar í eina af stærri verzlunum bæjar- ins. — Umsóknir ásamt mynd og meðmælum, ef til eru, sendist á afgreiðslu Morgunbl., merkt: „Afgreiðslustarf —1006“. Ný sending Amerískir kjólar GULLFOSS AÐALSTRÆTI BORVÉLAR i FYRIR 6>8RSTEINSS0II t JOIKSIM F Grjótagötu 7 — Símar 3753—5296 -tfid Saumur Galvaniseraður pottasaumur með 8 mm haus. Þaksaumur H. ÍMDITOi & CO. H.F. HafnarhvoII — Sími 1228,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.