Morgunblaðið - 15.09.1955, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.09.1955, Qupperneq 1
32 síður (2 blöð) 42. árgangur 209. tbl. — Fimmtudagur 15. september 1955 PrentsmiUJa Morgunblaðsin* Allir yfirgáfu Júpiter og héldu, að skipiB mundi sökkva Vcalanst, að því verSi bjargað KAUPMANNAHÖFN, 14. sept. DANSICA selveiðiskipið Jopeter er nú eitt og yfirgefið í ís skammt undan norðaustur strönd Grænlands. Skipstjórinn yfirgaf skipið í dag ásamt mönnum þeim, sem eft- ir voru um borð, en flestir farþegarnir voru fyrir skömmu fluttir 1 þyrilflugum yfir í annað skip, Kistu Dan. Vonlaust er að bjarga skipinu, eins og nú er komið, því að ís- hrönglið kemur í veg fyrir, að hægt sé að draga það. BROTNAR ÞAÐ? Nú má hver sem er, fara um borð í skipið og eiga það, þar sem það rekur með ísnum. En það er víst ekki til mikils að vinna að komast um borð, því að búizt er við, að ísinn brjóti skipið, áður en langt um líður. Skipið er tryggt hji Lloyds í Lundúnum. ALLIR HÉLDU, AÐ SKIPIÐ MUNDl SÖKKVA Farþegarnir eru komnir til Kaupmannahafnar. Segja þeir, að stundum hafi munað litlu, að skipið sykki. Einu sinni yfirgáfu allir skipið og fóru út á ísinn, því að útlit var fyrir, að það mundi sökkva á hverri stundu. — En það rétti við aftur. Nokkru síð- ar missti það aðra skrúfuna og síðan hefur ekki verið unnt að hreyfa það í ísnum. Sjá mynd af Jopeter á þessari Það er ekki annað að sjá en það fari vel á með þeim þremenningunum, Adenauer, Bulganin og Krusjeff. Myndin er tekin í Moskvu í fyrradag. Viil Margréi ekki ffiiiast Townsend? Fór fvisvar fil L&indúna í vik- unni — án þess að hitfa hana LUNDÚNUM, 14. sept. TOWNSEND hefir tvisvar skroppið til Lundúna í vikunni, án þess að hitta Margréti prinsessu að máli, enda er hún í sum- arleyfi með fjölskyldu sinni norður í Skotlandi. AF TRÚARASTÆÐUM Lundúnablaðið The People skýrði frá því í fyrradag, að Margrét prinsessa muni ekki giftast Townsend. Ástæðan sé I sú, að prinsessan vilji ekki gift- ast honum af trúarástæðum, hann ' sé skilinn og mundi hún koma drottningunni, systur sinni í Gekk Adenauer með sigur al hólmi | Þý/ka þjóðin fagnar kanslara sínum - en stjórnmálamenn ern á báðrnn áttum Mislingar í Grœnlandi slæma klípu, ef hún gengi í það heilaga með flugliðsforingjanum. | Hefir hún því ákveðið að gefa, lionum ekki hönd sína. Blaðið fullyrðir enn fremur, að nýlega hafi Townsend verið til-! kynnt, að draumur hans um að giftast enskri prinsessu, aldrei orðið að veruleika. GODTHAAB (Grænlandi), 14. sept.: — Mislingafaraldur herjar nú í Holsteinsborg á Grænlandi og hafa um 700 bæjarbúar tekið veikina. — Mislingar hafa gengið eins og bylgja yfir Grænlands- byggðir undanfarið og er álitið, að þeir hafi borizt með græn- lenzkum börnum sem nýlega eru komin heim eftir nokkurra mán- geti. aða dvöl á dönsku hressingar- hæli--------NTB. KAUPMANNAHÖFN, 14. sept. — Einkaskeyti til Mbl. frá NTB Nú hafa borizt fréttir um, að skipstjórinn á Jopeter hafi yfirgefið skip sitt í gær, ásamt þeim 8 mön num, sem eftir voru. Þykir orðið ólíklegt, aðunnt sé að bjarga því, enda er það fast í ísnum, eins og sjá má af myndinni, sem nýlega var tekinaf skipinu. Flestir farþegar skipsins voru fluttir i koptum um borð í danska skipið Kista Dan. BONN, 14. sept. — Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB ADENAUER kanslari Sambandslýðveldisins Þýzka- lands kom aftur heim í dag eftir 5 daga dvöl í Moskvu, þar sem hann ræddi við ráðamenn Sovétríkjanna. Var hon- um fagnað innilega af fólkinu, en stjórnmálamenn virtust í efa um árangur fararinnar. — Þegar fagnaðarlátum fólks- ins hafði linnt á flugvellinum heyrðist skerandi kvenmanns- óp og mátti greina orðin: — Við þökkum þér. — Segir fréttamaður Reuters, að þetta hafi áreiðanlega verið mælt fyrir munn milljóna Þjóðverja báðum megin Járntjaldsins: — Öll þýzka þjóðin þakkar Adenauer af heilum hug fyrir það, að Rússar hafa boðizt til að láta þýzka stríðsfanga í Sovétríkjunum lausa hið fyrsta. LEIÐTOGARNIR BJARTSÝNIR Brentanó utanríkisráðherra var bjartsýnn, þegar hann ræddi við Veik aðstaða Grotswols WASHINGTON, 14. sept. — Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneytisins sagði í dag um Moskvuráðstefnuna, að nú hefði Ráðstjórnin loks viður- kennt villu sína í Þýzkalands- málum. Hann benti á, að Ráð- stjórnin hafi fallið frá þeirri kröfu sinni, að stjórn alþýðu- lýðveldisins þýzka tæki þátt í umræðunum um fangamálið. — Hún hefði með því viður- kennt hina veiku aðstöðu al- þýðustjórnarinnar. Brezka stjórnin lýsti því yf'r í dag, að liún væri ánægð með árangurinn í Moskvu, og stjórn málasamband Rússa og Vestur- Þjóðverja gæti komið ýmsu góðu til leiðar. — Reuter. fréttamenn á flugvellinum: — Ég býst við, að fyrsti hónur striðs- fanganna komi heim eftir nokkra mig, sagði hann: — Þegar þér komið til Bonn, verður undirbún- ingur að heimsendingu þýzku fanganna hafinn. AÐRIR UGGANDI Þýzkir stjórnmálamenn voru uggandi: Var stjórnmálasamband Ráðstjórnarríkjanna og Sam- bandslýðveldisins staðfesting á daga, sagði hann. Kanslarinn sagði: — Þetta var erfið ráð- stefna. — Þegar Bulganin kvaddi því, að Þýzkaland sé klofið? — Við þessari spurningu vildu þeir fá svar. Og Frjálsir de.mókratar, sem eru helztu stuðningsmenn Adenauers sögðu, að þegar málið yrði rætt á Sambandsþinginu, yrði að fara varlega í sakirnap og rasa í engu um ráð fram. Carlo Schmidt, einn leiðtogum sósíaiista, sem var í fylgd með Adenauer, sagði að Sovétleiðtog- arnir hafi margiýst því yfir, að Parísarsamningarnir hafi komið i veg fyrir, að Rússar vildu sam- eina allt Þýzkaland á þessu stigl málsins. VONGÓÐIR Aftúr á móti eru Kristilegip demókratar vongóðir og fagna úrslitum Moskvufundanna. Segja þeir, að Adenauer hafi komið heim með sigur af hólmi og engin hætta sé á að stjórnmálasamband ríkjanna geti komið í veg fyrir sameiningu Þýzkalands. Aftur á móti sé það stórt spor í þá átt, að allt Þýzkaland verði sameinað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.