Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 14
’ 14 MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 15. sept. 1955 Læknirinn og ástin hans EFTIR JAMES HILTON EBd Framhaldsssagan 28 úlnliðinn hérna í Calderbury. Ef þú hefðir ekki komið hing- að og gert það, þá hefði ég held- nr aldrei kynnst þér. Þetta er dálítið skrítin tilvilj- un, en hitt er þó mikið skrítnara að hugsa um, ef svo hefði farið að við hefðum aldrei kynnzt .... Var það annars ekki eitthvert þýzkt þorp, sem þú áttir heima í? Seigðu mér eitthvað meira um það“. „Það var meira að segja heil borg — Köningsberg. Pabbi og mamma dóu bæði, þegar ég var mjög ung og ég var send í skóla — skólann, sem ég strauk svo úr“. „Jæja þá erum við nú komin alla leið upp á hæðina, svo nú er bezt fyrir okkur að stíga á reið- hjólið aftur. Við getum alveg eins talað saman fyrir því“. Hann hafði píuna alltaf í munn- inum og stundum fauk reykur- inn og jafnvel flyksur af heitu tóbaki úr henni og framan í Leni, eftir því sem þau fóru hrað- ar yfir. „Við höfum alveg nægan tíma“, tautaði hann og hallaðist ískyggilega mikið út á aðra hlið- ina um leið og hann benti með annarri hendinni: „Þarna eru Ijósin á brautarmótunum. Sérðu þau ekki?“ En við rætur hæðarinnar var vegurinn mjög ójafn og grýttur á kafla og bæði vegna hraðans og svo hins mikla þunga sem á reið- hjólinu hvíldi, þá sprakk önnur gúmmíslanga þess, allt í einu. Davíð hemlaði svo snöggt, að Leni hafði nærri stungist fram yfir axlirnar á honum. „Þetta voru nú meiri óþægind- in“, sagði hann ergilegur og hugsandi, er hann hafði stigið af reiðhjólinu og virti skemmdir þess fyrir sér. „Við neyðumst víst til að ganga það sem eftir er, en við höfum alveg nægan tíma, ef við greikk- um ofurlítið sporið“. Hann leiddi hjólhestinn við hlið sér nokkra stund, en sá þá í hendi sér, að það myndi eftir- leiðis verða þeim að mjög litlu haldi og að þau myndu líka verða fljótari í förum, ef þau losuðu sig við það. Þess vegna fór hann með það út af veginum og faldi það bak við þéttan runna. Þau héldu nú ferðinni áfram, en Leni fann til í hægra hnénu og var orðin hölt. Hún gat ekki gengið nema mjög hægt og enn sýndust ljósin á brautarmótunum langt í burtu. Davíð lagði handlegginn utan um hana, til þess að létta henni ganginn. Smátt og smátt nálguðust þau lítinn skóg, þar sem akvegurinn hvarf sjónum og fótatak þeirra heyrðist ekki lengur í mjúku graslendinu. Úr fjarlægð barst til þeírra vagnaskrölt frá hliðarbrautinni og í litla skóginum svaraði ein- mana ugla með sorgbitnum rómi. Þau fóru bæði að hlæja, en þegar þau komu aftur út í tungls- Ijósið, þá virtist ljósið á brautar- mótunum ekkert hafa færzt nær. „Við verðum bara að hraða ferðinni", sagði Davíð, en það var hægara sagt en gjört að greikka sporið og þegar þau loks heyrðu lestina, sem þau höfðu ætlað að fara með, leggja stynj- andi og másandi af stað frá stöð- inni, var eins og létti af þeim þungu fargi. Nú gátu þau setzt niður og lát- ið þreytuna líða úr örmagna lim- um á meðan Davíð kveikti sér í pípunni, talað saman öðru hvoru og hlustað á lágt og vingjarnlegt hljóð hinna blaktandi skógar- greina. Næsta lest átti að leggja af stað frá Marsland klukkan fimm mínútur yfir sex og Davíð bjóst jafnvel við því, að hún myndi standa í sambandi við aðrar lest- ir, svo að þau kæmust niður til strandarinnar um kvöldið. Þau þurftu þá að bíða í sex klukkustundir og slíkt var eng- um ofraun á mildri og fagurri sumarnóttu sem þessari. Hann vissi, að í mílu fjarlægð var landið umhverfis veginn vax ið þéttum burknarunnum, þurr- um og mjúkum. Og stundum þeg- ar hann var þar á ferð, hafði hann lagt sig þar niður og hvílt sig stundarkorn. Staður þessi var nefndur Potts Corner, en þar óx stór álmviður og þar stóð einnig merkjastaur, sem sýndi eða auðkenndi leiðina til Stamford Magna. Þess vegna gengu þau til Potts Corner, þegar þau voru orðin þreytt á öllum samræðum, lögð- ust niður í mjúkt burknastóðið og hvíldu lúin bein. Það eru til þau augnablik, sem einna helzt líkjast logandi lömp- um í endurminningunni. Þau lýsa milt og hlýlega og maður getur horft til baka og virt þau fyrir sér, þegar allt annað er fölnað og horfið í fjarlægð og myrkur. Oft síðar minntist Davíð þessa þægilega hvíldarstaðar og þeirra klukkustunda, sem þau dvöldu þar um hljóða sumarnótt. Stundum hugsaði hann líka um margt það, sem hann vildi feginn hafa sagt eða gert, á með- an enn bauðst tækifæri til slíks, en raunverulega var það ósköp lítið, sem hann sagði eða gerði, vegna þess að hann var þreyttur og með þreytunni hafði vaknað að nýju hinn gamli, venjulegi vanmáttur hans til ákvörðunar og áforma. Bráðlega var hún svo fallin í fastan svefn, þreytt og örmagna eftir hina löngu og lýjandi göngu ferð, með annan handlegg hans undir höfði sér, eins og kodda. i Hæg gola þaut í limi álmvið- arins, yfir höfðum þeirra og loft- ið varð naprara eftir því sem lengra leið á nóttina. Davíð fór að óska þess að hann hefði verið svo framsýnn að taka yfirfrakkann sinn með sér. Sömuleiðis hefði hann þurft að byrgja sig upp með nesti og miklu meiri peninga en þá sem hann hafði í vösum sínum. Honum varð fullkomlega Ijóst hversu klaufskur og úrræðalaus hann hafði reynst í undirbúningi og framkvæmdum þessarar ráða- gerðar og hve framtakssamari Jessica myndi hafa orðið Og út frá þessum hugsunum sofnaði hann. Dögunin kom — dögun hins fyrsta dags stríðsins. Hann reis á fætur, á meðan Leni var enn í fasta svefni og gekk nokkurn spöl lengra, þar til hann kom að merkjastaurnum: „Stamford Magna, 2 mílur“. Hann settist niður og kveikti í pípunni sinni á meðan hann beið þess að sólin kæmi upp. Kirkjuturninn í Lissington bar við blikandi sjóndeildarhringinn. MINKOE 6 í fljótinu og það segir frá því að rigningarnar séu byrjaðar uppi á hálendinu. Hver drengurinn eftir annan kemur nú aftur til skólans og þar á meðal Minkoe. Þeir koma báðir feðgarnir og fara beint til trúboðans og heilsa honum, og segja: Þegar við fórum héðan gátum við ekki þakkað þér eins og skyldi, og við höfðum heldur ekkert með okkur. En nú getum við sýnt þér örlítinn þakklætisvott og hér hefur þú einn sekk af maís í endurgjald fyrir það, hve vel þú hjúkraðir okkur. Trúboðinn ætlar að taka upp sekkinn, en getur það ekki. En hann skildi það nú, að það bjó eitthvað gott í hjarta þessa Fangnegra, þótt hann væri bæði heið- ingi, fjölkvænismaður og mannæta. Já, ef til vill meira gott, en maður hafði haldið. Minkoe, sagði trúboðinn, manstu, þegar þú lást í fljótinu og hélzt þér föstum við hina fljótandi pappírssefsþúfu. Þig verkjaði í sár þín, mýbitið stakk þig og þú óttaðist á hverri stundu að krókódíll biti í fætur þér og drægi þig með sér. Hvað hugsaðir þú þá? Eftir stutta umhugsun svaraði Minkoe: Ég var hræddur um, að ég myndi deyja og verða að koma fram fyrir Guð og.... og það var ég, sem tók appelsínurnar frá þér. Trúboðinn snýr sér að föður Minkoes og segir: Manst þú, þegar þú varst í vatninu í sama ástandi og sonur þinn? Og hvað hugsaðir þú þá. Ég hugsaði á sama hátt og Minkoe, að ég myndi verða að koma fram fyrir Guð með allt hið illa, 7 sem ég hef gert. Ég hef ekki stolið appelsínunum, en ég hef deytt menn og etið þá, en ég skil nú, að það er Guð einn, sem gefur líf, en ekki töfragripirnir. Nei, þeir gátu ekki bjargað okkur. En það varst þú Guðs-maður, sem gerðir það. Og nú höfum við báðir ákveðið að trúa ekki lengur á töfragripi heldur á Guð. Við viljum starfa fyrir Guð og héðan af vera kristnir. Síðan tóku báðir af sér töfragripi sína, pardusdýrstönnina og antilópuhornið og fengu trú- boðanum, og sögðu: Tak þú þetta, það er, hvort sem er, gagnslaust. Síðan voru þeir fræddir um trúna á Guð og undirbúnir til að láta skírast. « Sögulok. AFGBEIÐSLUPILTUB og AFGBEIÐSLUSTULKA vönduð og ábyggileg, helzt vön afgreiðslu, ósk- ast nú þegar í eina af stærri verzlunum bæjar- ins. — Umsóknir ásamt mynd og meðmælum, ef til eru, sendist á afgreiðslu Morgunbl., merkt: „Afgreiðslustarf —100G“. ■ 04 NVKOIVIie Gólfteppi uíl, falieg, margar stærðir. Cocosgólfteppi falleg og ódýr. OKKAR VINSÆLU HOLLEIMZKAI GAIMGADREGLAR I 70—90—100—120—140 cm. breidd, margir mjög smekklegir litir, þekktir um land allt fyrir sérstaklega góða endingu og mjög fallega áferð. • Höfum einnig fengið ágætt úrval af cocos-gólfmott- um í mörgum stærðum, einlitar og mislitar. • Vandaðar vörur. GEYSIR h.f. Teppa- og dregladeiidin. Vesturgötu 1. Borgarbílstöðin h.f. Sími: 81991 Hverfissímar Austurbær: Einholt — Stórholt Sírni 1517 Blönduhlíð — Eskihlíð Sími 6727 Hverfissímar Vesturbær: Bræðraborgarstígur Hringbraut Sími 5449 Vogar — Smáíbúðahverfi, sími 6730. ný sending — mikið úrval. MARKAÐURINN Hafnarstræti 11 •ul

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.