Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 16
i VeSurúfii! í dag: SA-stinningskaldi, sumsstaðar rigning. 209. tbl. — Fimmtudagur 15. september 1955 Edinborgarhálíðin Sjá grein á bls. 9. Heildarsöltun Suðurlands- sildar um 30 þús tunnur Sférfeldar skemmdir á nefum. NÚ MUN vera búið að salta um 30 þús. tunnur af Faxasíld. En leyfi er fyrir söltun á 55 þús. tunnum. Síðustu tvær nætur hefur verið ágætis veður á miðunum og afli verið góður. Ef veið- in helzt hin sama mun líða um vika, þar til leyfðu síldarmagni er náð. HÆST MEÐ 180 TUNNUR Frá Keflavík er símað, að afli hátanna hafi yfirleitt verið góður. Fengu bátarnir frá 50 tunnum og upp í 180. Aflahæst var Vilborg með 180 tunnur. Allmargir bátar voru með í kringum 140 tunnur. VEIÐARFÆRATJÓN Síldveiðibátarnir urðu nú fyrir tilfinnanlegu veiðarfæratjóni af völdum háhyrningsins sem nú er að byrja að sýna sig aftur. — Heimir missti t. d. 40 net. Fékk hann þau öll hengilrifin úr sjón- um. Náði hann aðeins um 50 tunnum af síld. Sama ólánið henti Gunnar Hámundarson nótt- ina áður, að 40 net hans voru eyðilögð af háhérningnum. Helgi P. Briem gekk á hmd Heuss forsefa Dr. HELGI P. Briem afhentii 13. septembcr 1955 í Bonn, I Theodor Heuss, forseta Sam- bandslýðveldisins Þýzkalands trúnaðarbréf sitt sem sendi- herra íslands. ,1>ó! handa bömunum í BYRJUN september var hafin kennsla yngstu árganganna í barnaskólunum. Eru það 7, 8 og 9 ára börn, sem þegar eru farin að sækja skólana. í góða veðrinu í gær mátti sjá víða við barnaskólana, að börn- unum var gefið frí til að leika sér í sólinni. Ekki munu samt allir kennarar hafa gefið slík frí. En hafa verður skilning á því að börnin hafa litla sem enga sól fengið yfir alla sumarmán- uðina. Ef fremur hlýtt verður .í veðri eins og var í gær, er það hin nauðsynlegasta heilsubót fyrir börnin að komast út í bless aða sólina. Þetta ættu foreldrar einnig að athuga. Haldi sólin áfram að skína — þá öll börn út undir heiðskýrt loft. Alþlngi kemur sam- an 8. oklóber FORSETI ÍSLANDS, hefur gefið út bréf um að reglulegt Alþingi 1955, skuli koma sam- an til fundar laugardaginn 8. október n. k., svo sem ráð er gert fyrir í lögum frá síðasta þingi. MADRÍD, 14. sept.: — Frankó hershöfðingi gerði sér lítið fyrir í fyrradag og veiddi túnfisk, sem vó hvorki meira né minna en 322 kíló. Er þefta nýtt spænskt met, a. m. k. hefir þyngri túnfiskur aldrei veiðzt á stöng þar um slóðir. — Þess má og geta, að fisk- urinn var 2,7 m á lengd og náðist ekki upp í bátinn fyrr en eftir tveggja klukkustunda viðureign. Jén Hj. Sigurðsson prélessor láfinn JÓN Hjaltalín Sigurðsson fyrr- um prófessor og læknir andaðist í fyrrakvöld á Landspltalanum. Hann var nær 77 ára að aldri og mun hafa stundað lækningar í nærri 50 ár. Fimm ár var hann héraðslæknir í Rangárvallasýslu, hcraðslæknir í Reykjavík í nær 20 ár og yfirlæknir við Iyfjadeild Landspítalans einnig í nær 20 ár. Hánn var skipaður prófessör í lyflæknisfræði við Háskólann 1932 og þangað til hann hætti störfum þar fyrir nokkrum árum vegna aldurs. Síðar hefur hann j þó stundað lækningar m. a. við bæjarsjúkrahúsið. Hann var gagnmenntaður læknir og sér- staklega vinsæll meðal nemenda sinna, enda áttu kennslustörfin I vel við lund hans. 1 I Hafnarfjarðarbáfum HAFNARFIRÐI — Síldveiðin var með betra móti í gær. Var afli yfirleitt heldur jafn hjá bátun- um, en margir þeirra voru með hátt í 100 tunnur. Örn Arnarson hafði 170 tunnur. Síldin var mjög jafngóð, feit og vel söltunarhæf. Hér hafa nú verið saltaðar hálft sjöunda þúsund tunnur og um 900 frystar. — G. E. Bezti þurrkdagur á Suðurlandi í gær — en aftur illt í efni IGÆR var að áliti bænda bezti þurrkdagurinn, sem komið hefur í sumar á Suðurlandi. Var dagurinn eins hlýr og sól- ríkur og hann gat verið beztur á þessum tíma, eða miðjum septem- ber. Vegna þess að sýnt var snemma morguns að þerri myndi gera, varð mönnum mikið úr deginum og hefur hey verið hirt á hverjum bæ. FRA BARÐASTROND AÐ SKAFTAFELLSSÝSLU Þurrkurinn var á öllu svæðinu frá Barðastrandarsýslu suður og austur um land. Þó munu nokkr- ar skúrir hafa verið í Mýrasýsl- unni um morguninn. Víðast hvar hafði verið lítið eitt næturfrost, en það hvarf eins og dögg fyrir sólu. Á Norðurlandi voru að sögn Veðurstofunnar skúrir um morg- uninn, en síðdegis kom einnig þar þurrviðri. ÚTLITIÐ EKKI GOTT Veðurstofan taldi útlitið aftur ískyggilegt í gærkvöldi. Hafði | hún fengið tilkynningar um að all-djúp lægð væri austan við suðurodda Grænlands og talsvert regnsvæði væri um 300 km und- an Reykjanesi. Var það á hægri leið norðaustur á bóginn og var búizt við, að það yrði komið hingað með morgninum. Þá var ekki búizt við næturfrostum, nema þá í innsveitum og einkum I á Austurlandi. Taekniaðstoð Bandaríkjastjórnar bauð nýlega sex íslenzkum verkalýðsleiðtogum í kynnisför til Bandaríkjanna. Myndin var tekin við brottförina af Keflavíkurflugvelli og sjást á myndinni Egg- ert Þorsteinsson, formaður Múrarafclags Reykjavíkur, Friðleifur Friðriksson, form. vörubílstjóra- félagsins Þróttar í Reykjavík, Jón F. Hjartar, varaformaður Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flatcyri, Ragnar Guðleifsson, form. Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, Sigurjón Jónsson, járnsmiður og Þorsteinn Pétursson fulltrúi. Einnig sjást á myndinni þeir Bragi Ólafsson, forstjóri Iðnaðar- málastofnunarinnar og Guðni Guðmundsson mennttaskólakennari, sem eru leiðsögumenn og túlkar í förinni. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Myndin sýnir líkan af fyrirhugaðri kirkju Óháða fríkirkjusafn* aðarins. Kirkjan er mjög í nýtízku stíl eins og sjá má. Turninn verður um 15 m hár, og er það nokkur nýjung, að kirkjuklukk- urnar sjást utan frá. Áformað er, að krossinn vinstra megin á gaflinum verði upplýstur. Tpikning af fyrirhug- aðri kirkju Óháða I I safnaðarins fullgerð í I Hinn árlegi kirkjudagur safnaðarins er n.k. sunnudag TEIKNING af kirkju þeirri, er Óháði fríkirkjusöfnuðurinn hyggst reisa, er nú fullgerð. Verður bygging kirkjunnar hafin strax og fjárfestingarleyfi er fengið. Hefir kirkjunni verið valinn stað- ur á horninu á Stakkahlíð og Háteigsvegi. Tjáðu forráðamönnum safnað- arins blaðamönnum, að það hefðu lengi verið söfnuðinum mikil vonbrigði að geta ekki haf- ið byggingu kirkjunnar þar sem fjárfestingarleyfi væri enn ó- fengið. ★ Innan vébanda kirkjunnar eru nú handbærar um 200 þúsund krónur til byggingarinnar, og á söfnuðurinn auk þess rétt til fram laga úr Kirkjubyggingarsjóði Reykjavíkur, samkvæmt skipu- lagsskrá þess sjóðs. Og hefur safnaðarfólkið þegar lofað sjálf- boðavinnu, og skipta þau dags- verk hundruðum. Kirkjuteikn- ingin hefur verið samþykkt bæði af bygginganefnd og skipulags- nefnd. Næstkomandi sunnudag er hinn árlegi kirkjudagur Óháða safn- aðarins, og er þann dag aflað fjár til starfsemi safnaðarins og væntanlegrar kirkjubyggingar. Fyrir hádegi þann dag gengst söfnuðurinn fyrir skemmtun fyr- ir börn og fullorðna í Gamla bíói, er hefst kl. 10,30. Er vel til dag- skrárinnar vandað og meðal skemmtikrafta verður Helga Val- týsdóttir, leikkona, Hjálmar Gíslason, gamanleikari, þáttur frá íslenzka brúðuleikhúsinu, er Jón E. Guðmundsson sér um. Verður síðan messað kl. 2 í Aðventkirkjunni, og prédikar prestur safnaðarins, séra Emil Björnsson Síðdegis selja konur úr kvenfélagi safnaðarins kaffi í Góðtemplarahúsinu. ★ Kirkjuna teiknaði Gunnar Hansson, arkitekt. Kirkjan rúmar um 230 manns í sæti, og verður hún með nýtízku sniði, eins. og flestar þær kirkjur, er byggðar hafa verið á síðustu árum austan hafs og vestan. Við kirkjuna er viðbyggt félagsheimili, og er fær- anlegt þil milli þess og sjálfrar kirkjunnar, og er þannig hægt að auka sætafjöldann við messur. Auk þess er í kirkjunni skrif- stofa, skrúðhús, snyrtiherbergi, eldhús o. fl. Söngflokkur kirkjunnar og orgel verða inni í kórnum, hægra megin við altarið. Er hér uitt nýjung að ræða, og tilgangurina sá, að sönflokkurinn sé í nánara sambandi við söfnuðinn meðaaí á guðsþjónustu stendur Talsvert hefur verið gert af því erlendis að reisa kirkjur með viðbyggðu félagsheimili, og er ætlunin með því, að félagslífið sé í beinum tengslum við kirkj- una. Er þetta nýjung hér á landi. En forráðamenn safnaðarina kváðust vænta hins bezta af þess- ari nýjung. Hefir starfsaðstaða saínaðarins verið mjög erfið sökum skorts fi húsrými, t. d. hefir verið messað í Aðventkirkjunni annan hvom sunnudag, fermingar hafa alla tíð farið fram í Kapellu Háskólans og önnur embættisverk unnin fi heimili prestsins, kirkjukór safn- aðarins æfir í skrifstofuhúsnæði, sunnudagaskóli safnaðarins eí fyrir velvilja til húsa í Austur- bæjarbarnaskólanum, safnaðar- fundi og félagsfundi verður a3 halda í samkomusölum hér og þar í bænum. Þegar kirkjan eu kominn upp, er ætlunin að færa alla starfsemi safnaðarins þang- að. ★ Um 2000 þúsund manns eru I söfnuðinum. Formaður safnaðar- nefndar er Andrés Andrésson, og varaformaður Jóhann Ármana Jónasson. Mimar 1 stigi PRAG, 14. sept.: — Landskeppni í frjálsum íþróttum stendur nú yfir milli Tékka og Breta. Eftir fyrri daginn hafa Tékkar fengið 47 stig, en Bretar 46. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.