Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.09.1955, Blaðsíða 4
20 MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 15. sept. 1955 ] Stólka frá Suður -Aíríku i Viðíal við Kaye Niller T TNDANFARNAR þrjár vikur U hefur dvalizt hér á landi ung «tú!ka frá East Griqualand í Zwartberg í Suður-Afríku. Er 6túlka þessi, sem heitir Kaye Miller. hér í boði vinkonu sinnar Védísar Bjarnadóttur á Laugar- vatni, en þær kynntust á fim- leikaskóla í Bretlandi á s.l. vetri. Blaðamaður Morgunblaðsins átti nýlega viðtal við Kaye um ■dvöl hennar hér á landi og um heimaland hennar. Kaye Miller — Já, víst er munurinn mikill á íslandi og Suður Afríku. segir Kaye. Heimili mitt er í 3000 feta liæð yfir sjávarmáli Þar er hit- inn mestur um jólaleytið, en snjór og frost í júlí. Faðir Kaye er írskur, en móðir hennar er dönsk, en foreldrar Jieirra gerðust innflytjendur til Suður-Afríku snemma á 19. öW- inni. —★— Faðir Kaye stundar aðallega fjárbúskap. Á hann um 7 þús fjár, talsvert af nautgrípum og hænsnum og um 30 hesta. — Hestarnir eru aðallega tamtí- ir með það fyrir augum að þeir séu hæfir til pólóleik3, segir Kaye. Annars eru þeir notaðir tnikið við fuglaveiðar, sem við stundum mikið. Aðrar veiðar, eem við stundum mikíð, eru veiðar dádýrs er nefnist „spring- back“, er það Suður-Afrískt af- brigði, en það dýr er jafnframt einskonar verndarvættur í þjóð- trú okkar. Það er okkar þjóðar- dýr og þegar lið að heiman keppa t. d. í póló, þá eru þau nefnd „Springback“. ' Kaye var ekki nema 10 ára gömul, þegar hún skaut fyrsta dýrið. Hún grét á eftir. Nú fer hún iðulega á veiðar og er alveg hætt að gráta dauða dýranna, eem hún drepur! í héraði því, sem Kaye á heima 1, er ekkert þorp, heldur aðeins etórir búgarðar, í eigu hvítra af ýmsum þjóðernum. Til starfa á þessum búgörðum eru notaðir inn fæddir svertingjar frá Basuta- landi. Hefur faðir Kaye 40 slíka svertingja til starfa á búi sínu. baun þeirra eru 2 sterlingspund é mánuði og nýr klæðnaður tvisv ar á ári. — Þeir eru ákaflega hjátrú- arfullir þessir svertingjar, seg- ir Kaye. T.d. ef konur þeirra eignast tvibura, fær ekki nema annað bamið að lifa. Galdra- trú er mjög ríkjandi hjá þeim og ógerlegt að fá þá til að trúa á lækna. Og ef reynt er að tala um fyrir þeim eru þeir allir á verði og verða enn tortryggn ari. Hinir ýmsu þjóðflokkar þeirra auðkenna sig á ýmsan máta. Sumir taka af fremsta köggulinn á litla fingri ann- arrar handar, aðrir nema burtu hluta af öðrn eyranu eða þeir gera holur í kínnarn- ar eða setja eitthvað í nefið á sér. Þetta gera þeir til þess að þekkjast frá öðrum þjóðflokk- Þessir svertingjar lifa aðallega á brauði, sem þeir baka sjálfir og nefna „poutoo“. Við skjótum lika mikið af villibráð handa þeim. Á hverju sunnudagskvöldi dansa þeir og drekka þá mikið af bjór sem þeir brugga sjálfir. Er hann ákaflega bragðgóður, en geysi- lega sterkur. Dans þeirra er ákaf lega frumstæður og hreyfa þeir nær eingöngu fæturna. Þeir éta mikið af þurrkuðu dádýrakjöti. Er það skorið í lengjur og nefnist „biltong“. Iðnaður svertingjanna er mjög lítiifjörlegur. Úr silfri móta þeir hálsmen og brjóst- nælur og annað þessháttar, en það er gert eftir hollenzkum fyrirmyndum. Úr smáum perl- um sem þeir kaupa í verzlun- um setja þeir saman hálsfest- ar. Nálægasta þorp við heimili Kaye er Pietermantzberg, en það er í 150 mílna fjarlægð. Þangað fer Kaye venjulega tvisvar í viku hverri til innkaupa og jafnvel til þess að sækja einhverja skemmt- un. Annars eru kvikmyndasýn- ingar tvisvar í viku í samkomu- húsi skammt frá heimili hennar, og svo er dansað á hverju kvöldi. —★— í Zwartberg er lítið um hættu- leg villidýr. En þar er mjög mik- ið af eiturslöngum. sem verða mörgum að bana árlega. — Við höfum sex þjónustu- stúlkur í húsinu hjá okkur, segir Kaye. — Hvað gerið þið hvíta kven- fólkið þá? — Það er nóg að gera. Vil alla búgarðana þarna eru ákaflega stórir skrúðgarðar. Viðhald þeirra krefst ákaflega mikillar vinnu og fjöldi fólks vinnur við þá. Við þurfum að stjórna því og eins öðru þjónustufólki og yfirleitt að líta eftir því að allt sé í röð og reglu á heipiilinu. Hús ið er ákaflega stórt um sig, allt byggt á einni hæð. Við stundum líka mjög mikið veiðar, bæði fuglaveiðar og dádýraveiðar. Kaye hefur ferðast víða um hér á landi þennan stutta tíma, sem hún hefur dvalið hér. M.a. fór hún með vinkonu sinni Védísí og BÆNDASKÓLINN Á TVEIT — Á miðri myndinni sést hin nýja heimavistarbygging, en útihús tiS hægri. Af hinni nýju kennslubyggingu sést aðeins grunnurinn. í baksýn eru skógi vaxnir ásar. Skólinn á Tveit var stofnaður 1877, Ræktað land á skólabúinu er ekki nema 23 ba, en áhöfnin ei! þó 70 nautgripir, 20 svín, 36 kindur, 4 hestar og nokkur hundruð hænsni. Skógurinn á Tveit er enn 200 ha, þar vaxa yfir 30 tegundir af barrtrjám og töluvert af eik. ÖU gólf í hinni nýju skólabyggingu eru lögð úr eik úr eigin skógi og sömuleiðis veggir í hátíðasal skólans. Átni G. Eylands: Búnaðarnám í ftloregi Hér eru nokkur sýnishorn af iðnaði svertingjanna í S-Afríku. Perlu hálsfestar, silfur armbönd og hálsmen. Taskan er úr dádýrs- skinni. bróður hennar Þorkeli -Bjama- syni, á hestum til Hvítaness. — Ætlunin var að fara norður Kjalveg, en sökum rigninga og óveðurs snéru þau við aítur. Þá fór Kaye og með áætlunarbíl no vur tit Akureyrar, til Mý- vatns, Húsavíkur og víðar — Það er svo margt furðu- legt og skemmtilegt hjá ykknr hér á íslandi, segir Kaye að lokum. Þið drekkið heil ósköp af kaffi og rjóma; — mér er farið að þykja þaff afskaplega gott! Og kökumar sem -ís lenzku konurnar baka ern dá- satnlegar. Ég hef fengiff ótal uppskriftir hjá þeim. Og land- ið ykkar — það er dásamlegt! — ht. ASUNNUDAGINN var birtist í Morgunblaðinu tilkynning. um að tveimur piltum bjóðist ; ókeypis skólavist í Bændaskólan- ! um á Tveit í Rogaland-fylki í Noregi, en fleiri slík vinaboð frá Noregi hafa sem kunnugt er bor- izt hingað undanfarið og hefur verið sagt frá þeim hér í blaðinu, í tilefni af þessu hefur frétta- maður frá Morgunblaðinu snúið sér til Árna G. Eylands formanns félagsins Ísland-Noregur og spurzt fyrir um nýbreyttni þessa í búnaðarnámi. ' —• Er það ekki alger nýung að íslenzkir bændasymr, eða aðrir piltar fari utan tíl náms i bún- aðarskólum í Noregi? í — Því má svara bæði játandi og neitandi. Síðustu áratugina hefur það verið mjög fátítt og næstum einsdæmi að íslenzkir piltar hafi stundað nám í norsk- um bændaskólum. En ef vér lít- um lengra aftur í tímann horfir þetta öðruvísi við. Á síðustu ára- tugum 19. aldarinnar fóru tölu- vert margir piltar til búnaðar- náms i Noregi. Margír fyrir á- eggjan Jóns Sigurðssonar for- seta, og velflestir piltarnir sem þangað fóru í siíkum erindum munu hafa átt mikinn bakhjarl þar sem forsetínn var, um það má lesa í bréfum hans og víðar. — Hvert fóru þessir piltar helzt? — Flestir fóru að Steini við Björgvín. Á árunum 1867—1898, munu að minnsta kosti 19 ís- lendingar hafa stundað nám á Steini. Síðastan þeirra má nefna Sigurð heitinn Sigurðsson bún- aðarmálastjóra, en auðvitað kom nám hans í Noregi ekki til fyrr en eftir að afskiptum Jóns for- seta af því sem öðru var lokið. Mun sanni næst að Páll Briem amtmaður hafi átt mikla aðild að för Sigurðar að Steini. Annars er þessi kafli búnaöarmenntun- arinnar eigi lítið merkilegur þeg- ar þess er gætt að 6 af piltun- um frá Steini urðu skólastjórar við bændaskólana á Eiðum, Hvanneyri og Hólum. Aðrir urðu þjóðkunnir myndarbændur eins og Ólafur í Lindarbæ og Eggert á Meðalfelli svo að dæmi sé nefnd. — Lögðust sto þessar Noregs- farir niður? — Já, eftir aldamótín og allan fyrri helming þesearar aldar sóttu aðeins ðrfáir íslendingar nám í norskum bændaskólum. Aftur á móti sóttu margir ungir menn og konur nám í lýðbáskól- unum norsku, sérstaklega í skól- anum á Voss hjá hinum mikla skólamanni, æskulýðsleiðtoga og bændaleiðtoga Lars Eskeland. Ennfremur fóru margir piltar til Noregs fyrir og eftir heimsstyrj- öldina fyrri til að stunda verk- legt nám hjá norskum bændum, einkum á Jaðri. Sá þáttur búnaðarnáms er snýst um háskólanám hefur einn- ig beinzt nokkuð til Noregs á síðari árum. Fyrir velvilja norskra forráðamanna fær nú árlega einn nemandi skólavist í Búnaðarháskólanum í Ási, þó að sá skóli sé meira en fullsetinn af inníendum nemendum. — En hvað um þetta búnaðar- nám í Noregi sem nú stendur til boða? Upptökin að því átti Eik-Næs 1 prófastur í Norður-Þrændalög- . um, en hann er einn af stjórnar- | nefndarmönnum félagsins Norsk- . Islandsk samband. Fyrst fengu 2 piltar ókeypis skólavist í skól- anum á Mæri í Norður-Þrænda- lögum, og nú eru 4 piltar við nám á þennan hátt. Tveir eru í skólanum á Geirmundarnesi í Rómsdal, einn er á Steini, og einn var á Voss síðastliðinn vet- ur, lauk þar námi í vor og mun hefja framhaldsnám í Ási nú í haust. Tveir piltar fara til náms í bændaskólanum á Finsás í Norð- ur-Þrændalögum, um næstu mánaðamót, 1 að Voss og 1 til Mó í Förde, í Fjörðum, norðan Sognsæs. Loks fara svo vonandi tveir piltar að Tveit í Rogalandfylki eins og nú stendur til boða og ennfremur cr óráðstafað skóla- vist handa einum nemanda í búnaðar- og garðyrkjuskólanum á Aurlandi í Sogni. — Þannig munu 9—10 nemendur njóta gestrisni og ókeypis skólavistar í norskum bændaskólum í vetur ef vel fer. — Er þetta ekki vafasöm sam- keppni við bændaskólana á Hvannevri og Hólum? — Það flögrar ekki að mér að svo sé. Sem betur fer er aðsókn að þeim góð og ég lít á það sem góða og holla fjölbreytni í bún- aðarnámi verðandi bænda að nokkrir piltar njóti húnaðar- fræðslu í venjulegum góðum bændaskólum erlendis. Þar að auki er þetta ágæt kynning, og mér er óhætt að fullyrða að for- ráðamenn þessara mála í Noregi líta á það sem þýðingarmikið mál, að íslenzkir bændasynir komi til náms í norskum bænda- | skólum og blandi geði við norsk bændaefni. f þeirra augum er þetta raunhæf samvinna. Til sannindamerkis má ég víst nefna það, að er forseti íslands og frú hans og föruneyti var á ferð um Noreg í sumar, og séð varð fyrir viðkomu í Geirmundarnesi I Raumsdal, var það fyrst og fremst gert vegna þess að þar voru tveir íslenzkir bændasynir við nám, J fyrsta sinn í sögu skólans og héraðsins. — Hvernig er það í Noregi, er mikil aðsókn að bændaskól- unum þar í landi? — Það er mjög misjafnt, Bændaskólarnir í Noregi eru flestir eign fylkjanna og auðvit- að misjafnlega að þeim búið, Sumir eru skólarnir illa sóttir, en á öðrum stöðum er hvert rúm skipað. Ég get t. d. nefnt bænda- skólana á Rogalandi, þeir eru tveir, annar á Öxnavaði á Jaðri, nýbyggður skóli og glæsilegur, hann er alltaf fullsetinn og meira en það. Svipað er að segja um skólann á Tveit í Ryfylki. Hann brann fyrir fáttm árum. Er nú verið að endurbyggja hann svo glæsileea að mörgum finnst nóg um. Hefur verið varið til þess milljónum króna hin siðustu ár» Ný heimavistarbygging var tek- in í notkun í fyrra og í haust verður flutt í hina nýiu kennslu- byggingu. Ég heimsótti skólann á Tveit í sumar, og mun hið nýkomna boð um ókeynis skóla- vist fyrir 2 pilta að nokkru eiga rót sína að rekja til þeirrar heim- sóknar. Á sama hátt er verlð að endur- þvrrsia hinn gamla og góða skóla á Steini við Björgvin og svo er víðar um Noreg. Forráðamenn búnaðarmála eru í fylkjunum vel flestum famir að skilja, að það verður að sýna bændaskól- unum sóma og kosta þar miklu til umbóta, eisi síður en á öðr- um sviðum. Þess sér nú mikil merki, Um endurbvssingu og umbætur á þeim skðlum er ég hefi nefnt get ég sagt það af sjón og raun, að það er ekki kastað til þess höndum. Bvggingafram- kvæmdimar eru þrauthugsaðar og undirbúnar áður en til fram- kvæmda kemur, enda fjalla fleiri aðilar bæði frá fvlki og riki um slíkan undirbúning, og engurn kemur til hugar að hefja fram- kvæmdir fyrr en fullum undir- búningi og áætlunum er lokið og fé tryggt að fullu til þess er gera skal. Loks víl ég segja þetta: Við, Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.